251. fundur 22. september 2021 kl. 16:30 - 19:59 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Garðar Svansson (GS)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína. Hún sagði frá ýmsum verklegum framkvæmdum og verkefnum frá sl. sumri. Vatnstjón urðu í grunnskóla og samkomuhúsi í júlí sl. og leiddu til verulega aukinna verkefna í sumar og haust. Bæjarstjóri lýsti ánægju með aðkomu tryggingafélagsins, VÍS, við úrlausn þeirra mála sem við blöstu eftir tjónin. Verktaki á vegum tryggingarfélagsins hafði umsjón með endurbótum á báðum stöðum. Næsti áfangi í samkomuhúsi er að skipta um dúk og teppi á samkomuhúsinu, en í fundargerð menningarnefndar er að finna lýsingu á stöðu mála þar. Einnig rætt um möguleika þess að endurskoða fyrirkomulag í eldhúsi samkomuhúss með aðkomu félagasamtaka í bænum.

Hún ræddi jafnframt um stöðu framkvæmda við fasteignir, s.s. glugga í grunnskóla.

Bæjarstjóri fór einnig yfir stöðu gangstéttarframkvæmda og áframhaldandi vinnu við þær. Jafnframt rætt um að halda opið hús með kynningu fyrir bæjarbúa um “Gönguvænan Grundarfjörð", framkvæmdir við uppbygginu gangstíga og gatna.

2.Svæðisgarðurinn Snæfellsnes - MAB á Snæfellsnesi

Málsnúmer 2108009Vakta málsnúmer

Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Svæðisgarðins Snæfellsness, var gestur fundarins undir þessum lið.

Hún kynnti niðurstöður vinnu við skoðun á mögulegri þátttöku Svæðisgarðsins og sveitarfélaganna fimm á Snæfellsnesi í UNESCO Man and Biosphere verkefninu. Umræður.

Ragnhildi var þakkað fyrir komuna á fundinn.

Gestir

  • Ragnhildur Sigurðardóttir - mæting: 16:30

3.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Forseti fór yfir fundi sem eru á dagskrá á næstunni, m.a. verður haustfundur SSV 29. september nk. í Dalabyggð og fjármálaráðstefna sveitarfélaganna 7.-8.okt. í Reykjavík.

Grundarfjarðarbær á þrjá kjörna fulltrúa á haustfundi. Verði forföll fulltrúa með atkvæðisrétt á haustfundi SSV hefur bæjarstjóri umboð til að fara með atkvæði viðkomandi bæjarfulltrúa á fundinum.

Umræða um sameiningarmál:

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur hreppsnefnd Eyja- og Miklaholtshrepps samþykkt boð Snæfellsbæjar um viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Íbúafjöldi sveitarfélaganna tveggja er um 1.800 manns. Þá hefur Dalabyggð m.a. boðið Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit til viðræðna um sameiningarmöguleika, eftir valkostagreiningu um sameiningarkosti sem fram fór sl. vetur. Íbúafjöldi sveitarfélaganna þriggja er um 1.900 manns.

Á Snæfellsnesi eru fimm sveitarfélög með rétt um 4.000 íbúa. Svæðið er afmarkað, atvinnulíf og samfélög eiga margt sameiginlegt. Sveitarfélögin hafa um langt skeið átt með sér farsæla samvinnu um mikilvæga opinbera þjónustu og um önnur verkefni sem styrkt hafa samfélögin og svæðið sem heild.

Ef Snæfellsnes yrði eitt sveitarfélag myndi það án efa hafa mikla þungavigt hvað varðar hagsmuni og þjónustu. Auðveldara væri fyrir svæðið að grípa og nýta tækifærin sem felast í svæðinu og auðlindum þess.

Með þetta í huga, býður bæjarstjórn fulltrúum hinna sveitarfélaganna fjögurra á Snæfellsnesi til óformlegs samtals/viðræðna um stöðu og valkosti í sameiningarmálum, horft til framtíðar. Samtalið er á engan hátt skuldbindandi fyrir sveitarfélögin eða fulltrúa þeirra og getur farið fram hvar sem er á Snæfellsnesi.

Bæjarstjóra er falið að senda sveitarstjórnum Eyja- og Miklaholtshrepps, Helgafellssveitar og Snæfellsbæjar, Stykkishólmsbæjar boð um samtal sem fram fari nú í haust.

Samþykkt samhljóða.

4.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun í dag eru tveir einstaklingar á atvinnuleysisskrá í Grundarfirði.

Bæjarstjóri sagði frá því að Grundarfjarðarbær hefði fengið 7 millj. kr. styrk úr Orkusjóði til orkuskipta í íþróttahúsi, og er það til viðbótar við styrk sem fékkst árið 2020. Alls standa því 17 millj. kr. sem styrkur til að skipta út olíukyndingu í íþróttahúsi, sundlaug og grunnskóla.

5.Bæjarráð - 569

Málsnúmer 2106002FVakta málsnúmer

Fundargerð til kynningar - þar sem bæjarráð hafði fullnaðarumboð í sumar.
  • Bæjarráð - 569 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • Bæjarráð - 569 Lagt fram rekstraryfirlit janúar-maí 2021.
  • 5.3 2104022 Framkvæmdir 2021
    Bæjarráð - 569 Halldóra Hreggviðsdóttir hjá Alta og Lilja G. Karlsdóttir hjá VSB verkfræðistofu sátu fundinn undir þessum lið.

    Þær fóru yfir þá vinnu sem átt hefur sér stað varðandi gangstéttar og blágrænar lausnir vegna undirbúnings framkvæmda í sumar og haust.

    Farið yfir kostnaðartölur verkframkvæmda og forgangsröðun. Stærstu framkvæmdir ársins felast í endurbótum gangstétta og stíga.

    Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

    Samþykkt samhljóða.

  • Bæjarráð - 569 Lögð fram breyting á starfsreglum bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar við ráðningu starfsmanna.

    Í samræmi við samstarfssamning Grundarjarðarbæjar, Stykkishólmsbæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa og yfirumsjón með eignasjóði, þ.m.t. verklegum framkvæmdum og fasteignum hjá sveitarfélögunum, er gerð eftirfarandi tillaga að breytingu á starfsreglum bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar við ráðningu starfsmanna:

    5. tl. 2. gr. reglnanna fellur niður.

    Við 2. gr. reglnanna bætist í staðinn ný málsgrein:

    - Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi skal tilnefndur eða ráðinn í samræmi við skyldur bæjarfélagsins skv. samstarfssamningi um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa o.fl. milli Grundarjarðarbæjar, Stykkishólmsbæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar og er bæjarstjóra falið að annast tilnefningu/ráðningu í störfin í samræmi við samninginn, að undangengnu samráði við bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 569 Bæjarstjóri sagði samstarfi sínu, oddvita Helgafellssveitar, oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps og bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar vegna ráðningarferlis skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa, í samræmi við samstarfssamning sveitarfélaganna um þessi störf.

    26 umsóknir bárust um störfin tvö og níu umsækjendur voru teknir í viðtal. Bæjarstjóri fór yfir ráðningarferlið og kynnti niðurstöður hæfnimats.

    Bæjarstjóra falið að ljúka frágangi málsins í samræmi við lið nr. 4 á dagskrá þessa fundar, sbr. samstarfssamning sveitarfélaganna.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 569 Lagður fram kostnaðarútreikningur vegna beiðni um launað námsleyfi starfsmanns í Leikskólanum Sólvöllum.

    Bæjarráð samþykkir að veita launað námsleyfi í samræmi við reglur Grundarfjarðarbæjar um styrki vegna námsleyfa, sem umreiknað hefur verið til stöðuhlutfalls skv. fyrirliggjandi gögnum.

    Í samræmi við reglurnar verði undirritaður samningur skv. 4. gr. reglnanna lagður fyrir næsta fund bæjarráðs.

    Samþykkt samhljóða.

  • Bæjarráð - 569 Lagðir fram skilmálar um tímabundinn 50% afslátt af gatnagerðargjöldum. Lagt til að 50% afsláttarkjör gildi áfram til 30. júní 2022, í samræmi við framlagða skilmála, sem fela í sér smávægilegar breytingar frá þeim fyrri.

    Fyrirliggjandi skilmálar samþykktir samhljóða.
  • Bæjarráð - 569 Lagður fram samningur um skólaakstur sem rann út vorið 2021. Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins vegna frekari skoðunar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 569 Lögð fram til kynningar skýrsla HLH ráðgjafar frá 4. júní sl., með kynningu á niðurstöðum um rekstur húsnæðis og þjónustu fyrir fatlað fólk á heimili sínu, ásamt fleiri gögnum.

