256. fundur 10. febrúar 2022 kl. 16:30 - 20:06 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
    Aðalmaður: Hinrik Konráðsson (HK)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Garðar Svansson (GS)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og óskaði eftir að tekinn yrði með afbrigðum inn á dagskrá fundarins dagskrárliðurinn Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - tímabundin heimild fjarfunda, sem yrði liður 15. á dagskrá fundarins. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram minnispunkta sína. Hún sagði frá ýmsum fundum sem hún hefur setið, m.a. um barnaverndarþjónustu með stjórn FSS, fundi með fulltrúum úr stjórn Fellaskjóls um mögulegar byggingarlóðir á lóð heimilisins, o.fl. Hún sagði frá samtali við fulltrúa Símans um þjónustumál og frá fundum sem framundan eru.

Hún sagði frá samtali við leyfishafa lóða við Ölkelduveg um byggingaráform raðhúsa, hún sagði frá umsóknum um styrki vegna fráveituframkvæmda til umhverfis- og auðlindaráðuneytis, en sótt var um tvo styrki f.h. bæjarins í lok janúar.

Hún sagði frá framkvæmdum sem eru í gangi, en búið er að bjóða út þakskipti á efra húsi Samkomuhússins og í bígerð eru framkvæmdir við viðgerð á lekaskemmdum í grunnskóla, þakskiptum á tengibyggingu milli grunnskóla og íþróttahúss, breytingar á neðra anddyri skólans, og útboð á klæðningu á suðurhluta íþróttahússbyggingar. Í gangi er þarfagreining vegna hönnunar á nýju anddyri á íþróttahúsi og var helstu notendum sent erindi út af því. Framkvæmdir eru í gangi við að endurbyggja rýmið baksviðs í samkomuhúsinu.

Þá sagði hún frá góðri þátttöku nemenda í átaki tónlistarskólans í námi á blásturshljóðfæri sem fór af stað í upphafi annarinnar.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Liðir 2 og 3 ræddir saman.

Rætt var um heilbrigðisþjónustu. Síðastliðinn mánudag var ekki læknir á vakt í Grundarfirði, en vitað er um þrjú óhöpp/vinnuslys, sem urðu þann dag. Bæjarstjóri óskaði upplýsinga frá HVE um ástæður þessa og átti samtal við forstjóra, og sendi á þingmenn beiðni um að skoða þjónustustig. Fyrirtækið G.Run ehf. sendi erindi á þingmenn kjördæmisins um óviðunandi þjónustu og tóku þeir það upp, m.a. á þingi í gær. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að taka saman greinargerð um heilbrigðismálin og mun bæjarstjórn vinna áfram í málinu.

Allir tóku til máls.

Forseti lagði til að tilnefndir verði tveir fulltrúar úr bæjarstjórn í starfshóp um Barnvænt sveitarfélag. Lagt til að Unnur Þóra Sigurðardóttir og Garðar Svansson verði fulltrúar bæjarstjórnar í starfshópnum.

Samþykkt samhljóða.

Umræða um snjómokstur sem þykir hafa tekist vel til, þar sem bæði götur og gangstéttir hafa verið vel mokaðar.

3.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Liðir 2 og 3 ræddir saman.

4.Bæjarráð - 583

Málsnúmer 2201007FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 583. fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 583 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • 4.2 2202005 Greitt útsvar 2022
    Bæjarráð - 583 Lagðar fram bráðabirgðatölur um greitt útsvar í janúar 2022.
  • Bæjarráð - 583 Lagt fram yfirlit um sundurliðun kostnaðar íbúða eldri borgara niður á hverja íbúð og samantekt á húsum. Jafnframt lögð fram drög að samningi (sýnishorn) um íbúð eldri borgara.

    Sett niður frekari atriði sem eru til skoðunar hjá bæjarráði og umræðu vísað til næsta fundar.
  • Bæjarráð - 583 Lögð fram drög að húsnæðisáætlun 2022, sem send hefur verið til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til skoðunar.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Málið er til afgreiðslu síðar á fundinum.
  • Bæjarráð - 583 Marta Magnúsdóttir sat fundinn undir þessum lið, gegnum fjarfundabúnað, vegna erindis sem hún sendi inn um mögulegan stað fyrir hundagerði. Framhald umræðu frá síðustu fundum bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Umræður urðu um mögulega staðsetningu hundagerðis og kostnað við uppsetningu. Marta taldi að hundagerði þyrfti að vera staðsett í göngufæri við þéttbýlið.

    Mörtu var þakkað fyrir komuna á fundinn.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs um að kanna mögulega staðsetningu fyrir hundagerði.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 583 Rætt um fyrirhugaða kynningarfundi fyrir nýja íbúa, erlenda sem innlenda, sem eru í undirbúningi.

    Lagt er til að útbúið verði kynningarefni fyrir nýja íbúa, þar sem kynnt er helsta þjónusta bæjarins. Einblöðungur sem sendur yrði á hvern nýjan íbúa sem flytur í bæinn.

    Bæjarráð óskar eftir því við menningarnefnd að hún taki málefnið til umfjöllunar og geri tillögur að útfærslu.

    Samþykkt samhljóða.

  • Bæjarráð - 583 Bæjarráð ræddi um fjarskiptasamband innanbæjar. Borið hefur á truflunum að undanförnu og óviðunandi netsambandi í hluta bæjarins. Bæjarstjóri hefur leitað skýringa hjá Símanum. Áður hefur verið rætt um óviðunandi farsímasamband á þjóðvegum.

    Málið er til frekari skoðunar og kemur til ályktunar hjá bæjarstjórn að undangenginni frekari upplýsingaöflun.
    Bókun fundar Málið er til umræðu síðar á fundinum.
  • Bæjarráð - 583 Umræða og yfirferð um breytingar á samþykktum um stjórn Grundarfjarðarbæjar og erindisbréfum nefnda, en bæjarstjórn óskaði eftir tillögum frá fastanefndum og ráðum.
  • Bæjarráð - 583 Lögð fram beiðni Dróma Ómars Haukssonar um fjárstyrk og aðstoð við að vinna stuttmynd sem útskriftarverkefni.

