237. fundur 28. júní 2022 kl. 16:30 - 20:15 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS) formaður
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Davíð Magnússon (DM)
  • Ásthildur Elva Kristjánsdóttir (ÁEK)
    Aðalmaður: Heiðrún Hallgrímsdóttir (HH)
  • Eymar Eyjólfsson (EE)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ) starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Kristín Þorleifsdóttir (KÞ) sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Fannar Þór Þorfinnsson (FÞÞ) byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þuríður Gía Jóhannesdóttir Starfsmaður skipulags- og umhverfisnefndar
Dagskrá
Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi bauð fundarmenn velkomna á fyrsta fund nefndarinnar á þessu kjörtímabili.
Björg Ágústsdóttir kynnti lauslega samþykktir og önnur gögn sem nefndin byggir starf sitt á. Hún sagði frá því að bæjarstjórn hafi samþykkt að halda á næstunni sameiginlegan kynningarfund fyrir nefndarfólk.

Kristín afhenti Bjarna Sigurbjörnssyni fráfarandi formanni fundarstjórn næsta liðar.

Björg sat fundinn undir öllum dagskrárliðum að undanskildum liðum nr. 4 og nr. 7-11.

1.Erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar, kosning formanns, varaformanns og ritara

Málsnúmer 2206013Vakta málsnúmer

Erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar lagt fram.
Erindisbréf nefndarinnar kynnt fyrir fundarmönnum.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að formaður nefndarinnar verði Bjarni Sigurbjörnsson og að varaformaður nefndarinnar verði Davíð Magnússon. Jafnframt var samþykkt að ritari nefndarinnar verði starfsmaður Umhverfis- og skipulagssviðs.

Nýr formaður tók við stjórn fundarins.

Formaður nefndarinnar lagði fram tillögu að reglulegum fundardegi og fundartíma í samræmi við ákvæði 8. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar og verða fundir að jafnaði haldnir í Ráðhúsi Grundarfjarðar fyrsta þriðjudag hvers mánaðar, kl. 16:30.

2.Umhverfisrölt 2022-2026

Málsnúmer 2205033Vakta málsnúmer

Á 262. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að halda umhverfisrölti áfram, eins og gert hefur verið síðastliðin fjögur ár. Umhverfisröltið hefur þótt góður vettvangur til þess að efla samtal milli bæjarstjórnar, skipulags- og umhverfisnefndar og íbúa um ýmis mál í nærumhverfinu.

Lagði bæjarstjórn til að skipulags- og umhverfisnefnd ákveði sem fyrst dagsetningu og tíma fyrir röltið í júní/júlí þannig að hægt væri að auglýsa það með góðum fyrirvara.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að umhverfisrölt um bæinn verði miðvikudaginn 17. og fimmtudaginn 18. ágúst nk.

Einnig hyggst nefndin fara umhverfisrúnt um dreifbýlið og verður það auglýst nánar síðar.

3.Hótel Framnes - Stöðuleyfi gámur 2022

Málsnúmer 2206010Vakta málsnúmer

Kamski ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir gám frá 1. júní 2022 til 31. maí 2023, á bak við Hótel Framnes við Nesveg 6-8 en gámurinn hefur staðið þar síðan 2016 a.m.k.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita tímabundið stöðuleyfi til 31. maí 2023.

4.Sólbakki - Stöðuleyfi matarvagns

Málsnúmer 2205006Vakta málsnúmer

Sótt er um tímabundið stöðuleyfi fyrir matarvagn frá 1. júní 2022 til 30. september 2022 en fyrirhugað er að staðsetja matarvagninn á landi Sólbakka í um 38 m fjarlægð frá þjóðveginum.
Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar umsókn um stöðuleyfi fyrir matarvagn með vísun í umsögn Vegagerðarinnar en samkvæmt henni krefst staðsetning matarvagnsins nýs afleggjara við hlið núverandi afleggjara að Sólbakka. Jafnframt eru afleggjarar að Hálsi og bílastæðum við Kirkjufellsfoss innan 250 m og uppfyllir staðsetningin ekki kröfur veghönnunarreglna sem gera ráð fyrir a.m.k. 250 m fjarlægð á milli tenginga.
Ennfremur bendir nefndin á að samkvæmt 1. mgr. 29. gr. vegalaga nr. 120/2012 er óheimilt að tengja vegi þjóðvegum nema í samræmi við skipulag og að fenginni heimild Vegagerðarinnar. Einnig telur nefndin óráðlegt að heimila innakstur og bílastæði á eða við reiðstíg sem er á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019 - 2039.

Nefndin felur skipulagsfulltrúa að fylgja málinu eftir við umsækjanda.

5.Míla - 5G mastur fyrir farsímabúnað

Málsnúmer 2206020Vakta málsnúmer

Míla óskar eftir að staðsetja farsímabúnað á þaki grunnskólans, til þess að bæta farsímasamband í Grundarfirði. Samhliða þeirri uppsetningu er gert ráð fyrir uppsetningu á 5G búnaði og þar með uppfærslu á 4G stöð sem staðsett er á símstöð.