    Bæjarstjóri sagði frá því að á döfinni sé að auglýsa nýju íbúðirnar fimm lausar til umsóknar, en stjórn FSS hefur falið forstöðumanni FSS og HLH ráðgjöf að vinna nánar að tillögum um samlegð/samnýtingu starfa hjá FSS, þannig að skoðað verði hvort forstöðumann þurfi í heilt starf eða hlutastarf.
  • Bæjarráð - 569 Skv. nýjustu upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru fjórir einstaklingar á atvinnuleysisskrá í Grundarfirði.
  • Bæjarráð - 569 Lögð fram til kynningar umsókn í Styrktarsjóð EBÍ ásamt gögnum um uppbyggingu Þríhyrnings. 400.000 kr. styrkur fékkst til verkefnisins, þ.e. söguskiltis og eldstæðis í Þríhyrningi.
  • Bæjarráð - 569 Lögð fram til kynningar staðfesting Umhverfisvottunar Snæfellsness á 12. Earth Check vottuninni.
  • Bæjarráð - 569 Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (FSS), fundargerð 113. fundar sem haldinn var 15. febrúar sl. og fundargerð 114. fundar sem haldinn var 26. febrúar sl., ásamt minnisblaði FSS um skólaþjónustu, tilvísunarblaði leik- og grunnskóla til FSS og ályktun skólastjórnenda á Snæfellsnesi um eflingu þjónustu FSS.

    Bæjarráð leggur til að gögnin verði send skólanefnd til upplýsinga.

  • Bæjarráð - 569 Lagður fram til kynningar samningur við Tómas Frey Kristjánsson um ljósmyndun 2021.
  • Bæjarráð - 569 Lagður fram til kynningar samningur við Bongó slf. um afnot af húsnæði Sögmiðstöðvar sumarið 2021.
  • Bæjarráð - 569 Lögð fram til kynningar fundargerð húsfundar eigenda að Grundargötu 65, sem haldinn var 16. júní sl., ásamt ársyfirliti.
  • Bæjarráð - 569 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Vinnueftirlits ríkisins, dags. 28. maí sl., um ungt fólk á vinnumarkaði og öryggismál.
  • Bæjarráð - 569 Lagt fram til kynningar bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dags. 13. apríl sl., sem sent var öllum sveitarfélögum. Í bréfinu er óskað eftir ýmsum fjárhagsgögnum ársins 2021. Jafnframt lagt fram svarbréf bæjarins við bréfi ráðherra.
  • Bæjarráð - 569 Lögð fram til kynningar fundargerð 899. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sam haldinn var 11. júní sl.

6.Bæjarráð - 570

Málsnúmer 2107002FVakta málsnúmer

Fundargerð til kynningar - þar sem bæjarráð hafði fullnaðarumboð í sumar.

7.Bæjarráð - 571

Málsnúmer 2107001FVakta málsnúmer

Fundargerð til kynningar - þar sem bæjarráð hafði fullnaðarumboð í sumar.
  • Bæjarráð - 571 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • 7.2 2101005 Greitt útsvar 2021
    Bæjarráð - 571 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-júní 2021. Skv. yfirlitinu hefur útsvar hækkað um 4,4% miðað við sama tímabil í fyrra. Á landsvísu er hækkunin 9,9% á sama tímabili.

  • 7.3 2107007 Malbik 2021
    Gestir fundarins undir þessum lið eru Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingarfulltrúi, Valgeir Magnússon verkstjóri áhaldahúss, Halldóra Hreggviðsdóttir hjá Alta og Lilja G. Karlsdóttir hjá VSB sem aðstoðað hafa við hönnun gangstétta/gatna/blágrænna svæða í götum.

    Bæjarráð - 571 Lagt var fram vinnuskjal með endurbættum tillögum um verkframkvæmdir í malbikun, sbr. fyrri umræðu í bæjarráði. Farið yfir listann og hann endanlega samþykktur.

    Eftirfarandi eru framkvæmdir sem unnar verða í sumar/haust:

    1. Grundargata:
    a) Steypt gangstétt sunnanmegin í götunni frá Grundargötu 5 og að gatnamótum við Borgarbraut. Breidd 3 metrar. Graseyjur og eldri gangstétt fjarlægð.
    b) Steypt gangstétt sunnanmegin í götunni frá gatnamótum við Eyrarveg, að gatnamótum við Fagurhólstún/Sæból, breidd 3 metrar. Graseyjur og eldri gangstétt fjarlægð.
    c) Steypt gangstétt norðanmegin í götunni, frá gatnamótum við Sæból og að Gamla pósthúsi. Graseyjur og eldri gangstétt fjarlægð, en gert ráð fyrir grasi/hellum að hluta innan núverandi hliðarsvæðis.

    Á Grundargötu stendur til að Vegagerðin malbiki framangreinda kafla götunnar (þjóðvegur í þéttbýli), Vegagerðin steypir einnig kantsteina en bærinn vinnur gangstéttar/stíga. Samtal hefur verið við Vegagerðina um endurnýjun hraðahindrana/gönguþverana, en reiknað er með að Vegagerðin endurnýi tvær slíkar á umræddum köflum. Framkvæmdir á vegum Vegagerðarinnar og bæjarins verða að haldast í hendur.

    2. Borgarbraut:
    a) Malbikaður gangstígur vestanmegin í götu, frá Grundargötu að Hlíðarvegi. Kantlaus. Breidd 2,7 metrar og blágrænt svæði (regnbeð) sett upp milli gangst. og götu. Eldri gangstétt fjarlægð.
    b) Malbikuð gangstétt austanmegin í götu, frá Grundargötu að Hlíðarvegi. Kantlaus. Breidd 1,4 metrar. Eldri gangstétt fjarlægð. Bílastæði í götunni verði við hlið þeirrar gangstéttar.
    c) Borgarbraut/Hlíðarvegur -
    Horn á gatnamótunum malbikuð, í tengslum við umferðartengingar upp Borgarbraut. Til frekari útfærslu.

    3. Hrannarstígur:
    a) Malbikuð gangstétt vestanmegin í götu, frá Sögumiðstöð og að Fagurhól. Kantlaus. Breidd 3,1 metrar. Eldri gangstétt og graseyjur fjarlægðar.
    b) Sama, frá Fagurhól og uppfyrir hornið að lóð Dvalarheimilis. Breidd 3 metrar. Eldri gangstétt fjarlægð.

    4. Sæból:
    Malbikuð gangstétt sunnanmegin í götu, frá samkomuhúsi og að Sæbóli 25. Kantlaus. Breidd 1,5 metrar. Eldri gangstétt fjarlægð.

    5. Smiðjustígur:
    Gatan og gangstéttarsvæði verður malbikað sem ein heild (kantlaus) og eldri gangstétt verður fjarlægð.
    Malbikuð verður göngutenging upp úr enda götunnar og yfir lóð Ráðhúss, en leiðin er mikið gengin, einkum af skólabörnum. Samtals rúmlega 500 m2.

    6. Við Fellaskjól:
    a) Malbikað bílastæði/botnlangi að heimilinu. Yfirlögn malbiks, ca. 600 m2.
    b) Göngustígur malbikaður frá Fellaskjóli og yfir á malbikaða lóð kirkjunnar, ca. 120 m2.

    7. Auk þess minniháttar viðgerðir hér og þar á malbiksskemmdum og á steyptum gangstéttum.


    Farið var yfir fyrirliggjandi hönnunarvinnu, einkum rætt um fyrirkomulag í Sæbóli og Borgarbraut.

    Hönnun gerir ráð fyrir blágrænum lausnum uppvið vestari hluta í Borgarbraut ofan Grundargötu, austantil í Hrannarstíg ofan Grundargötu, og norðanmegin í Sæbóli. Ekki eru blágræn svæði á framkvæmdasvæðum sumarsins/haustsins við Grundargötu og á Smiðjustíg.

    Allar framkvæmdir falla undir markmiðið "Gönguvænn Grundarfjörður" í aðalskipulaginu nýja. Horft er til þess að við endurnýjun gangstétta sé umferðaröryggi haft í fyrirrúmi og hugsað fyrir góðum tengingum og aðgengi fyrir gangandi, hjólandi, barnavagna o.fl. Hluti af gangstéttum verður "kantlaus", þ.e. í plani við götu. Sumstaðar verða graseyjur (blágræn svæði) til afmörkunar, en annarstaðar verða markaðar línur, bólur eða kantar sem afmarka göngusvæði frá götu. Tekið er mið af 30 km leyfilegum hámarkshraða ökutækja.

    Gönguþveranir/gangbrautir og staðsetning þeirra verður á nokkrum stöðum útfært síðar, eftir samtal við íbúa og nánari skoðun.

    Þar sem að allmargar götur munu taka breytingum skv. þessu, er lagt til að hætt verði við aðkeyptar gatnamerkingar í ár.

    Bæjarstjóra falið að vinna áfram að framkvæmdum og undirbúningi þeirra.

    Samþykkt samhljóða.
  • Gestir fundarins undir þessum lið eru Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingarfulltrúi, Valgeir Magnússon verkstjóri áhaldahúss, Halldóra Hreggviðsdóttir hjá Alta og Lilja G. Karlsdóttir hjá VSB sem aðstoðað hafa við hönnun gangstétta/gatna/blágrænna svæða í götum.