    Bæjarráð hefur nú þegar úthlutað fjárstyrkjum ársins 2022, en mun vera umsækjanda innan handar ef þörf krefur, í samráði við starfsfólk bæjarins.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 583 Lögð fram umsókn um íbúð fyrir eldri borgara nr. 108 að Hrannarstíg 18. Íbúðin hefur staðið auð í ellefu mánuði.

    Bæjarráð samþykkir að úthluta umsækjanda íbúðinni í samræmi við reglur um úthlutun íbúða eldri borgara og felur skrifstofustjóra að ganga frá samningi.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 583 Lögð fram heildarstefna fyrir Grundarfjarðarbæ sem bæjarstjórn sendi til skoðunar hjá nefndum og ráðum.

    Bæjarráð fór yfir framlagt vinnuskjal frá stýrihópi um heildarstefnu. Bæjarráð hefur ábendingu um eitt atriði inní skjalið - sem komið verður á framfæri.

  • Bæjarráð - 583 Lagt fram til kynningar bréf HMS dags. 13. júlí 2021 um úttekt á Slökkviliði Grundarfjarðar 2021. Í úttektinni er listi yfir atriði sem kallast "frávik" frá reglum. Bæjarstjóri hefur óskað eftir yfirliti slökkviliðsstjóra og rýni á hvert atriði. Yfirlit hans verður lagt fyrir bæjarráð.
  • Bæjarráð - 583 Lagt fram til kynningar bréf Umboðsmanns barna dags. 28. janúar sl. um mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og rétt þeirra til þátttöku og áhrifa.

    Bæjarráð vísar bréfinu til skoðunar og úrvinnslu hjá umsjónarmanni verkefnisins um barnvænt sveitarfélag og tilvonandi stýrihópi.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 583 Lögð fram til kynningar fundargerð umræðuhóps um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sem þjóni sveitarfélögum á landsbyggð, sem haldinn var 26. janúar sl. Stofnfundurinn verður haldinn 15. febrúar nk.

    Málið kemur til ákvörðunar hjá bæjarstjórn í næstu viku.
  • Bæjarráð - 583 Lagt fram til kynningar bréf Bjargs, íbúðafélags, dags. 31. janúar sl., um samstarf um uppbyggingu leiguíbúða, ásamt kynningu Bjargs, íbúðafélags 2022.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, VSM og BÁ.
  • Bæjarráð - 583 Bæjarstjóri sagði frá greiðslu fjárstyrks sem fenginn var vegna fráveituframkvæmda 2020 og 2021. Fjárstyrkurinn, 30%, fékkst vegna kostnaðar við framkvæmdir sem tilheyra blágrænum ofanvatnslausnum í göturýmum og hófust á árinu 2021.

  • Bæjarráð - 583 Lagður fram til kynningar samningur við Vegagerðina um veghald þjóðvegar í þéttbýli 2021.
    Bókun fundar Allir tóku til máls.
  • Bæjarráð - 583 Lögð fram til kynningar auglýsing Grundarfjarðarbæjar með lista yfir störf sem undanskilin eru verkfallsheimild.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, VSM, BÁ, GS og UÞS.
  • Bæjarráð - 583 Lagður fram til kynningar vinnslusamningur við Wise lausnir, eftir yfirferð persónuverndarfulltrúa bæjarins.
  • Bæjarráð - 583 Lagður fram til kynningar vinnslusamningur við One Systems, eftir yfirferð persónuverndarfulltrúa bæjarins.

  • Bæjarráð - 583 Lagður fram til kynningar vinnslusamningur við Stefnu ehf., eftir yfirferð persónuverndarfulltrúa bæjarins.

  • Bæjarráð - 583 Lagðar fram til kynningar niðurstöður könnunar vegna styttingar vinnuvikunnar sem gerð var á haustmánuðum.

    Könnunin var lögð fyrir um miðjan september og var opin fram í miðjan október. Alls 44 starfsmenn fengu senda könnunina og tóku 33 þátt, sem er 75% svarhlutfall. Af þeim sem tóku afstöðu taldi meirihluti styttingu vinnutíma hafa aukið starfsánægju sína og lífsgæði. Þá kom fram að meiri hluti starfsmanna taldi hafa tekist vel til um styttingu vinnutíma á sínum vinnustað.
    Bókun fundar Allir tóku til máls.

5.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 103

Málsnúmer 2201006FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 103. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar.
  • 5.1 2201015 Samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar og erindisbréf nefnda
    Bæjarstjórn hefur falið fastanefndum að yfirfara og gera tillögur um breytingar á erindisbréfum ef þær sjá þörf á því.

    Nefndir eiga að hafa hliðsjón af breytingum sem orðið hafa á starfsmönnum nefnda og nýjum embættum og taka tillit til nýrra verkefna sem þeim hefur verið falið að annast, nýrra lagaákvæða eftir atvikum o.fl.

    Æskilegt er að nefndir hafi lokið þessari yfirferð um miðjan mars nk.
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 103 Tillaga að breytingum á erindisbréfi:
    1. grein og 4. grein: Taka út menningar- og markaðsfulltrúi, en setja inn íþrótta- og tómstundafulltrúi í staðinn.
    3. grein. Bæta við:
    Sumarnámkeið
    Vinnuskóli
    5. grein. Taka út skipulags- og byggingarfulltrúa en setja inn íþrótta- og tómstundafulltrúa í staðinn.

    Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að koma þessum atriðum á framfæri við skrifstofustjóra.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, GS, BÁ, UÞS, SÞ og RG.
  • 5.2 1903009 Heildarstefna fyrir Grundarfjarðarbæ
    Bæjarstjórn óskar eftir yfirferð og umsögn nefnda um atriði í heildarstefnu (drögum), einkum um aðgerðir, sem heyra undir málefnasvið nefndarinnar.
    Einkum er óskað eftir að nefndin setji fram tillögur að aðgerðum.
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 103 Farið yfir gögnin og tillögur lagðar fram í Excelskjali og íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að koma þeim á framfæri.
  • 5.3 1908016 Þríhyrningur - hugmyndir, hönnun, endurbætur
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 103 Íþrótta- og æslulýðsnefnd hvetur bæjaryfirvöld til að ljúka framkvæmdum við eldstæði í Þríhyrningi þannig að íbúar bæjarins getið notið þess í vor.
    Jafnframt óskar nefndin eftir upplýsingum um stöðu mála er varðar uppsetningu á söguskilti í garðinum.
    Bókun fundar Allir tóku til máls.
  • 5.4 2002037 Unicef Ísland - Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
    Til kynningar og umsagnar hjá nefndinni, sbr. umræður og bókun á 581. fundi bæjarráðs 12. janúar sl.
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 103 Nefndinni líst vel á að Grundarfjarðarbær taki þátt í þessu verkefni og mælir með því.
  • 5.5 2201005 UMFG - Samtal um stöðu og verkefni
    Vísað er til umræðu bæjarráðs við formann UMFG á 582. fundi ráðsins þann 14. janúar sl. um málefni félagsins.
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 103 Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá umræðum bæjarráðs við formann UMFG, en íþrótta- og tómstundafulltrúi sat einnig þennan fund bæjarráðs. Á fundinum var viðruð hugmynd um samstarfssamning milli bæjarins og UMFG, þar sem kveðið væri á um skyldur og verkefni samningsaðila. UMFG skoðar það nú nánar.

    Íþrótta- og æskulýðsnefnd telur að slíkur sé mjög jákvæður fyrir báða aðila og styður þessa hugmynd.
  • 5.6 2201019 Hugmynd að myndbandi á sviði íþrótta- og æskulýðsmála
    Framhald umræðu á 101. fundi nefndarinnar þann 7. júní sl. um leiðir til að kynna betur fjölbreytt íþróttastarf í Grundarfirði.
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 103 Íþrótta- og æskulýðsnefnd líst mjög vel á þá hugmynd að gera kynningarmyndband um íþrótta- og tómstundastarf í Grundarfirði. Nefndin felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna frekari möguleika á framkvæmd og kostnaði við gerð slíks myndbands.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd - 232

Málsnúmer 2201001FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 232. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Á 231. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tekið fyrir erindi landeiganda Innri Látravíkur um byggingu bragga á jörðinni. Nefndin vísaði málinu til frekari vinnslu hjá umhverfis- og skipulagssviði m.a. vegna óvissu um stöðu lögbýlisréttar á jörðinni.

    Byggingarfulltrúi hefur farið yfir málið með landeiganda og fyrir liggur staðfesting á lögbýlisrétti á jörðinni.

    Umrædd bygging fellur undir umfangsflokk 1. sbr 1.3.2. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Öllum gögnum hefur verið skilað inn.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 232 Skipulags- og umhverfisnefnd hefur yfirfarið framlögð gögn og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild í samræmi við 2.3.7. gr. byggingarreglugerðar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Á 230. fundi skipulags- og umhverfisnefndar fól nefndin byggingarfulltrúa að kanna betur hvort byggingaráformin uppfylli skilyrði Vegagerðarinnar varðandi fjarlægðarmörk frá þjóðvegi og óska eftir nánari upplýsingum frá umsækjanda um notkun byggingarinnar, staðsetningu með tilliti til yfirborðsvatns og að umsækjandi uppfæri teikningar og önnur tilskilin gögn sbr. 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr.112/2012. í Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 er svæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði.

    Fyrir liggur svar frá Vegagerðinni þar sem ekki er gerð athugasemd vegna fjarlægðar frá stofnvegi. Einnig hefur lóðarhafi gert grein fyrir nýtingu á húsinu ásamt því að gera grein fyrir yfirborðsvatni á byggingarstað. Aðal- og séruppdrættir liggja fyrir að undanskildum raflagnateikningum.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 232 Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús að öllum skilyrðum uppfylltum sbr. 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012, með síðari breytingum.
  • Lóðarhafi að Fellasneið 8 sækir um byggingarheimild fyrir 14,5 m2 garðhýsi á lóð. Um er að ræða kalt garðhýsi sem þegar stendur á lóðinni en til stendur að hita upp, leggja rafmagn í og tengja við fráveitu. Samkvæmt uppdráttum sem skilað hefur verið inn er staðsetning á garðhýsinu í meira en þriggja metra fjarlægð frá nærliggjandi lóðum skv. f-lið í gr. 2.3.5.í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skipulags- og umhverfisnefnd - 232 Þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir umrætt svæði, felur skipulags- og umhverfisnefnd skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna til aðliggjandi lóðarhafa skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal eftirfarandi lóðarhöfum: Fellasneið 4, 6, 10 og 16. Berist engar athugasemdir úr grenndarkynningunni, felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild fyrir mannvirki, að uppfylltum skilyrðum 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012, fyrir mannvirki í umfangsflokki 1. sbr. 1.3.2. gr. byggingarreglugerðar. Bókun fundar Til máls tóku JÓK, RG, BS og VSM.
  • Á 230. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tekið fyrir erindi landeiganda á Berserkseyri um byggingarleyfi fyrir tæplega 15 m2 dæluskúr við heitavatnsholu sem staðsett er á Berserkseyrarodda í landi Berserkseyrar. Jafnframt hyggjast landeigendur nýta heita vatnið til húshitunar á Berserkseyri og steypa lítinn pott í fjöruborðinu, sem komi ekki til með að sjást frá veginum og verði eingöngu notaður af landeigendum. Ætlunin er að dæla vatni úr borholu sem fyrir er á staðnum og fylgir umsókninni samningur við Veitur, eiganda borholunnar, um nýtingu vatns úr holunni til eigin nota.

