590. fundur 07. júlí 2022 kl. 08:30 - 12:01 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG) formaður
 • Garðar Svansson (GS)
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
Starfsmenn
 • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Lausafjárstaða 2022

Málsnúmer 2202006Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Greitt útsvar 2022

Málsnúmer 2202005Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-júní 2022.

Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 11,2% miðað við sama tímabil í fyrra.

3.Launaáætlun 2022

Málsnúmer 2207015Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir stöðu á útgreiddum launum og launaáætlun.

Bæjarstjóri fór yfir niðurbrot launaáætlunar og raunlauna eftir deildum.

Raunlaun eru undir áætlun.


4.Skipulags- og umhverfisnefnd - 237

Málsnúmer 2206002FVakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir samhljóða fundargerð 237. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar lagt fram.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 237 Erindisbréf nefndarinnar kynnt fyrir fundarmönnum.

  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að formaður nefndarinnar verði Bjarni Sigurbjörnsson og að varaformaður nefndarinnar verði Davíð Magnússon. Jafnframt var samþykkt að ritari nefndarinnar verði starfsmaður Umhverfis- og skipulagssviðs.

  Nýr formaður tók við stjórn fundarins.

  Formaður nefndarinnar lagði fram tillögu að reglulegum fundardegi og fundartíma í samræmi við ákvæði 8. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar og verða fundir að jafnaði haldnir í Ráðhúsi Grundarfjarðar fyrsta þriðjudag hvers mánaðar, kl. 16:30.

 • Á 262. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að halda umhverfisrölti áfram, eins og gert hefur verið síðastliðin fjögur ár. Umhverfisröltið hefur þótt góður vettvangur til þess að efla samtal milli bæjarstjórnar, skipulags- og umhverfisnefndar og íbúa um ýmis mál í nærumhverfinu.

  Lagði bæjarstjórn til að skipulags- og umhverfisnefnd ákveði sem fyrst dagsetningu og tíma fyrir röltið í júní/júlí þannig að hægt væri að auglýsa það með góðum fyrirvara.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 237 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að umhverfisrölt um bæinn verði miðvikudaginn 17. og fimmtudaginn 18. ágúst nk.

  Einnig hyggst nefndin fara umhverfisrúnt um dreifbýlið og verður það auglýst nánar síðar.
 • Kamski ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir gám frá 1. júní 2022 til 31. maí 2023, á bak við Hótel Framnes við Nesveg 6-8 en gámurinn hefur staðið þar síðan 2016 a.m.k. Skipulags- og umhverfisnefnd - 237 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita tímabundið stöðuleyfi til 31. maí 2023. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Sótt er um tímabundið stöðuleyfi fyrir matarvagn frá 1. júní 2022 til 30. september 2022 en fyrirhugað er að staðsetja matarvagninn á landi Sólbakka í um 38 m fjarlægð frá þjóðveginum. Skipulags- og umhverfisnefnd - 237 Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar umsókn um stöðuleyfi fyrir matarvagn með vísun í umsögn Vegagerðarinnar en samkvæmt henni krefst staðsetning matarvagnsins nýs afleggjara við hlið núverandi afleggjara að Sólbakka. Jafnframt eru afleggjarar að Hálsi og bílastæðum við Kirkjufellsfoss innan 250 m og uppfyllir staðsetningin ekki kröfur veghönnunarreglna sem gera ráð fyrir a.m.k. 250 m fjarlægð á milli tenginga.
  Ennfremur bendir nefndin á að samkvæmt 1. mgr. 29. gr. vegalaga nr. 120/2012 er óheimilt að tengja vegi þjóðvegum nema í samræmi við skipulag og að fenginni heimild Vegagerðarinnar. Einnig telur nefndin óráðlegt að heimila innakstur og bílastæði á eða við reiðstíg sem er á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019 - 2039.

  Nefndin felur skipulagsfulltrúa að fylgja málinu eftir við umsækjanda.
  Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Míla óskar eftir að staðsetja farsímabúnað á þaki grunnskólans, til þess að bæta farsímasamband í Grundarfirði. Samhliða þeirri uppsetningu er gert ráð fyrir uppsetningu á 5G búnaði og þar með uppfærslu á 4G stöð sem staðsett er á símstöð.

