Málsnúmer 2110002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 253. fundur - 18.11.2021

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 577. fundar bæjarráðs.
 • Bæjarráð - 577 Bæjarráð fór í heimsókn í tónlistarskólann og ræddi við Lindu Maríu Nielsen aðstoðarskólastjóra.
  Einnig var farið í heimsókn í íþróttahúsið í fylgd með byggingarfulltrúa.
  Að því búnu var farið í fundarsal Ráðhúss og fundi haldið áfram.

 • Lögð fram ástandsskýrsla Eflu með úttekt á húsnæði íþróttahúss og sundlaugar, en bæjarstjórn vísaði skýrslunni til frekari skoðunar og umræðu í bæjarráði, í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2022.
  Bæjarráð - 577 Farið yfir efni skýrslunnar frá Eflu.

  Bæjarráð óskar eftir að byggingarfulltrúi leiti eftir frekari upplýsingum frá Eflu, þ.e. nánara kostnaðarmati á einstökum verkþáttum, sbr. umræður, og mati á forgangsröðun þeirra.

  Bókun fundar Allir tóku til máls.

 • .3 2109024 Gjaldskrár 2022
  Frekari gögn lögð fram og verða tekin fyrir á næsta fundi.

  Bæjarráð - 577