252. fundur 14. október 2021 kl. 17:15 - 20:06 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
    Aðalmaður: Garðar Svansson (GS)
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA)
    Aðalmaður: Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund.

Forseti bar fram tillögu þess efnis að tekinn yrði með afbrigðum inn á dagskrá fundarins dagskrárliðurinn "Ráðning leikskólastjóra", sem yrði nr. 12 á dagskrá. Aðrir liðir færist aftur sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer


Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína. Hún sagði frá ráðningu nýrra starfsmanna á sviði skipulags- og byggingarmála, sem nú hafa bæði hafið störf, en um er að ræða samstarf fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Bæjarstjórn býður nýja starfsmenn velkomna til starfa.

Jafnframt sagði hún frá undirbúningi að ráðningu leikskólastjóra, sem tekin verður fyrir undir dagskrárlið 12. Ennfremur sagði hún frá ráðningarferli vegna starfs íþrótta- og tómstundafulltrúa sem er í gangi, en átta umsóknir bárust um þá stöðu. Bæjarstjórn felur Unni Þóru Sigurðardóttur, sem fulltrúa D-lista og Hinrik Konráðssyni, sem fulltrúa L-lista umboð til að sitja starfsviðtöl.

Bæjarstjóri sagði frá framkvæmdum við grunnskóla, samkomuhús og fleira. Málefni hundagerðis rædd og vísað til umræðu í bæjarráði.

Allir tóku til máls.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Í framhaldi af bókun bæjarstjórnar á síðasta fundi sendi bæjarstjóri bréf til hinna sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, þar sem boðið er til óformlegs samtals/fundar um stöðu og valkosti í sameiningarmálum, til framtíðar. Borist hafa jákvæð viðbrögð við erindinu.

Stefnt er að fundi um næstu mánaðarmót.

Allir tóku til máls.

3.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Rætt um áhrif af samdrætti í aflaheimildum á yfirstandandi kvótaári.

Allir tóku til máls.

4.Bæjarráð - 576

Málsnúmer 2109005FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 576. fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 576 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • 4.2 2101005 Greitt útsvar 2021
    Bæjarráð - 576 Lögð fram yfirlit yfir greitt útsvar jan.-ágúst 2021 og jan.-sept. 2021.
    Greitt útsvar í janúar-september hefur hækkað um 4,8% miðað við sama tímabil í fyrra. Hækkun á landsvísu er 8,3% á tímabilinu. Hafa ber í huga að nú í september bárust leiðréttingar frá árinu 2020, sem enn og aftur skekkir samanburð á milli ára.

    Bæjarráð vísar í fyrri bókanir sínar um óviðunandi upplýsingagjöf af hálfu ríkisins varðandi staðgreiðslu.
  • Bæjarráð - 576 Lagt fram rekstraryfirlit jan.-ágúst 2021.
  • 4.4 2106001 Launaáætlun 2021
    Bæjarráð - 576 Lagt fram yfirlit sem sýnir samanburð á launaáætlun og útgreiddum launum Grundarfjarðarbæjar í janúar til september 2021. Samkvæmt yfirlitinu eru raunlaun undir áætlun.

  • Bæjarráð - 576 Lagt fram yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur 30.06.2021.
  • Bæjarráð - 576 Lögð fram tillaga að álagningarprósentu útsvars árið 2022. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarprósenta verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,52%.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um álagningu útsvars, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að álagningarprósenta verði óbreytt frá fyrra ári, eða 14,52% fyrir árið 2022.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 576 Lögð fram og kynnt bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2022, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Jafnframt lagður fram samanburður á fasteignagjöldum og álagningu nágrannasveitarfélaga.

    Farið yfir forsendur og breytingu milli ára.

    Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • 4.8 2109024 Gjaldskrár 2022
    Bæjarráð - 576 Lagður fram samanburður á gjaldskrám nokkurra sveitarfélaga ásamt gjaldskrám ársins 2021. Umræða um þörf fyrir gjaldskrárhækkanir í samhengi við áætlaðar kostnaðarhækkanir ársins 2021 og 2022.

    Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 576 Farið yfir forsendur fyrir fjárhagsáætlunargerð og fyrirkomulag fjárhagsáætlunarvinnunnar framundan.

    Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 576 Lagt fram tilboð sem borist hefur í íbúðina að Grundargötu 65, sem hefur verið á sölu um nokkurt skeið.

