Málsnúmer 2206019

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 237. fundur - 28.06.2022

Skotfélag Snæfellsness sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vatnsbóli og vatnslögn að félagshúsi sínu í Hrafnkelsstaðabotni í Kolgrafafirði. Svæði Skotgrundar er í eigu sveitarfélagsins og er vatnið í dag flutt þangað á tönkum.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að framkvæmdin sé minniháttar og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að veitt verði framkvæmdarleyfi fyrir vatnstöku úr fjallinu, þ.e. vatnssöfnun í vatnsból og vatnslögn að félagshúsinu. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi með fyrirvara um starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, sé gerð krafa um það.