Lögð fram beiðni frá Hörpu Dögg Bergmann Heiðarsdóttur um styrk vegna ferðar með landsliðshóp til að keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti í hestaíþróttum. Mótið verður haldið á Álandseyjum 9.-14. ágúst nk.
Bæjarráð veitir Hörpu Dögg styrk sem nemur flugfargjaldi vegna tveggja utanlandsferða í tengslum við landsliðsverkefni í hestaíþróttum, samtals að fjárhæð 90.000 kr.
Bæjarráð óskar Hörpu Dögg góðs gengis.
Samþykkt samhljóða.