Málsnúmer 2109004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 253. fundur - 18.11.2021

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 230. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Lóðarhafi leggur inn nýjar teikningar sem fela í sér breytingar frá áður innsendum gögnum og afgreiðslum skipulags- og umhverfisnefndar. Um er að ræða breytingu frá áður samþykktum teikningum af viðbyggingu við íbúðarhúsið.

  Upphafleg gögn voru samþykkt á 199. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 30.04.2019. Á 222. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 30.09.2020 voru lögð fram gögn um breytt byggingaráform og þau samþykkt. Byggingarleyfi skv. upphaflegum gögnum hefur ekki verið gefið út þar sem tilskyldum gögnum hefur ekki verið skilað inn.

  Helstu breytingar núna fela í sér að húsið verður steinsteypt í stað timburs áður og viðbygging stækkar úr 198 m2 í um 280 m2 auk breytinga innanhúss. Framkvæmdir eru hafnar við viðbygginguna án tilskilinna leyfa og hefur byggingarfulltrúi haft afskipti af þeim.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 230 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í framlögð byggingaráform og felur byggingarfulltrúa að a) kanna betur hvort áformin uppfylla skilyrði Vegagerðarinnar varðandi fjarlægð frá þjóðvegi, b) óska eftir frekari upplýsingum frá umsækjanda um notkun byggingarinnar og staðsetningu hennar með tilliti til yfirborðsvatns, og c) að ítreka við umsækjanda að hann afhendi uppfærðar teikningar og önnur tilskilin gögn sbr. 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
 • Lagðar fram til kynningar frumteikningar að viðbótarlóðum á deiliskipulagsreit Ölkeldudals.

  Á 250. fundi bæjarstjórnar þann 10. júní sl. var óskað eftir því að skipulags- og umhverfisnefnd tæki til skoðunar að bæta við lóðum inn á deiliskipulagsreit Ölkelduldals, við yfirstandandi endurskoðun deiliskipulags fyrir svæðið. Skipulags- og umhverfisnefnd tók málið til umfjöllunar á 229. fundi sínum 1. júlí sl og tók vel í tillögu um að skoða fjölgun á lóðum á svæði vestanvert við dvalarheimilið. Nú liggja fyrir frumtillögur að fyrirkomulagi viðbótarlóða á umræddu svæði.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 230 Nefndin tekur fyrir sitt leyti vel í framlagðar hugmyndir. Skipulagsfulltrúi og bæjarstjóri munu í framhaldinu bera frumtillögurnar undir fulltrúa lóðareiganda.
 • Lögð fram til afgreiðslu umsókn lóðarhafa að Borgarbraut 9 frá því í maí sl., ásamt reyndarteikningum sem sýna breytta notkun bílskúrs/geymslu í geymslu og þvottahús, ásamt niðurstöðum úr grenndarkynningu.

  Málið var tekið fyrir á 228. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 26. maí sl. Nefndin fól þá skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna starfsemina og fyrirhugaða breytta notkun bílskúrs og geymslu í geymslu og þvottahús fyrir íbúum sex nærliggjandi húsa. Auk þess var byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að ganga úr skugga um að breytingin væri í samræmi við kröfur um hljóðvist, lykt, umferð o.fl. í þegar byggðum íbúðarhverfum, sbr. skipulag svæðisins.
  Grenndarkynning var send út á nærliggjandi lóðarhafa 6. júlí sl. með athugasemdafrest til og með 10. ágúst. Tvær athugasemdir bárust og ein fylgjandi umsögn.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 230 Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og umhverfissviði að kanna betur forsendur umsóknar um breytta notkun bílskúrs og geymslu í geymslu og þvottahús.
 • Lögð fram til kynningar og umsagnar starfsleyfistillaga Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir Skotfélag Snæfellsness, á Hrafnkelsstaðabotni. Erindinu fylgdi umsögn frá Skotfélaginu til Helbrigðiseftirlits Vesturlands. Skipulags- og umhverfisnefnd - 230 Í ljósi umræðna felur skipulags- og umhverfisnefnd skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að skoða betur starfsleyfistillöguna og gera drög að umsögn um hana fyrir næsta fund nefndarinnar, sérstaklega hvort þörf sé á á frekari afmörkun svæðisins eða varúðarmerkingum, m.t.t. nota svæðisins, sbr. skilmála í greinargerð Aðalskipulags Grundarfjarðar um Íþróttasvæði ÍÞ-7.
 • Lögð fram fyrirspurn um túlkun skipulags- og byggingarnefndar á því hvort rekstur kaffihúss, netverslunar og kaffibrennslu falli undir skilgreiningu um minniháttar starfsemi í íbúðarbyggð samkvæmt skilgreiningu í Aðalskipulagi Grundarfjarðar.
  Húsið er á reit sem skilgreindur er fyrir íbúðarbyggð skv. aðalskipulagi. Í skipulagsreglugerð, grein 6.2, er að finna skilgreiningu á landnotkunarflokknum "íbúðarbyggð" og segir þar: "Svæði fyrir íbúðarhúsnæði og nærþjónustu sem því tengist, auk minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulagsins."

