253. fundur 18. nóvember 2021 kl. 16:30 - 21:24 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
 • Hinrik Konráðsson (HK)
 • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
 • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
 • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
 • Garðar Svansson (GS)
 • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA)
  Aðalmaður: Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
Starfsmenn
 • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund.

Forseti bar fram tillögu þess efnis að tekinn yrði á dagskrá fundarins með afbrigðum dagskrárliðurinn "Skipulags- og byggingarmál - kæra til úrskurðarnefndar" sem yrði liður 30 á dagskrá.

Gengið var til dagskrár.

Samþykkt samhljóða.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína. Hún sagði frá framkvæmdum við dúklagningu grunnskóla, sem lauk í lok október og fór meirihluti nemenda þá í kennslu í öðru húsnæði, eins og Sögumiðstöð, safnaðarheimili og FSN. Einnig var skipt um hurðir og karma, sem urðu fyrir skemmdum í vatnstjóninu í grunnskólanum í júlí sl.

Í lok október var einnig lagður dúkur á eldhús og bakrými í samkomuhúsi og teppaflísar á efri salinn. Búið er að mála í samkomuhúsinu, efri sal og eldhús og til stendur að mála líka efri hluta veggja í stóra salnum. Endurnýjaðar verða innréttingar og tæki í eldhúsi.

Bæjarstjóri sagði frá því að búið sé að koma niður stærsta leiktækinu í Þríhyrningi, skipinu, og tvö minni leiktæki verði sett niður á næstunni. Jarðvegur sem grafinn hefur verið upp í Þríhyrningi er nýttur í "Orminn", jarðvegsmön í syðri hluta garðsins. Til stendur að hlaða eldstæði í Þríhyrningi, en Lúðvík Karlsson, Liston, tók það verk að sér.

Ennfremur var rætt um framkvæmdir við Grundargötu 30, einkum við þak, en verið er að skoða hvað veldur því að súgur er innum þakskeggið.

Samtal hefur átt sér stað milli fulltrúa Fellaskjóls og bæjarins, um að skipuleggja nýjar íbúðarlóðir vestast í lóð Fellaskjóls. Málið er í vinnslu.

Bæjarstjóri sagði frá því að hún hefði átt fundi með nýjum lögreglustjóra Vesturlands um ýmis atriði sem snerta löggæslu o.fl. í sveitarfélaginu.

Nýr leikskólastjóri tók til starfa í október sl., Heiðdís Lind Kristinsdóttir. Heiðdís er boðin velkomin til starfa.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Forseti rifjaði upp, að fresta þurfti fundi sem fyrirhugaður var í lok október, með fulltrúum hinna sveitarfélaganna fjögurra á Snæfellsnesi, skv. boði Grundarfjarðarbæjar til að ræða um stöðu og horfur í sameiningarmálum á Snæfellsnesi.

Forseti leggur til að fundinn verði tímasetning fyrri hluta desembermánaðar, fyrir þetta samtal.

3.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Forseti sagði sagði frá fjölda landana í Grundarfjarðarhöfn í nóvember.

4.Bæjarráð - 577

Málsnúmer 2110002FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 577. fundar bæjarráðs.
 • Bæjarráð - 577 Bæjarráð fór í heimsókn í tónlistarskólann og ræddi við Lindu Maríu Nielsen aðstoðarskólastjóra.
  Einnig var farið í heimsókn í íþróttahúsið í fylgd með byggingarfulltrúa.
  Að því búnu var farið í fundarsal Ráðhúss og fundi haldið áfram.

 • Lögð fram ástandsskýrsla Eflu með úttekt á húsnæði íþróttahúss og sundlaugar, en bæjarstjórn vísaði skýrslunni til frekari skoðunar og umræðu í bæjarráði, í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2022.
  Bæjarráð - 577 Farið yfir efni skýrslunnar frá Eflu.

  Bæjarráð óskar eftir að byggingarfulltrúi leiti eftir frekari upplýsingum frá Eflu, þ.e. nánara kostnaðarmati á einstökum verkþáttum, sbr. umræður, og mati á forgangsröðun þeirra.

  Bókun fundar Allir tóku til máls.

 • 4.3 2109024 Gjaldskrár 2022
  Frekari gögn lögð fram og verða tekin fyrir á næsta fundi.

  Bæjarráð - 577

5.Bæjarráð - 578

Málsnúmer 2110004FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 578. fundar bæjarráðs.
 • Bæjarráð - 578 Lögð fram drög að áætlun fasteignagjalda 2022 ásamt yfirliti yfir kostnað vegna sorphirðu og sorpeyðingar.

  Gengið frá tillögu til bæjarstjórnar um breytingar á einstaka gjaldliðum.

