Málsnúmer 2206021

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 237. fundur - 28.06.2022

Lögð er fram umsókn um stöðuleyfi fyrir 9 m2 garðhúsi/söluhúsi á hafnarsvæði sem nýtt verður sem starfsmannaaðstaða og til sölu ferða fyrir Láka Tours. Staðsetning skúrsins er á hafnarsvæðinu skv. teikningu sem fylgdi með og er sett fram með samþykki hafnarstjóra, sbr. tölvupóst þar að lútandi dags. 17. júní 2022. Umrætt tímabil er frá 25. júní 2022 til 30. ágúst 2022.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að veita Láki Tours stöðuleyfi fyrir móttökuhús/söluhús til 30. ágúst 2022 með vísun í samráð við hafnarstjóra um staðsetningu og með fyrirvara um samþykki hafnarstjórnar sbr. 3. gr. hafnarreglugerðar fyrir Grundarfjarðarhöfn frá 2007.

Jafnframt bendir nefndin á að um opið svæði er að ræða og þarf því að tryggja að ekkert tjón hljótist af, sérstaklega með hliðsjón af veðurfari.

Afstaða nefndarinnar í þessu tilviki er ekki fordæmisgefandi.