    Afgreiðslu málsins var frestað og því vísað til nánari skoðunar hjá umhverfis- og skipulagssviði þar sem ætlunin er að staðsetja dæluskúrinn á Berserkseyrarodda, sem skv. Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039, er bæði skilgreint sem náttúruverndarsvæði (ÖN-4: vegna þinglýsts æðarvarps) og iðnaðarsvæði (I-2/H vegna jarðhita og hugsanlegrar virkjunar hans).

    Ítarlega er fjallað um þetta tiltekna svæði í greinargerð og umhverfisskýrslu með Aðalskipulagi Grundarfjarðar en samkvæmt því er heimilt að reisa dælu- og stjórnsstöð og borholuhús (bls. 116) og leggja heitavatnslögn/aðveituæð í þéttbýlið (bls. 147-8). Þar er einnig heimilt að nýta heita vatnið til eigin nota m.a. til upphitunar húsa (umhverfisskýrsla bls. 23).

    Þar sem svæðið er bæði skilgreint sem friðlýst svæði og iðnaðarsvæði og ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, var leitað álits hjá Skipulagsstofnun hvort um sé að ræða tilkynningarskylda framkvæmd eða hvort framkvæmdin kalli á framkvæmdaleyfi, byggingarheimild eða byggingarleyfi.

    Í svarbréfi Skipulagsstofnunar kemur fram að veitumannvirki eru almennt undanþegin framkvæmdar- og byggingarleyfi en að það sé ákvörðun sveitarstjórnar að meta hvort umfang og eðli framkvæmdarinnar sé þess efnis að gerð verði krafa um slíkt leyfi. Stofnunin benti einnig á að þar sem um er að ræða friðlýst svæði þurfi almennt að sækja um framkvæmdaleyfi til Umhverfisstofnunar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 232 Skipulags- og umhverfisnefnd telur að framkvæmdin sé minniháttar þ.e. dæluskúr sem sé minni en 15 m2 og lítill steyptur pottur í fjöruborðinu og rúmist innan þeirra marka sem fjallað er um í greinargerð og umhverfisskýrslu með aðalskipulagi sveitarfélagsins hvað varðar umfang og notkun og sé tilkynningarskyld framkvæmd sbr. 2.3.1. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
  • Lögð er fram fyrirspurn til byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir því að endurnýja útveggja- og þakklæðningu á hjalli við Nesveg 14 ásamt því að klæða steypta hlutann á húsinu og hækka þak á bílskúr, sem er í dag einhalla, í risþak sem yrði sambærilegt og í sömu hæð og þakvirki á hjalli. Einnig er óskað eftir því að koma fyrir bílskúrshurð á norðurgafli hjallsins og fá stækkun á lóð frá því sem núverandi lóðarmörk gera ráð fyrir, sbr. uppdrátt sem lagður er fyrir nefndina. Skipulags- og umhverfisnefnd - 232 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu að endurnýjun á klæðningu hjallsins og bílskúrsins, breytingu á þaki bílskúrsins og bílskúrshurð á norðurhlið hjallsins skv. meðfylgjandi lýsingu. Breyting á hjallinum fellur undir 2.3.6. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 og er því um tilkynningarskylda framkvæmd að ræða. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 2008 er hámarks mænihæð húsa á nærliggjandi lóðum 14 metrar. Samkvæmt því getur lóðarhafi hækkað þakið á hjallinum í samræmi við þakið á skúrnum sem er vel undir 14 metrum.

    Varðandi klæðningu á hjallinum, þá er bent á að í 6. lið í gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið segir: "Við val á byggingarefnum skal hafa í huga nálægð við sjó og skal því eftir fremsta megni reynt að velja viðhaldsfrí efni sem þola mikið seltuálag". Jafnframt er bent á að í kafla 2.1.2. í greinagerð með Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 að hjallurinn sé mikilvægur staður í menningarauði bæjarins. Við val á klæðningu og frágangi er því mikilvægt að hafa þetta í huga.

    Varðandi stækkun á lóð þá eru lóðarmörkin við húslínu og húsið er samkvæmt deiliskipulagi frá 2008 víkjandi. Til stendur að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir Framnesið síðar á þessu ári þar sem lóðarmál verða tekin til nánari skoðunar. Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að tryggja að lóðarhafi hafi umgengisrétt umhverfis lóðina þar til að tekin verður ákvörðun um lóðarmörk í deiliskipulagsvinnunni.
    Bókun fundar Allir tóku til máls.

  • Á 231. fundi nefndarinnar var tekið fyrir erindi lóðarhafa að Grundargötu 24, vegna fyrirspurnar um breytingu á notkun húss og um
    túlkun nefndarinnar á því hvort rekstur kaffibrennslu og fleira félli undir skilgreiningu um minniháttar starfsemi í íbúðarbyggð sbr. skilgreiningu í Aðalskipulagi Grundarfjarðar.

    Nefndin taldi að umrædd starfsemi félli undir skilgreiningu um minniháttar starfsemi sbr. kafla 4.1. í greinargerð með Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, sbr. gr. 4.3.1 og gr. 6.2 í skipulagsreglugerð. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhuguð áform til nærliggjandi lóðarhafa.

