-
Bæjarráð - 576
Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
-
Bæjarráð - 576
Lögð fram yfirlit yfir greitt útsvar jan.-ágúst 2021 og jan.-sept. 2021.
Greitt útsvar í janúar-september hefur hækkað um 4,8% miðað við sama tímabil í fyrra. Hækkun á landsvísu er 8,3% á tímabilinu. Hafa ber í huga að nú í september bárust leiðréttingar frá árinu 2020, sem enn og aftur skekkir samanburð á milli ára.
Bæjarráð vísar í fyrri bókanir sínar um óviðunandi upplýsingagjöf af hálfu ríkisins varðandi staðgreiðslu.
-
Bæjarráð - 576
Lagt fram rekstraryfirlit jan.-ágúst 2021.
-
Bæjarráð - 576
Lagt fram yfirlit sem sýnir samanburð á launaáætlun og útgreiddum launum Grundarfjarðarbæjar í janúar til september 2021. Samkvæmt yfirlitinu eru raunlaun undir áætlun.
-
Bæjarráð - 576
Lagt fram yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur 30.06.2021.
-
Bæjarráð - 576
Lögð fram tillaga að álagningarprósentu útsvars árið 2022. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarprósenta verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,52%.
Samþykkt samhljóða.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um álagningu útsvars, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að álagningarprósenta verði óbreytt frá fyrra ári, eða 14,52% fyrir árið 2022.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 576
Lögð fram og kynnt bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2022, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Jafnframt lagður fram samanburður á fasteignagjöldum og álagningu nágrannasveitarfélaga.
Farið yfir forsendur og breytingu milli ára.
Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
-
Bæjarráð - 576
Lagður fram samanburður á gjaldskrám nokkurra sveitarfélaga ásamt gjaldskrám ársins 2021. Umræða um þörf fyrir gjaldskrárhækkanir í samhengi við áætlaðar kostnaðarhækkanir ársins 2021 og 2022.
Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
-
Bæjarráð - 576
Farið yfir forsendur fyrir fjárhagsáætlunargerð og fyrirkomulag fjárhagsáætlunarvinnunnar framundan.
Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
-
Bæjarráð - 576
Lagt fram tilboð sem borist hefur í íbúðina að Grundargötu 65, sem hefur verið á sölu um nokkurt skeið.
Bæjarráð felur skrifstofustjóra að gera gagntilboð í samræmi við umræður fundarins. Jafnframt veitir bæjarráð skrifstofustjóra umboð til þess að annast frágang málsins.
Samþykkt samhljóða.
Bókun fundar
Skrifstofustjóri upplýsti að gagntilboði bæjarins hafi verið tekið.
Skrifstofustjóra og bæjarstjóra veitt umboð til að ljúka frágangi málsins og rita undir kaupsamning uppá 18,4 millj. kr. í núverandi ástandi vegna sölu íbúðarinnar að Grundargötu 65.
-
Bæjarráð - 576
Lagður fram til kynningar tölvupóstur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 6. október sl., með áætluðum útgjaldajöfnunarframlögum fyrir árið 2022.
-
Bæjarráð - 576
Lagt fram til kynningar fundarboð Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls um aðalfund sem haldinn verður 12. október nk.
-
Bæjarráð - 576
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Jafnréttisstofu, dags. 8. október sl., með fundarboði um landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga þann 14. október nk.
-
Bæjarráð - 576
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Hönnunarmiðstöðvar Íslands ehf. varðandi handbók um merkingar og handbók um náttúrustíga.
-
Bæjarráð - 576
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Landssamtakanna Þroskahjálpar um gerð handbókar fyrir sveitarfélög um starfsemi notendaráða.
Í póstinum segir:
"Markmið handbókarinnar er að tryggja sveitarfélögum fræðslu um skyldur sínar er varðar fatlað fólk og mikilvægi þess að allir séu raunverulegir og virkir þátttakendur. Í handbókinni er meðal annars komið inn á nauðsyn þess að öllum þátttakendum í notendaráðum sé tryggður viðeigandi stuðningur og aðlögun sem mætir þörfum þeirra til þess að þeir geti komið skoðunum sínum á framfæri, deilt reynslu sinni og veitt stjórnvöldum viðeigandi aðhald."
-
Bæjarráð - 576
Lagt fram til kynningar fundarboð um ráðstefnu um framtíð tjaldsvæða á Íslandi, sem haldin verður 12. nóvember nk.
Forseti bar fram tillögu þess efnis að tekinn yrði með afbrigðum inn á dagskrá fundarins dagskrárliðurinn "Ráðning leikskólastjóra", sem yrði nr. 12 á dagskrá. Aðrir liðir færist aftur sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.
Gengið var til dagskrár.