260. fundur 03. maí 2022 kl. 17:00 - 21:23 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Garðar Svansson (GS)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Ársreikningur 2021 - síðari umræða

Málsnúmer 2204002Vakta málsnúmer

Jónas Gestur Jónasson lögg. endurskoðandi og Marinó Mortensen frá Deloitte sátu fundinn undir þessum lið.

Þeir kynntu ársreikning Grundarfjarðarbæjar 2021, sem tekinn er til síðari umræðu, endurskoðunarskýrslu og samanburð á ársreikningum og ýmsum kennitölum sveitarfélaga á Snæfellsnesi fyrir árið 2021.

Auk þess kynnti Jónas Gestur samantekt sem hann gerði að beiðni bæjarstjóra um áhrif verðbólgu, sem nú er í sögulegum hæðum, 7,2% í dag, og hver áhrifin gætu orðið á skuldir og rekstur Grundarfjarðarbæjar.

Allir tóku til máls.

Ársreikningur Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2021 samþykktur samhljóða.

Jónasi Gesti og Marinó var þökkuð koman á fundinn og greinargóð yfirferð og upplýsingar. Viku þeir hér af fundinum.


2.Úttekt SSV á tekjum og fjárhagsþáttum Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1810022Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að skýrslu Vífils Karlssonar hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi um þróun tekna og fjárhagsþátta Grundarfjarðarbæjar.

Í yfirferð Vífils og bæjarstjóra eftir síðasta fund bæjarstjórnar var ákveðið að skýra nokkra þætti frekar. M.a. hefur verið óskað frekara niðurbrots frá Jöfnunarsjóði og frekari gögnum um skiptingu útsvars frá Hagstofu.
Drögin sem nú liggja fyrir eru með smávægilegri viðbót frá síðustu útgáfu, en eru að öðru leyti í vinnslu.

3.Fjárhagsáætlun 2022 - viðauki 1

Málsnúmer 2108010Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2022, þar sem fjárfesting er aukin um 1,9 millj. kr. vegna kaupa á Avant og fylgihlutum, auk fjárveitingar í fasteignina að Nesvegi 19 (áhaldahús).


Viðauki við fjárhagsáætlun 2022 samþykktur samhljóða.

4.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.
Hún sagði m.a. frá helstu framkvæmdum, en verið er að ljúka við að steypa gangstéttar á Grundargötu, brjóta eldri hluta þekju á Norðurgarði þar sem ný verður steypt, ný flotbryggja er á leiðinni fyrir gesti skemmtiferðaskipa og munum við selja þá gömlu.

Verktaki hefur nú lokið við að brjóta um 500 rúmmetra af grjóti úr Hrafnsá, í landi Hrafnkelsstaða í Kolgrafafirði, en það er í eigu Grundarfjarðarbæjar. Bærinn fékk á síðasta ári efnistökuleyfi þar í samræmi við aðalskipulag og er unnið skv. efnistökuáætlun bæjarins. Grjótið úr Hrafnsá er gríðarsterkt og mun nýtast vel í undirlag fyrir stíga, götur og steypt plön. Brotið núna er til prufu, en umtalsvert magn af því er í ánni og mun þurfa að taka mun meira af því á komandi árum.

Fyrir liggja fyrstu hönnunarhugmyndir fyrir nýtt/stækkað anddyri íþróttahúss, sem bæjarstjórn samþykkti að láta grófhanna í ár. Arkitekt mun útfæra þær tillögur nánar og senda innan fárra daga. Útboðsgögn frá Eflu eru væntanleg í vikunni um klæðningu útveggja á austurhlið, gluggaskipti og fleira á íþróttahúsi - en unnið verður í samræmi við ástandsskýrslu og viðgerðaráætlun, sem bæjarstjórn lét vinna á síðasta ári.

Fyrir liggja hönnunartillögur fyrir samvinnurýmið á Grundargötu 30 og hefur starfshópur skilað tillögum til bæjarstjórnar, sbr. lið hér síðar á dagskrá.

Bæjarstjóri sagði að framkvæmdir við leiktæki í Þríhyrningi hafi tekið of langan tíma, en að verktakar væru nú að störfum og framkvæmdum ætti að ljúka á næstu dögum. Verið er að setja perlumöl sem fallvarnarlag við leiktækin sem þar hefur verið komið fyrir. Liston tók að sér að hlaða eldstæði í garðinum og er það verk í gangi. Íþrótta- og tómstundafulltrúi er að vinna í að draga saman sögulegan fróðleik um Þríhyrning, til að setja á skilti sem styrkur fékkst uppí, til að setja upp í Þríhyrningi. Þar verður sagt frá sögu svæðisins.

ÞB-Borg bauð lægst í þakskipti á tengibyggingu milli grunnskóla og íþróttahúss og hefur tilboðinu verið tekið.

Vor- og sumarverkefni eru farin af stað. Samningur var gerður við Thor Kolbeinsson um götusópun í bænum, en hann hefur keypt sóparabíl. Þórður Runólfsson garðyrkjufræðingur mun sjá um trjáklippingar þriðja sumarið í röð og eins um sumarblóm bæjarins. Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur að undanförnu haft umsjón með lagfæringum á búnaði við ærslabelg.

Bæjarstjóri sagði frá starfsmannamálum
Steinar Þór Alfreðsson hóf störf á höfninni síðari hluta apríl sl. Vaktavinnufyrirkomulag hefur verið í undirbúningi á höfninni og er þörf á að bæta enn frekar við starfsfólki þar, einkum í sumar og haust. Bæjarstjóri hefur ráðið Valdísi Ásgeirsdóttur til að stýra vinnuskólanum í 6 vikur í sumar og Eglé Sipaviciute til að hafa umsjón með sumarnámskeiðum fyrir börn í 1.-4.bekk.
Ekki hefur fengist starfsfólk í öll störf og hefur verið auglýst aftur, s.s. í sundlaug, upplýsingamiðstöð, aðstoðarfólk í vinnuskóla og sumarnámskeið.
Bæjarstjóri sagði að í mjög mörgum sveitarfélögum sé talað um mikinn skort á starfsfólki fyrir sumarið. Auglýst var sérstaklega eftir afleysingum fyrir umsjón fasteigna og áhaldahús, saman.
Leikskólastjóri hefur sagt upp starfi sínu, eins og fram kemur undir sér lið hér síðar á dagskránni.

Í punktum sem bæjarstjóri lagði fram frá Kristínu Þorleifsdóttur skipulagsfulltrúa kom fram að helstu verkefni væru þau að í gangi væri reglubundin uppmæling lóða og gerð nýrra lóðablaða vegna lóðarleigusamninga sem eru að renna út. Samstarf við Lions sé um að undirbúa gróðursetningu í Paimpolgarði. Til standi að gefa miðbæjarreit einfalda andlitslyftingu í vor/sumar, svæðinu kringum víkingasvæðið og þar fyrir ofan.

Gerð verður úttekt á aðgengi opinberra bygginga og umhverfi þeirra í samstarfi við Sjálfsbjörgu og síðan hvatt til styrkumsókna í "Römpum upp Ísland".

Deiliskipulagstillaga (endurskoðun) fyrir Ölkeldudal er tilbúin, eftir breytingar á lóðum vestan Fellaskjóls, sem stjórnarmenn Fellaskjóls óskuðu eftir, sjá sér lið undir dagskránni.

Efla mun annast skipulagsráðgjöf vegna nauðsynlegra deiliskipulagsbreytinga á hafnarsvæði austan Nesvegar og einnig nýtt deiliskipulag á Framnesi.

Undirbúningur deiliskipulagsbreytinga á iðnaðarsvæðinu við Kverná hefur verið samþykktur í skipulagsnefnd og er hér síðar á dagskrá.

Þriðja árs nemar Landbúnaðarháskóla Íslands munu vinna með miðbæinn í stúdíóverkefni næsta haust (staðfest), eins og fram kemur í punktum frá skipulagsfulltrúa.

Í punktum frá Ólafi Ólafssyni íþrótta- og tómstundafulltrúa kom eftirfarandi fram, varðandi íþróttahús og sundlaug:

- Neyðaráætlanir og viðbragðsáætlanir hafa verið gerðar.
- Öryggismerkingar settar upp.
- Þrifaplan og búnaður uppfært.
- Þurrkari keyptur til að þurrka moppur og handklæði.
- Íþróttasalur: búið er að laga múrskemmdir og klárað að mála stúku. Geymslur teknar í gegn og endurskipulagðar.
- Í kennaraherbergi er búið að skipta út öllum tækjum á baðherbergi og mála veggi og gólf. Það rými verður notað sem "þriðja baðaðstaðan" fyrir gesti en eftirspurn eftir slíku hefur aukist.