    Grenndarkynningartímabil var frá 16. desember 2021 til 14. janúar 2022. Á kynningartíma bárust engar athugasemdir en ein jákvæð umsögn barst þar sem ekki er gerð athugasemd vegna fyrirhugaðrar starfsemi.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 232 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í fyrirhugaða breytingu og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áformin.
  • Á 231. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tekið fyrir erindi húsfélagsins á Grundargötu 26-28 um breytingu á klæðningu á húsinu. Taldi nefndin að umrædd framkvæmd myndi ekki teljast óveruleg og þar sem umrætt svæði er ódeiliskipulagt fól nefndin skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina til nærliggjandi lóðarhafa í samræmi við 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Grenndarkynningartímabil var frá 16. desember 2021 til 14. janúar 2022. Á kynningartíma bárust engar athugasemdir en fimm umsagnir bárust og eru þær hér meðfylgjandi.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 232 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í fyrirhugaða breytingu og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áformin. Bókun fundar Allir tóku til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Votlendissjóður, f.h. landeiganda jarðarinnar Berserkseyri L 136598 og 136600, óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir að loka gömlum skurðum sem eru á fjórum svæðum á jörðinni Berserkseyri og endurheimta þannig votlendi, sbr. loftmynd sem fylgdi umsókn.
    Landeigandi Berserkseyrar og Votlendissjóður hafa skrifað undir samning um endurheimt votlendis á hluta úr landi Berserkseyrar. Umsókninni fylgja einnig umsagnir frá Vegagerðinni og Náttúrufræðistofnun Íslands.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 232 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Votlendissjóðs um framkvæmdaleyfi fyrir endurheimt votlendis á fjórum reitum í landi Berserkseyrar með vísun í stefnumörkum í aðalskipulagi sveitarfélagsins (bls. 86) og meðfylgjandi umsagnir Náttúrufræðistofnunar Íslands og Vegagerðarinnar. Nefndin ítrekar ábendingu Vegagerðarinnar um að skoða þurfi farvegi vatns áður en til framkvæmda kemur svo ekki verði fyllt upp í skurði sem afvatna veginn.

    Nefndin felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda, Kolgrafa og Berserkseyri ytri og innri ásamt frekari upplýsingum um minjar á svæðinu og að fenginni staðfestingu bæjarstjórnar, sbr. 13. gr. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur óskað eftir því að skipulags- og umhverfisnefnd yfirfari erindisbréf sitt og geri tillögu um breytingar, ef hún telur þörf.

    Hafa á hliðsjón af breytingum sem orðið hafa á starfsmönnum nefnda og nýjum embættum og taka tillit til nýrra verkefna sem nefndum hefur verið falið að annast, nýrra lagaákvæða eftir atvikum o.fl.

    Æskilegt er að nefndir hafi lokið þessari yfirferð um miðjan mars nk.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 232 Skipulags- og umhverfisnefnd hefur farið yfir erindisbréfið og sett fram tillögu að breytingum. Nefndin felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að koma ábendingum á framfæri við bæjarstjórn.
  • Bæjarstjórn samþykkti 20. janúar sl. að óska eftir yfirferð og umsögn nefnda um atriði í heildarstefnu (drögum), einkum aðgerðir, sem heyra undir málefnasvið skipulags- og umhverfisnefndar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 232 Nefndin óskar eftir lengri tíma til þess að kynna sér stefnuna og koma á framfæri ábendingum ef einhverjar eru.
  • Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og byggingarfulltrúi gerðu grein fyrir og fóru yfir önnur mál sem eru í vinnslu. Skipulags- og umhverfisnefnd - 232

7.Skólanefnd - 160

Málsnúmer 2201008FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 160. fundar skólanefndar.
  • Sigurður Gísli fór yfir skólastarfið og helstu viðburði. Skólanefnd - 160 - Hann sagði frá samstarfi við Landvernd um Grænfánaverkefni grunnskólans, en þann 6. janúar sl. fékk skólinn viðurkenningu sem grænfánaskóli.
    - Grænfánateymi skólans er m.a. skipað sjö nemendum og hafa þau látið til sín taka í vinnunni.
    - Hafinn er undirbúningur fyrir næsta skólaár og eru starfsmannasamtöl í gangi.​
    - Samræmd próf​ verða í mars nk.
    - Skólinn leggur aukna áherslu á átthagafræði og að vinna með nærumhverfið. Kennsluefni SFS er m.a. notað og hefur verið unnið með umhverfi Íslandsmiða​.
    - Stærsta verkefni skólans hefur verið Erasmus-verkefni sem lýkur í vor​. Það er Evrópuverkefni, þar sem unnið er með fjórum öðrum löndum, þ.e. Spáni, Írlandi, Póllandi og Noregi. Í nóvember sl. fóru fulltrúar skólans til Póllands og í mars nk. er von á gestum frá hinum löndunum í heimsókn til okkar. Verkefnið snýst um sjálfbærni og hefur nýst vel inní fjölbreytt skólastarf grunnskólans. Nemendur í 2.-7. bekk eru þátttakendur, en unglingastigið mun taka þátt á næstunni.
    - Skólinn varð 60 ára 6. janúar sl. Stefnt er að því að halda afmælishátíð í vor. Gunnar Kristjánsson er að taka saman söguefni um skólann, viðbót við samantekt sem hann gerði þegar skólinn varð 40 ára.
    - Vinnueftirlitið hefur óskað eftir fundi/úttekt, en unnið er að áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. ​Einnig hjá leikskólanum.
    - Sjálfsmat (innra mat) grunnskólans kemur út á vef skólans fljótlega, en það er tilbúið til yfirlestrar og verður sent menntamálaráðuneytinu. Nýjungar í matinu eru kaflar um niðurstöður lesfimiprófa​, verkefnisins milli mála​, samræmdra prófa​ og hvar við stöndum í vinnu eftir eineltisáætlun. Stutt úrbótaáætlun fylgir innra matinu.​
    Skólastjóri hvetur skólanefndarfulltrúa til að skoða sjálfsmatið vel.
    - Skólastjóri sagði frá breytingum í hópi starfsfólks í vetur.