    Dagskrárliður ræddur samhliða dagskrárliðnum "Malbik 2021".


    Bæjarráð - 571 Rætt var um útfærslu opinna svæða og götusvæða þar sem blágrænar lausnir verða nýttar til að taka við ofanvatni. Í göturýmum, þar sem við á, verður komið fyrir regnbeðum, sem eru mjög gegndræp og hafa það hlutverk að taka við ofanvatni. Regnvatn mun þannig seytla í grænu geirana og græn opin svæði, í staðinn fyrir að fara einungis í fráveitulagnir bæjarins. Með því er létt á fráveitukerfinu til framtíðar, göturými grænkað og ýtt undir frekara umferðaröryggi í leiðinni. Þetta er aðferðafræði sem mikið er beitt erlendis í borgum og bæjum og er farin að ryðja sér til rúms einnig á Íslandi, einkum hjá Reykjavíkurborg, Garðabæ og fleiri stærri sveitarfélögum.

    Cowi, verkfræðistofa, hefur reiknað út vatnsmagn og skoðuð hefur verið "lekt" í jarðveginum sem bærinn er byggður á. Reiknað er út hver stærð grænu geiranna þarf að vera í göturýmum, auk grænna opinna svæða, sem ætlað er að taka við ofanvatni. Cowi hefur einnig gert tillögu um hönnun grænu geiranna í göturýmum þeirra gatna sem nú eru að hefjast framkvæmdir við. Farið var yfir þá hönnun, samanber umræðu um gangstéttar/stíga undir dagskrárlið 3.

    Hér viku Valgeir, Halldóra og Lilja af fundi og var þeim þakkað fyrir komuna.

  • 7.5 2104022 Framkvæmdir 2021
    Verklegar framkvæmdir og sumarverkefni.

    Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulags- og byggingarfulltrúi var gestur fundarins undir þessum dagskrárlið.

    Bæjarráð - 571 Farið var yfir stöðu helstu framkvæmda á vegum bæjarins.

    Framkvæmdir við "Gönguvænan Grundarfjörð", þ.e. malbikun, gangstéttir/stíga og blágrænar lausnir voru ræddar undir dagskrárliðum 3 og 4.

    Skipulags- og byggingarfulltrúi og bæjarstjóri sögðu frá framkvæmdum utanhúss við grunnskólahúsnæði undir dagskrárlið nr. 6, en unnið er að áframhaldandi múrviðgerðum utanhúss á suðausturhlutum skólahúsnæðis. Í haust verður einnig málað utanhúss.

    Skipt verður um glugga á neðri hæð þeirrar byggingar og í kennaraálmu og verður það gert fyrrihluta ágústmánaðar.

    Innanhúss er viðhald í nokkru uppnámi vegna lekatjóns sem upp kom í byrjun vikunnar, en til stóð m.a. að málarameistari ynni að málun á hluta svæðis innanhúss. Framkvæmdir innanhúss eru nú í endurskoðun, enda ljóst að þörf verður á umfangsmiklum endurbótum í kjölfar tjónsins.

    Byggingarfulltrúi sagði einnig frá helstu verkefnum bæjarins sem tengjast nýbyggingum í Grundarfirði, en allnokkuð af íbúðarhúsnæði er nú í byggingu eða á undirbúningsstigi, auk þess sem netaverkstæðisbygging er farin af stað.

    Bæjarstjóri sagði frá öðrum framkvæmdum:

    - Leikskóli:
    Unnið hefur verið að viðhaldi innanhúss í sumarlokun leikskóla. Ennfremur er unnið að því að lagfæra lóð á nokkrum stöðum, fara á í viðhald/umhirðu leiktækja, málun og fleira þegar þurrt veður gefst til þess. Til stendur að skipta um net á austurhluta girðingar á lóð, ekki fékkst verktaki í verkið og er vinna við verkið í skoðun.

    - Grundarfjarðarhöfn:
    Framkvæmdir við að steypa þekju á lengingu Norðurgarðs ganga vel, búið er að steypa um 55% af þekjunni. Skemmtiferðaskip lagðist í fyrsta sinn að hinni lengdu bryggju þann 1. júlí sl., en heimatogari hafði áður lagst að til að prófa viðleguna.

    - Verkefni við orkuskipti í skólahúsnæði og sundlaug:
    Bærinn fékk 10 millj. kr. styrk úr Orkusjóði 2020, en verkefnið er í bið vegna samvinnu við Veitur ohf. um skoðun á orkumálum. Sótt var um viðbótarstyrk til Orkusjóðs í júní sl. vegna frekari áfanga verksins.

    - Þríhyrningur:
    Leiktæki sem pöntuð voru munu koma til okkar öðru hvoru megin við mánaðamótin júlí/ágúst. Leiktæki eru styrkt að stærstum hluta með gjöf frá fyrirtækinu Guðmundur Runólfsson hf. frá því í október 2020.
    Búið er að kanna og treysta lagnir á svæðinu, jarðvegsskipta fyrir eldstæði og "sviði", jarðvegsskipt verður undir leiktækjasvæði á næstunni.
    Allt upptekna efnið fer í jarðvegsmön eða "orminn" sem mótaður verður á suðurhluta svæðisins, í samræmi við hönnun Þríhyrningsins.
    Hleðsla á eldstæði er í undirbúningi.
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd hefur samið við Skógræktarfélagið og Kvenfélagið um aðkomu að gróðri og ræktun á svæðinu.

  • Fyrir fundinum lá stöðuskýrsla, unnin í lok maí 2021, af Eflu, verkfræðistofu, um utanhússviðgerðir grunnskólahúsnæðis. Höfð er hliðsjón af skýrslu sem Efla vann árið 2017 um ástand húss og viðhaldsþörf, en unnið hefur verið eftir henni síðan.

    Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulags- og byggingarfulltrúi var gestur fundarins undir þessum dagskrárlið.


    Bæjarráð - 571 Byggingarfulltrúi fór yfir stöðu viðhaldsframkvæmda við utanhússviðgerðir á grunnskóla, einkum múrviðgerðir.

    Bæjarstjóri og byggingarfulltrúi áttu verkfundi 29. júní og nú í morgun með verktaka, Þ.G. Þorkelsson verktaka ehf.

    Farið var yfir það sem búið er að vinna af utanhússviðgerðum, múrviðgerðum, endurbótum á þakkanti til að varna því að vatn flæði niður á glugga og veggi, málun o.fl.

    Mikilvægt er að við gluggaskipti í húsinu verði séð til þess að múrviðgerðir fari fram samhliða í gluggaopum og á súlum við glugga, að það haldist í hendur.

    Byggingarfulltrúi mun fara betur yfir stöðuna og næstu skref þegar hann verður með viðveru 20. júlí nk., eftir sumarfrí.

    Hér vék Sigurður Valur af fundi og var honum þakkað fyrir komuna.

  • Undirritaður samningur við Sanna landvætti lagður fyrir bæjarráð til endanlegrar staðfestingar. Bæjarráð - 571 Bæjarstjóri skýrði breytingar sem gerðar hafa verið síðan drög að samningi voru lögð fyrir bæjarstjórn, einkum á 1. og 4. gr. samnings.

    Samningurinn samþykktur samhljóða.
  • Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur sent bæjarstjórn ósk um umsögn vegna umsóknar Hátíðarfélags Grundarfjarðar um tækifærisleyfi fyrir dansleik í Snæfellingshöllinni í Grundarfirði 23. júlí nk.

    Rósa Guðmundsdóttir vék af fundi vegna aðkomu að undirbúningi umsóknarinnar.
    Bæjarráð - 571 Slökkviliðsstjóri hefur veitt jákvæða umsögn um erindið.

    Með vísan til 17. gr. laga um veitinga- og gististaði gerir bæjarráð ekki athugasemd um umbeðið leyfi.

    Samþykkt samhljóða.

    Hér tók Rósa aftur sæti sitt á fundinum.

  • Landsnet hefur sent drög að Kerfisáætlun 2021-2030 til umsagnar.

    Bæjarráð - 571 Með tölvupósti dagsettum 10.06 2021 var sveitarfélögum gefinn kostur á að veita umsögn um Kerfisáætlun Landsnets fyrir árin 2021-2030.

    Fyrir fundinum liggja drög SSV að umsögn stjórnar SSV um Kerfisáætlunina. Einnig vinnupóstar bæjarstjóra til Sambands íslenskra sveitarfélaga.

