Málsnúmer 2201004

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 17. fundur - 08.03.2022

Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Teknar eru saman upplýsingar sem fram koma í nýrri skýrslu sem Hafnasamband Íslands hefur látið taka saman um áætlaðar nýframkvæmdir í höfnum landsins.
Framkvæmdir nema um 67 milljörðum króna til ársins 2031.

Í erindinu segir að ýmis stórverkefni séu framundan í nýframkvæmdum í höfnum, viðhaldsverkum og umfangsmikilli rafvæðingu vegna orkuskipta.
Langstærsti hluti þessara áætluðu framkvæmda sé vegna nýrra viðlegukanta eða um
27 ma.kr., um 15 ma.kr. séu áætlaðir í fjárfestingar á viðbótar raftengibúnaði vegna orkuskipta og um 10 ma.kr. í landfyllingar fyrir ný hafnarsvæði.