Málsnúmer 2203054

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 259. fundur - 07.04.2022

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga til mennta- og barnamálaráðherra, dags. 25. febrúar sl., þar sem stjórn sambandsins óskaði eftir frestun á gildistöku barnaverndarlaga.

Einnig lagt fram til kynningar bréf sambandsins, dags. 30. mars sl., um innleiðingu barnaverndarlaga. Þar kemur fram að: "Stjórnin lýsir ánægju með að ráðherra hefur fallist á að fresta gildistöku ákvæða í lögunum sem fjalla um barnaverndarþjónustu og umdæmisráð, en leggur jafnframt áherslu á að sá frestur sem veittur er nýtist til að skipuleggja fyrirkomulag umdæmisráða.“