Málsnúmer 2205019

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 237. fundur - 28.06.2022

Lions í Grundarfirði leitaði til sveitarfélagsins vegna áhuga á að fá úthlutuðum reit í Paimpol-garði til gróðursetningar á trjáplöntum.
Til þess að afmarka reit fyrir Lions þarf að huga að heildarskipulagi garðsins og heppilegum svæðum til ræktunar. Skipulagsfulltrúi hélt utan um grófa hugmyndavinnu og samkvæmt henni er Lions úthlutaður reitur í suðvesturhluta garðsins. Í fyrsta áfanga verður gróðursett meðfram Ölkelduvegi.