Á 231. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tekið fyrir erindi landeiganda Innri Látravíkur um byggingu bragga á jörðinni. Nefndin vísaði málinu til frekari vinnslu hjá umhverfis- og skipulagssviði m.a. vegna óvissu um stöðu lögbýlisréttar á jörðinni.
Byggingarfulltrúi hefur farið yfir málið með landeiganda og fyrir liggur staðfesting á lögbýlisrétti á jörðinni.
Umrædd bygging fellur undir umfangsflokk 1. sbr 1.3.2. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Öllum gögnum hefur verið skilað inn.Skipulags- og umhverfisnefnd - 232Skipulags- og umhverfisnefnd hefur yfirfarið framlögð gögn og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild í samræmi við 2.3.7. gr. byggingarreglugerðar.Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Á 230. fundi skipulags- og umhverfisnefndar fól nefndin byggingarfulltrúa að kanna betur hvort byggingaráformin uppfylli skilyrði Vegagerðarinnar varðandi fjarlægðarmörk frá þjóðvegi og óska eftir nánari upplýsingum frá umsækjanda um notkun byggingarinnar, staðsetningu með tilliti til yfirborðsvatns og að umsækjandi uppfæri teikningar og önnur tilskilin gögn sbr. 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr.112/2012. í Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 er svæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði.
Fyrir liggur svar frá Vegagerðinni þar sem ekki er gerð athugasemd vegna fjarlægðar frá stofnvegi. Einnig hefur lóðarhafi gert grein fyrir nýtingu á húsinu ásamt því að gera grein fyrir yfirborðsvatni á byggingarstað. Aðal- og séruppdrættir liggja fyrir að undanskildum raflagnateikningum.Skipulags- og umhverfisnefnd - 232Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús að öllum skilyrðum uppfylltum sbr. 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012, með síðari breytingum.
Lóðarhafi að Fellasneið 8 sækir um byggingarheimild fyrir 14,5 m2 garðhýsi á lóð. Um er að ræða kalt garðhýsi sem þegar stendur á lóðinni en til stendur að hita upp, leggja rafmagn í og tengja við fráveitu. Samkvæmt uppdráttum sem skilað hefur verið inn er staðsetning á garðhýsinu í meira en þriggja metra fjarlægð frá nærliggjandi lóðum skv. f-lið í gr. 2.3.5.í byggingarreglugerð nr. 112/2012.Skipulags- og umhverfisnefnd - 232Þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir umrætt svæði, felur skipulags- og umhverfisnefnd skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna til aðliggjandi lóðarhafa skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal eftirfarandi lóðarhöfum: Fellasneið 4, 6, 10 og 16. Berist engar athugasemdir úr grenndarkynningunni, felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild fyrir mannvirki, að uppfylltum skilyrðum 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012, fyrir mannvirki í umfangsflokki 1. sbr. 1.3.2. gr. byggingarreglugerðar.Bókun fundarTil máls tóku JÓK, RG, BS og VSM.
Á 230. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tekið fyrir erindi landeiganda á Berserkseyri um byggingarleyfi fyrir tæplega 15 m2 dæluskúr við heitavatnsholu sem staðsett er á Berserkseyrarodda í landi Berserkseyrar. Jafnframt hyggjast landeigendur nýta heita vatnið til húshitunar á Berserkseyri og steypa lítinn pott í fjöruborðinu, sem komi ekki til með að sjást frá veginum og verði eingöngu notaður af landeigendum. Ætlunin er að dæla vatni úr borholu sem fyrir er á staðnum og fylgir umsókninni samningur við Veitur, eiganda borholunnar, um nýtingu vatns úr holunni til eigin nota.
Afgreiðslu málsins var frestað og því vísað til nánari skoðunar hjá umhverfis- og skipulagssviði þar sem ætlunin er að staðsetja dæluskúrinn á Berserkseyrarodda, sem skv. Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039, er bæði skilgreint sem náttúruverndarsvæði (ÖN-4: vegna þinglýsts æðarvarps) og iðnaðarsvæði (I-2/H vegna jarðhita og hugsanlegrar virkjunar hans).