Í sundlaug hefur dælubúnaður verið lagfærður að hluta.
Í búningsklefum hefur verið skipt út gólfmottum og skiptiborð sett í karlaklefann og er því nú í báðum klefum.
Í afgreiðslu er búið að taka út gamlar innréttingar, mála og setja nýjar inn að hluta, en verkinu er ekki alveg lokið.

Mikill tími hefur farið hjá íþróttafulltrúa í að læra á kerfið í sundlauginni og halda henni gangandi.

Í félagsmiðstöð hefur íþrótta- og tómstundafulltrúi haldið utan um stjórnun starfsins, starfmannamál og almennt utanumhald. Keyptur var skápur fyrir sjoppu og búið að vera góð viðbót í starfið og krakkarnir hafa sótt félagsmiðstöðina vel og virðast vera sátt við að vera með aðstöðu í skólanum, eftir því sem íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur hlerað.

5.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Forseti sagði frá því að ekki hefði borist efnislegt svarbréf eða viðbrögð Heilbrigðisstofnunar Vesturlands við erindi bæjarstjórnar, sbr. bókun hennar á fundi þann 10. mars sl.
Svar hafði borist um að erindið yrði rætt en viðbragða væri ekki að vænta fyrir 13. apríl, en það hefur sem sagt ekki enn borist.

Fundur var með heilbrigðisráðherra þann 20. apríl sl. í ráðuneytinu. Jósef, Garðar og Björg sátu þann fund f.h. bæjarins. Rætt var við ráðherra um þjónustustig heilsugæslu í Grundarfirði, einkum lækna. Ráðherra tók erindinu vel og mun það verða skoðað í ráðuneytinu.

Bæjarfulltrúar, bæjarstjóri og byggingarfulltrúi áttu fund með framkvæmdastjóra Bjargs, íbúðafélags, þann 8. apríl sl. Rætt var um möguleika á samstarfi.
Bjarg er óhagnaðardrifið íbúðarfélag, sem byggir sjálft og leigir út íbúðir.
Byggingarfulltrúi og tæknifræðingur Bjargs hafa síðan átt fund og farið yfir lausar lóðir í Grundarfirði - með íbúðarbyggingar Bjargs í huga.
Bæjarstjóra er veitt umboð til að skrifa undir samstarfsyfirlýsingu við Bjarg um frekari skoðun á möguleikum til íbúðarbygginga á vegum Bjargs í Grundarfirði.

6.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Þessi liður ræddur með liðnum á undan.

7.Bæjarráð - 587

Málsnúmer 2204005FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 587. fundar bæjarráðs.
  • 7.1 2202026 Framkvæmdir 2022
    Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið voru Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi, sem var í fjarfundi, og Fannar Þór Þorfinnsson byggingarfulltrúi, sem sat fundinn.

    Farið var yfir stöðu verklegra framkvæmda Grundarfjarðarbæjar.


    Bæjarráð - 587 A. Gatnafrágangur, fráveitufrágangur

    Skipulagsfulltrúi fór yfir hönnunardrög fyrir Hrannarstíg og Borgarbraut, ofan Grundargötu, þar sem gert er ráð fyrir blágrænum regnvatnsbeðum. Samráð verður haft við íbúa á svæðinu um útfærslur á hraðaminnkandi aðgerðum.

    Bæjarráð samþykkir að áfram verði unnið á þessum grunni og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá verkteikningum í samræmi við umræður fundarins og eftir samtal við íbúa.

    Samþykkt samhljóða.

    B. Verklegar framkvæmdir og fasteignir bæjarins

    Á síðasta ári lét bæjarstjórn vinna úttekt á ytra ástandi íþróttahúss. Bæjarstjórn ákvað að láta klæða útveggi hússins með álklæðningu og samhliða á að endurnýja alla glugga og hurðir, gera við þakkant, endurnýja skemmt þakjárn og mála þak. Auk þess á að gera við hluta veggja.
    Í skýrslu Eflu er að finna viðhaldsáætlun sem unnið verður eftir, en verkinu verður áfangaskipt. Í ár verða boðnar út endurbætur á gluggum og klæðningu á austurhlið hússins (sem snýr út að íþróttavelli) og á efri hluta byggingarinnar sem snýr til vesturs. Útboðsgögn eru væntanleg frá Eflu á næstu dögum.
    Byggingarfulltrúi mun auk þess láta fara fram viðgerðir á múrverki útveggja sem snúa út í sundlaugargarðinn.

    Að auki ákvað bæjarstjórn að hefja hönnun á nýju anddyri (móttökurými) íþróttahússins. Núverandi rými er afar þröngt, bæði fyrir gesti hússins og aðstöðu fyrir vaktfólk þarf að bæta. Byggingarfulltrúi vann þarfagreiningu í samráði við helstu notendur hússins og arkitekt er nú að grófhanna hugmynd um rýmið og nýtt anddyri. Í bókun bæjarstjórnar 10. mars sl. var gengið út frá því að haft verði samráð við fleiri hagsmunaaðila, um þarfagreiningu fyrir anddyri íþróttahúss eftir því sem vinnunni vindur fram.

    Í grunnskóla verða gerðar endurbætur á neðra anddyri, settar sjálfvirkar rennihurðir, rýmið og lýsing betrumbætt, og settir upp nýir snagar og bekkir.

    Með verðkönnun var leitað tilboða í að skipta um þak á tengibyggingu milli íþróttahúss og grunnskóla. Eitt tilboð barst, frá Þ.B. Borg ehf. í Stykkishólmi og hefur því verið tekið.
    Áframhald verður á utanhússviðgerðum á múrverki grunnskólahúsnæðis og von er á málara til að mála hluta hússins.

    Í leikskólanum er ætlunin að endurnýja girðingu kringum suðausturhluta garðsins, sem eldri börnin nota. Engin tilboð bárust í verðkönnun í febrúar sl. og hefur byggingarfulltrúi verkið á sinni könnu til úrlausnar. Frekari endurbætur verða einnig gerðar á leiktækjum í sumar, m.a. sett upp ný jafnvægisslá, en jafnt og þétt hefur verið unnið að endurbótum leiktækja og garðsins sjálfs síðustu sumur.

    Í sumar verður skipt um þakklæðningu á eldri hluta samkomuhúss, en skipt var um þak á neðri (nýrri) hluta hússins fyrir 2 árum. Í útboði verksins bárust þrjú tilboð í lok febrúar sl. og var lægsta tilboði tekið, frá Trésmiðjunni Gráborg ehf.

    Í samkomuhúsinu hafa einnig staðið yfir framkvæmdir við breytingu og endurbætur á eldhúsi og rýminu baksviðs. Eftir vatnstjón í húsinu í júlí 2021 sá tryggingarfélagið VÍS um að skipta um gólfefni í neðri og efri sal, eldhúsi og baksviðs. Bærinn nýtti í leiðinni tækifærið og innréttaði uppá nýtt rýmið baksviðs og endurnýjaði alfarið innréttingar og tæki í eldhúsi.

    Að Grundargötu 30 er rekið samvinnurými, þar sem hægt er að leigja skrifstofu eða opið rými. Í vikunni liggja fyrir teikningar arkitekts að nýtingu rýmisins, sem ætlunin er að byggja upp. Starfshópur um verkefnið fundar á föstudaginn kemur.

    Í fráveitumálum er á dagskrá að láta mynda og fóðra lagnir í og kringum Sæból austanvert. Það er tiltölulega hagkvæm lausn og fyrirbyggjandi, að fóðra eldri lagnir að innan og koma þannig í veg fyrir að þær stíflist og rífa þurfi upp yfirborð jarðvegs (götu, gangstétta, lóða) til viðgerða. Í vinnslu er einnig fráveitulausn fyrir nýjar íbúðir við Grundargötu 12-14.

    Geymslusvæði í iðnaðarhverfi. Þar á að leggja á rafmagn á svæðið, þannig að hægt verði að bjóða rafmagnstengingar fyrir þá sem geyma t.d. báta á svæðinu. Bærinn hefur keypt lítinn skúr af höfninni, sem nýttur verður til að hýsa rafmagnstöflu og eftirlitsmyndavélar verða settar á svæðið. Byggingarfulltrúi er með málið í vinnslu.