  Samþykkt samhljóða.
 • 5.2 2109024 Gjaldskrár 2022
  Bæjarráð - 578 Lagt fram yfirlit yfir breytingu tekna vegna breytingar á þjónustugjaldskrám ásamt samanburði og tillögum um hækkun á gjaldskrám.

  Gerð tillaga um breytingar á þjónustugjaldskrám, en endanlegum frágangi vísað til næsta fundar bæjarráðs.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 578 Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir vegna ársins 2022 ásamt umsóknum og greinargerðum.

  Farið yfir styrkumsóknir. Gengið verður frá endanlegri tillögu á næsta fundi bæjarráðs.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 578 Lögð fram rammaáætlun 2022. Jafnframt lögð fram tekjuáætlun og drög að launaáætlun ásamt áætluðum stöðugildum stærstu stofnana.
 • Bæjarráð - 578 Lagt fram bréf aðstoðarskólastjóra tónlistarskólans með tillögum um átak í kennslu á blásturshljóðfæri, þar sem þeim nemendum hefur fækkað mikið.

  Lagt er til að boðið verði upp á gjaldfrjálsa kennslu á blásturshljóðfæri skólaárið 2021-2022 fyrir nemendur í 2.-4. bekk grunnskólans.

  Samþykkt samhljóða sem tilraunaverkefni á núverandi skólaári. Bæjarráð felur skólastjórnendum frekari útfærslu verkefnisins í samráði við bæjarstjóra. Bæjarráð óskar eftir skýrslu í lok skólaárs um hvernig til tókst.

  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu um átak í kennslu á blásturshljóðfæri, sbr. bókun bæjarráðsins.
 • Bæjarráð - 578 Lagður fram til kynningar kaupsamningur um íbúðina að Grundagötu 65, sem seld var nýverið.
 • Bæjarráð - 578 Lögð fram til kynningar skýrsla mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi ráðstöfum fjármuna í grunnskóla fyrir alla. Verkefnið er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og 13 sveitarfélaga.
 • Lagt fram til kynningar Bæjarráð - 578 Lagt fram til kynningar bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands (EBÍ) þar sem fram kemur að greiddur hafi verið út arður í félaginu. Hlutdeild Grundarfjarðarbæjar er 754.200 kr.
 • Bæjarráð - 578 Lagt fram til kynningar bréf Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, dags. 22. október sl., þar sem kynnt er sameining Kjalar við Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsness (SDS).
 • Bæjarráð - 578 Lagður fram til kynningar ársreikningur Dvalarheimilisins Fellaskjóls fyrir árið 2020.
 • Bæjarráð - 578 Lagður fram til kynningar ársreikningur Skotfélags Snæfellsnes - Skotgrundar, fyrir árið 2020.

6.Bæjarráð - 579

Málsnúmer 2111002FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 579. fundar bæjarráðs.
 • 6.1 2109024 Gjaldskrár 2022
  Framhald umræðu á síðasta fundi bæjarráðs.
  Bæjarráð - 579 Lagt fram yfirlit yfir breytingu á þjónustugjaldskrám ásamt samanburði og yfirliti sem sýnir kostnaðarskiptingu milli bæjarins og foreldra. Farið yfir þjónustugjaldskrár og samanburð.

  Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2022 samþykktar samhljóða og tillögum vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
 • Framhald umræðu á síðasta fundi bæjarráðs. Bæjarráð - 579 Lagðar fram umsóknir sem bárust um styrki vegna ársins 2022 og samantekið yfirlit þeirra ásamt greinargerðum.

  Umsóknir yfirfarnar og lagðar fram tillögur að styrkveitingum næsta árs.

  GS vék af fundi undir málefnum golfklúbbsins.

  Samþykkt samhljóða að vísa tillögunum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

 • Bæjarráð - 579 Lögð fram ýmis fjárhagsgögn, óskalistar um fjárfestingar, ásamt drögum að fjárfestingaáætlun og rekstraráætlun ársins 2022.

  Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi, sat fundinn undir umræðu um fjárfestingaáætlun.

  Fjárhagsáætlun 2022 vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

  Samþykkt samhljóða.

 • Bæjarráð - 579 Lagðir fram til kynningar minnispunktar frá fundi almannavarnarnefndar Vesturlands sem haldinn var 29. október sl.
 • Bæjarráð - 579 Lagðir fram til kynningar minnispunktar frá fundi almannavarnarnefndar Vesturlands sem haldinn var 21. september sl.