Byggingarfulltrúi óskaði eftir því að Míla myndi gera grein fyrir hollustuháttum og hugsanlegum áhrifum sem slíkir sendar/bylgjur geta haft á fólk og umhverfið. Gögn frá Mílu um það fylgja með málinu.
Samkvæmt mælingum og gögnum Geislavarna ríkisins, sem Míla lagði fram, sýna þær gildi langt undir viðmiðunarmörkum. Almennt sé hægt að segja að þeir sem nota farsíma fái mun hærri geislun frá sínum eigin farsíma en frá farsímasendum, segir í gögnum Mílu.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti, með vísan í framlögð gögn, að veita Mílu leyfi til að koma fyrir 5G sendi á þaki grunnskólans. Samþykkt með fjórum atkvæðum, ÁEK situr hjá.

6.Láki Tours - móttökuskúr á hafnarsvæði

Málsnúmer 2206021Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn um stöðuleyfi fyrir 9 m2 garðhúsi/söluhúsi á hafnarsvæði sem nýtt verður sem starfsmannaaðstaða og til sölu ferða fyrir Láka Tours. Staðsetning skúrsins er á hafnarsvæðinu skv. teikningu sem fylgdi með og er sett fram með samþykki hafnarstjóra, sbr. tölvupóst þar að lútandi dags. 17. júní 2022. Umrætt tímabil er frá 25. júní 2022 til 30. ágúst 2022.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að veita Láki Tours stöðuleyfi fyrir móttökuhús/söluhús til 30. ágúst 2022 með vísun í samráð við hafnarstjóra um staðsetningu og með fyrirvara um samþykki hafnarstjórnar sbr. 3. gr. hafnarreglugerðar fyrir Grundarfjarðarhöfn frá 2007.

Jafnframt bendir nefndin á að um opið svæði er að ræða og þarf því að tryggja að ekkert tjón hljótist af, sérstaklega með hliðsjón af veðurfari.

Afstaða nefndarinnar í þessu tilviki er ekki fordæmisgefandi.

7.Fagurhólstún 12 - Fyrirspurn um bílskúr

Málsnúmer 2206026Vakta málsnúmer

Lögð er fram fyrirspurn vegna byggingar á bílskúr innan lóðar á Fagurhólstúni 12. Samkvæmt áður samþykktum aðaluppdráttum frá 1974 er gert ráð fyrir bílskúr á lóðinni.

Í fyrirspurninni óskar eigandi eftir vilyrði fyrir stækkun á bílskúrnum sem nemur að hámarki 60 cm á breidd og lengd frá samþykktum aðaluppdrætti.
Ekki er til deiliskipulag fyrir tiltekið svæði og er það mat skipulagsfulltrúa að stækkun á bílskúrnum sem nemur að hámarki 60 sm á lengd og 60 sm á breidd (skv. hjálögðum uppdrætti) samræmist almennu byggðarmynstri á umræddu svæði og séu fordæmi fyrir bílskúrum á nærliggjandi lóðum. Verði sótt um byggingarleyfi felur skipulags- og umhverfisnefnd skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til lóðarhafa Fagurhólstúns 7, 9 og 14 og Grundargötu 53 og 51.

8.Hlíðarvegur 7 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2206009Vakta málsnúmer

Kristín Soffaníasdóttir sækir um lóðina Hlíðarvegur 7 til byggingar einbýlishúss.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta Kristínu Soffaníasdóttur lóðinni við Hlíðarveg 7 til byggingar íbúðarhúss sbr. samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og skilmála um afslátt af gatnagerðargjöldum.

9.Berserkseyraroddi - framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2206011Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi til þess að byggja um 17 m2 búningsklefa og gufubað úr timbri á Berserkseyrarodda. Undir sama þaki, en í sjálfstæðri byggingu, er 8,5 m2 dæluskúr, sem áður hafði verið gefið leyfi fyrir. Samtals er byggingarmagn undir sama þaki 25,5 m2.

Í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 er framkvæmdasvæðið skilgreint sem iðnaðarsvæði (I-2) með hitaveitu (H). Svæðið er einnig friðlýst vegna æðarvarps sem þar er.

Samkvæmt aðalskipulaginu er gert ráð fyrir að í framtíðinni verði hægt að virkja jarðhitann sem þar er að finna og talin rík ástæða til að gera ráð fyrir framkvæmdum og starfsemi tengdri virkjun jarðhitans þ.m.t. dælu- og stjórnstöð, borholuhúsi á vinnslusvæði og legu fyrir heitavatnslögn/aðveituæð sem geti þjónað þörfum þéttbýlisins fyrir heitt vatn. Það er einnig vilji sveitarfélagsins að haldið verði áfram rannsóknum á jarðhita í sveitarfélaginu svo unnt verði að byggja upp hitaveitu í framtíðinni þ.m.t. á Berserkseyraroddi, eins og segir í greinargerð aðalskipulagsins.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd á Berserkseyraodda og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild að öllum skilyrðum uppfylltum, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 með síðari breytingum og að fenginni staðfestingu á því að fyrirhugaðar framkvæmdir séu í samræmi við heimildir í samningi landeigenda við rétthafa vatns/jarðhitaréttinda á svæðinu. Jafnframt felur nefndin byggingarfulltrúa að óska eftir afstöðumynd sem sýnir glöggt að mannvirkin fari ekki inn á afmarkað svæði menningarminja.

