3. fundur 23. ágúst 2023 kl. 11:15 - 11:45 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Fannar Þór Þorfinnsson (FÞÞ) byggingarfulltrúi
  • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ) starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði: Þuríður Gía Jóhannesdóttir Starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
Byggingafulltrúi setti fund.

1.Nesvegur 14- Hjallur_endurnýjun

Málsnúmer 2201017Vakta málsnúmer

Múr og steypa ehf. sækir um byggingarheimild til þess að skipta um þak, úr einhallandi í risþak í samræmi við meðgfylgjandi uppdrætti frá verkfræðistofu Þráins og Benedikts, dags. 21.08.2023.

Áður hafði umsækjandi lagt fram erindi til byggingafulltrúa, sem tekið var fyrir á 232. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 25. janúar 2022.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 2008 er hámarks mænihæð húsa á nærliggjandi lóðum 14 metrar. Samkvæmt því getur lóðarhafi hækkað þakið á hjallinum í samræmi við þakið á skúrnum sem er vel undir 14 metrum.
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m. s. br. og er í samræmi við gildandi deilikipulag.

Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 m. s. br.

Fundi slitið - kl. 11:45.