Málsnúmer 2206026

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 237. fundur - 28.06.2022

Lögð er fram fyrirspurn vegna byggingar á bílskúr innan lóðar á Fagurhólstúni 12. Samkvæmt áður samþykktum aðaluppdráttum frá 1974 er gert ráð fyrir bílskúr á lóðinni.

Í fyrirspurninni óskar eigandi eftir vilyrði fyrir stækkun á bílskúrnum sem nemur að hámarki 60 cm á breidd og lengd frá samþykktum aðaluppdrætti.
Ekki er til deiliskipulag fyrir tiltekið svæði og er það mat skipulagsfulltrúa að stækkun á bílskúrnum sem nemur að hámarki 60 sm á lengd og 60 sm á breidd (skv. hjálögðum uppdrætti) samræmist almennu byggðarmynstri á umræddu svæði og séu fordæmi fyrir bílskúrum á nærliggjandi lóðum. Verði sótt um byggingarleyfi felur skipulags- og umhverfisnefnd skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til lóðarhafa Fagurhólstúns 7, 9 og 14 og Grundargötu 53 og 51.