    Umræða varð um ofangreindar framkvæmdir og fleiri.

    C. Rými fyrir rafhleðslustöðvar á lóðum við fasteignir bæjarins

    Bæjarráð ræddi hugmyndir um að gera ráð fyrir rafhleðslustöðvum við tilteknar stofnanir bæjarins.
    Bæjarráð felur skipulags- og umhverfissviði að fara yfir lóðir við stofnanir bæjarins, einkum við sundlaug og samkomuhús, og gera tillögu til bæjarráðs um hvort og hvar á lóðum myndi henta að koma fyrir rafhleðslustöð, sem þjónustuaðili yrði fenginn til að reka.

    Samþykkt samhljóða.

    Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að vekja athygli fyrirtækja á nýlegri auglýsingu Orkusjóðs um styrki sem hægt er að sækja um til uppsetningar hleðslustöðva fyrir rafbíla, en umsóknarfrestur er til 7. maí nk.
    Hér má finna auglýsinguna: https://orkustofnun.is/orkustofnun/rad-og-nefndir/orkusjodur/


    Kristínu og Fannari var þakkað fyrir þátttöku á fundinum og fyrir upplýsingarnar. Viku þau hér af fundi.

  • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu. Bæjarráð - 587
  • 7.3 2204002 Ársreikningur 2021
    Lagður fram ársreikningur Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2021.
    Bæjarráð - 587 Bæjarráð samþykkir með áritun sinni að vísa ársreikningnum til bæjarstjórnar og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.
  • Þann 6. apríl sl. áttu bæjarfulltrúar fund í samkomuhúsinu með starfsfólki leikskólans. Fundurinn var liður í þeirri vinnu sem nú fer fram við endurskoðun og uppbyggingu innra starfs í leikskólanum. Samtalið var mjög gagnlegt og snerist um (1) hvernig mætti styrkja leikskólastigið, (2) hvernig megi auka skilning (allra) á tilgangi leikskólastarfs, skv. lögum og aðalnámskrá, og (3) hvernig megi styrkja starfsumhverfið og samvinnu. Umræður fóru fram í fjórum hópum og í lokin deildu hóparnir niðurstöðum úr umræðum sínum.

    Bæjarráð - 587 Bæjarráð fór yfir niðurstöður fundarins og lýstu fundarmenn ánægju sinni með afar gagnlegt og uppbyggilegt samtal sem þar fór fram.

    Bæjarstjóri sagði frá samtali sínu við leikskólastjóra um helstu ráðstafanir í kjölfar fundarins.

    Bæjarstjóra og leikskólastjóra falið að stilla upp helstu skilaboðum úr umræðum fundarins, þannig að hægt sé að taka áfram í innra starfi leikskólans þau verkefni sem heyra undir starfsmannahópinn og að til bæjarráðs/bæjarstjórnar komi þau atriði sem þar þarf að bregðast við.

    Samþykkt samhljóða.
  • Fyrir liggur yfirlit um laun kjörinna fulltrúa og nefndarmanna hjá Grundarfjarðarbæ, auk sambærilegra upplýsinga frá nokkrum öðrum sveitarfélögum á Vesturlandi.

    Bæjarráð - 587 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að laun kjörinna fulltrúa og nefndarmanna hjá Grundarfjarðarbæ verði óbreytt, að því undanskildu að endurskoðaðar verði greiðslur fyrir starf í verkefnabundnum nefndum skv. D-lið 47. gr. samþykkta um stjórn Grundarfjarðarbæjar (vinnuhópar, starfsnefndir). Formaður slíkra hópa fái greiðslu 5% viðmiðunarfjárhæðar (nema viðkomandi sé starfsmaður bæjarins) og almennir nefndarmenn fái 3%.
    Breytingin taki gildi 1. júní 2022.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram umsókn um fjárstyrk til að tryggja rekstrargrundvöll Íslandsdeildar Transparency International.
    Bæjarráð - 587 Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
    Samþykkt samhljóða.

  • Lögð fram til kynningar umsókn Grundarfjarðarbæjar um styrk vegna fráveituframkvæmda sem tengjast blágrænum lausnum, einkum vegna framkvæmda í götum, þ.e. í Hrannarstíg ofan Grundargötu og Borgarbraut ofan Grundargötu.

    Bæjarráð - 587
  • Lögð fram til kynningar umsókn Grundarfjarðarbæjar um styrk til fráveitulausnar vegna nýbyggingar að Grundargötu 12-14.

    Bæjarráð - 587
  • Lagt fram til kynningar fundarboð vorfundar Landsnets sem haldinn er 28. apríl 2022.
    Bæjarráð - 587

8.Skipulags- og umhverfisnefnd - 235

Málsnúmer 2204004FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 235. fundar skipulags- og umhverfisnefndar. Afgreiðsla á breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals fer fram undir sérstökum lið síðar á fundinum.

  • Almenna umhverfisþjónustan ehf. sækir um stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir tvo 40 feta gáma á lóð sinni, Ártúni 1. Fyrirhugað er að byggja nýtt hús á lóðinni en óskað er eftir stöðuleyfi gáma til bráðabirgða.

    Í lið 3.4 í greinargerð með gildandi deiliskipulagi frá 1999 segir: "Á lóðum er óheimilt að geyma gáma. Þó getur lóðarhafi sótt um stöðuleyfi fyrir gáma til skipulags- og byggingarnefndar. Gámar með slíkt leyfi mega að hámarki standa á lóð í 1 mánuð og skulu þá fjarlægðir." Í breytingu á deiliskipulaginu frá 2015 er ekki vikið frá þessu ákvæði.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 235 Þar sem deiliskipulagið fyrir svæðið er nú í endurskoðun og nú þegar eru gámar á öðrum lóðum á svæðinu, fellst skipulags- og umhverfisnefnd á að veita Almennu umhverfisþjónustunni tímabundið stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir tvo 40 feta gáma á lóðinni.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur umhverfis- og skipulagssviði að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum, í samræmi við gildandi gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Bongó slf. sækir um tímabundið stöðuleyfi fyrir matarvagn sem staðsettur verður á Grundargötu 33, miðbæjarsvæði, líkt og fyrri ár. Umrætt tímabil er frá 15. maí til 15. september 2022. Skipulags- og umhverfisnefnd - 235 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur umhverfis- og skipulagssviði að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum, í samræmi við gildandi gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Vegna aukinnar eftirspurnar eftir lóðum á iðnaðar- og athafnasvæðinu vestan Kvernár, leggur skipulagsfulltrúi til að skipulag og lóðamöguleikar á svæðinu verði teknir til áframhaldandi skoðunar og forvinnu. Deiliskipulag svæðisins er frá 1999 með síðari breytingum frá 2006 (Ártún 1-6), 2015 (Ártún 1) og 2020 (Ártún 3). Mikilvægt er að lóðirnar sem skipulagið gerir ráð fyrir séu tiltækar og mæti þörfum dagsins í dag.

    Forsaga málsins:
    Þann 14. janúar 2021, fól bæjarstjórn skipulags- og umhverfisnefnd að skoða gildandi deiliskipulag á iðnaðarsvæðinu með tilliti til ábendingar sem fram kom í minnisblaði um efnistökumál/efnisnámu í Lambakróarholti, dags. 14.01.2021 þar sem fjallað er um iðnaðarsvæðið (merkt I-1 í nýja aðalskipulaginu) og Lambakróarholtsnámu (merkt E-3 í aðalskipulaginu nýja).

    Á 224. fundi sínum þann 27. janúar 2021, tók skipulags- og umhverfisnefnd vel í erindið og fól skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæðið.

    Í fundargerð frá fundi ráðgjafarfyrirtækisins Alta með skipulags- og byggingarfulltrúa þann 2. febrúar 2021, var gerð grein fyrir forsendum frekari breytingar á deiliskipulaginu ásamt umræðupunktum og er fundargerðin lögð hér fram til grundvallar áframhaldandi vinnu við deiliskipulagsbreytinguna.

    Ekki voru áætlaðir fjármunir í vinnu vegna breytingar á deiliskipulaginu á þessu ári. Engu að síður telur skipulagsfulltrúi að mikilvægt sé að hefja endurskoðun á deiliskipulaginu sem fyrst.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 235 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir með skipulagsfulltrúa að nauðsynlegt sé að fara tafarlaust í deiliskipulagsbreytingu fyrir iðnaðarsvæðið. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar og felur nefnd og skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning að endurskoðun deiliskipulags fyrir iðnaðarsvæðið við Kverná. Tillaga verði lögð fyrir bæjarstjórn um umfang, tímaramma og kostnað.
  • Skipulagsfulltrúi kynnti grófa verk- og tímaáætlun vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiliskipulag Framness og hafnarsvæðis austan Nesvegar og sagði frá öflun tilboða og vali á ráðgjafarstofu vegna þessarar vinnu.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 235
  • Lögð fram til kynningar endurbætt tillaga að útsetningu nýrra lóða vestan við Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól, eftir samráð við fulltrúa úr stjórn Fellaskjóls. Breytingarnar fela í sér: fækkun íbúðareininga um eitt (úr 8 einingum í 7), fækkun bygginga úr þremur í tvær, örlitla hliðrun bygginga innan lóðar þannig að fjögurra eininga raðhús er miðjusett á Fellaskjólsbygginguna. Jafnframt er akfæra göngustígnum hliðrað örlítið. Skipulags- og umhverfisnefnd - 235 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir endurbætta tillögu og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytta tillögu og auglýsa breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur nefndin til að haldinn verði kynningarfundur fyrir stofnanir og íbúa í næsta nágrenni á auglýsingartímanum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar, en afgreiðslu tillögunnar er jafnframt að finna undir sérlið á dagskrá bæjarstjórnarfundarins.

  • Fannar Þór Þorfinnsson vék af fundi undir þessum lið.

    Lagðar fram til kynningar tillögur að nýjum lóðarblöðum fyrir Sæból 1-11, Sæból 13, Grundargötu 40-42 og Eyrarveg 12-18.

    Á vegum skipulags- og umhverfissviðs fer fram vinna við að mæla upp lóðir í Grundarfirði, einkum í tengslum við endurnýjun á lóðarleigusamningum sem eru að renna út. Fyrsti liður í þeirri vinnu var að mæla upp lóðir á reit sem afmarkast af austurhlið lóðar FSN, Grundargötu, Eyrarvegi og Sæbóli. Lóðirnar voru mældar upp af nýrri loftmynd í mjög góðri upplausn og voru lóðarmörkin dregin með tilliti til núverandi notkunar, gróðurs og girðinga á svæðinu.

    Við uppmælinguna kom í ljós að stærð lóða í lóðarleigusamningum er víða ekki í samræmi við núverandi notkun lóða og er því lagt til að mörkin verði löguð að raunstærð á nýjum lóðarblöðum með tilheyrandi leiðréttingu á stærðum lóða. Fyrir liggur að byggingarfulltrúi er einn lóðarhafa og kemur hann því ekki að undirbúningi eða afgreiðslu þessa máls.

    Á 258. fundi bæjarstjórnar þann 6. apríl 2022 samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar að fela skipulagsfulltrúa að kynna fyrir lóðarhöfum niðurstöðu uppmælinga og nýja afmörkun lóðarmarka fyrir Sæból 1-11, Sæból 13, Grundargötu 40-42 og Eyrarveg 12-18.

    Ennfremur var skipulagsfulltrúa falið að ganga frá endanlegum lóðarblöðum, eftir atvikum að fengnum sjónarmiðum lóðarhafa, til endanlegrar staðfestingar og undirritunar bæjarstjóra sem skal jafnframt undirrita og ganga frá lóðarleigusamningum í samræmi við breytingar.


    Að loknum þessum dagskrárlið kom Fannar Þór Þorfinnsson aftur inn á fundinn.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 235
  • Lagt fram til kynningar erindi frá stjórn verkefnisins "Römpum upp Ísland", sem jafnframt var lagt fram á 259. fundi bæjarstjórnar þann 7. apríl sl.

    Bæjarstjórn fól þá umhverfis- og skipulagssviði að skrá sveitarfélagið til þátttöku í verkefninu "Römpum upp Ísland" og í framhaldinu að athuga hugsanlega styrki til þess að framkvæma úttekt á aðgengismálum í og við opinberar byggingar og mannvirki í sveitarfélaginu.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 235
  • Staða mála í vinnslu hjá skipulags- og umhverfissviði.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 235 Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi sögðu frá málum sem þau hafa haft til vinnslu frá síðasta fundi nefndarinnar.
  • Halldóra Hreggviðsdóttir, jarðfræðingur og hagverkfræðingur og ráðgjafi hjá Alta, kynnti hugmyndafræði og útfærslur blágrænna ofanvatnslausna.

    Bæjarfulltrúum hafði verið boðið að sitja fund skipulags- og umhverfisnefndar undir þessum síðasta lið á dagskrá, vegna kynningar Halldóru og umræðna að kynningunni lokinni.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 235 Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Halldóru Hreggviðsdóttur fyrir góða kynningu til upprifjunar á kostum blágrænna ofanvatnslausna.

9.Menningarnefnd - 33

Málsnúmer 2204006FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða 33. fundargerð menningarnefndar.
  • Þurí sagði frá "Let´s come together" verkefninu, sem ætlað er fyrir íbúa af erlendum uppruna. Grundarfjarðarbær og Svæðisgarðurinn Snæfellsnes eru samstarfsaðilar, en Alicja Chajewska og Sigurborg Kr. Hannesdóttir leiða verkefnið.

    Einnig sagði hún frá því að hafin væri vinna við að gera myndbönd til kynningar á Grundarfirði (mannlíf og þjónusta) - en verið er að kanna áhuga fyrirtækja um samstarf með Grundarfjarðarbæ um gerð þeirra og kostnaðarþátttöku.

    Ennfremur er í undirbúningi að vinna kynningarblað sem allir nýir íbúar sem flytja í Grundarfjörð fá afhenta, þegar þeir flytja í bæinn.

    Menningarnefnd - 33
  • 9.2 2204015 Sumarverkefni 2022
    Farið var yfir helstu verkefni sem fyrir liggja í sumar og hvaða verkefni menningarnefnd leggur áherslu á að verði framkvæmd í sumar.

    Sótt var um styrk í Barnamenningarsjóð vegna verkefnis sem tengist sumarnámskeiðum fyrir börn í fyrstu bekkjum grunnskólans, sem íþrótta- og tómstundafulltrúi heldur utan um. Um er að ræða samstarfsverkefni við listamenn sem börnin á sumarnámskeiði Grundarfjarðarbæjar myndu fá að hitta eða fá sem gestakennara.

    Einnig er vilji til samstarfs við listamenn bæjarins vegna listsköpunar í bæjarfélaginu. Skoða á möguleikann á að nýta svæðið við "ferninginn", miðbæjarsvæðið, þar sem víkingahúsið er, fyrir listrænar útfærslur á umhverfinu.
    Menningarnefnd - 33 Menningarnefnd tekur vel í þær hugmyndir sem ræddar voru á fundinum, sem m.a. snúa að skólalóð við grunnskólann.

    Starfsmanni menningarnefndar falið að stofna til samtals við listmenn bæjarins varðandi samstarf vegna sumarnámskeiðanna og mögulegrar uppsetningar á listaverkum á miðbæjarsvæði sem og annarra listtengdra verkefna, t.d. mála veggi á stofnunum bæjarins.

  • 9.3 1801048 Sögumiðstöðin
    Farið yfir stöðuna á framkvæmdum í Sögumiðstöð og nýtingu hennar.
    Ingi Hans Jónsson, Ildi, heldur utan um framkvæmdir á húsinu, skv. samningi við bæinn. Af persónulegum ástæðum hafa framkvæmdirnar gengið hægar en upphaflega var ætlunin.

    Í vetur hafa þó nokkrir hópar verið að nýta sér aðstöðuna í Sögumiðstöðinni, s.s. handverkshópur eldri borgara, karlakaffi, Vinahús Rauða kross deildarinnar og Félag eldri borgara í Grundarfirði, í samvinnu við Grundarfjarðarbæ.

    Lionsklúbbur Grundarfjarðar hefur einnig afnot af húsinu og gaf klúbburinn höfðinglega gjöf til hússins; nýtt matar- og bollastell.

    Nú hefur Handverkshópur óskað eftir því að vera með aðstöðu í húsinu í sumar, til sölu á handverki. Það er í skoðun.
    Menningarnefnd - 33 Menningarnefnd þakkar Lionsklúbbi Grundarfjarðar kærlega fyrir höfðinglega gjöf.

    Starfsmaður menningarnefndar sagði nefndinni fá nýtingu á Sögumiðstöðinni. Nefndinni þykir ánægjulegt hversu vel húsið hefur verið að nýtast bæjarbúum og félagasamtökum.

    Starfsmaður menningarnefndar segir frá því að unnið er að samantekt þeirra verkþátta sem eftir eru við endurbætur á húsinu og kostnaðaráætlun, en bæjarstjóri fól byggingarfulltrúa að taka þetta saman. Nefndin vonast til þess að framkvæmdir á húsinu klárist sem fyrst svo hægt sé að fullnýta allt húsið.

    Varðandi aðstöðu handverkshóps í Sögumiðstöðinni í sumar er starfsmanni falið að tala við hópinn og fá nánari upplýsingar um þeirra hugmyndir að viðveru og starfsemi. Nefndin telur að ekki sé hægt að leigja húsið í heild út í allt sumar fyrir einn hóp en tekur samt sem áður vel í erindið og er opin fyrir þeirra hugmyndum um nýtingu á húsinu.
    Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir þakkir til Lionsklúbbs Grundarfjarðar fyrir höfðinglega gjöf.
  • Farið yfir stöðuna á Samkomuhúsi Grundarfjarðar.

    Í júlí 2021 varð stórfellt vatnstjón í Samkomuhúsinu sem leiddi til þess að skipt var um meirihluta gólfefnis. Ákveðið var að endurnýja og betrumbæta aðstöðu í eldhúsi og voru pantaðar nýjar innréttingar frá Fastus og aðstaða og uppsetning í eldhúsi aðlöguð að notkun hússins.

    Kvenfélagið verður áfram með aðstöðu í húsinu og verið er að sérhanna og smíða nýja geymsluskápa og aðstöðu fyrir félagið.

    Til stendur einnig að fara í þakskipti á eldri (hærri) hluta hússins í sumar, verkið var boðið út og eru áætluð verklok um mitt sumar 2022.
    Menningarnefnd - 33 Menningarnefnd fagnar því að framkvæmdum í húsinu sé að ljúka og að vel hefur tekist til.
  • Menningarnefnd - 33 Lagt er til að sótt verði um styrk í "List fyrir alla - Barnamenningarsjóð" á næsta ári til að halda barnamenningarhátíð í Grundarfirði vorið 2023.

10.Skólanefnd - 162

Málsnúmer 2204009FVakta málsnúmer

  • 10.1 1808033 Málefni leikskólans
    Heiðdís Lind Kristinsdóttir skólastjóri Leikskólans Sólvalla og Rut Rúnarsdóttir fulltrúi foreldra eru gestir undir þessum lið.

    Skólanefnd - 162 Tillaga að skóladagatali komandi skólaárs fyrir Leikskólann Sólvelli lagt fram.

    Skólanefnd lýsti ánægju með fyrirhugaða námsferð starfsfólks leikskólans til útlanda á næsta ári.

    Rætt um fjölda starfsdaga og fyrirkomulag, t.d. um jól.

    Ákveðið að rýna betur í starfsdaga og samþykkt að ný skólanefnd afgreiði skóladagatalið á sínum fyrsta fundi.

    Hér viku þær Heiðdís og Rut af fundi og var þeim þakkað fyrir komuna.
  • Unnið er að uppbyggingu á innra starfi leikskólans.
    Skólanefnd - 162 Bæjarstjóri sagði frá því að þann 6. apríl sl. hafi bæjarfulltrúar átt fund í samkomuhúsinu með starfsfólki leikskólans. Fundurinn var liður í þeirri vinnu sem nú fer fram við endurskoðun og uppbyggingu innra starfs í leikskólanum, en við það nýtur skólinn aðstoðar frá Ásgarði, skólaráðgjöfum.

    Bæjarstjóri sagði að samtalið hafi verið mjög gagnlegt en það snerist um (1) hvernig mætti styrkja leikskólastigið, (2) hvernig megi auka skilning (allra) á tilgangi leikskólastarfs, skv. lögum og aðalnámskrá, og (3) hvernig megi styrkja starfsumhverfið og samvinnu.

    Á fundi bæjarráðs í gær hafi verið samþykkt að fela bæjarstjóra og leikskólastjóra að stilla upp helstu skilaboðum úr umræðum fundarins, þannig að hægt sé að taka áfram í innra starfi leikskólans þau verkefni sem heyra undir starfsmannahópinn og að til bæjarráðs/bæjarstjórnar komi þau atriði sem þar þarf að bregðast við.

  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri Grunnskóla sat fundinn undir þessum lið.
    Skólanefnd - 162 Sigurður lagði fram skóladagatal fyrir komandi skólaár. Rætt og samþykkt að ný skólanefnd afgreiði dagatalið endanlega á fyrsta fundi sínum.

    Sigurður fór yfir starfsemi grunnskólans, m.a. ræddi hann starfsmannamál, um Grænfánaúttekt sem var flaggað með virktum þann 6. janúar sl. á afmæli skólans en hann varð 60 ára.

    Nemendur náðu að gróðursetja 4-500 birkiplöntur, en Yrkjusjóður átti ekki plöntur fyrir vorið. Plöntur komi aftur í haust.

    "Uppbyggingarstefnan" hefur legið niðri í ár, en vonir standa til að byrja upp á nýtt á næsta skólaári.

    Hann sagði frá því að nefnd sem bæjarstjórn skipaði til að skoða stöðu og hönnun skólalóðar myndi funda nk. fimmtudag.

    Nemendafjöldi í lok vorannar er 99 nemendur í 1. - 10. bekk.


    Sigurður sýndi og sagði frá niðurstöðum starfsmannakönnunar (Skólapúlsinn) hjá starfsfólki grunnskólans.
  • Sigurður Gísli er áfram gestur undir þessum lið fundarins.
    Skólanefnd - 162 Tillaga að skóladagatali leikskóladeildarinnar Eldhamra lagt fram.

    Rætt var um starf deildarinnar og samanburð við Leikskólann Sólvelli, einkum hvað varðar starfstíma (páska- og jólafrí). Í umræðum kom fram að það væri tímabært að skoða starf Eldhamradeildarinnar og rýna hvernig til hefði tekist frá stofnun hennar.

    Rætt og samþykkt að dagatalið verði afgreitt endanlega af nýrri skólanefnd á sínum fyrsta fundi.

  • Sigurður skólastjóri og Linda María Nielsen aðstoðarskólastjóri sitja fundinn undir þessum lið.

    Linda María fór yfir minnispunkta um starf skólans og lagt var fram skóladagatal komandi skólaárs.

    Skólanefnd - 162 Eftirfarandi kom fram hjá Lindu Maríu um starf tónlistarskólans:

    - Það voru um 50 nemendur í skólanum í vetur. Alltaf eru einhverjar breytingar á áramótum, einhverjir sem hætta og aðrir hefja nám.

    - Í janúar fór af stað blástursátak, þar sem nemendum í 2.-4.bekk var boðið í frítt blástursnám. Um er að ræða 20 mínútna einkatíma einu sinni í viku og samspil/hljómsveit einu sinni í viku. Þrettán nemendur skráðu sig og mikil ánægja er meðal nemenda og kennara. Það er álit kennaranna að gott væri að svona blástursfornám væri í eitt ár og því óska kennarar eftir því, að sögn Lindu, að skólanefnd leggi til að þessu verði áframhaldið næsta vetur, þ.e. að nemendur geti skráð sig í eitt ár í frítt blástursfornám, svo framarlega sem að plássið leyfi.

    - Bent Marinósson lét af störfum 1. janúar sl. en Valbjörn Snær Lilliendahl hóf störf og kennir á gítar, bassa og samspil.

    - Covid hafði áhrif á starf vetrarins, eins og annars staðar í þjóðfélaginu. Jólatónleikar féllu niður vegna samkomutakmarkana en í staðinn var nemendum boðið í jólastund í tónlistarskólanum. Ekki þurfti að fella niður kennslu vegna takmarkana, einungis þegar bylgjan gekk yfir Grundarfjörð og skólar lokuðu í eina viku í nóvember. Hins vegar setti veðrið strik í reikninginn hjá skólanum í janúar þegar hver lægðin á fætur annarri gekk yfir landið á mánudögum. Valbjörn og Baldur urðu því að kenna í gegnum fjarkennslu einhverjar vikur.

