Málsnúmer 2112027

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 32. fundur - 07.02.2022

Lögð fram tillaga forstöðumanns bókasafnsins og bæjarstjóra, eftir skoðun á valkostum og fyrirspurn til Landskerfis bókasafna.

Lagt er til að ljósmyndasafn Bærings C. verði vistað og gert aðgengilegt á vefnum sarpur.is sem er í eigu Landskerfis bókasafna.
Menningarnefnd fór yfir tillögu frá forstöðumanni bókasafns og bæjarstjóra og tekur vel í erindið.

Nefndin fagnar því að verið sé að leita varanlegra lausna á geymslu ljósmynda og kvikmyndasafns Bærings og samþykkir að leitað verði til Sarps um vistun á ljósmyndum Bærings.

Menningarnefnd - 36. fundur - 16.03.2023

Þann 24. mars nk. verður ljósmyndasafn Bærings opnað í Sarpi, menningarsögusafni á vefnum www.sarpur.is í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Bærings Cecilssonar.