  Byggingarfulltrúi óskaði eftir því að Míla myndi gera grein fyrir hollustuháttum og hugsanlegum áhrifum sem slíkir sendar/bylgjur geta haft á fólk og umhverfið. Gögn frá Mílu um það fylgja með málinu.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 237 Samkvæmt mælingum og gögnum Geislavarna ríkisins, sem Míla lagði fram, sýna þær gildi langt undir viðmiðunarmörkum. Almennt sé hægt að segja að þeir sem nota farsíma fái mun hærri geislun frá sínum eigin farsíma en frá farsímasendum, segir í gögnum Mílu.

  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti, með vísan í framlögð gögn, að veita Mílu leyfi til að koma fyrir 5G sendi á þaki grunnskólans. Samþykkt með fjórum atkvæðum, ÁEK situr hjá.

  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Lögð er fram umsókn um stöðuleyfi fyrir 9 m2 garðhúsi/söluhúsi á hafnarsvæði sem nýtt verður sem starfsmannaaðstaða og til sölu ferða fyrir Láka Tours. Staðsetning skúrsins er á hafnarsvæðinu skv. teikningu sem fylgdi með og er sett fram með samþykki hafnarstjóra, sbr. tölvupóst þar að lútandi dags. 17. júní 2022. Umrætt tímabil er frá 25. júní 2022 til 30. ágúst 2022. Skipulags- og umhverfisnefnd - 237 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að veita Láki Tours stöðuleyfi fyrir móttökuhús/söluhús til 30. ágúst 2022 með vísun í samráð við hafnarstjóra um staðsetningu og með fyrirvara um samþykki hafnarstjórnar sbr. 3. gr. hafnarreglugerðar fyrir Grundarfjarðarhöfn frá 2007.

  Jafnframt bendir nefndin á að um opið svæði er að ræða og þarf því að tryggja að ekkert tjón hljótist af, sérstaklega með hliðsjón af veðurfari.

  Afstaða nefndarinnar í þessu tilviki er ekki fordæmisgefandi.
  Bókun fundar Bæjarstjóri upplýsti að umsækjandi hafi fallið frá umsókn um stöðuleyfi á hafnarsvæði og kemur erindið því ekki til staðfestingar.

 • Lögð er fram fyrirspurn vegna byggingar á bílskúr innan lóðar á Fagurhólstúni 12. Samkvæmt áður samþykktum aðaluppdráttum frá 1974 er gert ráð fyrir bílskúr á lóðinni.

  Í fyrirspurninni óskar eigandi eftir vilyrði fyrir stækkun á bílskúrnum sem nemur að hámarki 60 cm á breidd og lengd frá samþykktum aðaluppdrætti.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 237 Ekki er til deiliskipulag fyrir tiltekið svæði og er það mat skipulagsfulltrúa að stækkun á bílskúrnum sem nemur að hámarki 60 sm á lengd og 60 sm á breidd (skv. hjálögðum uppdrætti) samræmist almennu byggðarmynstri á umræddu svæði og séu fordæmi fyrir bílskúrum á nærliggjandi lóðum. Verði sótt um byggingarleyfi felur skipulags- og umhverfisnefnd skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til lóðarhafa Fagurhólstúns 7, 9 og 14 og Grundargötu 53 og 51.
  Bókun fundar JÓK vék af fundi.

  Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  JÓK tók aftur sæti sitt á fundinum.
 • Kristín Soffaníasdóttir sækir um lóðina Hlíðarvegur 7 til byggingar einbýlishúss. Skipulags- og umhverfisnefnd - 237 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta Kristínu Soffaníasdóttur lóðinni við Hlíðarveg 7 til byggingar íbúðarhúss sbr. samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og skilmála um afslátt af gatnagerðargjöldum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Sótt er um leyfi til þess að byggja um 17 m2 búningsklefa og gufubað úr timbri á Berserkseyrarodda. Undir sama þaki, en í sjálfstæðri byggingu, er 8,5 m2 dæluskúr, sem áður hafði verið gefið leyfi fyrir. Samtals er byggingarmagn undir sama þaki 25,5 m2.