    - Nemendur Eldhamra fengu sína tónlistartíma í vetur hjá Alexöndru.

    - Tónlistarskólinn tók þátt í Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, þetta árið. Þeir Einir Hugi Guðbrandsson og Haukur Orri Bergmann Heiðarsson voru fulltrúar okkar og stóðu sig af mikilli prýði. Hátíðin fyrir Vesturland og Vestfirði var haldin í Stykkishólmi 19. mars sl.

    - Í vetur hafa nemendur tónlistarskólans farið í Sögumiðstöðina og spilað fyrir eldri borgara sem sækja þar "molakaffi á miðvikudögum". Hafa nemendur haft mjög gaman af því og einnig hafa áheyrendur þar notið góðs af.

    - Linda og Valbjörn eru að undirbúa raftónlistarnámskeið sem verður í boði næsta vetur og mun Valbjörn sjá um það. "Hljóðbúrið" innaf salnum í skólanum verður m.a. nýtt undir það.

    - Þessa dagana er verið að æfa fyrir vortónleika tónlistarskólans og er tilhlökkun að geta loksins boðið fólki að mæta og hlusta og njóta. Vortónleikar og skólaslit tónlistarskólans verða fimmtudaginn 19. maí kl 17:00 í samkomuhúsinu.



    Lögð fram til umræðu tillaga skólastjórnenda um skóladagatal tónlistarskólans fyrir komandi skólaár. Rætt og samþykkt að ný skólanefnd afgreiði það endanlega á fyrsta fundi sínum, samhliða afgreiðslu annarra skóladagatala.

    ---

    Hér viku Sigurður Gísli og Linda María af fundi og var þeim þakkað fyrir komuna og upplýsingarnar.

    Varðandi beiðni tónlistarskólans um að blástursátaki verði haldið áfram næsta vetur, þ.e. að nemendur geti skráð sig í eitt ár í frítt blástursfornám, þá tekur skólanefnd jákvætt í erindið, en forsendur þess eru að námið rúmist innan stöðugilda skólans og sé ekki kostnaðarauki í rekstri hans.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skólanefndar vegna beiðni tónlistarskólans um að blástursátaki verði haldið áfram næsta vetur, þ.e. að nemendur geti skráð sig í eitt ár í frítt blástursfornám, á þeim forsendum sem skólanefnd leggur til.

  • Lagt fram til kynningar erindi skólastjórnenda á Snæfellsnesi til byggðasamlags um Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, frá því á árinu 2021. Ennfremur kynningarbréf FSS, sem viðbrögð við erindinu.

    Skólanefnd - 162

11.Skipulags- og umhverfisnefnd - 236

Málsnúmer 2204010FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða 236. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Sótt er um byggingarleyfi til endurnýjunar á þaki á húsi fyrirtækisins á Borgarbraut 1 í Grundarfirði. Húsið er í dag nýtt sem áhaldahúsgeymsla.
    Haustið 2021 fauk hluti þaks í óveðri sem gekk yfir og er núverandi þak í slæmu ástandi. Breytingar eru gerðar á burðarvirki þaksins og telur byggingarfulltrúi að fyrirhuguð framkvæmd sé háð byggingarleyfi.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 236 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við umsókn um endurnýjun á þaki húss við Borgarbraut 1 og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að öllum skilyrðum uppfylltum, sbr. 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012, með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð fram umsókn um byggingarheimild vegna stækkunar á sumarhúsi í landi Hallbjarnareyrar (F2114650).
    Í Aðalskipulagi Grundarfjarðar er jörðin Hallbjarnareyri skilgreind sem landbúnaðarsvæði (L136610) og er hún í eigu Ríkissjóðs. Lóðarleigusamningur er í gildi frá 2012. Í samningnum er ekki er kveðið á um hámarksfermetrafjölda sumarhússins.

    Núverandi sumarhús, sem byggt var árið 1989, er skráð 40,3 m2 en eftir stækkun verður það samtals 164,3 m2.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 236 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við umsókn um stækkun sumarhúss í landi Hallbjarnareyrar og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild að öllum skilyrðum uppfylltum, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012, með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð er fram umsókn Grundarfjarðarbæjar um framkvæmdaleyfi vegna áframhaldandi uppbyggingar áningarstaðar fyrir ferðamenn við Kirkjufellsfoss.

    Áður hefur verið veitt framkvæmdaleyfi fyrir gerð nýs bílastæðis og er þeirri framkvæmd að mestu lokið. Framkvæmdirnar eru í samræmi við deiliskipulag svæðisins frá 2018, að frátöldum rampi sunnan við útsýnisstíginn sem er viðbót. Hins vegar er lega göngustíga sýnd í deiliskipulagi svæðisins sem leiðbeinandi lína. Jafnframt er í deiliskipulaginu kveðið á um að efnisnotkun skuli taka mið af náttúru svæðisins.

    Nú er unnið að verkteikningum og undirbúningi verðkönnunar eða útboða einstakra verkþátta.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 236 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti umsókn um framkvæmdaleyfi vegna áframhaldandi uppbyggingar við Kirkjufellsfoss og leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði gefið út þegar endanlegar verkteikningar liggja fyrir.

    Jafnframt telur nefndin að tillaga að rampi, sem liggur sunnan við útsýnisstíginn, samræmist vilja sveitarfélagsins um bætt aðgengi eins og tekið er fram í deiliskipulaginu. Nefndin telur einnig að tillaga að efnisnotkun henti vel á þessum fjölmenna ferðamannastað.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Samgöngustofu dags. 27. apríl sl. um Umferðarþing sem haldið verður 23. september nk.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 236
  • Lagðar fram til kynningar upplýsingar vegna greiningar á skæðri fuglaflensu á Íslandi, apríl 2022, og hvernig á að bregðast við.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 236
  • Í samstarfi við Sjálfsbjörgu, mun umhverfis- og skipulagssvið láta gera úttekt á aðgengi opinberra bygginga í Grundarfirði, Stykkishólmi, Helgafellssveit og Eyja- og Miklaholtshreppi í lok maí eða byrjun júní 2022. Í skýrslunni verða settar fram tillögur að úrbótum sem hægt verður að nota til þess að sækja um framkvæmdastyrki t.d. Römpum upp Ísland.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 236 Bókun fundar Bæjarstjórn fagnar þessu verkefni og þakkar skipulagsfulltrúa fyrir frumkvæðið.
  • Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og byggingarfulltrúi gerðu grein fyrir og fóru yfir önnur mál sem eru í vinnslu.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 236

12.Grundargata 30 - þróun og framtíðarnot

Málsnúmer 2009041Vakta málsnúmer

Fundargerð starfshópsins og tillögur arkitekts um G30.
Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir að vinna áfram með tillögu 2 (A og B).

Fjarnámsaðstaða hefur síðan 2019 verið staðsett í húsinu. Meðan húsrúm leyfir, munu opið fundarrými, sem og fundarherbergi, skv. tillögunum, jafnframt standa fjarnemum til boða.

Bæjarstjórn felur byggingarfulltrúa að vinna með arkitektinum að frekari útfærslu tillögunnar.


Samþykkt samhljóða.

13.Starfshópur um grunnskólalóð

Málsnúmer 2112024Vakta málsnúmer

Lagðir fram fundarpunktar fyrsta fundar starfshóps um grunnskólalóð, sem skipaður var til að yfirfara og gera tillögur um umbætur á skólalóð - áfangaskipt til nokkurra ára.

Bæjarstjórn þakkar fyrir þessa fundarpunkta og fagnar því að börnum sé sérstaklega boðið að borðinu til að rýna og gera tillögur um skólalóð og leiksvæði, undir handleiðslu kennara.

14.Samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar og erindisbréf nefnda

Málsnúmer 2201015Vakta málsnúmer

Síðari umræða um breyttar samþykktir um stjórn Grundarfjarðarbæjar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að breyttum samþykktum um stjórn Grundarfjarðarbæjar.

15.Laun bæjarfulltrúa og nefnda Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 2204019Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga bæjarráðs um laun bæjarfulltrúa og nefnda á vegum bæjarins.

Lagt er til að þau verði óbreytt, að undanskilinni þeirri breytingu að laun verkefnabundinna nefnda og starfshópa sem bæjarstjórn skipar eru lækkuð og verða því ekki lengur þau sömu og fastanefnda bæjarins.

Allir tóku til máls.

Tillaga um laun samþykkt samhljóða.

16.Fjarskiptasamband í Grundarfirði

Málsnúmer 2202004Vakta málsnúmer

Í febrúar og mars sl. fór fram umfjöllun bæjarráðs og bæjarstjórnar um fjarskiptamál í Grundarfirði. Bæjarstjórn ályktaði um málið á 257. fundi sínum þann 10. mars sl. og setti fram ósk um samtal við fjarskiptafyrirtæki um skoðun og úrbætur á fjarskipta-/netsambandi.
Þessi vinna bæjarstjórnar byggði m.a. á fyrri samtölum við Mílu og ekki síst fjölmörgum ábendingum íbúa um gæði fjarskipta, sem teknar voru saman í febrúar sl. að frumkvæði bæjarins og sendar fjarskiptafyrirtækjum til skoðunar, með ósk um viðbrögð. Ábendingar íbúa snéru bæði að heimilistengingum og farsíma - hér má lesa ábendingarnar:

Í febrúar og mars sl. fór fram umfjöllun bæjarráðs og bæjarstjórnar um fjarskiptamál í Grundarfirði. Bæjarstjórn ályktaði um málið á 257. fundi sínum þann 10. mars sl. og setti fram ósk um samtal við fjarskiptafyrirtæki um skoðun og úrbætur á fjarskipta-/netsambandi.
Þessi vinna bæjarstjórnar byggði m.a. á fyrri samtölum við Mílu og ekki síst fjölmörgum ábendingum íbúa um gæði fjarskipta, sem teknar voru saman í febrúar sl. að frumkvæði bæjarins og sendar fjarskiptafyrirtækjum til skoðunar, með ósk um viðbrögð. Ábendingar íbúa snéru bæði að heimilistengingum og farsíma - hér má lesa ábendingarnar:

Ábendingar íbúa um síma- og netsamband í Grundarfirði 4. feb. 2022.pdf

Í framhaldinu hafa bæjarfulltrúar, bæjarstjóri og byggingarfulltrúi átt fundi með Mílu, Símanum, Vodafone og Nova.

Fyrir liggja nú þegar aðgerðir og áform fyrirtækjanna, um greiningu og úrbætur, sem lesa má í fréttum á vef bæjarins.


Í framhaldinu hafa bæjarfulltrúar, bæjarstjóri og byggingarfulltrúi átt fundi með Mílu, Símanum, Vodafone og Nova.

Fyrir liggja nú þegar aðgerðir og áform fyrirtækjanna, um greiningu og úrbætur, sem lesa má í fréttum á vef bæjarins.
Lagt er til að bæjarstjóra verði falið að fylgja eftir samtölum við fjarskiptafyrirtækin og að kynna þessi samtöl og aðgerðir þeirra frekar fyrir bæjarbúum.

17.Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - Beiðni um tilnefningu fulltrúa í samráðshóp um forsendugreiningu fyrir verndun Breiðafjarðar

Málsnúmer 2204022Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dags. 14. apríl 2022 með beiðni um tilnefningu fulltrúa í samráðshóp varðandi forsendugreiningu fyrir verndun Breiðafjarðar og tengsl við byggðaþróun.

Lagt er til að ný bæjarstjórn tilnefni í hópinn.

Samþykkt samhljóða.

18.Sýslumaðurinn á Vesturlandi - Umsagnarb.rek.G.IV-Grundarfjörður Guesthouse & Harbour cafe, Nesvegi 5, Grundarfirði

Málsnúmer 2107017Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn við umsókn Grundarfjörður Guesthouse & Harbour cafe um rekstrarleyfi vegna veitingastaðar á jarðhæð (viðbót við áður útgefið rekstrarleyfi til gistingar) sem rekinn yrði sem Grundarfjörður bed and breakfast, Nesvegi 5.

Fyrir liggja jákvæðar umsagnir slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa, eftir úttektir.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.

Forseti ber upp tillögu um að taka eftirfarandi mál á dagskrá með afbrigðum frá boðaðri dagskrá. Málið var afgreiðslumál á fundi skipulags- og umhverfisnefndar sem afgreiddur hefur verið hér fyrr á fundi bæjarstjórnar. Til skýrleika er málið gert að sérstökum dagskrárlið. Samþykkt samhljóða.

19.Deiliskipulag Ölkeldudals, breyting

Málsnúmer 2003015Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals ásamt nýjum lóðum vestan við Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól, sem unnin hefur verið í samstarfi við stjórn Fellaskjóls.
Bæjarstjórn samþykkir uppfærða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals ásamt nýjum lóðum vestan við Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól, sem unnin hefur verið í samstarfi við stjórn Fellaskjóls. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
Hér vék Garðar Svansson af fundi, kl. 20:57, og þakkaði hann fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu.

20.Breiðafjarðarnefnd - Fundargerðir

Málsnúmer 2101034Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Breiðafjarðarnefndar, fundargerð 200. fundar sem haldinn var 15. febrúar sl. og fundargerð 201. fundar sem haldinn var 5. apríl sl.

21.SSV - Samgöngu- og innviðaáætlun Vesturlands

Málsnúmer 2204021Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar útgefin samgöngu- og innviðaáætlun Vesturlands, 2021, sem unnin er og gefin út af Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.

22.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 909

Málsnúmer 2204025Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 909. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 27. apríl sl.

23.Samgöngustofa - Umferðarþing 23. september 2022

Málsnúmer 2204020Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Samgöngustofu dags. 27. apríl sl. um Umferðarþing sem haldið verður 23. september nk.

Erindið hefur einnig verið kynnt skipulags- og umhverfisnefnd, sem fer með umferðarmál.

Fylgiskjöl:
Fundargerð hafnarstjórnar lá ekki fyrir við boðun bæjarstjórnarfundar, en boðað var að hún kæmi til afgreiðslu fundarins.

24.Hafnarstjórn - 18

Málsnúmer 2204008FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn þakkar fundargerðina og tekur undir þakkir og kveðjur til fráfarandi fulltrúa í hafnarstjórn og til hafnarstjóra og hafnarstjórnar fyrir góðan rekstur.

  • 24.1 2204002 Ársreikningur 2021
    Ársreikningur Grundarfjarðarhafnar 2021 lagður fram.
    Hafnarstjórn - 18 Samkvæmt ársreikningnum eru heildartekjur 141 millj. kr., en árið 2020 voru tekjurnar 97 millj. kr.

    Laun og önnur rekstrargjöld voru tæpar 63 millj. kr., en voru tæpar 62 millj. kr. árið 2020. Þar af var viðhald fasteigna 3,9 millj. kr. samanborið við 15,7 millj.kr. árið 2020. Afskriftir fastafjármuna eru rúmar 12 millj. kr., samanborið við 9,5 millj. kr. árið 2020. Að teknu tilliti til fjármagnsgjalda að fjárhæð 0,25 millj. kr. er rekstrarniðurstaða hafnarsjóðs jákvæð um rétt tæpar 66 millj. kr. árið 2021, en var jákvæð um 25,4 millj. kr. árið 2020.

    Fjárfest var fyrir tæpar 42 millj. kr. árið 2021, en fyrir 133,5 millj. kr. árið 2020 og 121,3 millj. kr. árið 2019, eða samtals fyrir um 297 millj. kr. síðustu þrjú árin.

    Þrátt fyrir þessar miklu fjárfestingar er höfnin skuldlaus frá og með mars 2022.

    Ársreikningur Grundarfjarðarhafnar 2021 samþykktur samhljóða af hafnarstjórn.

    Hafnarstjórn lýsir ánægju með góða niðurstöðu ársins 2021.

    Hafnarstjórn þakkar hafnarstjóra trausta og góða stjórnun hafnarinnar.
  • Farið var yfir stöðu hafnarframkvæmda og helstu verkefna. Hafnarstjórn - 18 Hafnarstjórn lýsir ánægju með áhrif þeirra miklu hafnarframkvæmda sem höfnin hefur staðið fyrir undanfarin ár, með 130 metra lengingu Norðurgarðs.
    Með lengingunni er dýpi á stórstraumsfjöru orðið um 10 metrar og þannig er hægt að taka á móti stærri og djúpristari skipum en áður.

    Við framkvæmdina skapaðist einnig tæplega 5.000 m² nýtt athafnasvæði, til viðbótar við athafnasvæðið sem var um 4.200 m².

    Framkvæmdin hefur skilað sér hratt, í auknum umsvifum og tekjum, fyrir höfn og þjónustufyrirtækin við höfnina - mun hraðar en hafnarstjórn áætlaði.

    Búið er að kaupa nýja flotbryggju, breiðari og lengri, í stað eldri, sem verður seld. Nýja flotbryggjan er 30x4 metrar en sú gamla er 24x3 metrar. Með stærri flotbryggju er skapað meira öryggi fyrir gesti skemmtiferðaskipa, sem koma á léttabátum frá skipum sem liggja við ankeri á ytri höfn.

    Almenna umhverfisþjónustan vinnur nú við að brjóta upp elsta hluta þekjunnar á Grundarfjarðarhöfn en hluti hennar var farinn að síga töluvert og kominn tími á endurnýjun. Skipt verður um raflagnir í leiðinni en nýjar og stærri lagnir verða lagðar í raftengikassa fyrir skipin.

  • Formaður kynnti að búið er að semja við Eflu um að annast endurskoðun deiliskipulags hafnarsvæðis á Framnesi austan Nesvegar og er sú vinna hafin.
    Auk þess er í undirbúningi vinna við deiliskipulag Framness og annast Efla ennfremur skipulagsráðgjöf þar.
    Skipulagsfulltrúi hefur umsjón með verkefninu og mun hafnarstjórn hafa aðkomu að því vegna hafnarsvæðisins.

    Hafnarstjórn - 18
  • Fram kom að í sumar eru bókaðar 43 komur skemmtiferðaskipa til Grundarfjarðarhafnar og að tekjur hafnar af skemmtiferðaskipum verða nú um 33% heildartekna, þrátt fyrir mikla aukningu tekna af þjónustu við fiskiskip.

    Hafnarstjórn - 18 Lagt var fram yfirlit hafnarstjóra um komur skemmtiferðaskipa í Grundarfjarðarhöfn frá árinu 2002.

    Fjöldi skipa hefur aukist síðustu árin og tekjur hafnarinnar sömuleiðis. Þjónusta við skemmtiferðaskip kemur til yfir sumarið, þegar minnst hefur verið að gera í löndunum og þjónustu við fiskiskipin. Þannig nýtast hafnarmannvirki og mannskapur vel, án þess að skarast að ráði við þjónustuna við fiskiskip. Skemmtiferðaskipin hafa því leitt af sér aukna arðsemi hafnarmannvirkja og aðstöðu, og auknar tekjur og styrkingu hafnarsjóðs sem getur á móti veitt enn betri þjónustu. Auk þess hafa skipin þýtt atvinnutækifæri fyrir fólk á svæðinu, því fjöldi fólks á Snæfellsnesi vinnur við að þjónusta skip og gesti - sem fara í ferðir um allt Snæfellsnes.

    Árið 2020 komu engin skip vegna Covid og árið 2021 voru komur skemmtiferðaskipa alls 31 talsins. Árið 2019 var síðasta ár fyrir Covid og voru komur skemmtiferðaskipa þá 50 talsins, samtals uppá 787.110 brúttótonn og var farþegafjöldi 17.681 manns. Áætlaður heildarfjöldi annarra gesta á Snæfellsnesi það ár var um 6-900.000 manns.

    Í ár eru bókaðar 43 komur skemmtiferðaskipa, samtals uppá 1906 þús. brúttótonn og með um 50.000 farþega.

    Sumarið 2023 eru nú þegar bókaðar 54 komur skemmtiferðaskipa, samtals uppá 2.330 brúttótonn og með áætlaðan gestafjölda 65.000 manns. Tekjur hafnar af þeim skipum gætu numið um 70 millj. kr. m.v. verðlag og gjaldskrá í dag.

    Hafnarstjórn ræddi um þá þjónustuþætti hjá höfninni sem tengjast auknum komum skipanna og því að skipin eru stærri. Vilji hafnarstjórnar er að höfnin gæti vel að því hvernig skip og gestir eru þjónustaðir, að upplifun gesta sé ánægjuleg og að aðstaðan til móttöku gesta mæti kröfum þeirra. Auk þess sé mikilvægt að samfélagið takist á við verkefnið af jákvæðni, en ljóst er að aukinn gestafjöldi mun hafa áhrif í samfélaginu.

    Í komum skemmtiferðaskipa felast jafnframt atvinnutækifæri fyrir íbúa og þjónustufyrirtæki í bænum og svæðinu öllu, til að veita þjónustu og afþreyingu og mikilvægt er að íbúar þekki og nýti tækifærin sem felast í ferðaþjónustu af þessu tagi.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð 443. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 1. apríl 2022.
    Hafnarstjórn - 18
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Samgöngustofu til hafnarstjóra íslenskra hafna, frá 12. apríl sl.

    Fram kemur að utanríkisráðuneytið vinni nú að innleiðingu á þvingunarráðstöfunum vegna rússneskt skráðra skipa, þannig að skipin megi ekki koma til hafna á Íslandi.
    Umræddar þvingunarráðstafanir hafa þegar verið birtar í eftirfarandi Evrópugerðum:
    Sjá grein 4ha hér: http://data.europa.eu/eli/dec/2022/578/oj
    Sjá grein 3ea hér: http://data.europa.eu/eli/reg/2022/576/oj

    Ennfremur segir að frekari upplýsingar komi þegar ferlið verður lengra komið og gerðirnar komnar í birtingu hér á landi.

    Hafnarstjórn - 18
Forseti ber upp tillögu um að taka næsta mál á dagskrá með afbrigðum frá boðaðri dagskrá. Samþykkt samhljóða.

25.Bréf leikskólastjóra - uppsögn starfs

Málsnúmer 2205005Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnti að Heiðdís Lind Kristinsdóttir skólastjóri Leikskólans Sólvalla hefði sagt upp starfi sínu.

Bæjarstjórn þakkar Heiðdísi Lind fyrir vel unnin störf og gott samstarf, en Heiðdís tók við á einstaklega erfiðu tímabili þar sem heimsfaraldur, mikil veikindi og fleira hefur sett strik í reikninginn.

Heiðdís lýsir því í bréfi sínu að hún vilji draga sig frá stjórnunarstörfum að sinni, af persónulegum ástæðum.

Í gangi hefur verið vinna við uppbyggingu innra starfs í leikskólanum, þar sem Ásgarður skólaráðgjafar liðsinna stjórnendum skólans. Undir þessum lið er jafnframt lagt fram minnisblað Ásgarðs um framgang þessarar vinnu.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að undirbúa auglýsingu starfsins, í samráði við Heiðdísi Lind.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Áður en forseti sleit fundi þökkuðu fundarmenn fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu.

Forseti þakkaði bæjarfulltrúum og bæjarstjóra fyrir gott og ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu og þeim bæjarfulltrúum sem nú víkja úr bæjarstjórn sérstaklega fyrir þeirra framlag í þágu Grundarfjarðarbæjar, þeim Rósu, Hinriki, Sævöru og Unni Þóru.

Rósa Guðmundsdóttir þakkaði bæjarfulltrúum og bæjarstjóra fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu og þeim sem hafa lengur setið fyrir samstarfið, en Rósa lýkur nú sínu fjórða kjörtímabili. Hún sagði þetta hafa verið einstaklega lærdómsrík 16 ár, en Rósa var 24 ára þegar hún tók fyrst sæti í bæjarstjórn.

Hinrik Konráðsson þakkaði bæjarfulltrúum og bæjarstjóra fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu, en hann víkur nú úr bæjarstjórn eftir 8 ár. Hann taldi það hafa verið til gæfu fyrir bæinn að bæjarfulltrúar hafi nálgast viðfangsefnin samstíga.

Bjarni, Sævör og Unnur Þóra þökkuðu sömuleiðis fyrir gott samstarf. Unnur Þóra taldi það mikinn styrk að bæjarfulltrúar hefðu iðulega komið að borði jafnvel með ólíkar skoðanir, en getað rætt sig að niðurstöðu og lausnum sameiginlega.

Bæjarstjóri þakkaði bæjarfulltrúum fyrir einstaklega gott samstarf á tímabilinu. Hún sagðist stolt af bæjarfulltrúum Grundarfjarðarbæjar, fyrir þeirra góða samstarf á tímabilinu - það væri alls ekki svo að öll væru alltaf sammála, en hefðu nálgast lausnir hverju sinni með því að ræða sig að niðurstöðum og þá með heildarmynd í huga.

Að svo búnu sleit forseti 260. fundi bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 21:23.