Málsnúmer 2111022

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 253. fundur - 18.11.2021

Lagt fram til kynningar bréf Guðmundar Smára Guðmundssonar dags. 9. nóvember sl. vegna ólags á ljósastaurum á Grundargötu. Bæjarstjóri hefur vísað erindinu á Vegagerðina, sem ber ábyrgð á götulýsingu á Grundargötu.

Fram kom hjá forseta að undirbúningur að endurnýjun á ljósum á Grundargötu hafi staðið yfir og átt sér stað einmitt í síðustu viku og frekari endurbætur fari fram á Grundargötu á næstu vikum.

Götulýsing á öðrum götum er á ábyrgð Grundarfjarðarbæjar, sem samdi í haust við heimaverktaka um lampaskipti, en RARIK hafði áður séð um það fyrir bæinn, til bráðabirgða - allt frá upphafi árs 2020, þegar bærinn tók yfir götulýsinguna, með samningi við RARIK.

Allir tóku til máls.