    Bæjarráð tekur undir umsögn SSV og leggur sérstaka áherslu á eftirfarandi:

    "Þegar horft er til langtímaáætlunar Landsnets er afar mikilvægt að setja nú þegar inn á framkvæmdaáætlun uppbyggingu á svæðisflutningskerfinu á Snæfellsnesi. Landsnet hefur framkvæmt úttekt á tiltæku skerðanlegu afli, varaafli og framkvæmt kerfisgreiningar í þeim tilgangi að meta svæðisbundna flutningskerfið á Snæfellsnesi. Niðurstöður greininga koma ekki vel út þar sem kerfið þolir í flestum tilfellum ekki útleysingu á Vegamótalínu 1 út frá Vatnshömrum þó svo að nóg raunaflsframleiðsla sé fyrir hendi í eyjunni. Úrbætur á kerfinu eru nauðsynlegar til að geta tryggt afhendingaröryggi og eyjakeyrslu á Snæfellsnesi. Sveitarfélögin telja að nauðsynlegt sé að ráðast nú þegar í ákveðnar aðgerðir til þess að tryggja afhendingaröryggi, en þær felast í;
    - Endurnýjun á Vegamótalínu, frá Vatnshömrum að Vegamótum, endurnýjun á Vogaskeiðslínu og endurnýjun á Ólafsvíkurlínu.
    - Hringtenging á Snæfellsnesi með því að tengja Vogaskeið við Glerárskóga með jarðstreng, sæstreng eða loftlínu. Í kerfisáætlun segir „að sé þessi útfærsla borin saman við tvöföldun Vegamótalínu þá fæst hærra skammhlaupsafl á Snæfellsnesi, meiri álagsaukning og áreiðanleiki afhendingar er talsvert hærri“. Þessi tenging er því í alla staði betri.
    Þá er endurnýjun tengivirkisins að Vatnshömrum í Borgarnesi ein af forsendum þess að hægt sé að tryggja afhendingaröryggi á Snæfellsnesi þar eð Vegamótalínan liggur frá Vatnshömrum."

    Bæjarráð leggur einnig áherslu á að þar til flutningskerfi raforku að og á Snæfellsnesi hefur verið styrkt með viðeigandi aðgerðum, séu gerðar ráðstafanir til að auka og tryggja nægjanlegt varaafl á svæðinu.

    Bæjarráð tekur undir lokaorð umsagnar SSV þar sem segir:

    "Það er ljóst að nægjanleg orkuframleiðsla og traust afhendingaröryggi á rafmagni er nauðsynleg forsenda þessa að byggðir geti eflst og dafnað. Uppbygging Landsnets á stofn- og svæðislínukerfi á Vesturlandi hefur því mikil áhrif á tækifæri landshlutans til vaxtar og viðgangs."

    Bæjarráð samþykkir að senda þessa bókun sem umsögn sína um Kerfisáætlunina.
  • Bæjarráð - 571 Lagt fram afsal RARIK ohf. til Grundarfjarðarbæjar fyrir 77,8% eignarhluta RARIK í aðveitustöð við Borgarbraut 21, Grundarfirði. Um er að ræða hús, lóðarréttindi og girðingu.

    Bæjarráð fagnar og þakkar fyrir þennan samning.

  • Svarbréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis 9. júlí 2021 við tveimur umsóknum bæjar og hafnar um styrki vegna fráveituframkvæmda.

    Bæjarráð - 571 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti nýja styrki til fráveituverkefna sveitarfélaga fyrr á árinu. Þeir eru liður í átaki í fráveitumálum í samstarfi ríkis og sveitarfélaga enda er þörf á verulegri uppbygginu í þessum málaflokki. Styrkirnir teljast liður í sérstöku fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar.

    Grundarfjarðarbær sótti annars vegar um styrk vegna blágrænna ofanvatnslausna, þ.e. tvöföldun fráveitukerfis í skólp- og regnvatnslagnir með blágrænum lausnum. Sótt var um styrk vegna regnvatnslagna í formi blágrænna ofanvatnslausna.
    Hins vegar var sótt um vegna útrásar á hafnarsvæðinu sem lengd var fyrr á árinu.

    Báðar umsóknir voru samþykktar að fullu og með 30% styrkveitingu.

    Bæjarráð fagnar þessum styrkjum, m.a. til útfærslu á blágrænum ofanvatnslausnum sem hluta af fráveitukerfi bæjarins.

  • Sótt var um styrki til Vegagerðarinnar vegna viðhaldsverkefna vegarins í Kolgrafafirði, til viðgerða við Hrafnsá og vegna vegarins kringum (austan við) Eyrarfjall.
    Bæjarráð - 571 Vegagerðin hefur úthlutað styrk til bæjarins að fjárhæð 7 millj. kr.

    Bæjarráð fagnar styrkveitingunni.

  • Bæjarráð - 571 Fundargerð 119. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga lögð fram.

    Þar kemur m.a. fram að stjórn FSS veiti heimild til að auglýsa lausar til umsóknar nýjar þjónustuíbúðir fyrir fatlað fólk, sem verið er að byggja í Ólafsvík. Umsóknarfrestur var til 10. júlí um þær, en ekki liggur þó fyrir hvenær starfsemi getur hafist.
  • Bæjarráð - 571 Lögð fram samantekt Creditinfo á fjölmiðlaumfjöllun um Grundarfjörð fyrstu sex mánuði ársins.

  • Bæjarráð - 571 Lögð fram fyrirspurn samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 28. júní sl., sbr. leiðbeiningar ráðuneytisins frá 23. júní sl., um innheimtu sveitarfélaga á dráttarvöxtum vegna fasteignaskatta, í þeim tilvikum þegar skuldari hefur sótt um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara og þar til umboðsmaður hefur tekið afstöðu til umsóknarinnar. Kröfuhöfum er óheimilt að taka við greiðslum á kröfum sínum á því tímabili (greiðsluskjól) og í leiðbeiningum ráðuneytisins er komist að þeirri niðurstöðu að sveitarfélögum sé ekki heldur heimilt að reikna dráttarvexti á kröfur um fasteignaskatta á því tímabili og að þau sérsjónarmið sem eiga við um fasteignaskatta breyti engu þar um.

    Einnig lagt fram svar Grundarfjarðarbæjar.

8.Bæjarráð - 572

Málsnúmer 2107003FVakta málsnúmer

Fundargerð til kynningar - þar sem bæjarráð hafði fullnaðarumboð í sumar.
  • Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn vegna umsóknar frá Helgrindum ehf. sem sótt hafa um leyfi til að reka gististað í flokki II, stærra gistiheimili, sem rekinn verður sem Helgrindur að Grundargötu 30 (F2115065).

    Fyrir liggja jákvæðar umsagnir slökkviliðsstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa frá því í gær.

    Bæjarráð - 572 Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Fyrir liggja fundargerðir vegna opnunar verðboða í tveimur verðkönnunum vegna gangstétta.
    Bæjarráð - 572 Lagðar fram til kynningar niðurstöður eftirfarandi verðkannana sem gerðar eru vegna framkvæmda við gangstéttar og opnuð voru í dag:

    - "Gangstéttar, undirvinna - 2021"
    Um er að ræða rif á gömlum gangstéttum og undirvinnu undir malbikun á nýjum gangstéttum.
    Tilboð bárust frá Kjartani Elíassyni og Dodds ehf.

    - "Gangstéttar á Grundargötu - 2021; steyptar gangstéttar með undirvinnu"
    Um er að ræða rif á gömlum gangstéttum og graseyjum, og uppsteypu á nýjum gangstéttum.
    Tilboð bárust frá Almennu umhverfisþjónustunni ehf. og Þ.G.Þorkelsson verktökum ehf.

    Tilboðin eru í yfirlestri hjá skipulags- og byggingarfulltrúa og mun hann skila niðurstöðum síðar í dag.

    Bæjarstjóra falið að ganga frá samningum í samræmi við niðurstöður tilboða og/eða gera aðrar ráðstafanir út frá niðurstöðum, eftir yfirferð.

    Samþykkt samhljóða.
  • Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur sent bæjarstjórn ósk um umsögn vegna umsóknar bæjarstjóra Grundarfjarðarbæjar um tækifærisleyfi fyrir söngskemmtun í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði nk. 22. júlí.

    Um er að ræða "Sveitalíf 2" - söngskemmtun Jógvans og Friðriks Ómars, sem vera átti í samkomuhúsinu Grundarfirði í kvöld. Vegna vatnstjóns þarf að færa skemmtunina í annað húsnæði, með þessum skamma fyrirvara.
    Bæjarráð - 572 Með vísan til 17. gr. laga um veitinga- og gististaði gerir bæjarráð ekki athugasemd við að umbeðið leyfi verði veitt.

    Samþykkt samhljóða.

9.Bæjarráð - 573

Málsnúmer 2108001FVakta málsnúmer

Fundargerð til kynningar - þar sem bæjarráð hafði fullnaðarumboð í sumar.
  • 9.1 2104022 Framkvæmdir 2021
    Farið var yfir helstu verklegu framkvæmdir sem eru í gangi, einkum framkvæmdir við malbikun gatna og gangstétta, steyptar gangstéttar, endurbætur á húsnæði grunnskóla og í samkomuhúsi, uppbyggingu í Þríhyrningi, o.fl.
    Bæjarráð - 573
  • Bæjarráð - 573 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • 9.3 2101005 Greitt útsvar 2021
    Bæjarráð - 573 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-júlí 2021. Heildarútsvarsgreiðslur til sveitarfélagsins í júlímánuði eru 14% lægri en í júlí 2020.
    Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar í Grundarfirði hækkað um 2% miðað við sama tímabil í fyrra. Á landsvísu er hækkunin á þessu tímabili hins vegar 7,7% og á Vesturlandi er hún að meðaltali 7,6%.