7.Menningarnefnd - 30

Málsnúmer 2110003FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 30. fundar menningarnefndar.
 • 7.1 2109012 Rökkurdagar 2021
  Farið yfir drög að dagskrá fyrir Rökkurdaga 2021. Menningarnefnd - 30 Lögð fram drög að dagskrá og unnið að nánari útfærslu.
 • Fyrir nefndinni liggur endurskoðuð menningarstefna Vesturlands, sem haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) vísaði til sveitarstjórna til umsagnar og lögð hefur verið fyrir menningarnefnd til skoðunar og umsagnar.
  Aðdragandinn er sá að í samningi á milli stjórnvalda og SSV er kveðið á um að Sóknaráætlun Vesturlands 2020-2024 skuli marka stefnu landshlutans í menningarmálum. Menningarstefna frá 2016 hefur nú verið endurskoðuð og er áfram eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands. Um vinnuna sá fagráð skipað fulltrúum allra sveitarfélaga á Vesturlandi og fjórum einstaklingum með menningartengdar atvinnugreinar sem aðalstarf. Fagráðið hafði til hliðsjónar framtíðarsýn Sóknaráætlunar Vesturlands um menningu, þ.e. að auka hlutdeild skapandi greina í atvinnulífinu, efla menningarstarfsemi og gera áþreifanlega í verðmætasköpun landshlutans. Leitað var til íbúa á Vesturlandi og haldnir fimm opnir samráðsfundir um tiltekin viðfangsefni stefnunnar. Afraksturinn er nú kominn í stefnuform og til umsagnar sveitarstjórna á svæðinu.

  Í inngangi stefnunnar segir m.a. eftirfarandi:

  Vesturland er eftirsóknarvert landsvæði sem iðar af mannlífi og menningu. Í stöðumati Sóknaráætlunar segir að Vesturland hafi yfir að búa öflugu menningarstarfi sem eykur lífsgæði íbúa og dregur að gesti. Framlegð skapandi greina til heildarinnar sé þar einna hæst á landinu og að á Vesturlandi liggi gríðarleg tækifæri í að tengja matvælaframleiðslu, menningu og þjónustu við ferðafólk.
  Sífellt meiri fjölbreytni færist í atvinnulíf svæðisins en í framtíðarsýn Sóknaráætlunar Vesturlands segir að ný atvinnutækifæri hafi stutt við fólksfjölgun á svæðinu. Ungt fólk sjái landshlutann sem aðlaðandi kost til búsetu í krafti góðrar þjónustu, sterkra innviða, öflugs atvinnulífs og menningarstarfs. Þar að auki má ætla að það svigrúm sem víða hefur myndast með störfum án staðsetningar gæti skapað ný tækifæri og haft jákvæð áhrif á mannfjöldaþróun svæðisins og samsetningu íbúa.
  Fagráð var sammála um að leggja sérstaka áherslu á atvinnugreinar menningar, menningu minnihlutahópa eins og t.d. Vestlendinga af erlendum uppruna og að stefnan sé mótuð út frá Vesturlandi sem heild.
  Menningarstefnunni er ætlað að mynda grunn fyrir ákvarðanatöku SSV í menningarmálum, þ.m.t. við úthlutun verkefnastyrkja og stofn- og rekstrarstyrkja úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Jafnframt er ætlunin að Menningarstefna Vesturlands verði fyrirmynd sveitarfélaganna í landshlutanum í stefnumótun menningarmála á sínum svæðum.