Nefndin beinir einnig þeim tilmælum til landeiganda að það er með öllu óheimilt að hefja framkvæmdir án tilskilinna leyfa.

10.Skotgrund - framkvæmdaleyfi fyrir vatnsbóli og vatnslögn

Málsnúmer 2206019Vakta málsnúmer

Skotfélag Snæfellsness sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vatnsbóli og vatnslögn að félagshúsi sínu í Hrafnkelsstaðabotni í Kolgrafafirði. Svæði Skotgrundar er í eigu sveitarfélagsins og er vatnið í dag flutt þangað á tönkum.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að framkvæmdin sé minniháttar og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að veitt verði framkvæmdarleyfi fyrir vatnstöku úr fjallinu, þ.e. vatnssöfnun í vatnsból og vatnslögn að félagshúsinu. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi með fyrirvara um starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, sé gerð krafa um það.

11.Skipulagsmál - Tilboð í hluta lóðar Fellaskjóls

Málsnúmer 2206006Vakta málsnúmer

Þann 17. maí 2022 lagði Grundarfjarðarbær fram kauptilboð í hluta lóðar Dvalarheimilisins Fellaskjóls vegna fyrirhugaðra lóða fyrir sjö raðhús fyrir 60 ára og eldri, á norðvestur hluta lóðarinnar, samkvæmt tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Ölkeldudal, sem nú er í auglýsingarferli. Stjórn Fellaskjóls hefur samþykkt tilboð bæjarins. Tilboðið er gert með fyrirvara um að þessi deiliskipulagsbreyting (lóðirnar nýju) verði samþykkt.


12.Tímabundinn afsláttur af gatnagerðargjöldum

Málsnúmer 2206005Vakta málsnúmer

Á 262. fundi sínum þann 9. júní 2022 samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðar að veittur yrði 75% afsláttur af gatnagerðargjöldum þeirra tilteknu lóða sem 50% afsláttur hefur gilt um. Afsláttur þessi gildir frá samþykkt bæjarstjórnar 9. júní 2022 til áramóta.
Sjá bókun bæjarstjórnar hér: https://www.grundarfjordur.is/is/moya/one/meeting/case/2206005

13.Yfirlit yfir áhugaverðar lóðir í Grundarfirði

Málsnúmer 2206029Vakta málsnúmer

Lagt fram nýlegt yfirlit um áhugaverðar íbúðarlóðir í Grundarfirði. Um er að ræða:
- lausar lóðir
- auglýstar lóðir í deiliskipulagi (Ölkeldudals)
- þróunarsvæði, eins og reitur í miðbæ - til frekari útfærslu

14.Starfshópur um grunnskólalóð

Málsnúmer 2112024Vakta málsnúmer

Starfshópur um grunnskólalóð var skipaður af bæjarstjórn og hefur verið að störfum frá því í vor. Hópurinn var endurskipaður af nýrri bæjarstjórn.
Hópurinn hefur það hlutverk að skoða ástand grunnskólalóðarinnar (og lóðar íþróttahúss) og setja fram tillögur að viðhaldsverkefnum og nýframkvæmdum og forgangsröðun verka.
Starfshópurinn hefur átt tvo fundi, skoðað lóðina og leitað eftir hugmyndum meðal barna í skólanum.

15.Paimpol garður - reitur afmarkaður fyrir Lions

Málsnúmer 2205019Vakta málsnúmer

Lions í Grundarfirði leitaði til sveitarfélagsins vegna áhuga á að fá úthlutuðum reit í Paimpol-garði til gróðursetningar á trjáplöntum.
Til þess að afmarka reit fyrir Lions þarf að huga að heildarskipulagi garðsins og heppilegum svæðum til ræktunar. Skipulagsfulltrúi hélt utan um grófa hugmyndavinnu og samkvæmt henni er Lions úthlutaður reitur í suðvesturhluta garðsins. Í fyrsta áfanga verður gróðursett meðfram Ölkelduvegi.

16.Umhverfisstofnun - kynning á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul

Málsnúmer 2206028Vakta málsnúmer

Samstarfshópur hefur unnið að endurskoðun á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul og hefur tillaga nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar og send nærliggjandi sveitarfélögum og öðrum hagsmunaaðilum.
Frestur til að skila inn ábendingum eða koma á framfæri athugasemdum er til 1. september 2022.

17.Önnur mál umhverfis- og skipulagssviðs

Málsnúmer 2201020Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og byggingarfulltrúi gerðu grein fyrir öðrum málum sem eru í vinnslu á sviðinu.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 20:15.