    Bæjarráð felur skrifstofustjóra að gera gagntilboð í samræmi við umræður fundarins. Jafnframt veitir bæjarráð skrifstofustjóra umboð til þess að annast frágang málsins.

    Samþykkt samhljóða.

    Bókun fundar Skrifstofustjóri upplýsti að gagntilboði bæjarins hafi verið tekið.

    Skrifstofustjóra og bæjarstjóra veitt umboð til að ljúka frágangi málsins og rita undir kaupsamning uppá 18,4 millj. kr. í núverandi ástandi vegna sölu íbúðarinnar að Grundargötu 65.
  • Bæjarráð - 576 Lagður fram til kynningar tölvupóstur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 6. október sl., með áætluðum útgjaldajöfnunarframlögum fyrir árið 2022.
  • Bæjarráð - 576 Lagt fram til kynningar fundarboð Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls um aðalfund sem haldinn verður 12. október nk.
  • Bæjarráð - 576 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Jafnréttisstofu, dags. 8. október sl., með fundarboði um landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga þann 14. október nk.
  • Bæjarráð - 576 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Hönnunarmiðstöðvar Íslands ehf. varðandi handbók um merkingar og handbók um náttúrustíga.
  • Bæjarráð - 576 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Landssamtakanna Þroskahjálpar um gerð handbókar fyrir sveitarfélög um starfsemi notendaráða.

    Í póstinum segir:
    "Markmið handbókarinnar er að tryggja sveitarfélögum fræðslu um skyldur sínar er varðar fatlað fólk og mikilvægi þess að allir séu raunverulegir og virkir þátttakendur. Í handbókinni er meðal annars komið inn á nauðsyn þess að öllum þátttakendum í notendaráðum sé tryggður viðeigandi stuðningur og aðlögun sem mætir þörfum þeirra til þess að þeir geti komið skoðunum sínum á framfæri, deilt reynslu sinni og veitt stjórnvöldum viðeigandi aðhald."

  • Bæjarráð - 576 Lagt fram til kynningar fundarboð um ráðstefnu um framtíð tjaldsvæða á Íslandi, sem haldin verður 12. nóvember nk.

5.Skólanefnd - 158

Málsnúmer 2109006FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 158. fundar skólanefndar.
  • Gestir fundarins undir þessum lið voru Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri og Eydís Lúðvíksdóttir fulltrúi kennara.

    Skólanefnd - 158 Skólastjóri fór yfir framlagða minnispunkta sína um skólastarfið. Eftirfarandi kom þar fram:

    Í upphafi haustannar voru 94 nemendur skráðir grunnskólann. Síðasta vetur voru 104 nemendur. Kennarar og stjórnendur eru 15 talsins í 14,4 stöðugildum. Annað starfsfólk eru 7 í 6 stöðugildum. Hluti þeirra starfsmanna starfar einnig á leikskóladeildinni Eldhömrum við þrif. Inni í þessari tölu eru einnig starfsmenn heilsdagsskóla sem er lengd viðvera fyrir nemendur yngsta stigs fimm daga vikunnar.
    Við skólann í vetur starfa þrír leiðbeinendur en allir stunda þeir nám.
    Vinnuskylda er sú sama og í fyrra.
    Teymiskennsla verður áfram mikil en í skólanum er yngsta stigið mjög fjölmennt á meðan mið- og unglingastig er frekar fámennt.

    Sundkennslu er að ljúka í þessari viku og hefur gengið vel.

    Skólinn tekur þátt í Erasmus verkefni en var sett á ís í eitt ár vegna erfiðleika með ferðalög af kunnum ástæðum. Því verkefni lýkur í vetur.

    Í ár verður sérstakur dagur á dagatali tileinkaður gróðursetningu, en áherslur skólans þennan veturinn verða heilsuefling, Grænfáni og fjölbreyttar kennsluaðferðir í stærðfræði.

    Skólinn fer í úttekt vegna Grænfánaverkefnis og getur þá flaggað Grænfána. Liður í því er að planta trjám. Í ár hafa nemendur skólans plantað tæplega 800 trjám á svæði sem skólinn hefur til gróðursetningar við tjaldsvæðið. Plönturnar fékk skólinn sem afrakstur af fræsöfnun birkifræja í fyrra.

    Stærðfræðikennarar á yngsta- og miðstigi munu í vetur sækja námskeiðið "Stærðfræðileiðtoginn" lærdómssamfélag á vegum HÍ.