    - Covid; Mat skólastjóra er að heilt yfir séu íbúar ábyrgir, fari að fyrirmælum og gæti sóttvarna. Nokkur smit hafa komið upp í skólanum, meðal starfsfólks og nemenda, einkum í nóvember sl. og nú eftir jólafrí. ​Þreytu sé farið að gæta í starfsmannahópnum og hjá stjórnendum.
    - Nú er búið að einfalda mikið og stytta sóttkví.​
    - Í skólanum er sjaldan farið upp fyrir 50 manna fjöldatakmarkanir, nema á matmálstíma. Með síðustu afléttingum taldist mötuneyti undir sameiginleg rými, þar sem ekki þurfti lengur að viðhafa fjöldamörk og einfaldaði það framkvæmd matmálstíma, að mati skólastjóra.​
    - Eins metra regla er tryggð (í öllum nema yngstu bekkjum) í skólahúsnæðinu.

    Skólastjóri og bæjarstjóri fóru yfir helstu framkvæmdir og viðhaldsverk, í húsnæði grunnskólans og lóð:

    - Á síðasta hausti var farið í miklar umbætur eftir vatnstjón sem varð í hluta skólahúsnæðis. Skipt var um gólfdúk á stórum hluta, neðri hluti veggja voru endurnýjaðir þar sem bleyta hafði legið, málað, skipt um karma og fleira.
    - Múrviðgerðir voru unnar utanhúss. Á komandi sumri verður málað utanhúss, í framhaldi af þeim viðgerðum.
    - Skipt verður um glugga í hluta skólahúsnæðis - gluggaskipti eru hafin.
    - Flekaveggur (veggeiningar) verða settar upp í hornstofunni niðri á næstu vikum, skv. pöntun í nóvember sl.
    - Endurbættar verða vatnslagnir sem farnar eru að rýrna.
    - Skipt verður um þak á tengibyggingu yfir í íþróttahús og gengið frá umbúnaði við neyðarútgang sem liggur úr grunnskóla og út á það þak.
    - Skipt verður um stóran glugga sem snýr til norðurs.
    - Gerðar verða umbætur í anddyrinu niðri (nyrðri endi).
    - Auk þess eru fjármunir til að kaupa tvenn bekkjarsett (stólar og borð).

    - Bæjarstjórn hefur skipað starfshóp sem á að fjalla um grunnskólalóðina, sbr. tillögu skólanefndar og umfjöllun í bæjarráði. Í hópnum verða formaður bæjarráðs og einn fulltrúi skólanefndar, ásamt skólastjóra grunnskólans, fulltrúa foreldra og fulltrúa nemenda skólans. Skólastjóri verður formaður hópsins. Skoða á hönnun skólalóðar og gera áætlun um umbætur og lagfæringar, með tillögu að forgangsröðun.

    Skólanefnd samþykkti rafrænt á milli funda að Garðar formaður yrði fulltrúi í hópnum. Er það staðfest af nefndinni hér með.
  • Sigurður Gísli fór yfir starfsemi Eldhamra. Skólanefnd - 160 Hann sagði frá breytingum á starfsmannahaldi og að nemendur Eldhamra séu einnig þátttakendur í Erasmus-verkefninu.
  • Sigurður Gísli fór yfir starfsemi tónlistarskólans.
    Skólanefnd - 160 - Í tónlistarskólanum eru nú 46 nemendur​.
    - Starfsmannabreytingar urðu um áramótin, en Valbjörn Snær Lilliendahl var ráðinn í 60% starf gítarkennara. Hann tók við af Bent Marinóssyni og eru honum færðar þakkir fyrir samstarf síðustu ára.
    - Vatnstjón varð í tónlistarskóla (og húsnæði þar sem líkamsræktin er) í miklu vatnsveðri þann 17. janúar sl. Lagnir láku og rífa þurfti parket af geymslu og rými í tónlistarskóla.
    - Af framkvæmdum ársins er helst að nefna, að skipt verður um og sett eldvarnahurð á milli tónlistarskóla og rýmisins þar sem líkamsræktin er.
    - Gjaldfrjálst blásarafornám fyrir nemendur í 2. - 4. bekk​:
    Átakið er í gangi á vorönninni. Tilgangurinn er að fjölga nemendum á blásturshljóðfæri og eru undirtektir góðar, því 13 börn eru skráð í dag.
    - Við áttum til hljóðfæri sem ekki voru í notkun og kennarar áttu lausan tíma, svo enginn aukakostnaður fylgir.
    - Nemendum í 2.-4. bekk grunnskóla er kennt á tré- og málmblásturshljóðfæri í 20 mínútna einkatíma í hverri viku. Þá er einnig hóptími einu sinni í viku í 30 mínútur í senn. Í einkatímanum eru kenndar nótur og grunnatriði á það hljóðfæri sem barnið lærir.
    - Nemendur hafa ekki val um hljóðfæri en reynt er að velja vini saman í hljóðfærahópa.
    - Nemendur sem taka þátt í blásarafornámi geta valið sér hljóðfæri að eigin vali eftir að blásarafornámi lýkur.

  • Bæjarstjórn hefur óskar eftir yfirferð nefndarinnar og sérstaklega þá á framkvæmdaratriðum - þ.e. verkefnum, til að fylgja eftir áherslum. Skólanefnd - 160 Fulltrúar fastanefnda bæjarins tóku þátt í mótun heildarstefnu 2019-2020. Vinnan var sett til hliðar tímabundið, en nú hefur stýrihópur afgreitt stefnudrög frá sér.

    Bæjarstjórn hefur óskað eftir því að fastanefndir veiti umsögn um drögin, um þau atriði sem snúa að málefnasviði hverrar nefndar. Einkum er óskað eftir tillögum um raunhæf verkefni eða aðgerðir til að vinna að þeim áherslum sem skilgreindar hafa verið í stefnunni.

    Bæjarstjóri fór yfir gögnin og vinnu að stefnunni. Rætt var um helstu atriði sem snúa að skólastarfi og samfélagi. Nefndin gerir ekki sérstakar viðbætur við það sem komið er, en mun taka þátt í að útfæra einstök atriði þegar að því kemur.

