Málsnúmer 2112002

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 231. fundur - 07.12.2021

Lögð er fram umsókn landeiganda vegna byggingar bragga í landi Innri Látravíkur. Bragginn verður notaður sem fjárhús og staðsettur fyrir ofan hús suðaustanmegin, skv. aðaluppdráttum.
Umhverfis- og skipulagssviði er falið að skoða málið frekar.

Máli frestað.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 232. fundur - 25.01.2022

Á 231. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tekið fyrir erindi landeiganda Innri Látravíkur um byggingu bragga á jörðinni. Nefndin vísaði málinu til frekari vinnslu hjá umhverfis- og skipulagssviði m.a. vegna óvissu um stöðu lögbýlisréttar á jörðinni.

Byggingarfulltrúi hefur farið yfir málið með landeiganda og fyrir liggur staðfesting á lögbýlisrétti á jörðinni.

Umrædd bygging fellur undir umfangsflokk 1. sbr 1.3.2. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Öllum gögnum hefur verið skilað inn.
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur yfirfarið framlögð gögn og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild í samræmi við 2.3.7. gr. byggingarreglugerðar.