Málsnúmer 2109014

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 251. fundur - 22.09.2021

Bókun verður gerð á haustþingi SSV þann 30. sept. nk. um störf án staðsetningar.
Lögð fram til kynningar skýrsla fjármála- og efnahagsráðuneytisins dagsett í ágúst 2021, sett fram með frétt ráðuneytisins þann 7. september sl., um störf án staðsetningar.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar fagnar því að þessi samantekt hafi verið gerð.
Bæjarstjórn telur mikilvægt að ríkisstofnanir og ráðuneyti fylgi af einurð þeim áformum í samstarfssáttmála ríkisstjórnar og gildandi Byggðaáætlun, að 10% starfa á vegum ríkisins verði auglýst án staðsetningar í síðasta lagi árið 2024. Mikilvæg forsenda sé að skráning og utanumhald sé með þeim hætti að hægt sé að mæla og meta hvort markmiðin náist.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar áréttar, að mikil tækifæri felast í því fyrir samfélög og íbúa á landsbyggð að nýta tiltæka tækni og aðstöðu til að vinna störf í fjarvinnu, óháð staðsetningu. Jafnframt getur verið í því fólginn mikill ávinningur fyrir viðkomandi stofnanir og vinnustaði.

Samþykkt samhljóða.