  • Bæjarstjórn hefur óskað eftir því að nefndir bæjarins yfirfari erindisbréf sín og geri tillögu um breytingar ef með þarf.

    Nefndir eiga m.a. að hafa hliðsjón af nýjum verkefnum sem þeim hefur verið falið að annast, breytingu á starfsfólki nefnda og nýjum lagaákvæðum eftir atvikum o.fl.
    Skólanefnd - 160 Skólanefnd fór yfir erindisbréf sitt en telur ekki að gera þurfi sérstakar breytingar á því.
  • Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
    Skólanefnd - 160 Rætt var um bréf skólastjórnenda til Félags- og skólaþjónustunnar (FSS) um þjónustu við skóla.
    Fyrirhugaður er fundur skólastjórnenda og FSS um samstarf og þjónustu.
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Endurmenntunarsjóði grunnskóla þar sem vakin er athygli á því að opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki vegna endurmenntunarverkefna sem koma til framkvæmda á skólaárinu 2022-2023. Frestur er til 1. mars nk. að sækja um.



    Skólanefnd - 160

8.Menningarnefnd - 32

Málsnúmer 2201005FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 32. fundar menningarnefndar.
  • Fulltrúar menningarnefndar tóku þátt í mótun heildarstefnu 2019-2020. Nú hefur stýrihópur afgreitt stefnudrög frá sér, eftir að vinnan var sett til hliðar tímabundið.

    Bæjarstjórn hefur óskað eftir því að fastanefndir yfirfari og veiti umsögn um drög að stefnu bæjarins, um þau atriði sem snúa að málefnasviði hverrar nefndar. Einkum er óskað eftir tillögum nefndar um raunhæf verkefni eða aðgerðir til að vinna að þeim áherslum sem skilgreindar hafa verið í stefnunni.

    Menningarnefnd - 32 Farið var yfir gögnin og tillögur menningarnefndar lagðar fram í Excelskjali sem komið verður á framfæri.
  • Bæjarstjórn hefur óskað eftir því að nefndir bæjarins yfirfari erindisbréf sín og geri tillögu um breytingar ef með þarf.

    Nefndir eiga m.a. að hafa hliðsjón af nýjum verkefnum sem þeim hefur verið falið að annast, breytingu á starfsfólki nefnda og nýjum lagaákvæðum eftir atvikum o.fl.
    Menningarnefnd - 32 Menningarnefnd hefur yfirfarið erindsbréf nefndarinnar og gerir ekki athugasemd við það sem slíkt, en bendir jafnframt á að ýmsir liðir er tengjast samvinnu nefndarinnar og menningar- og markaðsfulltrúa séu ábótavant, þar sem ekki er starfandi menningar- og markaðsfulltrúi.

    Nefndin veltir því fram hvort standi til að ráða inn í þá stöðu eða hvort endurskoða þurfi erindisbréf í heild fyrir menningarnefnd.

  • Ákvörðun um þema ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2022. Menningarnefnd - 32 Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar verður haldin í 13. sinn í ár.

    Þema keppninnar í ár er "Lægðin".

    Sigurvegarar keppninnar árið 2021 voru, í 1. sæti Þorsteinn Hjaltason, í 2. sæti Olga Sædís Aðalsteinsdóttir og í 3. sæti Helga María Jóhannesdóttir.
    Þeim voru færð verðlaunin heim þann 22. desember sl. Menningarnefnd óskar þeim innilega til hamingju með verðlaunin.
    Í dómnefnd voru Linda María Nielsen og Guðmundur Pálsson úr menningarnefnd, auk Bents Marinóssonar gestadómara, sem nefndin þakkar fyrir samstarfið.

    Um 55 myndir bárust í keppnina í fyrra og þakkar menningarnefnd öllum ljósmyndurum fyrir þátttökuna og sýndan áhuga.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, SÞ og BÁ.
  • Lögð fram tillaga forstöðumanns bókasafnsins og bæjarstjóra, eftir skoðun á valkostum og fyrirspurn til Landskerfis bókasafna.

    Lagt er til að ljósmyndasafn Bærings C. verði vistað og gert aðgengilegt á vefnum sarpur.is sem er í eigu Landskerfis bókasafna.
    Menningarnefnd - 32 Menningarnefnd fór yfir tillögu frá forstöðumanni bókasafns og bæjarstjóra og tekur vel í erindið.

    Nefndin fagnar því að verið sé að leita varanlegra lausna á geymslu ljósmynda og kvikmyndasafns Bærings og samþykkir að leitað verði til Sarps um vistun á ljósmyndum Bærings.
    Bókun fundar Allir tóku til máls.

  • Menningarnefnd ræddi um hvernig auka megi samstarf við félagasamtök og listafólk og ýta undir menningarstarf og viðburði í bænum.
    Menningarnefnd - 32 Farið var yfir skjal nefndarinnar í tengslum við félagasamtök og viðburði og endurskoðað. Þetta skjal verður nýtt í vinnu við að efla samstarf við félagasamtök og listafólk í bænum.
  • Ársskýrsla Bókasafns Grundarfjarðar 2020 lögð fram til kynningar. Menningarnefnd - 32
  • Ársskýrsla Upplýsingamiðstöðvar Grundarfjarðarbæjar 2020 lögð fram til kynningar. Menningarnefnd - 32

9.Kosning í nefndir skv. B lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

Lagt til að Hólmfríður Hildimundardóttir verði kosin aðalmaður í skólanefnd, í stað Freydísar Bjarnadóttur sem er hætt í nefndinni. Hólmfríður var varamaður í nefndinni.
Einnig lagt til að Rósa Guðmundsdóttir verði varamaður í nefndinni.

Samþykkt samhljóða.