  ---
  Í stefnunni eru sett mælanleg markmið til að auðvelda mat á árangri og framvindu aðgerða. Markmiðin snúa að eftirtöldum þáttum:
  I.
  Menningaruppeldi
  1.
  Fjölbreyttir möguleikar á Vesturlandi til menntunar í menningu og listum
  2.
  Áhersla á menningu allra aldurshópa
  3.
  Börn og ungmenni njóti menningar óháð búsetu, efnahag eða uppruna
  II.
  Listir
  1.
  Listir fái aukið vægi í daglegu lífi á Vesturlandi
  2.
  Áhersla á fjölbreyttar listir og samtímalist
  3.
  Stefnt að eflingu listahátíða á Vesturlandi
  III.
  Nýsköpun og skapandi greinar
  1.
  Greiður aðgangur að ráðgjöf og fjárstuðningi við nýsköpunarverkefni í menningarmálum og skapandi greinum
  2.
  Þverfaglegt samstarf fyrirtækja í öllum atvinnugreinum á Vesturlandi við aðila í nýsköpun og menningargreinum
  3.
  Hvatt til menningartengdrar nýsköpunar, menningarstarfs eða fjárfestingar í menningu með verðlaunum eða viðurkenningum
  4.
  Kynning á nýsköpun ásamt menningartengdum og skapandi atvinnugreinum
  IV.
  Menningararfur
  1.
  Menningararfur Vesturlands verði áberandi þáttur í markaðssetningu svæðisins
  2.
  Góð aðstaða sé til menningarstarfs á Vesturlandi og metnaðarfullt safnastarf
  3.
  Merkingar við þjóðleiðir og alla helstu staði á Vesturlandi sem hafa sögu- og menningarlegt gildi
  4.
  Menningarlandslag Vesturlands verði kortlagt og kynnt
  5.
  Áhersla á verndun gamalla húsa og annarra mannvirkja er hafa sögu- og menningarlegt gildi
  V.
  Samvinna
  1.
  Samstarf sveitarfélaga um menningarviðburði, skapandi greinar og skipulag menningarmála á svæðinu
  2.
  Samstarf sveitarfélaga um safnamál á Vesturlandi
  3.
  Félagsheimili og annað vannýtt húsnæði í opinberri eigu nýtt enn frekar til menningarstarfs og skapandi greina.
  4.
  Stuðlað að uppbyggingu menningarhúsa á Vesturlandi í samræmi við þróun í öðrum landshlutum.
  Menningarnefnd - 30 Menningarnefnd fagnar endurskoðaðri menningarstefnu fyrir Vesturland og þakkar fyrir þá vinnu sem að baki býr. Menning er mikilvægur þáttur í atvinnulífi samfélaga eins og Grundarfjarðar og í framtíðinni má búast við fjölgun á beinum og afleiddum störfum í menningu og listum. Menningarnefnd telur að það geti falist stuðningur í því fyrir nefndina að vinna með þær aðgerðir sem fram eru settar í stefnunni, einkum þær aðgerðir sem tala beint til einstakra sveitarfélaga og inná verksvið menningarnefnda. Einnig telur nefndin mjög jákvætt að aðgerðir gangi út á að bæta stuðningsnet og upplýsingamiðlun, eins og fyrir nýliða í rekstri og um fjármögnunarmöguleika fyrir nýsköpunarverkefni, sjóði o.fl., kynna tækifæri í menningartengdum atvinnugreinum, að auka samstarf á svæðinu og efla tengslanet.

  Menningarnefnd bendir á að í Svæðisskipulagi Snæfellsness er að finna fjölmargar aðgerðir með svipaðan tilgang sem tækifæri er þá til að vinna að, samhliða því sem menningarstefna Vesturlands gerir ráð fyrir. Nefndin leggur áherslu á að menning eigi að ná til allra hópa samfélagsins. Nefndin lýsir sérstakri ánægju með að myndaður sé hvati til að safna munnlegri geymd með viðtölum og halda skráningu sagna frá eldri íbúum Vesturlands. Nefndin telur ekki tímabært að stofna Listasafn Vesturlands, með fyrirvara um að útfærslu vantar á þessu verkefni í stefnunni. Nefndin sér hins vegar tækifæri í auknu samstarfi safna á svæðinu og telur mikilvægt að styðja við þau söfn, setur og sýningastarf sem þegar er haldið úti á svæðinu.
  Nefndin bendir á að hagkvæmt gæti verið að númera aðgerðir undir hverju markmiði, til að auðvelda umfjöllun og vinnu með stefnuna.

  Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir og staðfestir bókun menningarnefndar, sbr. fyrri bókun bæjarráðs.

8.Skipulags- og umhverfisnefnd - 230

Málsnúmer 2109004FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 230. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Lóðarhafi leggur inn nýjar teikningar sem fela í sér breytingar frá áður innsendum gögnum og afgreiðslum skipulags- og umhverfisnefndar. Um er að ræða breytingu frá áður samþykktum teikningum af viðbyggingu við íbúðarhúsið.

  Upphafleg gögn voru samþykkt á 199. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 30.04.2019. Á 222. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 30.09.2020 voru lögð fram gögn um breytt byggingaráform og þau samþykkt. Byggingarleyfi skv. upphaflegum gögnum hefur ekki verið gefið út þar sem tilskyldum gögnum hefur ekki verið skilað inn.

  Helstu breytingar núna fela í sér að húsið verður steinsteypt í stað timburs áður og viðbygging stækkar úr 198 m2 í um 280 m2 auk breytinga innanhúss. Framkvæmdir eru hafnar við viðbygginguna án tilskilinna leyfa og hefur byggingarfulltrúi haft afskipti af þeim.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 230 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í framlögð byggingaráform og felur byggingarfulltrúa að a) kanna betur hvort áformin uppfylla skilyrði Vegagerðarinnar varðandi fjarlægð frá þjóðvegi, b) óska eftir frekari upplýsingum frá umsækjanda um notkun byggingarinnar og staðsetningu hennar með tilliti til yfirborðsvatns, og c) að ítreka við umsækjanda að hann afhendi uppfærðar teikningar og önnur tilskilin gögn sbr. 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
 • Lagðar fram til kynningar frumteikningar að viðbótarlóðum á deiliskipulagsreit Ölkeldudals.