  Í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 er framkvæmdasvæðið skilgreint sem iðnaðarsvæði (I-2) með hitaveitu (H). Svæðið er einnig friðlýst vegna æðarvarps sem þar er.

  Samkvæmt aðalskipulaginu er gert ráð fyrir að í framtíðinni verði hægt að virkja jarðhitann sem þar er að finna og talin rík ástæða til að gera ráð fyrir framkvæmdum og starfsemi tengdri virkjun jarðhitans þ.m.t. dælu- og stjórnstöð, borholuhúsi á vinnslusvæði og legu fyrir heitavatnslögn/aðveituæð sem geti þjónað þörfum þéttbýlisins fyrir heitt vatn. Það er einnig vilji sveitarfélagsins að haldið verði áfram rannsóknum á jarðhita í sveitarfélaginu svo unnt verði að byggja upp hitaveitu í framtíðinni þ.m.t. á Berserkseyraroddi, eins og segir í greinargerð aðalskipulagsins.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 237 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd á Berserkseyraodda og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild að öllum skilyrðum uppfylltum, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 með síðari breytingum og að fenginni staðfestingu á því að fyrirhugaðar framkvæmdir séu í samræmi við heimildir í samningi landeigenda við rétthafa vatns/jarðhitaréttinda á svæðinu. Jafnframt felur nefndin byggingarfulltrúa að óska eftir afstöðumynd sem sýnir glöggt að mannvirkin fari ekki inn á afmarkað svæði menningarminja.

  Nefndin beinir einnig þeim tilmælum til landeiganda að það er með öllu óheimilt að hefja framkvæmdir án tilskilinna leyfa.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Skotfélag Snæfellsness sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vatnsbóli og vatnslögn að félagshúsi sínu í Hrafnkelsstaðabotni í Kolgrafafirði. Svæði Skotgrundar er í eigu sveitarfélagsins og er vatnið í dag flutt þangað á tönkum. Skipulags- og umhverfisnefnd - 237 Skipulags- og umhverfisnefnd telur að framkvæmdin sé minniháttar og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að veitt verði framkvæmdarleyfi fyrir vatnstöku úr fjallinu, þ.e. vatnssöfnun í vatnsból og vatnslögn að félagshúsinu. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi með fyrirvara um starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, sé gerð krafa um það. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Þann 17. maí 2022 lagði Grundarfjarðarbær fram kauptilboð í hluta lóðar Dvalarheimilisins Fellaskjóls vegna fyrirhugaðra lóða fyrir sjö raðhús fyrir 60 ára og eldri, á norðvestur hluta lóðarinnar, samkvæmt tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Ölkeldudal, sem nú er í auglýsingarferli. Stjórn Fellaskjóls hefur samþykkt tilboð bæjarins. Tilboðið er gert með fyrirvara um að þessi deiliskipulagsbreyting (lóðirnar nýju) verði samþykkt.