  • Bæjarráð - 573 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir janúar-júlí 2021.
  • 9.5 2106001 Launaáætlun 2021
    Bæjarráð - 573 Lögð fram yfirlit yfir greidd laun miðað við áætlun ársins, janúar-júní og janúar-júlí 2021. Skv. yfirlitunum eru raunlaun vel innan áætlunar.
  • Bæjarráð - 573 Lagt fram tíu ára fjárhagsyfirlit með upplýsingum úr ársreikningi og lykiltölum áranna 2011-2020.
  • Bæjarráð - 573 Farið yfir vinnu og verklag við fjárhagsáætlunargerð komandi árs.
    Nánari tímarammi verður tilbúinn i byrjun september.

    Bæjarráð mun byggja vinnu sína á tillögum úr rekstrarúttekt HLH frá 2020, sbr. fund bæjarráðs nr. 557. Þar eru sett fram helstu viðmið í fjármálastjórn og rekstri.

    Í samræmi við umræður fundarins mun bæjarráð rýna sérstaklega í útsvarstekjur og þróun þeirra, sem og í tekjur Jöfnunarsjóðs og þróun þeirra. Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að undirbúa yfirlit/samantekt hvað þessa þætti varðar.

  • Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um helstu forsendur fjárhagsáætlana 2022-2026. Bæjarráð - 573 Í minnisblaðinu eru lagðar upp almennar forsendur fyrir sveitarfélög landsins, sem og gátlisti til að styðjast við þegar metnar eru staðbundnar forsendur í fjárhagsáætlunargerðinni.


  • Lagt fram uppsagnarbréf frá Önnu Rafnsdóttur leikskólastjóra. Bæjarráð - 573 Bæjarráð þakkar Önnu fyrir vel unnin störf og gott samstarf á liðnum árum.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa auglýsingu starfsins.
    Bæjarráð telur rétt að skoða frekar verkaskiptingu milli stjórnenda í leikskóla, þannig að fyrir liggi skýr og uppfærð starfslýsing, samhliða auglýsingu starfsins.

  • Lagður fram til staðfestingar námssamningur við starfsmann leikskólans, sbr. afgreiðslu á fundi bæjarráðs 22. júní sl. Bæjarráð - 573 Fyrirliggjandi samningur samþykktur samhljóða.

  • Bæjarráð - 573 Lögð fram gögn vegna stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á hendur Grundarfjarðarbæ, sbr. tölvpóst nefndarinnar dags. 17. ágúst 2021, vegna óverulegrar deiliskipulagsbreytingar, birt 6. júlí 2021, og veitingar byggingarleyfis dags. 9. júlí 2021 á lóðinni við Nesveg 4a.

    Lóðarhafi að Nesvegi 6-8 krefst þess að framkvæmdir verði stöðvaðar á meðan kærumálið er til meðferðar hjá nefndinni.

    Jafnframt er lögð fram greinargerð Grundarfjarðarbæjar til nefndarinnar þar sem kröfu um stöðvun framkvæmda er hafnað og jafnframt bent á að kærufrestur teljist liðinn og því beri að vísa málinu frá, ásamt öðrum gögnum málsins.

    Lagt fram til kynningar.

  • Bæjarráð - 573 Lagt fram afsal Landsnets hf. til Grundarfjarðarbæjar fyrir 22,2% eignarhluta Landsnets í aðveitustöð við Borgarbraut 21, Grundarfirði. Um er að ræða hús, lóðarréttindi og girðingu.

    Bæjarráð fagnar og þakkar fyrir þennan samning.
  • Bæjarráð - 573 Lagður fram til kynningar samstarfssamningur við Motus um innheimtuþjónustu, sem hefur verið endurnýjaður með betri kjörum.

  • Bæjarráð - 573 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar FSS sem haldinn var 26. apríl sl.
  • Bæjarráð - 573 Lögð fram til kynningar fundargerð framkvæmdastjórnar Byggðasamlags Snæfellinga frá 12. mars sl.
  • Bæjarráð - 573 Lagðar fram fundargerðir Breiðafjarðarnefndar af fundum nr. 192 og 193.
  • Bæjarráð - 573 Lagt fram bréf dómsmálaráðuneytisins dags. 11. ágúst 2021 um greiðslu kostnaðar sveitarfélaga vegna starfa kjörstjórna og framkvæmdar við Alþingiskosningar i september nk.

    Bæjarstjóri sagði frá samskiptum við Sýslumann Vesturlands um framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, en samið hefur verið um að hún fari fram í Ráðhúsi Grundarfjarðar, með sama hætti og við forsetakosningar á síðasta ári. Hefst kosningin hér í næstu viku.
  • Bæjarráð - 573 Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla uppbyggingarteymis nr. 16, frá 11. júní 2021.
  • Bæjarráð - 573 Lagður fram til kynningar ársreikningur Björgunarsveitarinnar Klakks vegna ársins 2020.

10.Bæjarráð - 574

Málsnúmer 2108002FVakta málsnúmer

Fundargerð til kynningar - þar sem bæjarráð hafði fullnaðarumboð í sumar.
  • Lögð fram tillaga frá Mjöll Guðjónsdóttur formanni kjörstjórnar um skipun varamanns í kjörstjórn.
    Bæjarráð - 574 Tillaga er um að Guðrún Margrét Hjaltadóttir verði kjörin varamaður í kjörstjórn, í stað Einars Þórs Jóhannssonar, sem er fluttur úr sveitarfélaginu.

    Samþykkt samhljóða.

  • Lögð fram tillaga bæjarráðs, byggð á vinnu bæjarfulltrúa, um skipulagsbreytingar sem snerta íþrótta- og æskulýðsmál, fræðslumál, forvarnir og félagsstarf.

    Bæjarráð - 574 Eftirfarandi tillaga lögð fram og jafnframt bókuð í trúnaðarmálabók (sjá breytingu hér fyrir neðan).

    „Í stefnumótunarvinnu bæjarstjórnar voru íþrótta-, æskulýðs- og skólamál, forvarnir og félagsstarf, m.a. til skoðunar. Í drögum að heildarstefnu, sem m.a. tekur yfir málefni fjölskyldustefnu o.fl., er að finna áform um að sinna með markvissari hætti þessum viðfangsefnum, stuðla að auknum tengslum við frjáls félagasamtök og vinna að því að efla lýðheilsu íbúa.

    Í rekstrar- og stjórnsýsluúttekt HLH ráðgjafar ehf., sem unnin var fyrir Grundarfjarðarbæ 2020, voru lagðar fram fjölmargar tillögur sem snúa að rekstrarþáttum, fjárhag og stjórnsýslu Grundarfjarðarbæjar.
    Í tillögum sem snúa að stjórnsýslu og stjórnskipulagi er m.a. að finna tillögu um að stofnað verði nýtt starf íþrótta- og tómstundafulltrúa, með skipulagsbreytingu.

    Hér er lögð fram slík tillaga, með starfslýsingu fyrir hið nýja starf. Starfsþættir eru úr störfum sbr. starfslýsingar forstöðumanns íþróttamannvirkja, menningar- og markaðsfulltrúa og frístundaleiðbeinanda (forstöðumaður félagsmiðstöðvar), auk þess sem bætt er við nýjum þáttum, sem ekki hefur áður verið sinnt og/eða ekki verið skýrt kveðið á um í starfslýsingum í stjórnkerfi Grundarfjarðarbæjar.

    Í kjölfar fyrrgreindrar vinnu er nú lagt til að innleidd verði skipulagsbreyting með stofnun nýs starfs íþrótta- og tómstundafulltrúa. Samhliða, að lagt verði niður 100% starf forstöðumanns íþróttamannvirkja og 32,15% starf frístundaleiðbeinanda (forstöðumanns félagsmiðstöðvar). Um hið nýja starf fari skv. 2. gr. starfsreglna bæjarstjórnar við ráðningu starfsmanna.

    Breytingin taki gildi þann 1. desember 2021 og miðast starfslok starfsmanna í störfum sem lögð verða niður þannig við 30. nóvember 2021, nema samkomulag verði gert um annað fyrirkomulag við umrædda starfsmenn, í kjölfar uppsagnar. Bæjarstjóra verði falið að annast frágang starfsloka, auglýsingu nýs starfs og umsjón ráðningarferlis þannig að gerð verði tillaga til bæjarstjórnar um ráðningu í starfið að undangengnu rökstuddu mati.