  Á 250. fundi bæjarstjórnar þann 10. júní sl. var óskað eftir því að skipulags- og umhverfisnefnd tæki til skoðunar að bæta við lóðum inn á deiliskipulagsreit Ölkelduldals, við yfirstandandi endurskoðun deiliskipulags fyrir svæðið. Skipulags- og umhverfisnefnd tók málið til umfjöllunar á 229. fundi sínum 1. júlí sl og tók vel í tillögu um að skoða fjölgun á lóðum á svæði vestanvert við dvalarheimilið. Nú liggja fyrir frumtillögur að fyrirkomulagi viðbótarlóða á umræddu svæði.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 230 Nefndin tekur fyrir sitt leyti vel í framlagðar hugmyndir. Skipulagsfulltrúi og bæjarstjóri munu í framhaldinu bera frumtillögurnar undir fulltrúa lóðareiganda.
 • Lögð fram til afgreiðslu umsókn lóðarhafa að Borgarbraut 9 frá því í maí sl., ásamt reyndarteikningum sem sýna breytta notkun bílskúrs/geymslu í geymslu og þvottahús, ásamt niðurstöðum úr grenndarkynningu.

  Málið var tekið fyrir á 228. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 26. maí sl. Nefndin fól þá skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna starfsemina og fyrirhugaða breytta notkun bílskúrs og geymslu í geymslu og þvottahús fyrir íbúum sex nærliggjandi húsa. Auk þess var byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að ganga úr skugga um að breytingin væri í samræmi við kröfur um hljóðvist, lykt, umferð o.fl. í þegar byggðum íbúðarhverfum, sbr. skipulag svæðisins.
  Grenndarkynning var send út á nærliggjandi lóðarhafa 6. júlí sl. með athugasemdafrest til og með 10. ágúst. Tvær athugasemdir bárust og ein fylgjandi umsögn.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 230 Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og umhverfissviði að kanna betur forsendur umsóknar um breytta notkun bílskúrs og geymslu í geymslu og þvottahús.
 • Lögð fram til kynningar og umsagnar starfsleyfistillaga Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir Skotfélag Snæfellsness, á Hrafnkelsstaðabotni. Erindinu fylgdi umsögn frá Skotfélaginu til Helbrigðiseftirlits Vesturlands. Skipulags- og umhverfisnefnd - 230 Í ljósi umræðna felur skipulags- og umhverfisnefnd skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að skoða betur starfsleyfistillöguna og gera drög að umsögn um hana fyrir næsta fund nefndarinnar, sérstaklega hvort þörf sé á á frekari afmörkun svæðisins eða varúðarmerkingum, m.t.t. nota svæðisins, sbr. skilmála í greinargerð Aðalskipulags Grundarfjarðar um Íþróttasvæði ÍÞ-7.
 • Lögð fram fyrirspurn um túlkun skipulags- og byggingarnefndar á því hvort rekstur kaffihúss, netverslunar og kaffibrennslu falli undir skilgreiningu um minniháttar starfsemi í íbúðarbyggð samkvæmt skilgreiningu í Aðalskipulagi Grundarfjarðar.
  Húsið er á reit sem skilgreindur er fyrir íbúðarbyggð skv. aðalskipulagi. Í skipulagsreglugerð, grein 6.2, er að finna skilgreiningu á landnotkunarflokknum "íbúðarbyggð" og segir þar: "Svæði fyrir íbúðarhúsnæði og nærþjónustu sem því tengist, auk minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulagsins."

  Á 229. fundi skipulagsnefndar var lögð fram fyrirspurn um skipulagsmál er varðar túlkun nefndarinnar um minniháttar starfsemi í íbúðarbyggð. Með vísun í frekari skýringar fyrirspyrjanda og bréf hans dags. 11.10.2021 hefur húsið gegnt margskonar hlutverki í langan tíma.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 230 Skipulags- og umhverfisnefnd telur að umrædd starfsemi (lítið kaffihús, netverslun og kaffibrennsla) falli undir skilgreiningu um minniháttar starfsemi, sbr. kafla 4.1 í greinargerð með Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039.
  Óski fyrirspyrjendur eftir því að reka umrædda starfsemi í húsinu, sbr. fyrirspurn þeirra, felur nefndin skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhuguð áform um minniháttar starfsemi í húsinu til nærliggjandi lóðarhafa og þeirra sem gætu átt hagsmuna að gæta sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um væri að ræða eigendur að Grundargötu 19, 20, 21, 21a, 23, húsfélags að Grundargötu 26-28 og Borgarbraut 1. Ennfremur er bent á, að hyggist lóðarhafi gera breytingar á húsnæðinu gæti þurft byggingarleyfi.

