17. fundur 08. mars 2022 kl. 14:00 - 17:02 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) formaður
  • Sólrún Guðjónsdóttir (SG)
  • Runólfur Guðmundsson (RUG)
Starfsmenn
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar 2021

Málsnúmer 2010039Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir upplýsingar um fjárhag hafnarinnar árið 2021.

Landaður afli árið 2021 var 23.677 tonn, en árið 2020 var ársafli 18.482. Aukningin er um 22% milli ára.

Tekjur eru um 141 milljón króna (hafnargjöld og seld þjónusta) en áætlun (með viðauka í desember sl.) gerði ráð fyrir 122 millj. kr. tekjum.

Heildarútgjöld fóru í ca. 62,7 millj. kr. en áætlun (með viðaukum í des. sl.) gerði ráð fyrir um 58,5 millj. kr.

Rekstrarafgangur er yfir 78 millj. kr. (fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir).

Hafnarstjórn lýsir ánægju sinni með þessa niðurstöðu.



2.Hafnarframkvæmdir, staða

Málsnúmer 1703024Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir stöðu helstu hafnarframkvæmda.
Framkvæmdum við lengingu Norðurgarðs er að mestu lokið.
Einunigs eru lítil viðvik eftir, s.s. frágangur rafmagns og frágangur út með garði, sem ekki er hægt að vinna fyrr en snjóa leysir.

Fyrirhugað er að endurnýja um 1200 m2 steypta þekju á þremur svæðum á efri (syðri) hluta Norðurgarðs í sumar.

Frágangur á nýrri uppfyllingu austan Nesvegar er eftir.

Í vetur fór fram útboð á nýrri flotbryggju fyrir höfnina. Ætlunin er að endurnýja núverandi flotbryggju milli Norðurgarðs og Miðgarðs, sem einkum er nýtt fyrir gesti skemmtiferðaskipa sem liggja við ankerislægi.
Köfunarþjónustan ehf. var með lægra tilboð af tveimur bjóðendum.
Nýja flotbryggjan er 30x4 m en sú gamla er 24x3 m. Með stærri bryggju er öryggi farþega aukið til muna.
Gamla flotbryggjan verður seld, þegar nýja bryggjan kemur.

Höfnin hefur jafnframt fest kaup á 2 nýjum gámahúsum, sem nýtt verða sem vaktskýli fyrir komur skemmtiferðaskipa. Verða þau staðsett á sitt hvoru vaktsvæðinu á Norðurgarði, þegar tvö erlend skip liggja við Norðurgarð í einu. Eldra vaktskýli hefur verið selt.

3.Skipulagsmál á hafnarsvæði

Málsnúmer 2009033Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri og bæjarstjóri fóru yfir stöðu skipulagsmála á hafnarsvæðinu.

Í undirbúningi er vinna við endurskoðun deiliskipulags hafnarsvæðis austan Nesvegar. Skipulagið er frá 2008, með breytingu frá 2016 og óverulegri breytingu frá 2021. Skipulagsfulltrúi vinnur nú að því að ráða skipulagsráðgjafa í að halda utan um gerð deiliskipulagsins og vinnu við deiliskipulag Framness, sem einnig er á dagskrá. Ætlunin er að vinna deiliskipulag fyrir svæðin að hluta til samhliða.

Farið yfir stöðu málsins.

4.Breyting á deiliskipulagi Framness austan Nesvegar

Málsnúmer 2104003Vakta málsnúmer

Í framhaldi af næsta dagskrárlið á undan var ennfremur farið yfir undirbúning óverulegra deiliskipulagsbreytinga á hafnarsvæði, Framnes austan Nesvegar.

Hafnarstjóri var gestur á fundi skipulags- og umhverfisnefndar um málið þann 1. mars sl.
Sjá dagskrárlið 3 í fundargerð nefndarinnar:
https://www.grundarfjordur.is/is/stjornsysla/baejarstjorn/fundargerdir/allar-fundargerdir/skipulags-og-umhverfisnefnd/418

5.Snæfell smábátafélag - Erindi til Grundarfjarðarhafnar

Málsnúmer 2203012Vakta málsnúmer

Erindi frá Snæfelli, smábátafélagi, þar sem óskað er eftir því að komið verði fyrir vatnsslöngum á flotbryggjur við syðri höfnina í Grundarfirði fyrir komandi sumar, að lágmarki tvær slöngur á hvora flotbryggju.

Hafnarstjórn hefur óskað upplýsinga og álits hafnarstjóra um aðstöðu og þörf, sbr. framlagt erindi.

Hafnarstjóri telur ekki þörf á að vatnsslöngur verði settar á flotbryggjur. Á sumrin er nægur fjöldi af slöngum víðsvegar á bryggjum, þar af eru yfirleitt 4 slöngur tiltækar á Miðgarði þar sem smábátar landa. Aðgengi við vatnsslöngur við krana á Miðgarði hefur verið útbúið sérstaklega með hliðsjón af þörfum smábáta. Þegar beiðnir hafa komið fram um að fá vatnsslöngur að flotbryggjum, hefur ætíð verið brugðist við slíkum beiðnum og verður svo áfram.

