JÓK vék sæti áður en liðurinn var tekinn til afgreiðslu og yfirgaf fundinn þar sem þetta var síðasti dagskrárliðurinn.
Lagt fyrir erindi Líkamsræktarinnar Grundarfirði þar sem sett er fram hugmynd um sameiginlega nýtingu Líkamsræktarinnar á sal Tónlistarskólans, fyrir spinningtíma sem eru hluti af starfsemi Líkamsræktarinnar. Innangengt er úr húsnæði því sem Líkamsræktin leigir og inní salinn.
Einnig liggur fyrir umsögn skólastjóra grunn- og tónlistarskóla um nýtingu skólanna á rýminu.
Í ljósi upplýsinga skólastjóra um nýtingu rýmisins sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu.