Málsnúmer 2205006

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 237. fundur - 28.06.2022

Sótt er um tímabundið stöðuleyfi fyrir matarvagn frá 1. júní 2022 til 30. september 2022 en fyrirhugað er að staðsetja matarvagninn á landi Sólbakka í um 38 m fjarlægð frá þjóðveginum.
Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar umsókn um stöðuleyfi fyrir matarvagn með vísun í umsögn Vegagerðarinnar en samkvæmt henni krefst staðsetning matarvagnsins nýs afleggjara við hlið núverandi afleggjara að Sólbakka. Jafnframt eru afleggjarar að Hálsi og bílastæðum við Kirkjufellsfoss innan 250 m og uppfyllir staðsetningin ekki kröfur veghönnunarreglna sem gera ráð fyrir a.m.k. 250 m fjarlægð á milli tenginga.
Ennfremur bendir nefndin á að samkvæmt 1. mgr. 29. gr. vegalaga nr. 120/2012 er óheimilt að tengja vegi þjóðvegum nema í samræmi við skipulag og að fenginni heimild Vegagerðarinnar. Einnig telur nefndin óráðlegt að heimila innakstur og bílastæði á eða við reiðstíg sem er á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019 - 2039.

Nefndin felur skipulagsfulltrúa að fylgja málinu eftir við umsækjanda.