Málsnúmer 2110004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 253. fundur - 18.11.2021

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 578. fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 578 Lögð fram drög að áætlun fasteignagjalda 2022 ásamt yfirliti yfir kostnað vegna sorphirðu og sorpeyðingar.

    Gengið frá tillögu til bæjarstjórnar um breytingar á einstaka gjaldliðum.

    Samþykkt samhljóða.
  • .2 2109024 Gjaldskrár 2022
    Bæjarráð - 578 Lagt fram yfirlit yfir breytingu tekna vegna breytingar á þjónustugjaldskrám ásamt samanburði og tillögum um hækkun á gjaldskrám.

    Gerð tillaga um breytingar á þjónustugjaldskrám, en endanlegum frágangi vísað til næsta fundar bæjarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 578 Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir vegna ársins 2022 ásamt umsóknum og greinargerðum.

    Farið yfir styrkumsóknir. Gengið verður frá endanlegri tillögu á næsta fundi bæjarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 578 Lögð fram rammaáætlun 2022. Jafnframt lögð fram tekjuáætlun og drög að launaáætlun ásamt áætluðum stöðugildum stærstu stofnana.
  • Bæjarráð - 578 Lagt fram bréf aðstoðarskólastjóra tónlistarskólans með tillögum um átak í kennslu á blásturshljóðfæri, þar sem þeim nemendum hefur fækkað mikið.

    Lagt er til að boðið verði upp á gjaldfrjálsa kennslu á blásturshljóðfæri skólaárið 2021-2022 fyrir nemendur í 2.-4. bekk grunnskólans.

    Samþykkt samhljóða sem tilraunaverkefni á núverandi skólaári. Bæjarráð felur skólastjórnendum frekari útfærslu verkefnisins í samráði við bæjarstjóra. Bæjarráð óskar eftir skýrslu í lok skólaárs um hvernig til tókst.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu um átak í kennslu á blásturshljóðfæri, sbr. bókun bæjarráðsins.
  • Bæjarráð - 578 Lagður fram til kynningar kaupsamningur um íbúðina að Grundagötu 65, sem seld var nýverið.
  • Bæjarráð - 578 Lögð fram til kynningar skýrsla mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi ráðstöfum fjármuna í grunnskóla fyrir alla. Verkefnið er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og 13 sveitarfélaga.
  • Lagt fram til kynningar Bæjarráð - 578 Lagt fram til kynningar bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands (EBÍ) þar sem fram kemur að greiddur hafi verið út arður í félaginu. Hlutdeild Grundarfjarðarbæjar er 754.200 kr.
  • Bæjarráð - 578 Lagt fram til kynningar bréf Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, dags. 22. október sl., þar sem kynnt er sameining Kjalar við Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsness (SDS).
  • Bæjarráð - 578 Lagður fram til kynningar ársreikningur Dvalarheimilisins Fellaskjóls fyrir árið 2020.
  • Bæjarráð - 578 Lagður fram til kynningar ársreikningur Skotfélags Snæfellsnes - Skotgrundar, fyrir árið 2020.