  Skipulags- og umhverfisnefnd - 237
 • Á 262. fundi sínum þann 9. júní 2022 samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðar að veittur yrði 75% afsláttur af gatnagerðargjöldum þeirra tilteknu lóða sem 50% afsláttur hefur gilt um. Afsláttur þessi gildir frá samþykkt bæjarstjórnar 9. júní 2022 til áramóta.
  Sjá bókun bæjarstjórnar hér: https://www.grundarfjordur.is/is/moya/one/meeting/case/2206005
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 237
 • Lagt fram nýlegt yfirlit um áhugaverðar íbúðarlóðir í Grundarfirði. Um er að ræða:
  - lausar lóðir
  - auglýstar lóðir í deiliskipulagi (Ölkeldudals)
  - þróunarsvæði, eins og reitur í miðbæ - til frekari útfærslu
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 237
 • Starfshópur um grunnskólalóð var skipaður af bæjarstjórn og hefur verið að störfum frá því í vor. Hópurinn var endurskipaður af nýrri bæjarstjórn.
  Hópurinn hefur það hlutverk að skoða ástand grunnskólalóðarinnar (og lóðar íþróttahúss) og setja fram tillögur að viðhaldsverkefnum og nýframkvæmdum og forgangsröðun verka.
  Starfshópurinn hefur átt tvo fundi, skoðað lóðina og leitað eftir hugmyndum meðal barna í skólanum.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 237
 • Lions í Grundarfirði leitaði til sveitarfélagsins vegna áhuga á að fá úthlutuðum reit í Paimpol-garði til gróðursetningar á trjáplöntum.
  Til þess að afmarka reit fyrir Lions þarf að huga að heildarskipulagi garðsins og heppilegum svæðum til ræktunar. Skipulagsfulltrúi hélt utan um grófa hugmyndavinnu og samkvæmt henni er Lions úthlutaður reitur í suðvesturhluta garðsins. Í fyrsta áfanga verður gróðursett meðfram Ölkelduvegi.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 237 Bókun fundar Bæjarráð þakkar Lions fyrir frumkvæðið og skipulagsfulltrúa fyrir undirbúningsvinnuna.
 • Samstarfshópur hefur unnið að endurskoðun á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul og hefur tillaga nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar og send nærliggjandi sveitarfélögum og öðrum hagsmunaaðilum.
  Frestur til að skila inn ábendingum eða koma á framfæri athugasemdum er til 1. september 2022.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 237
 • Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og byggingarfulltrúi gerðu grein fyrir öðrum málum sem eru í vinnslu á sviðinu. Skipulags- og umhverfisnefnd - 237

5.Skólanefnd - 163

Málsnúmer 2207002FVakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir samhljóða fundargerð 163. fundar skólanefndar.
 • Skólanefnd - 163 Skólanefnd samþykkti að formaður nefndarinnar verði Loftur Árni Björgvinsson og að varaformaður nefndarinnar verði Davíð Magnússon.

  Bæjarstjóri er starfsmaður nefndarinnar og ritar fundargerðir, nema annað verði ákveðið.

  Varaformaður tók nú við stjórn fundarins.

 • BÁ fór yfir og kynnti lauslega samþykktir Grundarfjarðarbæjar, siðareglur kjörinna fulltrúa og önnur gögn sem skólanefnd byggir starf sitt á. Hún sagði frá því að bæjarstjórn hafi samþykkt að halda sameiginlegan kynningar- og fræðslufund fyrir nefndarfólk bæjarins og verði hann að líkindum haldinn um mánaðamótin ágúst-september nk.
  Skólanefnd - 163 Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa Grundarfjarðarbæjar lagðar fram til kynningar.
 • 5.3 2205031 Fundartími nefnda
  Skólanefnd - 163 Í samræmi við ákvæði 8. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkir skólanefnd að fundir verði að jafnaði haldnir í Ráðhúsi Grundarfjarðar fyrsta mánudag hvers mánaðar, kl. 17:00, nema á sumartíma.

  Næsti fundur verði 5. september nk.
 • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri var gestur fundarins undir dagskrárliðum 4, 5 og 6 og var hann boðinn velkominn.

  Skólanefnd - 163 Lagt fram til afgreiðslu skóladagatal tónlistarskólans, en það var lagt fram til umræðu á 162. fundi skólanefndar í apríl sl.

  Sigurður Gísli kynnti skóladagatal tónlistarskólans og farið var yfir það.

  Skóladagatal tónlistarskólans samþykkt samhljóða.
 • Skólanefnd - 163 Lagt fram til afgreiðslu skóladagatal grunnskólans, en það var lagt fram til umræðu á 162. fundi skólanefndar í apríl sl.

  Sigurður Gísli kynnti skóladagatal grunnskólans og farið var yfir það.

  Skóladagatal grunnskólans samþykkt samhljóða.
 • Skólanefnd - 163 Lagt fram til afgreiðslu skóladagatal leikskóladeildarinnar Eldhamra, með breytingum frá umræðu á 162. fundi skólanefndar í apríl sl.

  Sigurður Gísli fór yfir skóladagatal Eldhamra og farið var yfir það.

