Málsnúmer 2109013

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 251. fundur - 22.09.2021

Lagt fram til kynningar erindi frá nemendum í 3. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar, sem þau lögðu fram og kynntu á fundi með bæjarstjóra í síðustu viku. Í erindi sínu setja þau fram þrjár óskir um umbætur í umhverfi okkar. Erindinu fylgja fallegar teikningar sem undirstrika óskir barnanna.

Eftirfarandi eru óskir þeirra:
- Það þarf að gróðursetja tré
- Væri betra að fá gangstétt að hesthúsum
- Þeim finnst það þurfa að setja fleiri ruslatunnur

Bæjarstjórn þakkar nemendunum fyrir gott erindi og fallegar teikningar. Bæjarstjórn samþykkir að grunnskólabörn fái tré að gjöf til gróðursetningar. Nú þegar er hafin vinna við endurnýjun og fjölgun á ruslatunnum í bænum.

Bæjarstjórn er alveg sammála 3ju bekkingum um að það væri mikill munur að hafa góðan göngustíg úr bænum út í hesthúsahverfi og jafnvel lengra. Bæjarstjórn hefur verið að vinna að því og mun nota þetta erindi sem hvatningu til að vinna að því áfram.

Samþykkt samhljóða.

Skólanefnd - 158. fundur - 05.10.2021

Lagt fram til kynningar erindi frá nemendum í 3. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar, sem þau lögðu fram og kynntu á fundi með bæjarstjóra á dögunum. Í erindi sínu setja börnin fram þrjár óskir um umbætur í umhverfi okkar, sjá nánar 251. fund bæjarstjórnar þann 22. september sl.