Málsnúmer 2201017

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 232. fundur - 25.01.2022

EE víkur hér af fundi
Lögð er fram fyrirspurn til byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir því að endurnýja útveggja- og þakklæðningu á hjalli við Nesveg 14 ásamt því að klæða steypta hlutann á húsinu og hækka þak á bílskúr, sem er í dag einhalla, í risþak sem yrði sambærilegt og í sömu hæð og þakvirki á hjalli. Einnig er óskað eftir því að koma fyrir bílskúrshurð á norðurgafli hjallsins og fá stækkun á lóð frá því sem núverandi lóðarmörk gera ráð fyrir, sbr. uppdrátt sem lagður er fyrir nefndina.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu að endurnýjun á klæðningu hjallsins og bílskúrsins, breytingu á þaki bílskúrsins og bílskúrshurð á norðurhlið hjallsins skv. meðfylgjandi lýsingu. Breyting á hjallinum fellur undir 2.3.6. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 og er því um tilkynningarskylda framkvæmd að ræða. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 2008 er hámarks mænihæð húsa á nærliggjandi lóðum 14 metrar. Samkvæmt því getur lóðarhafi hækkað þakið á hjallinum í samræmi við þakið á skúrnum sem er vel undir 14 metrum.

Varðandi klæðningu á hjallinum, þá er bent á að í 6. lið í gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið segir: "Við val á byggingarefnum skal hafa í huga nálægð við sjó og skal því eftir fremsta megni reynt að velja viðhaldsfrí efni sem þola mikið seltuálag". Jafnframt er bent á að í kafla 2.1.2. í greinagerð með Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 að hjallurinn sé mikilvægur staður í menningarauði bæjarins. Við val á klæðningu og frágangi er því mikilvægt að hafa þetta í huga.

Varðandi stækkun á lóð þá eru lóðarmörkin við húslínu og húsið er samkvæmt deiliskipulagi frá 2008 víkjandi. Til stendur að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir Framnesið síðar á þessu ári þar sem lóðarmál verða tekin til nánari skoðunar. Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að tryggja að lóðarhafi hafi umgengisrétt umhverfis lóðina þar til að tekin verður ákvörðun um lóðarmörk í deiliskipulagsvinnunni.
EE tekur aftur sæti á fundinum

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 3. fundur - 23.08.2023

Múr og steypa ehf. sækir um byggingarheimild til þess að skipta um þak, úr einhallandi í risþak í samræmi við meðgfylgjandi uppdrætti frá verkfræðistofu Þráins og Benedikts, dags. 21.08.2023.

Áður hafði umsækjandi lagt fram erindi til byggingafulltrúa, sem tekið var fyrir á 232. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 25. janúar 2022.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 2008 er hámarks mænihæð húsa á nærliggjandi lóðum 14 metrar. Samkvæmt því getur lóðarhafi hækkað þakið á hjallinum í samræmi við þakið á skúrnum sem er vel undir 14 metrum.
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m. s. br. og er í samræmi við gildandi deilikipulag.

Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 m. s. br.