  Nefndin setur fyrirvara um endurskoðun, reynist umfang starfseminnar meira en getið er í lýsingu og með tilliti til hugsanlegra athugasemda sem kunna að berast.
 • Lögð fram beiðni um stöðuleyfi fyrir söluskála á horni Grundargötu og Hrannarstígs.

  Prjónað á plani, leggur fram beiðni um stöðuleyfi fyrir söluskála til 15. september 2022. Áður hafði verið gefið út tímabundið stöðuleyfi til 15. september 2021.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 230 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi til 15. september 2022 í samræmi við gildandi gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ.
 • Lögð fram til kynningar hugmynd skipulagsfulltrúa um biðsvæðaverkefni á horni Grundargötu og Hrannarstígs.

  Á miðbæjarreit er gert ráð fyrir blandaðri starfsemi, atvinnuhúsnæðis og/eða íbúðarhúsnæðis, skv. aðalskipulagi. Gera má ráð fyrir að unnið verði deiliskipulag reitsins áður en til uppbyggingar kemur. Þar til frekari ákvarðanir um fyrirkomulag og byggingar liggur fyrir, er mikilvægt að hlúa að svæðinu, sem er í hjarta bæjarins (núverandi „víkingasvæði“). Skipulagsfulltrúi leggur fram hugmynd að biðstöðuverkefni á þessu mikilvæga svæði í miðbæ Grundarfjarðar sem felst í því að nýta megi það fyrir íbúa og gesti, gera megi það hlýlegt og aðlaðandi, án þess að varanlegar ráðstafanir séu gerðar sem raski tækifærum til byggingar á því. Slíkt tímabundið verkefni gæti t.d. falið í sér að setja upp bekki, borð, gróður og önnur götugögn, og gæti verið unnið í samstarfi við hönnunarbrautir við Listaháskóla Íslands eða Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 230 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í hugmyndina og felur skipulagsfulltrúa og bæjarstjóra að kanna betur hvað þarf til að slíkt biðstöðuverkefni geti orðið að veruleika á þessu mikilvæga svæði í miðbænum.
 • 8.8 2108016 Fjallskil 2021
  Lögð fram til kynningar fundargerð fjallskilanefndar og fjallskilaseðill fyrir göngur og réttir 2021. Skipulags- og umhverfisnefnd - 230
 • Lögð fram til kynningar tillaga um sérstaka afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

  Erindi sem berast til byggingarfulltrúa og uppfylla öll skilyrði laga og reglugerða verða skv. því afgreidd á sérstökum afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 230 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna að nánari útfærslu með bæjarstjóra. Bókun fundar Forseti vekur athygli á bókun nefndarinnar og mun bæjarstjórn þá breyta samþykktum um stjórn sveitarfélagsins, ef þess þarf með.

 • Lagt fram til kynningar.
  Lóðarhafi óskaði eftir að setja niður garðhýsi á lóð sinni að Grundargötu 16. Lóðarhafi skilaði inn teikningum af garðhýsinu ásamt samþykki allra íbúa í húsinu og samþykki aðliggjandi lóðarhafa.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 230 Byggingarfulltrúi gerði ekki athugasemd við áformin.
 • Lagt fram til kynningar. Eigendur jarðarinnar Berserkseyrar óska eftir byggingarleyfi fyrir lítinn dæluskúr við heitavatnsholu sem staðsett er á Berserkseyrarodda í landi Berserkseyrar. Um er að ræða ónýtta borholu en nýtingaréttur er í eigu Veitna. Skipulags- og umhverfisnefnd - 230 Skipulags- og umhverfisnefnd vísar málinu til byggingarfulltrúa til frekari skoðunar.

9.Gjaldskrár 2022

Málsnúmer 2109024Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir tillögur bæjarráðs að þjónustugjaldskrám næsta árs ásamt yfirliti með samanburði á helstu þjónustugjaldskrám 2021 milli nokkurra nágrannasveitarfélaga og yfirlit yfir hlutfall kostnaðar bæjarins og foreldra. Gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2022 fela í sér í jafnaði 4,5% hækkun frá árinu 2021.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi þjónustugjaldskrár fyrir árið 2022.

Samþykkt samhljóða.

Ennfremur lögð fram gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar frá 1. janúar 2022.

Bæjarstjórn staðfestir fyrirliggjandi gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar.

Samþykkt samhljóða.

10.Styrkumsóknir og afgreiðsla 2022

Málsnúmer 2110006Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir ásamt tillögum að styrkveitingum ársins 2022, sem bæjarráð vísaði til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Allir tóku til máls.

GS og SGA véku af fundi fyrir afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs að styrkveitingum sem hluta af fjárhagsáætlun ársins 2022, en áorðnum breytingum, en vísar hluta þeirra til bæjarráðs í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

GS og SGA tóku aftur sæti sitt á fundinum.