    Grunnskóli Grundarfjarðar verður 60 ára þann 6. janúar nk. og verður haldið upp á það.

    Bæjarstjóri og skólastjóri fóru yfir þær verklegu framkvæmdir sem fram hafa farið á árinu og sem nú eru í undirbúningi.

    Viðhaldsframkvæmdir voru miklar í sumar. Unnið var við múrviðgerðir og beðið er eftir nýjum gluggum sem skipta á um á neðri hæð SA-hluta skólahúss. Kennaraaðstaða var máluð í sumar.
    Vatnstjón varð í grunnskóla í júlí og hefur verið unnið að miklum endurbótum í kjölfar þess. Dúklagning á efri og neðri hæð er fyrirhuguð seinnipartinn í október í kringum vetrarfrí skólans.

    Skólanefnd ræddi um skólalóðina og leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur til að gera áætlun um endurbætur og mögulega áfangaskiptingu vegna skólalóðar, svipað og gert var fyrir lóð leikskólans.


  • Sigurður Gísli skólastjóri grunnskóla og Eydís fulltrúi kennara sitja fundinn undir þessum lið. Skólanefnd - 158 Sigurður Gísli fór yfir minnispunkta um starf Eldhamra. Þar kom m.a. fram:

    Á Eldhömrum eru þrír starfsmenn í 2,80 stöðugildum. Þrif eru ekki inni í þessari tölu en skólaliðar sjá um þrifin.
    Starfið fer vel af stað en 11 nemendur voru skráðir í deildina í haust. Fyrir fundinum lá vikuplan og dagsskipulag Eldhamra.

    Eins og undanfarin ár fá Eldhamrar tíma á skipulagi kennara í íþróttum, sundi, smíðum, heimilisfræði og lestrarkennslu. Hringekja með yngstu nemendum skólans hefst svo fljótlega og verður reglulega í allan vetur.

    Fram kom að Eldhamrar halda úti Instagram fréttum sem hafa mælst vel fyrir.

    Hér vék Eydís af fundi og var henni þökkuð koman.
  • Sigurður Gísli skólastjóri og Linda María Nielsen aðstoðarskólastjóri tónlistarskólans eru gestir fundarins undir þessum lið.

    Skólanefnd - 158 Linda María fór yfir minnispunkta sína um starfsemi tónlistarskólans. Eftirfarandi kom fram:

    - 41 nemandi er skráður í tónlistarskólann haustið 2021.
    - 4 kennarar eru í 3,4 stöðugildum.
    - Í boði eru einktatímar, hóptímar í söng, tónfræði, samspil hjá nemendum Baldurs og Bents, Linda er með tónlistartíma sem hluta af list-og verkgreinum í grunnskólanum hjá 4 og 5. bekk. Alexandra byrjar með tónlistartíma fyrir nemendur Eldhamra eftir áramót.
    - Kennarar fóru á svæðisþing tónlistarskóla á Vesturlandi 20. september sl. og voru þar mörg áhugaverð málefni.
    - Foreldravika var dagana 21. - 28.september sl. Foreldrar voru duglegir að koma með börnunum í tíma og fræddust í leiðinni um það hvað fer fram í tímum, hvernig hljóðfærið virkar og fengu ábendingar varðandi heimanám.
    - Kennarar munu skiptast á að fara í Sögumiðstöðina í vetur í "Molakaffi á miðvikudögum" með nemendur að spila og syngja fyrir eldri borgara. Fyrstu nemendur fóru í síðustu viku og var mjög gaman og áheyrendur tóku virkilega vel á móti söngnemendum sem sungu nokkur lög.
    - Í bígerð er að nýta fleiri tækifæri til að spila opinberlega, þar sem nemendur koma fram.
    - Kennarar eru að byrja að huga að jólatónleikum sem verða miðvikudag 1. desember nk.

    Rætt var um starfsmannamál, einnig um aðsókn nemenda, sem hefur fækkað nokkuð. Rætt var um hverjar ástæður þess gætu verið.

    Fyrir fundinum lágu hugmyndir tveggja kennara um að nýta fjarnám sem hluta af kennsluaðferðum, og var það nánar útfært í tillögum sem lágu fyrir fundinum. Rætt um kosti og fyrirkomulag. Skólanefnd þakkar fyrir áhugaverðar tillögur. Nefndin telur þó að æskilegra sé að byggja tónlistarkennslu á staðnámi, eftir því sem kostur er.