  Skóladagatal Eldhamra samþykkt samhljóða.
 • Leikskólastjóri átti ekki kost á að sitja fundinn. Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir sat þennan dagskrárlið í fjarfundi sem fulltrúi foreldra leikskólabarna og var hún boðin velkomin á fundinn.
  Skólanefnd - 163 Lagt fram til afgreiðslu skóladagatal Leikskólans Sólvalla, með breytingum frá umræðu sem fram fór á 162. fundi skólanefndar í apríl sl.
  Einnig lagður fram tölvupóstur leikskólastjóra um breytingu á skóladagatalinu sem gerð er með hliðsjón af breytingu á skóladagatali Eldhamra, hvað varðar opnunartíma í Dymbilviku.

  Farið var yfir skóladagatalið, m.a. með hliðsjón af fyrri umræðu skólanefndar.

  Í ljósi þeirrar vinnu sem farið hefur fram síðustu mánuði við að styrkja innra starf leikskólans - og halda þarf áfram á komandi vetri - þá samþykkir skólanefnd óskir um sex starfsdaga leikskólans á komandi skólaári. Einn starfsdagur er sérstaklega ætlaður í endurmenntunarferð leikskólastarfsfólks til útlanda í apríl 2023, en þar er um að ræða ferð sem frestað var sl. vor.

  Í ljósi þess að fyrir dyrum stendur að endurskoða skólastefnu Grundarfjarðarbæjar leggur skólanefnd til að í þeirri vinnu verði farið yfir starfsdaga og fleira sem snertir samræmingu milli leikskóladeildar og leikskóla.

  Nefndin óskar eftir því að skólastjórar leik- og grunnskóla leitist við að samræma starfsdaga sína í marsmánuði 2023 og er bæjarstjóra falið að leita eftir breytingum á skóladagatali skólanna, með samtali við skólastjórana.

  Skóladagatal leikskólans samþykkt samhljóða með framangreindum fyrirvörum.
 • Á fundi skólanefndar nr. 161 voru samþykkt viðmið um barngildi og fáliðunarreglur.

  Nú er lögð fram tillaga að starfsreglum um sérkennslu og stuðning, sem unnar hafa verið af skólaráðgjöfum Ásgarðs með stjórnendum Leikskólans Sólvalla.

  Tillagan er framhald og hluti af vinnu við að styrkja starf leikskólans.

  Ennfremur er lagt fram minnisblað Ásgarðs 2. maí 2022 um þá vinnu sem fram hefur farið og auk þess minnispunktar af fundi bæjarfulltrúa með starfsfólki leikskóla 6. apríl 2022.

  Skólanefnd - 163 Farið var yfir framlagða tillögu og efni reglnanna, og samhengi þeirra við áður samþykktar reglur.

  Í framlögðum tölvupósti ráðgjafa Ásgarðs til bæjarstjóra kemur fram að drögin geri ráð fyrir að stoðþjónustuteymi fari yfir umsókn um stuðningstíma með rökstuðningi frá sérkennslustjóra. Ákveða þurfi fyrirkomulag þessa þáttar í stjórnskipulagi skólans/bæjarins. Rökstuðningur fyrir stuðningi þurfi að vera skýr og ákvörðun um úthlutun fjármagns sé tekin út frá þeim markmiðum sem sett eru með sérkennslunni.

  Starfsreglur um sérkennslu og stuðning samþykktar samhljóða. Skólanefnd leggur jafnframt til að ákveðið verði fyrirkomulag á stoðþjónustuteymi.

  Skólanefnd telur að reglurnar þurfi að gilda um og/eða laga að starfsemi leikskóladeildarinnar Eldhamra og leggur til að það verði skoðað.

  BÁ sagði lauslega frá því starfi sem fram hefur farið að undanförnu við að byggja upp innra starf leikskólans, með liðsinni skólaráðgjafa Ásgarðs.
 • Lagt fram bréf sambandsins frá 4. maí sl. til sveitarfélaga þar sem áframsent er bréf Velferðarvaktarinnar, dags. 7. apríl 2022. Fram kemur að Velferðarvaktin hafi fjallað um rannsóknarskýrsluna "Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum" og tekið undir tillögur sem fram koma í skýrslunni. Sambandið áframsendir tillögur Velferðarvaktarinnar til allra sveitarfélaga.
  Skólanefnd - 163 Skólanefnd óskar eftir að fá að ræða efni skýrslunnar og tillagnanna við skólastjórnendur grunnskóla, í haust.

