33. fundur 26. apríl 2022 kl. 16:45 - 18:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir (SSB) formaður
  • Olga Sædís Einarsdóttir
    Aðalmaður: Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir (ÓGG)
  • Guðmundur Pálsson (GP)
  • Sigurborg Knarran Ólafsdóttir (SKÓ)
  • Linda María Nielsen (LMN)
Starfsmenn
  • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ) starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þuríður Gía Jóhannesdóttir starfsmaður menningarnefndar
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.
Olga Sædís Einarsdóttir var boðin velkomin á sinn fyrsta menningarnefndarfund.

1.Nýir íbúar - kynningarmál

Málsnúmer 2202008Vakta málsnúmer

Þurí sagði frá "Let´s come together" verkefninu, sem ætlað er fyrir íbúa af erlendum uppruna. Grundarfjarðarbær og Svæðisgarðurinn Snæfellsnes eru samstarfsaðilar, en Alicja Chajewska og Sigurborg Kr. Hannesdóttir leiða verkefnið.

Einnig sagði hún frá því að hafin væri vinna við að gera myndbönd til kynningar á Grundarfirði (mannlíf og þjónusta) - en verið er að kanna áhuga fyrirtækja um samstarf með Grundarfjarðarbæ um gerð þeirra og kostnaðarþátttöku.

Ennfremur er í undirbúningi að vinna kynningarblað sem allir nýir íbúar sem flytja í Grundarfjörð fá afhenta, þegar þeir flytja í bæinn.

2.Sumarverkefni 2022

Málsnúmer 2204015Vakta málsnúmer

Farið var yfir helstu verkefni sem fyrir liggja í sumar og hvaða verkefni menningarnefnd leggur áherslu á að verði framkvæmd í sumar.

Sótt var um styrk í Barnamenningarsjóð vegna verkefnis sem tengist sumarnámskeiðum fyrir börn í fyrstu bekkjum grunnskólans, sem íþrótta- og tómstundafulltrúi heldur utan um. Um er að ræða samstarfsverkefni við listamenn sem börnin á sumarnámskeiði Grundarfjarðarbæjar myndu fá að hitta eða fá sem gestakennara.

Einnig er vilji til samstarfs við listamenn bæjarins vegna listsköpunar í bæjarfélaginu. Skoða á möguleikann á að nýta svæðið við "ferninginn", miðbæjarsvæðið, þar sem víkingahúsið er, fyrir listrænar útfærslur á umhverfinu.
Menningarnefnd tekur vel í þær hugmyndir sem ræddar voru á fundinum, sem m.a. snúa að skólalóð við grunnskólann.

Starfsmanni menningarnefndar falið að stofna til samtals við listmenn bæjarins varðandi samstarf vegna sumarnámskeiðanna og mögulegrar uppsetningar á listaverkum á miðbæjarsvæði sem og annarra listtengdra verkefna, t.d. mála veggi á stofnunum bæjarins.

3.Sögumiðstöðin

Málsnúmer 1801048Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna á framkvæmdum í Sögumiðstöð og nýtingu hennar.
Ingi Hans Jónsson, Ildi, heldur utan um framkvæmdir á húsinu, skv. samningi við bæinn. Af persónulegum ástæðum hafa framkvæmdirnar gengið hægar en upphaflega var ætlunin.

Í vetur hafa þó nokkrir hópar verið að nýta sér aðstöðuna í Sögumiðstöðinni, s.s. handverkshópur eldri borgara, karlakaffi, Vinahús Rauða kross deildarinnar og Félag eldri borgara í Grundarfirði, í samvinnu við Grundarfjarðarbæ.

Lionsklúbbur Grundarfjarðar hefur einnig afnot af húsinu og gaf klúbburinn höfðinglega gjöf til hússins; nýtt matar- og bollastell.

Nú hefur Handverkshópur óskað eftir því að vera með aðstöðu í húsinu í sumar, til sölu á handverki. Það er í skoðun.
Menningarnefnd þakkar Lionsklúbbi Grundarfjarðar kærlega fyrir höfðinglega gjöf.

Starfsmaður menningarnefndar sagði nefndinni fá nýtingu á Sögumiðstöðinni. Nefndinni þykir ánægjulegt hversu vel húsið hefur verið að nýtast bæjarbúum og félagasamtökum.

Starfsmaður menningarnefndar segir frá því að unnið er að samantekt þeirra verkþátta sem eftir eru við endurbætur á húsinu og kostnaðaráætlun, en bæjarstjóri fól byggingarfulltrúa að taka þetta saman. Nefndin vonast til þess að framkvæmdir á húsinu klárist sem fyrst svo hægt sé að fullnýta allt húsið.

Varðandi aðstöðu handverkshóps í Sögumiðstöðinni í sumar er starfsmanni falið að tala við hópinn og fá nánari upplýsingar um þeirra hugmyndir að viðveru og starfsemi. Nefndin telur að ekki sé hægt að leigja húsið í heild út í allt sumar fyrir einn hóp en tekur samt sem áður vel í erindið og er opin fyrir þeirra hugmyndum um nýtingu á húsinu.

4.Samkomuhús Grundarfjarðar

Málsnúmer 1606013Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna á Samkomuhúsi Grundarfjarðar.

Í júlí 2021 varð stórfellt vatnstjón í Samkomuhúsinu sem leiddi til þess að skipt var um meirihluta gólfefnis. Ákveðið var að endurnýja og betrumbæta aðstöðu í eldhúsi og voru pantaðar nýjar innréttingar frá Fastus og aðstaða og uppsetning í eldhúsi aðlöguð að notkun hússins.

Kvenfélagið verður áfram með aðstöðu í húsinu og verið er að sérhanna og smíða nýja geymsluskápa og aðstöðu fyrir félagið.

Til stendur einnig að fara í þakskipti á eldri (hærri) hluta hússins í sumar, verkið var boðið út og eru áætluð verklok um mitt sumar 2022.
Menningarnefnd fagnar því að framkvæmdum í húsinu sé að ljúka og að vel hefur tekist til.

5.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - Barnamenningarverkefni

Málsnúmer 2202018Vakta málsnúmer

Lagt er til að sótt verði um styrk í "List fyrir alla - Barnamenningarsjóð" á næsta ári til að halda barnamenningarhátíð í Grundarfirði vorið 2023.
Fylgiskjöl:
Gengið var frá fundargerð eftir fund og rafrænt samþykki fengið frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 18:30.