    Bæjarstjóra verði falið að uppfæra skipurit bæjarins til samræmis við samþykkt bæjarstjórnar. Þá verði bæjarstjóra falið að uppfæra stjórnskipulag og innri reglur til samræmis við samþykktina.“

    Framlögð gögn;
    - Greinargerð bæjarráðs, dags. 19. ágúst 2021, með tillögu um nýja starfslýsingu
    - Stefnumótunarvinna bæjarstjórnar, sbr. vinnuskjal og efni vinnu með Capacent 2019-2020
    - Tillaga HLH ráðgjafar ehf. til bæjarstjórnar, 2020, um málefnið
    - Erindisbréf íþrótta- og æskulýðsnefndar, sjá hér: https://www.grundarfjordur.is/static/files/files/erindisbref-fyrir-ithrotta-og-aeskulydsnefnd-april-2014.pdf
    - Erindisbréf öldungaráðs, sjá hér:
    https://www.grundarfjordur.is/static/files/erindisbref-oldungarads-grundarfjardar.pdf
    - Erindisbréf ungmennaráðs, sjá hér:
    https://www.grundarfjordur.is/static/files/erindisbref-ungmennarads.pdf
    - Starfslýsing menningar- og markaðsfulltrúa, maí 2018
    - Starfslýsing forstöðumanns íþróttamannvirkja, júní/júlí 2012


    --

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að stofna nýtt starf íþrótta- og tómstundafulltrúa. Samhliða verði lagt niður 100% starf forstöðumanns íþróttamannvirkja og 32,15% starf frístundaleiðbeinanda (forstöðumanns félagsmiðstöðvar). Nýtt skipulag skv. bókun þessari taki gildi þann 1. desember 2021.

    Bæjarstjóra er falið að annast frágang starfsloka skv. ákvörðun þessari, auglýsingu nýs starfs og umsjón ráðningarferlis þannig að gerð verði tillaga til bæjarstjórnar um ráðningu í starfið að undangengnu rökstuddu mati. Bæjarstjóra er falið að uppfæra skipurit bæjarins til samræmis við samþykkt bæjarráðs. Þá er bæjarstjóra falið að uppfæra stjórnskipulag og innri reglur til samræmis við samþykktina.


    Bókun þessi er gerð í trúnaðarmálabók bæjarstjórnar. Trúnaði af bókuninni verði aflétt þegar viðkomandi aðilum hefur verið kynnt þessi ráðstöfun. Samþykkt samhljóða.

    // Kl. 23:00 þann 30. ágúst 2021: Trúnaði aflétt og bókun birt.

11.Bæjarráð - 575

Málsnúmer 2109002FVakta málsnúmer

Fundargerð til kynningar - þar sem bæjarráð hafði fullnaðarumboð í sumar.
  • Bæjarráð - 575 Lagður fram kjörskrárstofn frá Þjóðskrá Íslands, vegna alþingiskosninga 25. september 2021. Kjörskrárstofninn miðast við þau sem skráð eru með lögheimili í sveitarfélaginu þremur vikum fyrir kjördag. Á kjörskrá eru 278 karlar og 258 konur.

    Bæjarráð samþykkir kjörskrána í samræmi við ákvæði 4. mgr. 32. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar og felur bæjarstjóra að undirrita hana og leggja fram í samræmi við ákvæði í 2. mgr. 24. gr. kosningalaga.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 575 Sigurður Valur Ásbjarnarson hefur gegnt starfi skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðarbæjar frá árinu 2019 og verið skráður byggingarfulltrúi hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og skipulagsfulltrúi hjá Skipulagsstofnun. Hann hefur látið af störfum.

    Fannar Þór Þorfinnsson tekur við starfi byggingarfulltrúa í október nk. Fram að því er bæjarstjóra falið að tilnefna Jökul Helgason sem byggingarfulltrúa, skv. samningi við Verkís og tilkynna það til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

    Sömuleiðis mun bæjarstjóri tilkynna Skipulagsstofnun um ráðningu Kristínar Þorleifsdóttur sem skipulagsfulltrúa, í samræmi við samþykkt bæjarráðs á fundi sínum 22. júní sl. um breytingu á starfsreglum bæjarstjórnar við ráðningu starfsmanna.

    Samþykkt samhljóða.

12.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 102

Málsnúmer 2109001FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 102. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar.
  • 12.1 1908016 Þríhyrningur - hugmyndir, hönnun, endurbætur
    Farið yfir stöðu framkvæmda í Þríhyrningi.
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 102 Um uppbyggingu í Þríhyrningi má lesa hér á vef bæjarins: https://www.grundarfjordur.is/is/mannlif/vidburdir-og-utivist/uppbygging-thrihyrningsins

    Kristín Þorleifsdóttir, nýráðin sem sviðsstjóri og skipulagsfulltrúi, hefur tekið yfir umsjón með undirbúningi framkvæmda, af Sigurði Val, sem kominn er í frí, en áhaldahús heldur síðan utan um verkstjórn á staðnum.
    Björg og Kristín sögðu frá stöðu framkvæmda.

    Eftirfarandi eru áfangar í Þríhyrningi á árinu:

    JARÐVEGUR OG LAGNIR:
    Í vor var kannað með lagnir og jarðveg - gerðar nokkrar jarðvegsprufur og endurbætt við holræsabrunn í göngustíg norðanvert í garðinum.

    LEIKTÆKI:
    Nefndin valdi fyrr á árinu leiktæki fyrir svæðið, í samræmi við hugmyndir um hönnun og yfirbragð svæðisins, sem fjölskyldu- og útivistarsvæðis.

    Pöntuð voru 3 leiktæki frá Leiktæki og Sport ehf., af tegundinni Robinia - en það eru tæki úr náttúrulegu efni. Tækin eru:
    - Robinia Play 8164; skip, stórt (breidd: 2,99 m, lengd 8,55 m, hæð 4,80 m, fallhæð 1,80 m)
    - Robinia 8141; tvöfalt gormatæki (1,55 x 1,22 m, hæð 80 cm, fallhæð 55 cm)
    - Robinia 8117; jafnvægistæki (stórt) (breidd 2,68 m, lengd 8,11 m, hæð á 2 háum súlum 2,40 m, fallhæð 60 cm)

    Afhendingu tækjanna seinkaði - þau áttu að koma um mánaðamótin júlí/ágúst, en eru að koma með flutningabíl vestur til okkar í þessari viku (2.-3. september). Myndir af tækjunum fylgja með fundargögnum.

    Leiktækin verða staðsett í norðvesturhorninu, þar sem rólur og fleiri leiktæki voru áður staðsett.
    Búið er að teikna upp og staðsetja þau, m.t.t. uppgefins öryggissvæðis sem þarf að vera kringum hvert leiktæki.
    Taugar ehf. (Kristján Kristjánsson) annast uppgröft fyrir tækjunum, en efnisskipta þarf undir þeim - mismikið eftir gerð tækja. Jarðvegurinn sem upp kemur verður nýttur í "Orminn".

    ORMURINN:
    Ormurinn er jarðvegsmön, sem löguð verður á staðnum - ætluð sem brekka til að leika sér í og sem sæti sem henta við lítið útisvið. Staðsetning hefur verið merkt inná svæðið og hælað út.
    Í mönina fer jarðvegur/uppgröftur af öðrum svæðum í Þríhyrningi. Ef meira efni þarf í orminn, verður bætt við efni sem til fellur annars staðar í bænum.
    Í norðurenda manar kemur "gat" þar sem í mönina fer stórt, steypt holræsarör. Það er hugsað þannig að börn geti skriðið í gegnum gatið - sem hluti af leik. Á hinum endanum verður "haus" á ormi/dreka.
    Mönin þarf að standa og jarðvegurinn að síga fram á næsta vor/sumar, en þá verður tyrft yfir eða sáð í mönina. Ormurinn verður því ekki fullbúinn fyrr en þá.

    ELDSTÆÐI:
    Í sumar var ætlunin að hlaða eldstæði norðaustarlega í garðinum. Vegna forfalla hleðslumanns náðist ekki að hefja það verk í vor/sumar eins og til stóð - en vonandi verður hægt að vinna verkið í haust, fyrir veturinn. Eldstæðið er m.a. hugsað til að bæta aðstöðu sem nýtist leik- og grunnskóla, til útikennslu í Þríhyrningi, eins og ætlunin er skv. aðalskipulagi.

    ÚTISVIÐ:
    Í vor var jarðvegsskipt fyrir útisviði sem staðsett er fyrir framan mönina (orminn).
    Möguleiki er að steypa yfirborðið eða helluleggja, en ekki er þó ætlunin að gera það í ár.

    GRÓÐUR OG BEKKIR:
    Fulltrúar íþrótta- og æskulýðsnefndar höfðu samband við Skógræktarfélagið sem lagði til vinnu við að klippa tré í Þríhyrningi sl. vor. Ennfremur við Kvenfélagið Gleym-mér-ei, en vilji nefndarinnar er að í Þríhyrningi verði nokkurs konar "villigarður" með marglitum, fjölærum blómplöntum. Kvenfélagið ætlaði að aðstoða við gróðursetningu á þeim. Skoða þarf vel tímasetningar á slíku og samhengi við aðrar framkvæmdir í garðinum.
    Gróðursetja þarf fleiri tré í garðinn á komandi árum.

