Málsnúmer 2205005

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 260. fundur - 03.05.2022

Forseti ber upp tillögu um að taka næsta mál á dagskrá með afbrigðum frá boðaðri dagskrá. Samþykkt samhljóða.
Bæjarstjóri kynnti að Heiðdís Lind Kristinsdóttir skólastjóri Leikskólans Sólvalla hefði sagt upp starfi sínu.

Bæjarstjórn þakkar Heiðdísi Lind fyrir vel unnin störf og gott samstarf, en Heiðdís tók við á einstaklega erfiðu tímabili þar sem heimsfaraldur, mikil veikindi og fleira hefur sett strik í reikninginn.

Heiðdís lýsir því í bréfi sínu að hún vilji draga sig frá stjórnunarstörfum að sinni, af persónulegum ástæðum.

Í gangi hefur verið vinna við uppbyggingu innra starfs í leikskólanum, þar sem Ásgarður skólaráðgjafar liðsinna stjórnendum skólans. Undir þessum lið er jafnframt lagt fram minnisblað Ásgarðs um framgang þessarar vinnu.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að undirbúa auglýsingu starfsins, í samráði við Heiðdísi Lind.