    Linda María lagði fram og kynnti hugmynd um átaksverkefni í kennslu á blásturshljóðfæri, sem myndi hefjast á næstu önn. Markmiðið er að fjölga nemendum á blásturshljóðfæri. Skólanefnd tekur jákvætt í þessa hugmynd og leggur til að skólastjóri og aðstoðarskólastjóri útfæri nánar og leggi tillöguna fyrir bæjarstjórn.

    Hér viku Sigurður Gísli og Linda María af fundinum og var þeim þakkað fyrir komuna.

  • Skólanefnd - 158 Eins og fram hefur komið (fundur bæjarráðs í ágúst sl.) hefur Anna leikskólastjóri sagt starfi sínu lausu og hætti hún störfum 30. september sl.
    Skólanefnd þakkar Önnu fyrir gott samstarf á liðnum árum.

    Starfið var auglýst og bárust tvær umsóknir. Annar umsækjandinn dró umsókn sína til baka.

    Lögð voru fram umsóknargögn frá Heiðdísi Lind Kristinsdóttur, auk samantektar frá ráðgjafa Attentus, sem tók ásamt bæjarstjóra starfsviðtal við umsækjandann. Auk þess kom umsækjandi í dag í viðtal við formann bæjarráðs og formann skólanefndar. Gerð var grein fyrir þessum gögnum og viðtölum við umsækjandann, sem metinn er hæfur til starfsins út frá fyrirliggjandi kröfum.

    Skólanefnd veitir jákvæða umsögn um umsækjandann skv. fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum.

  • Skólanefnd - 158 Lagt fram bréf um Forvarnardaginn sem er á morgun, 6. október, auk fylgigagna um vímuefnaneyslu grunn- og framhaldsskólanema.

  • Skólanefnd - 158 Lagt fram til kynningar erindi frá nemendum í 3. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar, sem þau lögðu fram og kynntu á fundi með bæjarstjóra á dögunum. Í erindi sínu setja börnin fram þrjár óskir um umbætur í umhverfi okkar, sjá nánar 251. fund bæjarstjórnar þann 22. september sl.

6.Hafnarstjórn - 16

Málsnúmer 2105001FVakta málsnúmer

Allir tóku til máls.
  • Farið var yfir stöðu framkvæmda. Hafnarstjórn - 16 Hafnarstjóri sagði frá framkvæmdum við Grundarfjarðarhöfn.

    Grjótmagn í fyrirstöðugarði varð ívið meira en til stóð vegna breytinga.
    Bætt var við steyptum vegg á enda Norðurgarðs sem ákveðið var að setja upp til að auka skjól á enda Norðurgarðs. Eftir er að lengja hann um nokkra metra, í átt að grjótvörn.
    Hafnarstjóri sagði frá því að í undirbúningi væri frágangur á kanti uppvið grjótvörn.
    Verið er að steypa þekju á Norðurgarði, en tvær steypur eru eftir í henni, ca. 300 m2 sem verður lokið við í næstu viku.
    Þá er eftir frágangur á rafmagni og vatni.
    Tafir hafa orðið á heildarverkinu m.v. fyrstu áætlanir, m.a. vegna veðurfars.

    Lengingin, nýja framkvæmdin, stóðst mjög vel í norðvestanáttinni í síðustu viku og lýsir hafnarstjórn ánægju með það.

  • Hafnarstjórn ræddi um deiliskipulagsmál á hafnarsvæði.

    Brýn þörf er á að endurskoða deiliskipulag Framness austan Nesvegar og ljúka deiliskipulagi á svæðinu á og við Norðugarð.
    Breyta þarf stærð og fyrirkomulagi lóða á nýju uppfyllingunni austan Nesvegar, hanna þarf framtíðarlegu vegar sem liggur yfir á hafnarsvæðið í beinu framhaldi af Bergþórugötu og ákveða legu lagna á svæðinu. Auk þess þarf að gera ráð fyrir og setja niður fyrirkomulag á um 800 metra göngustíg sem liggja mun frá enda Norðurgarðs, að Torfabót, meðfram grjótvörninni. Til að þetta sé unnt þarf að endurskoða deiliskipulag svæðisins og gera ráð fyrir breytingum.