    Valgeir upplýsti að komnir væru bekkir inní Þríhyrninginn, aftur - sem nýta má fyrir hópa. Er það m.a. í samræmi við óskir frá Heilsueflingu 60 , sem mun reyna að nýta garðinn eftir því sem hægt er, til útivistar og hreyfingar.

    ---

    Nefndin telur æskilegt að fá félagasamtök eða aðra aðila áfram að uppbyggingunni, sem er nokkurra ára verkefni.

    Kristín vék nú af fundi og var henni þakkað fyrir komuna.
  • 12.2 2003010 Frisbígolf
    Farið yfir stöðu framkvæmdarinnar. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 102 Björg, Þurí og Valgeir fóru yfir stöðu framkvæmdar.

    Uppsetning á níu körfum fyrir frisbígolf fór fram í vor. Völlurinn var hnitaður og settur út í kort.
    Íslenska frisbígolfsambandið (ÍFS) merkti völlinn inná vef sínum fyrr á árinu, sjá:
    https://www.folf.is/folfvellir-a-islandi-4/

    Skilti var í framleiðslu hjá ÍFS og seljanda búnaðarins, en afhending á því til bæjarins tafðist. Nú er skiltið komið og verður sett upp á næstunni.

    Ætlunin var að útbúa upphafsramma á hverjum teig (níu), en það er klár viðbót við upphaflega fyrirskrifað verk.
    Settir verða upp staurar/stikur, sem sýna númer hvers teigs.

    Völlurinn hefur verið talsvert mikið notaður í sumar, enda er frisbígolf vaxandi íþrótt/afþreying.
    Nálægð hans við tjaldsvæði og íþróttasvæði er kostur.


    Bókun fundar Allir tóku til máls.

  • 12.3 1810008 Markmið og verkefni íþrótta- og æskulýðsnefndar
    Rætt um notkun íþróttavallar og ástandsúttekt á íþróttahúsi, utanhúss.
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 102 Rætt var um notkun íþróttavallarins. Nefndin telur það umhugsunarefni að völlurinn sé ekki nýttur meira fyrir æfingar og leiki, en raun er á.
    Nefndin mun taka þetta upp við UMFG og tilheyrandi aðila.
    Eins var rætt um hvort aðgengi barna og ungmenna, til æfinga á vellinum, sé opið - eins og æskilegt væri. Nefndin mun skoða þetta nánar.

    Valgeir vék nú af fundi og var honum þakkað fyrir komuna.

    Björg sagði frá því að í gær hafi borist skýrsla frá Eflu, verkfræðistofu, um mat á ástandi íþróttahússins, einkum utanhúss. Bæjarstjórn óskaði eftir úttektinni, einkum til að geta betur gert sér grein fyrir ástandi ytra byrðis hússins; klæðningu, þaki, gluggum, o.fl. sem kominn er tími á að endurbæta. Með úttektinni er bæjarstjórn betur í stakk búin að taka ákvörðun um heildstæðar viðgerðir sem þurfa að fara fram á húsinu. Skýrslan verður tekin fyrir í bæjarráði/bæjarstjórn í september.

    Að loknum þessum dagskrárlið vék Ragnheiður Dröfn af fundi, en Signý tók formlega sæti hennar.
  • 12.4 2108011 Skipulagsbreyting - nýtt starf íþrótta- og tómstundafulltrúa
    Samþykkt bæjarráðs frá 30. ágúst 2021 er lögð fyrir til kynningar. Þar á meðal eru drög að starfslýsingu nýs starfs íþrótta- og tómstundafulltrúa til umsagnar.


    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 102 Íþrótta- og æskulýðsnefnd fagnar ákvörðun um stofnun nýs starfs íþrótta- og tómstundafulltrúa og telur að það hafi verið tímabært. Nefndin telur þetta jákvætt skref í átt að öflugu og faglegu starfi á sviði íþrótta- og tómstundamála. Nefndin er ánægð með að lýðheilsumál komi nú inn sem sérstakt viðfangsefni á málefnasviðinu. Ennfremur telur nefndin mjög af hinu góða að íþrótta- og tómstundafulltrúi hafi frumkvæði að auknu samstarfi milli félagasamtaka og mögulegri samræmingu í íþrótta- og forvarnastarfi í bænum.

    Bókun fundar Allir tóku til máls.

13.Menningarnefnd - 29

Málsnúmer 2109003FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 29. fundar menningarnefndar.
  • Nefndin fór í samkomuhúsið og skoðaði aðstæður, en vatnstjón varð í húsinu þann 21. júlí sl. Menningarnefnd - 29 Samkomuhúsið er skilgreint sem menningarhús og starfsemi þess heyrir undir menningarmál, skv. skipuriti bæjarins. Viðhald húss og aðstaða heyrir undir eignaumsjón, en nefndin fylgist með því að starfsemi á hennar sviði hafi fullnægjandi aðstöðu.

    Þann 21. júlí sl. varð slæmt vatnstjón í samkomuhúsinu, þegar vatn flæddi úr slöngu frá uppþvottavél úr eldhúsi og yfir báða salina, þann efri sem er teppalagður og þann neðri sem er parketlagður.

    Bæjarstjóri fór yfir þær framkvæmdir sem í gangi hafa verið og fyrirhugaðar eru, m.a. með hliðsjón af bótum sem tryggingafélag bæjarins greiðir.

    Panta þurfti nýtt parket á neðri salinn og hefur það nú verið lagt á gólfið. Auk þess nýtti bærinn tækifærið og lagði parket á "Smuguna" og var gólfhæð jöfnuð þar á milli.

    Lagt verður nýtt teppi á efri salinn, en viður í barborði og skápaeiningu í efri salnum var þurrkaður, strax eftir vatnslekann.

    Einnig verður lagður nýr dúkur á eldhús og rýmið baksviðs (milli eldhúss og sviðs), auk þess sem bætur eru greiddar út á skemmd á sökklum og neðri hluta veggjar við WC baksviðs, á dyrakörmum o.fl.

    Breyta þarf legu lagna og niðurfalls í eldhúsi.

    Bæjarstjóri sagði að ákveðin tímamót væru nú með samkomuhúsið, þegar skipt verður um dúk á eldhúsi og rými baksviðs. Æskilegt er að gera frekari breytingar á uppröðun og skápum, bæði í eldhúsi og rýminu bakatil, fyrst verið er að hreyfa við með þessum endurbótum. Kallað hefur verið á slíkar breytingar, af ýmsum þeim sem nota samkomuhúsið reglulega.

    Bæjarráð hefur rætt að freistandi sé að fara í meiri breytingar á eldhúsi og baksviðs, við þetta tækifæri. Hinsvegar eru ekki fjármunir á áætlun í æskilegar breytingar og tekjur bæjarins í ár gefa ekki tilefni til umframkeyrslu í framkvæmdum.

    Húsið er gjarnan lánað undir starfsemi sem ekki greiðir fyrir notin, s.s. ýmis menningarstarfsemi, félagsstarf heimafélaga og starf góðgerðarsamtaka.

    Menningarnefnd hvetur til þess að skoðað verði hvort félagasamtök eða einstaklingar vilji aðstoða við þægileg, afmörkuð verkefni sem tengjast breytingum vegna þessa óvænta tjóns. Þannig er líklegra að hægt sé að gera meira núna og að húsið verði skemmtilegra og betra, fyrir alla sem það nota, eftir breytingar, og einnig má þannig forðast tvíverknað.

  • 13.2 1801048 Sögumiðstöðin
    Nefndin fór í Sögumiðstöðina og skoðaði framgang framkvæmda í leiðsögn Inga Hans Jónssonar, sem sér um breytingar á húsnæðinu. Menningarnefnd - 29 Starf eldri borgara og félagsstarf á vegum RKÍ o.fl. hefur nú fært starfsemi sína í Sögumiðstöðina.

    Farið var af stað með "hittinga" í sumar, "molakaffi að morgni" á miðvikudögum, einkum ætlað eldri íbúum.

    Stólar í Bæringsstofu verða klæddir að nýju og smíðaðir nýir armar á stólana.
    Málað verður og skipt um kastara í salnum.

    Framkvæmdir við að útbúa salernisaðstöðu bakatil (við eldhús) eru í undirbúningi.

    Framkvæmdir á "safnasvæði" eru svo áfangi sem næst verður farið í.

    Rætt var um möguleika í rýminu og starfsemi í breyttu húsnæði.

    Inga Hans var þakkað fyrir leiðsögnina.

  • Menningarnefnd - 29 Fram fór kosning formanns í stað Eyglóar B. Jónsdóttur, sem er flutt úr sveitarfélaginu.

    Lagt til að Sigurrós Sandra (Rósa) Bergvinsdóttir, varaformaður, verði formaður nefndarinnar.

    Samþykkt samhljóða.

    Nefndarmenn færa Eygló þakkir fyrir samstarfið á vettvangi nefndarinnar.