Ítarlega er fjallað um þetta tiltekna svæði í greinargerð og umhverfisskýrslu með Aðalskipulagi Grundarfjarðar en samkvæmt því er heimilt að reisa dælu- og stjórnsstöð og borholuhús (bls. 116) og leggja heitavatnslögn/aðveituæð í þéttbýlið (bls. 147-8). Þar er einnig heimilt að nýta heita vatnið til eigin nota m.a. til upphitunar húsa (umhverfisskýrsla bls. 23).
Þar sem svæðið er bæði skilgreint sem friðlýst svæði og iðnaðarsvæði og ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, var leitað álits hjá Skipulagsstofnun hvort um sé að ræða tilkynningarskylda framkvæmd eða hvort framkvæmdin kalli á framkvæmdaleyfi, byggingarheimild eða byggingarleyfi.
Í svarbréfi Skipulagsstofnunar kemur fram að veitumannvirki eru almennt undanþegin framkvæmdar- og byggingarleyfi en að það sé ákvörðun sveitarstjórnar að meta hvort umfang og eðli framkvæmdarinnar sé þess efnis að gerð verði krafa um slíkt leyfi. Stofnunin benti einnig á að þar sem um er að ræða friðlýst svæði þurfi almennt að sækja um framkvæmdaleyfi til Umhverfisstofnunar.Skipulags- og umhverfisnefnd - 232Skipulags- og umhverfisnefnd telur að framkvæmdin sé minniháttar þ.e. dæluskúr sem sé minni en 15 m2 og lítill steyptur pottur í fjöruborðinu og rúmist innan þeirra marka sem fjallað er um í greinargerð og umhverfisskýrslu með aðalskipulagi sveitarfélagsins hvað varðar umfang og notkun og sé tilkynningarskyld framkvæmd sbr. 2.3.1. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
Lögð er fram fyrirspurn til byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir því að endurnýja útveggja- og þakklæðningu á hjalli við Nesveg 14 ásamt því að klæða steypta hlutann á húsinu og hækka þak á bílskúr, sem er í dag einhalla, í risþak sem yrði sambærilegt og í sömu hæð og þakvirki á hjalli. Einnig er óskað eftir því að koma fyrir bílskúrshurð á norðurgafli hjallsins og fá stækkun á lóð frá því sem núverandi lóðarmörk gera ráð fyrir, sbr. uppdrátt sem lagður er fyrir nefndina.Skipulags- og umhverfisnefnd - 232Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu að endurnýjun á klæðningu hjallsins og bílskúrsins, breytingu á þaki bílskúrsins og bílskúrshurð á norðurhlið hjallsins skv. meðfylgjandi lýsingu. Breyting á hjallinum fellur undir 2.3.6. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 og er því um tilkynningarskylda framkvæmd að ræða. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 2008 er hámarks mænihæð húsa á nærliggjandi lóðum 14 metrar. Samkvæmt því getur lóðarhafi hækkað þakið á hjallinum í samræmi við þakið á skúrnum sem er vel undir 14 metrum.
Varðandi klæðningu á hjallinum, þá er bent á að í 6. lið í gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið segir: "Við val á byggingarefnum skal hafa í huga nálægð við sjó og skal því eftir fremsta megni reynt að velja viðhaldsfrí efni sem þola mikið seltuálag". Jafnframt er bent á að í kafla 2.1.2. í greinagerð með Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 að hjallurinn sé mikilvægur staður í menningarauði bæjarins. Við val á klæðningu og frágangi er því mikilvægt að hafa þetta í huga.
Varðandi stækkun á lóð þá eru lóðarmörkin við húslínu og húsið er samkvæmt deiliskipulagi frá 2008 víkjandi. Til stendur að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir Framnesið síðar á þessu ári þar sem lóðarmál verða tekin til nánari skoðunar. Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að tryggja að lóðarhafi hafi umgengisrétt umhverfis lóðina þar til að tekin verður ákvörðun um lóðarmörk í deiliskipulagsvinnunni.Bókun fundarAllir tóku til máls.
Á 231. fundi nefndarinnar var tekið fyrir erindi lóðarhafa að Grundargötu 24, vegna fyrirspurnar um breytingu á notkun húss og um túlkun nefndarinnar á því hvort rekstur kaffibrennslu og fleira félli undir skilgreiningu um minniháttar starfsemi í íbúðarbyggð sbr. skilgreiningu í Aðalskipulagi Grundarfjarðar.