Bókun Samstöðu:

Samstaða vill ítreka beiðni sína sem sett var fram á 229. fundi bæjarstjórnar um að settur verði á stofn framkvæmda- og uppbyggingasjóður fyrir félagastarfsemi tengdu íþróttastarfi eða almennu félagsstarfi í Grundarfirði.

11.Fjárhagsáætlun 2022 - fyrri umræða

Málsnúmer 2108010Vakta málsnúmer

Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun ársins 2022 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2023-2025, sem innifelur rekstraryfirlit, málaflokkayfirlit, efnahagsyfirlit og sjóðsstreymi. Jafnframt lagt fram rekstraryfirlit með samanburði á deildum milli áætlana 2021 og 2022 ásamt fjárfestingaáætlun fyrir 2022.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun áranna 2023-2025 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

12.Skipulagsbreyting - nýtt starf íþrótta- og tómstundafulltrúa

Málsnúmer 2108011Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu umsóknargögn allra umsækjenda og greinargerð með mati á umsóknum og viðtölum vegna nýs starfs íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Starfið var auglýst laust til umsóknar og sóttu átta um starfið, í gegnum ráðningarvefinn alfred.is.

Öllum var boðið í forviðtal gegnum ráðningarvefinn alfred.is og tóku fimm þátt. Byggt á gögnum og mati eftir viðtölin var þremur umsækjendum boðið í annað viðtal vegna starfsins með fulltrúa Attentus, bæjarstjóra og tveimur fulltrúum bæjarstjórnar, þ.e. formanni bæjarráðs og varabæjarfulltrúa/varafulltrúa í íþrótta- og æskulýðsnefnd.

Að þeim viðtölum loknum var unnin fundargerð og matstafla, byggð á öllum umsóknargögnum og viðtölunum tveimur.

Niðurstaða úr því mati var að Ólafur Ólafsson taldist hæfastur til að gegna starfinu.

Bæjarfulltrúum var veitt tækifæri til að skoða öll gögnin þann 12. nóvember sl. og setja fram spurningar til fulltrúanna sem tóku viðtölin, út frá fyrirliggjandi gögnum um umsóknir og ráðningarferlið.

Farið yfir fyrirliggjandi gögn, ekki síst matstöflu.

Allir tóku til máls.

Lagt er til að gengið verði frá ráðningu Ólafs í starfið. Bæjarstjóra falið að ganga frá ráðningarsamningi í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

13.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - tímabundin heimild fjarfunda

Málsnúmer 2111024Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 16. nóvember sl. Í honum er kynnt auglýsing samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga vegna Covid-19. Um tímabundna heimild er að ræða til að halda megi fjarfundi. Heimildin er sambærileg fyrri heimildum/auglýsingum ráðherra og gildir nú til 31. janúar 2022.

14.Umhverfisvottun Snæfellsness - EarthCheck vottun, 13. skiptið

Málsnúmer 2111017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar viðurkennding Earth Check þar sem staðfest er að Snæfellsnes hefur hlotið umhverfisvottun í 13. sinn.

15.Jeratún ehf. - Fundargerðir hluthafafunda 26.08. og 06.09.2021

Málsnúmer 2110025Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir hluthafafunda Jeratúns ehf., en fundirnir voru haldnir 26. ágúst og 6. september sl.

16.Félagsmálanefnd Snæfellinga - Fundargerð 196. fundar

Málsnúmer 2111001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 196. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga sem haldinn var 4. október sl.

17.FSS - Fundargerð 123. fundar stjórnar

Málsnúmer 2111005Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 123. fundar stjórnar FSS sem haldinn var 27. október sl. ásamt bókun vegna ákvörðunar um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 60 millj. kr.

Ákvörðun um veita einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veiting umboðs til að undirrita lánasamning og taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánsamningi vegna láns Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga frá Lánasjóði sveitarfélaga:

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Félag- og skólaþjónustu Snæfellinga hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 60.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki bæjarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.

Er lánið tekið til að fjármagna byggingu þjónustuíbúðakjarna fatlaðs fólks á Snæfellsnesi, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Björgu Ágústsdóttur, kt. 240368-3239, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grundafjarðarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.

18.Breiðafjarðarnefnd - Fundargerðir

Málsnúmer 2101034Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 194. fundar Breiðafjarðarnefndar sem haldinn var 21. september sl.

19.Heilbrigðisnefnd Vesturlands - Fundargerðir 169. og 170. fundar með gögnum

Málsnúmer 2111019Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 169. og 170. funda Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem haldnir voru 6. og 11. október sl., ásamt verklagsreglum um númerslausar bifreiðar o.fl.

20.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 902. fundar stjórnar

Málsnúmer 2111002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 902. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 29. október sl.