    Nýr varaformaður verði kosinn í nefndinni á næsta fundi þegar bæjarstjórn hefur kosið nýjan aðalmann sem nú vantar í nefndina.

  • 13.4 2109012 Rökkurdagar 2021
    Menningarhátíðin Rökkurdagar 2021, undirbúningur.
    Menningarnefnd - 29 Nefndin samþykkir að Rökkurdagar verði haldnir dagana 25. til 31. október 2021.

    Farið var yfir dagskrá undanfarinna ára og farið yfir þá viðburði sem hafa verið vel heppnaðir.

    Verið er að leggja drög að dagskrá og verður auglýst eftir tillögum íbúa á næstunni.

  • Menningarnefnd - 29 Þema ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2021 er litagleði, eins og ákveðið var á fundi nefndarinnar snemma á árinu.

    Íbúar er hvattir til að taka þátt. Hvatning verður birt á bæjarvef á næstu dögum.
  • Menningarnefnd - 29 Lagðir fram minnispunktar af kynningarfundi í júní sl., teknir saman af Sunnu Njálsdóttur, forstöðumanni almenningsbókasafns.

  • Menningarnefnd - 29 Skýrsla um aukna samvinnu safna á Vesturlandi lögð fram til skoðunar og verður tekin til umræðu á næsta fundi nefndarinnar.

14.Kosning í nefndir skv. B lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer


Lagt til að Linda María Nielsen verði aðalmaður í menningarnefnd.
Linda hefur verið varamaður í nefndinni.

Samþykkt samhljóða.

15.Starfsreglur um ráðningu starfsmanna

Málsnúmer 1902022Vakta málsnúmer

Lögð fram breytingatillaga á grein 2 í starfsreglum um ráðningu starfsmanna í kjölfar skipulagsbreytinga og fyrirhugaðrar ráðningar íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Lagt til að við bætist töluliður 5 og að greinin verði þá svona:

2. gr.

Bæjarstjórn ræður starfsmenn í æðstu stjórnunarstöður hjá sveitarfélaginu og veitir þeim lausn frá störfum, sbr. 50. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar. Þessi störf eru:

1. Skólastjóri grunnskóla, að fenginni umsögn skólanefndar.
2. Skólastjóri leikskóla, að fenginni umsögn skólanefndar.
3. Skólastjóri tónlistarskóla, að fenginni umsögn skólanefndar.
4. Skrifstofustjóri.
5. Íþrótta- og tómstundafulltrúi.
6. Menningar- og markaðsfulltrúi.
7. Slökkviliðsstjóri.

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi skal tilnefndur eða ráðinn í samræmi við skyldur bæjarfélagsins skv. samstarfssamningi um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa o.fl. milli Grundarjarðarbæjar, Stykkishólmsbæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar og er bæjarstjóra falið að annast tilnefningu/ráðningu í störfin í samræmi við samninginn, að undangengnu samráði við bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

16.Vetrarþjónustan - Snjómokstur

Málsnúmer 2102027Vakta málsnúmer

Fyrr í sumar var tekið fyrir erindi Vetrarþjónustunnar ehf. og samþykkt í bæjarráði, um að framlengja samning um snjómokstur um eitt ár. Nú liggur fyrir nýtt erindi þar sem Vetrarþjónustan ehf. óskar eftir að losna frá fyrirhugaðri framlengingu samnings.

Lagt til að bæjarstjóra verði falið, ásamt verkstjóra áhaldahúss, að skoða hvort grundvöllur sé fyrir því að semja við nokkra verktaka samhliða, til eins árs, um snjómokstur. Slíkt fyrirkomulag var viðhaft fyrir nokkrum árum og byggist á því að fleiri en einn séu tiltækir í snjómokstur með ákveðnu skipulagi, undir verkstjórn bæjarverkstjóra.

Samþykkt samhljóða.

17.Grunnskóli Grundarfjarðar - Ábendingar frá 3. bekk

Málsnúmer 2109013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá nemendum í 3. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar, sem þau lögðu fram og kynntu á fundi með bæjarstjóra í síðustu viku. Í erindi sínu setja þau fram þrjár óskir um umbætur í umhverfi okkar. Erindinu fylgja fallegar teikningar sem undirstrika óskir barnanna.

Eftirfarandi eru óskir þeirra:
- Það þarf að gróðursetja tré
- Væri betra að fá gangstétt að hesthúsum
- Þeim finnst það þurfa að setja fleiri ruslatunnur

Bæjarstjórn þakkar nemendunum fyrir gott erindi og fallegar teikningar. Bæjarstjórn samþykkir að grunnskólabörn fái tré að gjöf til gróðursetningar. Nú þegar er hafin vinna við endurnýjun og fjölgun á ruslatunnum í bænum.

Bæjarstjórn er alveg sammála 3ju bekkingum um að það væri mikill munur að hafa góðan göngustíg úr bænum út í hesthúsahverfi og jafnvel lengra. Bæjarstjórn hefur verið að vinna að því og mun nota þetta erindi sem hvatningu til að vinna að því áfram.

Samþykkt samhljóða.

18.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - Samráðsgátt, leiðbeiningar um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar

Málsnúmer 2109002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að leiðbeiningum sem voru til umsagnar í Samráðsgátt til 13. september sl. Þegar leiðbeiningarnar hafa verið gefnar formlega út þarf að skoða hvort breyta þurfi samþykktum sveitarfélagsins, þannig að þær vísi í leiðbeiningar ráðuneytisins. Sveitarstjórnum er þó heimilt að þrengja leiðbeiningar/heimildir til fjarfunda.

19.Fjármála- og efnahagsráðuneyti - Störf án staðsetningar. Samantekt í ágúst 2021

Málsnúmer 2109014Vakta málsnúmer

Bókun verður gerð á haustþingi SSV þann 30. sept. nk. um störf án staðsetningar.
Lögð fram til kynningar skýrsla fjármála- og efnahagsráðuneytisins dagsett í ágúst 2021, sett fram með frétt ráðuneytisins þann 7. september sl., um störf án staðsetningar.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar fagnar því að þessi samantekt hafi verið gerð.
Bæjarstjórn telur mikilvægt að ríkisstofnanir og ráðuneyti fylgi af einurð þeim áformum í samstarfssáttmála ríkisstjórnar og gildandi Byggðaáætlun, að 10% starfa á vegum ríkisins verði auglýst án staðsetningar í síðasta lagi árið 2024. Mikilvæg forsenda sé að skráning og utanumhald sé með þeim hætti að hægt sé að mæla og meta hvort markmiðin náist.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar áréttar, að mikil tækifæri felast í því fyrir samfélög og íbúa á landsbyggð að nýta tiltæka tækni og aðstöðu til að vinna störf í fjarvinnu, óháð staðsetningu. Jafnframt getur verið í því fólginn mikill ávinningur fyrir viðkomandi stofnanir og vinnustaði.

Samþykkt samhljóða.

20.Umsókn Grundarfjarðarbæjar um styrk til fráveituframkvæmda 2021

Málsnúmer 2104020Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsókn Grundarfjarðarbæjar um styrk til fráveituframkvæmda. Grundarfjarðarbær fékk aukinn styrk, 30%, samþykktan vegna fráveituframkvæmda 2020 og 2021.

Blágrænar ofanvatnslausnir í umhverfi þéttbýlis eru helstu framkvæmdir skv. umsókninni, en einnig lenging útrásar á hafnarsvæði, sem unnin var fyrr á árinu.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn vísar til bæjarráðs að skoða í komandi fjárhagsáætlunargerð möguleika þess að láta skoða lausnir í fráveitumálum í Torfabót.

Samþykkt samhljóða.

21.Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga - Fundargerð 121. fundar stjórnar

Málsnúmer 2109015Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 121. fundar stjórnar FSS, sem haldinn var 13. september sl.

Allir tóku til máls.

22.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Fundargerð 168. fundar

Málsnúmer 2108017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 168. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem haldinn var 25. ágúst sl. ásamt úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 25. júní sl. um álagningu eftirlitsgjalds.

23.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 900. fundar stjórnar

Málsnúmer 2108018Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 900. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 26. ágúst sl.

24.Umhverfis- og auðlindarráðuneytið - Kjósarsvæði sameinist heilbrigðiseftirlitssvæði Vesturlandi

Málsnúmer 2106015Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 31. ágúst sl. varðandi breytingar á heilbrigðiseftirlitssvæðum, ásamt reglugerð um sameiningu annars vegar heilbrigðiseftirlits Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar við Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæði og hins vegar sameiningu Kjósahrepps við Vesturlandssvæði á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

25.Samband íslenskra sveitarfélaga - Stuðningsverkefni vegna innleiðingar heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum

Málsnúmer 2109016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 17. september sl. um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í íslenskum sveitarfélögum, stuðningsverkefni frá hausti 2021 til vors 2022, ásamt kynningu á hagnýtum skrefum við innleiðingu heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun.

Allir tóku til máls.

26.Samband íslenskra sveitarfélaga - Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna

Málsnúmer 2109004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30. ágúst sl. um innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:59.