Málsnúmer 2204015

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 33. fundur - 26.04.2022

Farið var yfir helstu verkefni sem fyrir liggja í sumar og hvaða verkefni menningarnefnd leggur áherslu á að verði framkvæmd í sumar.

Sótt var um styrk í Barnamenningarsjóð vegna verkefnis sem tengist sumarnámskeiðum fyrir börn í fyrstu bekkjum grunnskólans, sem íþrótta- og tómstundafulltrúi heldur utan um. Um er að ræða samstarfsverkefni við listamenn sem börnin á sumarnámskeiði Grundarfjarðarbæjar myndu fá að hitta eða fá sem gestakennara.

Einnig er vilji til samstarfs við listamenn bæjarins vegna listsköpunar í bæjarfélaginu. Skoða á möguleikann á að nýta svæðið við "ferninginn", miðbæjarsvæðið, þar sem víkingahúsið er, fyrir listrænar útfærslur á umhverfinu.
Menningarnefnd tekur vel í þær hugmyndir sem ræddar voru á fundinum, sem m.a. snúa að skólalóð við grunnskólann.

Starfsmanni menningarnefndar falið að stofna til samtals við listmenn bæjarins varðandi samstarf vegna sumarnámskeiðanna og mögulegrar uppsetningar á listaverkum á miðbæjarsvæði sem og annarra listtengdra verkefna, t.d. mála veggi á stofnunum bæjarins.