21.Skipulagsstofnun - Skipulag fyrir nýja tíma - Skipulagsdagurinn 2021

Málsnúmer 2111012Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Skipulagsstofnunar dags. 1. nóvember sl. vegna Skipulagsdagsins 2021 sem haldinn var 12. nóvember sl.

Bæjarstjóri flutti erindi á ráðstefnunni undir yfirskriftinni "Grænn og heilsuvænn Grundarfjörður" og hefur það skírskotun í markmið í aðalskipulagi. Erindið fjallar um átaksverkefni bæjarstjórnar um gönguvænan Grundarfjörð; endurbætur stíga, gatna og tenginga, aðgengi og fleira.

Sjá slóð á erindi Skipulagsdagsins hér: https://www.skipulag.is/skipulagsstofnun/frettir/skipulagsdagurinn-glaerur-frummaelenda

22.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - Ungmennaráð Vesturlands, starfsár 2022

Málsnúmer 2111020Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar tölvupóstar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 5. nóvember sl. um ungmennaráð Vesturlands og fyrirhugaðan fund í nóvember, og dags. 16. nóvember sl. þar sem fram kemur að fundinum sé frestað fram á næsta ár.

Til máls tóku JÓK, SÞ, BÁ, RG og GS.

23.Sorpurðun Vesturlands hf. - Fréttabréf til eigenda 16. nóv. 2021

Málsnúmer 2111023Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fréttabréf Sorpurðunar Vesturlands hf. til eigenda, dags. 10. nóvember sl., um rekstur ársins 2021.

24.Háskólinn á Bifröst - Bréf til fyrirtækja á Vesturlandi

Málsnúmer 2111010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Háskólans á Bifröst dagsett í október sl., til fyrirtækja á Vesturlandi.

Til máls tóku JÓK, SÞ, BÁ, UÞS og SGA.

Bæjarstjórn vísar þessum lið til frekar skoðunar í bæjarráði.

Samþykkt samhljóða.

25.Samband íslenskra sveitarfélaga - Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis

Málsnúmer 2111013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 2. nóvember sl. um verkefni vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis.

26.Samband íslenskra sveitarfélaga - Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál

Málsnúmer 2111014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 2. nóvember sl. um ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál.

Til máls tóku JÓK, SÞ, RG og GS.

Bæjarstjórn tekur undir bókun Árborgar.

Samþykkt samhljóða.

27.Guðmundur Smári Guðmundsson - Götulýsing

Málsnúmer 2111022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Guðmundar Smára Guðmundssonar dags. 9. nóvember sl. vegna ólags á ljósastaurum á Grundargötu. Bæjarstjóri hefur vísað erindinu á Vegagerðina, sem ber ábyrgð á götulýsingu á Grundargötu.

Fram kom hjá forseta að undirbúningur að endurnýjun á ljósum á Grundargötu hafi staðið yfir og átt sér stað einmitt í síðustu viku og frekari endurbætur fari fram á Grundargötu á næstu vikum.

Götulýsing á öðrum götum er á ábyrgð Grundarfjarðarbæjar, sem samdi í haust við heimaverktaka um lampaskipti, en RARIK hafði áður séð um það fyrir bæinn, til bráðabirgða - allt frá upphafi árs 2020, þegar bærinn tók yfir götulýsinguna, með samningi við RARIK.

Allir tóku til máls.

28.Umsókn um leyfi til skoteldasölu 2021-2022

Málsnúmer 2111021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf byggingarfulltrúa dags. 12. nóvember sl. vegna leyfis fyrir sölu á skoteldum í húsnæði Björgunarsveitarinnar Klakks að Sólvöllum um jól og áramót. Samþykkið er sambærilegt við samþykki sem veitt var fyrir ári síðan.

29.EBÍ - Kynning frá aukafundi fulltrúaráðs EBI

Málsnúmer 2111011Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar kynning EBÍ frá aukafundi fulltrúaráðs EBÍ 5. nóvember sl.

30.Skipulags- og byggingarmál - kæra til úrskurðarnefndar

Málsnúmer 2108015Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála með úrskurði vegna kæru Kamski ehf. á ákvörðunum bæjarráðs Grundarfjarðarbæjar frá 2. júlí 2021 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar við Nesveg 4a og ákvörðun byggingarfulltrúa Grundarfjarðarbæjar frá 6. júlí 2021 um að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir húsi á sömu lóð.

Vísað er frá kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar bæjarráðs Grundarfjarðarbæjar um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar að Nesvegi 4a.

Hafnað er kröfu kæranda um að felld verði úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa Grundarfjarðarbæjar um að samþykkja byggingarleyfi fyrir húsi á lóðinni Nesvegi 4a.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 21:24.