    Rætt um hvar rétt sé að mörk deiliskipulagssvæðis liggi, taka þarf Norðurgarð með í deiliskipulagið og mögulega Miðgarð og hafnarvog.

    Hafnarstjórn - 16 Hafnarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa og bæjarstjóra að hefja undirbúning að gerð deiliskipulags á hafnarsvæðinu, á Framnesi austan Nesvegar, á Norðugarði og að skoða nánar stærð og útmörk deiliskipulagssvæðis.
    Hafnarstjórn mun áfram gera ráð fyrir kostnaði við verkið í fjárhagsáætlunum sínum.

    Hafnarstjórn samþykkir ennfremur að fela hafnarstjóra að láta ganga frá svæðinu norðanvert á nýju landfyllingunni þannig að útbúa megi bráðabirgðaakveg frá Bergþórugötu yfir á hafnarsvæðið.
  • 6.3 2103027 Ársreikningur 2020
    Ársreikningur 2020 er lagður fram.
    Hafnarstjórn - 16
  • Staða 2021
    Hafnarstjóri kynnti fjárhagsstöðu hafnarinnar, skv. framlögðu yfirliti og útkomuspá ársins 2021.
    Tekjur voru áætlaðar samtals 94 millj. kr. árið 2021 og horfur eru á að höfnin standist þá áætlun. Tekjur ársins af skemmtiferðaskipum eru þar af rúmar 13 milljónir kr. en alls voru 31 koma skemmtiferðaskipa í sumar.
    Útgjöld voru áætluð 58,1 millj.kr. en reiknað er með að þau verði talsvert undir því.
    Framkvæmdakostnaður var áætlaður um 125 milljónir fyrir árið 2021.

    Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju með þessa stöðu, sem verður að teljast mjög góð m.v. allar forsendur.


    Áætlun 2022
    Hafnarstjóri fór yfir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2022.
    Tekjur eru áætlaðar um 118 millj. kr. Tekið er mið af þeirri forsendu, að umtalsverður kvótasamdráttur muni hafa veruleg áhrif á tekjur hafnarinnar. Á yfirstandandi kvótaári er gert ráð fyrir 13% samdrætti í þorski og 17% samdrætti í karfa, en hvorutveggja mun hafa mikil áhrif hér.
    Gert er ráð fyrir að af bókuðum komum skemmtiferðaskipa ársins muni 75% þeirra tekna skila sér, m.v. núverandi forsendur vegna Covid o.fl. Bókaðar eru komur 40 skemmtiferðaskipa á næsta sumri og líklegt er að eitthvað fleiri muni bætast við. Bókuð eru stærri skip í meira mæli en áður hefur verið og tengist það beint framkvæmdum við 130 m lengingu Norðurgarðs.
    Útgjöld eru áætluð um 61 millj. kr., með markaðsstarfi og án fjármagnskostnaðar.
    Fyrirvari er gerður um að forsendur geti breyst vegna óvissrar stöðu á komandi ári og mun hafnarstjórn þá taka áætlunina til endurskoðunar og leggja til breytingar í viðauka.
    Gert er ráð fyrir um 37 millj.kr. í rekstrarafgang, eftir afskriftir og fjármagnskostnað.

    Sett er fram áætlun um framkvæmdir í nokkrum liðum, þannig að framkvæmdakostnaður ársins 2022 verði samtals allt að 68 millj. kr. sem þýðir allt að 30 millj. kr. lántöku hafnar.

    Helstu framkvæmdir felast í viðgerð á eldri hluta stálþils og á þekju Norðurgarðs. Áfram er gert ráð fyrir fjármunum í deiliskipulagsvinnu á hafnarsvæði, sem er mjög brýnt að fara í.
    Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að metinn verði kostnaður við gatnagerð frá Bergþórugötu/Nesvegi og yfir norðanvert hafnarsvæðið austan Nesvegar, í samræmi við skipulag svæðisins.
    Hafnarstjórn mun ljúka við að fylla upp nýja svæðið og gera það akfært milli Framness og hafnarsvæðis. Hafnarstjóra og bæjarstjóra falið að vinna að framkvæmd þessa atriðis.
    Hafnarstjórn - 16 Hafnarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu að fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2022 og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Jafnframt leggur hafnarstjórn til að samtals verði áætlaðar 30 m.kr. nettó í lántöku vegna hafnargerðar og annarra framkvæmda, með fyrirvara um stöðu verkframkvæmda á þessu ári, sem kynnt verður nánar í desember.

    Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að gerð verði kostnaðaráætlun fyrir gerð götu í framhaldi af Bergþórugötu og yfir á hafnarsvæði, yfir nýju landfyllinguna.

    Bókun fundar Bæjarstjórn vísar til bæjarráðs tillögu hafnarstjórnar um að unnin verði kostnaðaráætlun fyrir gatnagerð á hafnarsvæði.

    Samþykkt samhljóða.
  • 6.5 2109024 Gjaldskrár 2022
    Lögð fram tillaga að gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar sem taki gildi 1. janúar 2022.

    Almennt er lagt til að gjöld samkvæmt gjaldskránni færist upp um almenna áætlaða verðlagsbreytingu. Sorpgjald hækki í samræmi við aukinn kostnað við málaflokkinn. Aflagjöld eru óbreytt milli ára.
    Hafnarstjórn - 16 Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá hafnarinnar með áorðnum breytingum og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

  • Hafnarstjórn - 16 Lögð fram til kynningar endurskoðuð viðbragðsáætlun Grundarfjarðarhafnar sem hlaut staðfestingu Umhverfisstofnunar í apríl sl.
  • Hafnarstjórn - 16 Lagður fram samningur Grundarfjarðarhafnar um aðstoð Slökkviliðs Grundarfjarðar vegna mengunaróhappa í lögsögu hafnarinnar.

    Hafnarstjórn fagnar samningnum.
  • Hafnarstjórn - 16 Lagður fram samningur Slökkviliðs Grundarfjarðar við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um aðstoð vegna mengunaróhappa í lögsögu hafnarinnar.

    Hafnarstjórn fagnar samningnum.

  • Hafnarstjórn - 16 Lagður fram ársreikningur Hafnasambands Íslands 2020.
  • Hafnarstjórn - 16 Lögð fram fundargerð 433. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
  • Hafnarstjórn - 16 Lögð fram fundargerð 434. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
  • Hafnarstjórn - 16 Lögð fram fundargerð 435. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
  • Hafnarstjórn - 16 Lögð fram fundargerð 436. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
  • Hafnarstjórn - 16 Lögð fram fundargerð 437. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
  • Hafnarstjórn - 16 Lögð fram 63. fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga og ársreikningur samtakanna 2020.
  • Hafnarstjórn - 16 Hafnarstjóri kynnti yfirlit yfir komur skemmtiferðaskipa sumarið 2021. Alls voru 31 skipakoma skemmtiferðaskipa í höfnina.

7.Borgarbraut 17 - íþróttahús ástandsskýrsla EFLU 2021

Málsnúmer 2109001Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn ákvað við síðustu fjárhagsáætlunargerð að láta fara fram úttekt á ástandi húsnæðis íþróttahúss og sundlaugar. Lögð fram ástandsúttekt Eflu á Íþróttahúsi Grundarfjarðar. Lagt til að skýrslunni verði vísað til frekari skoðunar og umræðu í bæjarráði, í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2022.

Allir tóku til máls.

Samþykkt samhljóða.

8.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - Menningarstefna Vesturlands 2021-2024

Málsnúmer 2110002Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn vísar í bókun á fundi menningarnefndar þann 13. október sl., en nefndin tók menningarstefnu Vesturlands til umsagnar.

Bæjarstjórn tekur undir með menningarnefnd og fagnar endurskoðaðri stefnu. Bæjarstjórn gerir umsögn menningarnefndar að sinni. Umsögnin verður send til SSV.

Samþykkt samhljóða.

Allir tóku til máls.

9.Samband íslenskra sveitarfélaga - Samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 2110010Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 7. október ásamt kynningu og frekari gögnum vegna stafrænnar umbreytingar sveitarfélaga 2022 í framhaldi af kynningu á haustfundi SSV og fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.

Bæjarstjórn vísað því til bæjarráðs að gera ráð fyrir fjármagni í fjárhagsáætlun 2022 vegna þátttöku bæjarins í samstarfi sveitarfélaga um stafrænar umbreytingar.

Samþykkt samhljóða.

10.Mannvit - Umhverfismat tillögu að nýrri svæðisáætlun 2021-2032 fyrir suðvesturhornið

Málsnúmer 2110016Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Mannviti, dags. 17. september, varðandi sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi. Svæðisáætlunin er lögð fram til kynningar á grundvelli 15. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana og óskað eftir athugasemdum innan 6 vikna, eða fyrir 29. október nk.

