Málsnúmer 2203008

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 257. fundur - 10.03.2022

Lögð fram til kynningar dagskrá aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fram fer þann 16. mars nk. að Hótel Hamri í Borgarbyggð.

Ennfremur lögð fram til kynningar tillaga sem fyrir aðalfundinum liggur, um breytingu á 3. gr. laga samtakanna. Þar er lagt til að í stað þess að á kosningaári sveitarstjórna sé kosið í stjórn samtakanna á haustþingi - eins og lögin gera ráð fyrir nú - verði ný stjórn kosin á aukaaðalfundi sem halda skuli eigi síðar en 1. júlí.

Bæjarstjórn veitir Björgu Ágústsdóttur bæjarstjóra umboð til að vera fulltrúi bæjarins með atkvæðisrétt, í stað kjörinna fulltrúa og varamanna þeirra, verði forföll í þeirra hópi.

Samþykkt samhljóða.