  Á 229. fundi skipulagsnefndar var lögð fram fyrirspurn um skipulagsmál er varðar túlkun nefndarinnar um minniháttar starfsemi í íbúðarbyggð. Með vísun í frekari skýringar fyrirspyrjanda og bréf hans dags. 11.10.2021 hefur húsið gegnt margskonar hlutverki í langan tíma.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 230 Skipulags- og umhverfisnefnd telur að umrædd starfsemi (lítið kaffihús, netverslun og kaffibrennsla) falli undir skilgreiningu um minniháttar starfsemi, sbr. kafla 4.1 í greinargerð með Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039.
  Óski fyrirspyrjendur eftir því að reka umrædda starfsemi í húsinu, sbr. fyrirspurn þeirra, felur nefndin skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhuguð áform um minniháttar starfsemi í húsinu til nærliggjandi lóðarhafa og þeirra sem gætu átt hagsmuna að gæta sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um væri að ræða eigendur að Grundargötu 19, 20, 21, 21a, 23, húsfélags að Grundargötu 26-28 og Borgarbraut 1. Ennfremur er bent á, að hyggist lóðarhafi gera breytingar á húsnæðinu gæti þurft byggingarleyfi.

  Nefndin setur fyrirvara um endurskoðun, reynist umfang starfseminnar meira en getið er í lýsingu og með tilliti til hugsanlegra athugasemda sem kunna að berast.
 • Lögð fram beiðni um stöðuleyfi fyrir söluskála á horni Grundargötu og Hrannarstígs.

  Prjónað á plani, leggur fram beiðni um stöðuleyfi fyrir söluskála til 15. september 2022. Áður hafði verið gefið út tímabundið stöðuleyfi til 15. september 2021.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 230 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi til 15. september 2022 í samræmi við gildandi gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ.
 • Lögð fram til kynningar hugmynd skipulagsfulltrúa um biðsvæðaverkefni á horni Grundargötu og Hrannarstígs.

  Á miðbæjarreit er gert ráð fyrir blandaðri starfsemi, atvinnuhúsnæðis og/eða íbúðarhúsnæðis, skv. aðalskipulagi. Gera má ráð fyrir að unnið verði deiliskipulag reitsins áður en til uppbyggingar kemur. Þar til frekari ákvarðanir um fyrirkomulag og byggingar liggur fyrir, er mikilvægt að hlúa að svæðinu, sem er í hjarta bæjarins (núverandi „víkingasvæði“). Skipulagsfulltrúi leggur fram hugmynd að biðstöðuverkefni á þessu mikilvæga svæði í miðbæ Grundarfjarðar sem felst í því að nýta megi það fyrir íbúa og gesti, gera megi það hlýlegt og aðlaðandi, án þess að varanlegar ráðstafanir séu gerðar sem raski tækifærum til byggingar á því. Slíkt tímabundið verkefni gæti t.d. falið í sér að setja upp bekki, borð, gróður og önnur götugögn, og gæti verið unnið í samstarfi við hönnunarbrautir við Listaháskóla Íslands eða Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 230 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í hugmyndina og felur skipulagsfulltrúa og bæjarstjóra að kanna betur hvað þarf til að slíkt biðstöðuverkefni geti orðið að veruleika á þessu mikilvæga svæði í miðbænum.
 • .8 2108016 Fjallskil 2021
  Lögð fram til kynningar fundargerð fjallskilanefndar og fjallskilaseðill fyrir göngur og réttir 2021. Skipulags- og umhverfisnefnd - 230
 • Lögð fram til kynningar tillaga um sérstaka afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

  Erindi sem berast til byggingarfulltrúa og uppfylla öll skilyrði laga og reglugerða verða skv. því afgreidd á sérstökum afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 230 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna að nánari útfærslu með bæjarstjóra. Bókun fundar Forseti vekur athygli á bókun nefndarinnar og mun bæjarstjórn þá breyta samþykktum um stjórn sveitarfélagsins, ef þess þarf með.

 • Lagt fram til kynningar.
  Lóðarhafi óskaði eftir að setja niður garðhýsi á lóð sinni að Grundargötu 16. Lóðarhafi skilaði inn teikningum af garðhýsinu ásamt samþykki allra íbúa í húsinu og samþykki aðliggjandi lóðarhafa.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 230 Byggingarfulltrúi gerði ekki athugasemd við áformin.
 • Lagt fram til kynningar. Eigendur jarðarinnar Berserkseyrar óska eftir byggingarleyfi fyrir lítinn dæluskúr við heitavatnsholu sem staðsett er á Berserkseyrarodda í landi Berserkseyrar. Um er að ræða ónýtta borholu en nýtingaréttur er í eigu Veitna. Skipulags- og umhverfisnefnd - 230 Skipulags- og umhverfisnefnd vísar málinu til byggingarfulltrúa til frekari skoðunar.