Lagt til að bæjarstjóra og bæjarráði verði veitt umboð til að að veita umsögn bæjarins.

Samþykkt samhljóða.

11.Samband íslenskra sveitarfélaga - Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni

Málsnúmer 2110005Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytis, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) og Sambands íslenskra sveitarfélaga með viljayfirlýsingu um framtíðarskipan á verkefnum sem varasjóður húsnæðismála hefur haft með höndum skv. lögum. Jafnframt lögð fram minnisblöð HMS og sambandsins varðandi uppbyggingu á landsbyggðinni.

Til máls tóku JÓK, HK, RG, UÞS og BÁ.

12.Ráðning leikskólastjóra

Málsnúmer 2110023Vakta málsnúmer

Starf skólastjóra Leikskólans Sólvalla var auglýst laust til umsóknar. Tvær umsóknir bárust um starfið, en ein umsókn var dregin til baka. Umsóknargögn liggja frammi á fundinum.

Eftir viðtöl bæjarstjóra, fulltrúa bæjarráðs og skólanefndar, sem veitt hefur jákvæða umsögn, er lagt til að Heiðdís Lind Kristinsdóttir verði ráðin skólastjóri Leikskólans Sólvalla.

Samþykkt samhljóða.

13.Hagstofa Íslands - Skýrsla undirkjörstjórnar um kosningu til Alþingis 25. september 2021

Málsnúmer 2109020Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla undirkjörstjórnar um kosningu til Alþingis 25. september sl. Á kjörskrá voru 278 karlar og 257 konur, alls 535 manns. Kjörsókn var 75,51%.

Til máls tóku JÓK og RG.

14.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - Bréf ráðuneytisins til sveitarfélaga vegna nýrra leiðbeininga og fyrirmyndar að samþykkt um stjórn sveitarfélaga

Málsnúmer 2110012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 4. október sl., ásamt fleiri gögnum, vegna nýrra leiðbeininga og fyrirmynda að samþykkt um stjórn sveitarfélaga.

Til máls tóku JÓK, SÞ, BÁ, UÞS og RG.

15.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - breyting á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, okt. 2021

Málsnúmer 2110020Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til sveitarfélaga vegna breytingar á reglugerð nr. 1088/2012 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem nú er í Samráðsgáttinni til umsagnar.

Til máls tóku JÓK, BÁ, UÞS og RG.

16.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - Bréf til sveitastjórna

Málsnúmer 2110021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 11. október sl., varðandi breytingu reglugerðar nr. 1212/2015 vegna reikningsskila sveitarfélaga. Þar var 3. mgr. 20. gr. „Eignarhlutir í öðrum félögum“ breytt og tóku ákvæði greinarinnar fyrir reikningsskil sveitarfélaga gildi á þessu ári.

Nýja ákvæðíð í 3. mgr. 20. gr. gerir ráð fyrir að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélagsins.

Með bréfinu eru sveitarfélög minnt á reglugerðarbreytinguna og hvött til að hafa samband við nefndina ef upp koma álitaefni um framkvæmdina.

Til máls tóku JÓK, BÁ og RG.

17.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Líffræðileg fjölbreytni í borgum og bæjum

Málsnúmer 2109026Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 24. september sl., varðandi líffræðilega fjölbreytni í borgum og bæjum.

18.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 901. fundar stjórnar

Málsnúmer 2109025Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 901. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 24. september sl.

19.HMS - Opnað fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins

Málsnúmer 2110008Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), dags. 4. október sl., varðandi umsóknir um stofnframlög ríkisins í seinni úthlutun ársins. Umsóknarfrestur er til 24. október nk.

Til máls tóku JÓK, RG og UÞS.

20.Samband íslenskra sveitarfélaga - Skólaþing sveitarfélaga 2021

Málsnúmer 2110014Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11. október sl., varðandi skólaþing sveitarfélaga 2021.

Til máls tóku JÓK, SÞ, BÁ og UÞS.

21.Samband íslenskra sveitarfélaga - Byggðarráðstefnan 2021 - Menntun án staðsetningar

Málsnúmer 2110015Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar dagskrá Byggðaráðstefnu 2021, sem haldin verður 26. og 27. október nk.

Allir tóku til máls.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 20:06.