10.Heildarstefna fyrir Grundarfjarðarbæ

Málsnúmer 1903009Vakta málsnúmer

Heildarstefna fyrir Grundarfjarðarbæ samþykkt með þeim ábendingum sem fram hafa komið frá nefndum bæjarins, eftir yfirferð þeirra.

Allir tóku til máls.

Lagt til að stýrihópi verði falið að koma stefnunni í lokabúning, í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar. Svigrúm er fyrir ábendingar skipulags- og umhverfisnefndar og öldungaráðs, ef ábendingar eiga eftir að koma frá þeim.

Samþykkt samhljóða.

11.Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - Húsnæðisáætlun 2022

Málsnúmer 2202001Vakta málsnúmer

Lögð fram húsnæðisáætlun 2022 sem tekin hafði verið fyrir á fundi bæjarráðs. Lögð fram til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi húsnæðisáætlun 2022.

Samþykkt samhljóða.

12.Samband íslenskra sveitarfélaga - Stofnfundur húsnæðissjálfseignarstofnunar fyrir landsbyggð

Málsnúmer 2202003Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð umræðuhóps um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sem þjóni sveitarfélögum á landsbyggð, sem haldinn var 26. janúar sl. Stofnfundurinn verður haldinn 15. febrúar nk. Málið var tekið til umfjöllunar í bæjarráði og er hér til ákvörðunar í bæjarstjórn.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn sér ekki forsendur fyrir því að ganga inn í húsnæðissjálfseignarstofnun
sem stofnaðili að svo komnu máli en mun fylgjast með framvindu verkefnisins.

Samþykkt samhljóða.

13.Fjarskiptasamband í Grundarfirði

Málsnúmer 2202004Vakta málsnúmer

Á fundinum var farið ábendingar fjölda íbúa varðandi lélegt síma- og netsamband í Grundarfirði.

Allir tóku til máls.

Bærinn hefur verið í samskiptum við Símann vegna þessara vandamála og mun setja sig í samband við Mílu. Bæjarstjóri mun leggja málið fyrir almannavarnanefnd.

14.Sýslumaðurinn á Vesturlandi - Hlíðarvegur 15 og Borgarbraut 9, umsögn um rekstrarleyfi gististaða

Málsnúmer 2009037Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar bæjarstjórnar á umsókn 65°Ubuntu ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II, stærra gistiheimili, að Hlíðarvegi 15 og Borgarbraut 9. Öll gögn liggja fyrir vegna Hlíðarvegar 15, en ekki vegna Borgarbrautar 9.

Fyrir liggja jákvæðar umsagnir slökkviliðsstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa vegna Hlíðarvegar 15.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt vegna Hlíðarvegar 15.

Ekki liggja fyrir öll gögn vegna Borgarbrautar 9 og er því ekki veitt umsögn um þann hluta umsóknar.

Samþykkt samhljóða.

15.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - tímabundin heimild fjarfunda

Málsnúmer 2111024Vakta málsnúmer

Lagt til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun:

Svo að tryggja megi starfhæfi bæjarstjórnar og fastanefnda Grundarfjarðarbæjar og til að auðvelda ákvarðanatöku, samþykkir bæjarstjórn að heimilt sé að fundir bæjarstjórnar og hjá fastanefndum bæjarins verði haldnir sem fjarfundir, eftir þeim reglum og leiðbeiningum sem um slíka fundi gilda hverju sinni.

Samþykkt samhljóða.

16.Veitur ohf. - fjarvarmaveita, samstarfsverkefni

Málsnúmer 2101020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Veitum ohf. um fjarvarmaverkefnið sem unnið er að. Fyrirhugaður er fjarfundur með fulltrúum Veitna og bæjarfulltrúum þann 17. febrúar nk.

Allir tóku til máls.

17.Samband íslenskra sveitarfélaga - Sjávarútvegsfundur 2021 haldinn 22. febrúar 2022

Málsnúmer 2201035Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstar dags. 28. janúar og 7. febrúar sl. með fundarboði stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem boðar til sjávarútvegsfundar 22. febrúar nk.

18.Breiðafjarðarnefnd - Fundargerðir

Málsnúmer 2101034Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 198. fundar Breiðafjarðarnefndar sem haldinn var 14. desember sl.
Fylgiskjöl:

19.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Fundargerð 173. fundar

Málsnúmer 2201021Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 173. fundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, sem haldinn var 17. janúar sl., ásamt gjaldskrá heilbrigðiseftirlitsins.
Fylgiskjöl:

20.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - Kynningarfundur starfshóps um öldrunarmál á Vesturlandi - Upptaka

Málsnúmer 2202011Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ýmis gögn og upptaka af kynningarfundi starfshóps um öldrunarmál á Vesturlandi.

21.Almannavarnanefnd Vesturlands - Fundur AST - Minnispunktar

Málsnúmer 2201028Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar minnispunktar 117. fundar aðgerðarstjórnar almannavarna Vesturlands, sem haldinn var 18. janúar sl.

22.Almannavarnanefnd Vesturlands - Fundur með sóttvarnarlæknum um stöðu Covid-19

Málsnúmer 2201027Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar minnispunktar fundar almannavarnanefndar Vesturlands, sem haldinn var 7. janúar sl.

23.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 906

Málsnúmer 2202013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 906. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 4. febrúar sl.

24.Samband íslenskra sveitarfélaga - Stöðuskýrsla 18

Málsnúmer 2201022Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla nr. 18 frá teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19, dags. 21. janúar sl.

25.Samband íslenskra sveitarfélaga - Dagur leikskólans og Orðsporið 2022

Málsnúmer 2202012Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 7. febrúar sl., um afhendingu Orðsporsins 2022 á degi leikskólans þann 6. febrúar sl.

26.Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið - Reglugerð nr 14/2022 um breytingu á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga

Málsnúmer 2201030Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 24. janúar sl., um reglugerð nr. 14/2022 og breytingu á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 20:06.