Hafnarstjórn samþykkir útskýringar hafnarstjóra og verður erindinu svarað þannig.

6.Grundarfjarðarhöfn - Komur skemmtiferðaskipa

Málsnúmer 2110004Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir bókanir á komum skemmtiferðaskipa fyrir sumarið 2022.

Ennfremur ræddi hafnarstjórn um samkeppnisstöðu og markaðssetningu hafna fyrir skemmtiferðaskip.

Skráðar eru 41 komur skemmtiferðaskipa fyrir sumarið 2022.

Keyptir hafa verið tveir vaktgámar, sem nýttir verða á Norðurgarði vegna vöktunar skv. alþjóðlegum siglingaverndarreglum og ætlunin er að endurnýja flotbryggju fyrir farþega, eins og áður hefur komið fram.

Ennfremur ræddi hafnarstjórn um samstarfsverkefni sem Áfanga- og markaðssvið SSV ásamt Akraneskaupstað og Faxaflóahöfnum taka nú þátt í, varðandi gæði í móttöku á skemmtiferðaskipum á Akranesi. Verkefnið kemur í gegn um Ferðamálastofu og er samstarfsverkefni við The Association of Arctic Expedition Cruise Operators (AECO), þar sem þeir vinna með nokkrum höfnum á Íslandi, Noregi, Færeyjum og Grænlandi.

Bæjarstjóri hefur spurst fyrir um tilkomu þessa verkefnis í gegnum SSV.

Hafnarstjórn minnir á að lögð hefur verið mikil vinna og fjármagn í um tvo áratugi í markaðssetningu Grundarfjarðarhafnar, fyrir skemmtiferðaskip og uppbyggingu innviða sem þjóna því hlutverki. Snæfellsnes allt er áningarstaður farþeganna.

Bæjarstjóra er falið að leita frekari upplýsinga um bakgrunn þessa verkefnis og hvaða höfnum standi/hafi staðið til boða að taka þátt. Einnig upplýsinga sem varpað geti ljósi á áhrif verkefnisins á samkeppnisstöðu gagnvart Grundarfjarðarhöfn, sem kostað hefur sjálf sína markaðssetningu og gæðastarf í um tvo áratugi.

7.Grundarfjarðarhöfn - Tjón á mannvirkjum hafnar og bæjar 15.11.2021

Málsnúmer 2111027Vakta málsnúmer

Í nóvember sl. varð tjón á hafnarhúsinu við Nesveg þegar þak fauk af byggingu við Borgarbraut 1.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir tjóninu og kostnaði við það.
Málið er enn í vinnslu og tryggingauppgjöri er ekki lokið.

8.Hafnasamband Íslands - Ytri hafnarmörk - fyrirspurn til aðildarhafna

Málsnúmer 2203024Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn stjórnar Hafnasambands Íslands til aðildarhafna sinna sbr. tölvupóst 7. mars 2022.
Fyrirspurnin lýtur að skilgreiningu á ytri mörkum hafnarsvæða (á sjó) í tengslum við áformaða breytingu á hafnalögum sem sambandið hefur til skoðunar.

Sjá slóð á frumvarpsdrög í Samráðsgátt, hér:
https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3096

Farið yfir framlagt erindi og spurningakönnun Hafnasambandsins.

Í hafnarreglugerð Grundarfjarðarhafnar eru ytri mörk hafnarinnar skilgreind, sjá hér:
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=0c76217e-a83c-4fba-b899-0ce9d613edb7

Hafnarstjóra falið að svara erindinu og könnuninni, sbr. umræður fundarins.

9.Grundarfjarðarhöfn - Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða v. 2022

Málsnúmer 2111004Vakta málsnúmer

Umsókn Grundarfjarðarhafnar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða lögð fram til kynningar.

10.Samband íslenskra sveitarfélaga - Nýframkvæmdir hafna - fréttatilkynning

Málsnúmer 2201004Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Teknar eru saman upplýsingar sem fram koma í nýrri skýrslu sem Hafnasamband Íslands hefur látið taka saman um áætlaðar nýframkvæmdir í höfnum landsins.
Framkvæmdir nema um 67 milljörðum króna til ársins 2031.

Í erindinu segir að ýmis stórverkefni séu framundan í nýframkvæmdum í höfnum, viðhaldsverkum og umfangsmikilli rafvæðingu vegna orkuskipta.
Langstærsti hluti þessara áætluðu framkvæmda sé vegna nýrra viðlegukanta eða um
27 ma.kr., um 15 ma.kr. séu áætlaðir í fjárfestingar á viðbótar raftengibúnaði vegna orkuskipta og um 10 ma.kr. í landfyllingar fyrir ný hafnarsvæði.

11.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 439. fundar

Málsnúmer 2111031Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 439. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands 12. nóvember 2021.

12.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 440. fundar

Málsnúmer 2112030Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 440. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands 3. desember 2021.

13.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 441. fundar

Málsnúmer 2203013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 441. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands 21. janúar 2022.

14.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 442. fundar

Málsnúmer 2203014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 442. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands 18. febrúar 2022.

15.Hafnasamband Íslands - Ársreikningur 2021

Málsnúmer 2203003Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2021.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:02.