Nefndin taldi að umrædd starfsemi félli undir skilgreiningu um minniháttar starfsemi sbr. kafla 4.1. í greinargerð með Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, sbr. gr. 4.3.1 og gr. 6.2 í skipulagsreglugerð. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhuguð áform til nærliggjandi lóðarhafa.
Grenndarkynningartímabil var frá 16. desember 2021 til 14. janúar 2022. Á kynningartíma bárust engar athugasemdir en ein jákvæð umsögn barst þar sem ekki er gerð athugasemd vegna fyrirhugaðrar starfsemi.Skipulags- og umhverfisnefnd - 232Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í fyrirhugaða breytingu og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áformin.
Á 231. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tekið fyrir erindi húsfélagsins á Grundargötu 26-28 um breytingu á klæðningu á húsinu. Taldi nefndin að umrædd framkvæmd myndi ekki teljast óveruleg og þar sem umrætt svæði er ódeiliskipulagt fól nefndin skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina til nærliggjandi lóðarhafa í samræmi við 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynningartímabil var frá 16. desember 2021 til 14. janúar 2022. Á kynningartíma bárust engar athugasemdir en fimm umsagnir bárust og eru þær hér meðfylgjandi.Skipulags- og umhverfisnefnd - 232Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í fyrirhugaða breytingu og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áformin.Bókun fundarAllir tóku til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Votlendissjóður, f.h. landeiganda jarðarinnar Berserkseyri L 136598 og 136600, óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir að loka gömlum skurðum sem eru á fjórum svæðum á jörðinni Berserkseyri og endurheimta þannig votlendi, sbr. loftmynd sem fylgdi umsókn. Landeigandi Berserkseyrar og Votlendissjóður hafa skrifað undir samning um endurheimt votlendis á hluta úr landi Berserkseyrar. Umsókninni fylgja einnig umsagnir frá Vegagerðinni og Náttúrufræðistofnun Íslands.Skipulags- og umhverfisnefnd - 232Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Votlendissjóðs um framkvæmdaleyfi fyrir endurheimt votlendis á fjórum reitum í landi Berserkseyrar með vísun í stefnumörkum í aðalskipulagi sveitarfélagsins (bls. 86) og meðfylgjandi umsagnir Náttúrufræðistofnunar Íslands og Vegagerðarinnar. Nefndin ítrekar ábendingu Vegagerðarinnar um að skoða þurfi farvegi vatns áður en til framkvæmda kemur svo ekki verði fyllt upp í skurði sem afvatna veginn.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda, Kolgrafa og Berserkseyri ytri og innri ásamt frekari upplýsingum um minjar á svæðinu og að fenginni staðfestingu bæjarstjórnar, sbr. 13. gr. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur óskað eftir því að skipulags- og umhverfisnefnd yfirfari erindisbréf sitt og geri tillögu um breytingar, ef hún telur þörf.
Hafa á hliðsjón af breytingum sem orðið hafa á starfsmönnum nefnda og nýjum embættum og taka tillit til nýrra verkefna sem nefndum hefur verið falið að annast, nýrra lagaákvæða eftir atvikum o.fl.
Æskilegt er að nefndir hafi lokið þessari yfirferð um miðjan mars nk. Skipulags- og umhverfisnefnd - 232Skipulags- og umhverfisnefnd hefur farið yfir erindisbréfið og sett fram tillögu að breytingum. Nefndin felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að koma ábendingum á framfæri við bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkti 20. janúar sl. að óska eftir yfirferð og umsögn nefnda um atriði í heildarstefnu (drögum), einkum aðgerðir, sem heyra undir málefnasvið skipulags- og umhverfisnefndar.Skipulags- og umhverfisnefnd - 232Nefndin óskar eftir lengri tíma til þess að kynna sér stefnuna og koma á framfæri ábendingum ef einhverjar eru.
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og byggingarfulltrúi gerðu grein fyrir og fóru yfir önnur mál sem eru í vinnslu.Skipulags- og umhverfisnefnd - 232