6.Hafnarstjórn - 1

Málsnúmer 2206003FVakta málsnúmer

 • Hafnarreglugerð lögð fram til kynningar.
  Reglugerðin er sett skv. fyrirmælum í hafnalögum nr. 61/2003.

  Hafnarstjórn - 1
 • Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa Grundarfjarðarbæjar lagðar fram til kynningar. Hafnarstjórn - 1
 • 6.3 2205031 Fundartími nefnda
  Hafnarstjórn telur ekki þörf á að ákveða fastan fundartíma, heldur mun hún koma sér saman um fundartíma hverju sinni.

  Hafnarstjórn - 1
 • Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi er gestur fundarins undir þessum lið og var í fjarfundi. Var hún boðin velkomin.

  Hafnarstjórn - 1 Kristín sagði frá vinnu sem í gangi er við endurskoðun deiliskipulags á hafnarsvæði, Framnesi austan Nesvegar. Gera þarf breytingar á gildandi deiliskipulagi og auka við svæðið, m.a. færa Norðurgarð þar undir.

  Farið var yfir vinnuna og helstu viðfangsefni hennar, þróun og starfsemi á höfninni. Þann 6. júní sl. var fundur með hagsmunaaðilum á hafnarsvæði og Framnesi, en ennfremur er hafin vinna við gerð deiliskipulags á Framnesi.

  Varðandi mörk skipulagssvæðisins þá leggur hafnarstjórn til að þau verði dregin sunnan við hafnarhús og Miðgarð, þannig að deiliskipulagið taki heildstætt á komum skemmtiferðaskipa, umferðarflæði sem þeim fylgir, sem og samspili við umsvif vegna fiskiskipa, bæði við Norðurgarð og Miðgarð.

  Nefndin telur mikilvægt að deiliskipulagið taki vel á flæði umferðar á hafnarsvæðinu, þannig að umsvif og þjónusta við fiskiskip og skemmtiferðaskip geti farið saman á farsælan hátt.

  Ennfremur telur hafnarstjórn mikilvægt að fylgja áherslum aðalskipulags um að huga vel að nýtingu lóða/lands á hafnarsvæðinu.

  Hér vék Kristín af fundi og var henni þakkað fyrir komuna.
  Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu hafnarstjórnar um að mörk deiliskipulagssvæðisins verði dregin sunnan við hafnarhús og Miðgarð.

  Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að fylgja þeirri samþykkt eftir í vinnunni við endurskoðun/breytingu deiliskipulags hafnarsvæðis á Framnesi austan Nesvegar.
 • Í pósti frá Vegagerðinni kemur fram að frestur hafi verið lengdur til 31. júlí nk. til að skila inn upplýsingum vegna samgönguáætlunar 2023-2027.


  Hafnarstjórn - 1 Farið yfir framkvæmdir sem höfnin sækir um að komi inn á samgönguáætlun 2023-2027, en Vegagerðin hefur leitað eftir upplýsingum frá höfnum.
  Fulltrúar í hafnarstjórn höfðu áður samþykkt fyrirliggjandi drög, rafrænt, og sendi hafnarstjóri það til Vegagerðarinnar.

  Staðfest af hafnarstjórn.
  Bókun fundar Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti óskir hafnarstjórnar um framkvæmdir v. gerð samgönguáætlunar 2023-2027.

 • Lögð fram til kynningar skýrsla frá Köfunarþjónustunni ehf. vegna skoðunar á stálþili á eldri hluta Norðurgarðs, sem fram fór 20. júní sl.
  Hafnarstjórn - 1 Lögð hefur verið fram ósk um fjármagn til endurbóta á stálþilinu vegna samgönguáætlunar 2023-2027 (sjá næsta lið á undan).
 • Hafnarstjóri sagði frá komum skemmtiferðaskipa í sumar og nk. sumar.

  Lagt fram yfirlit hafnarstjóra um fjölda/komur skemmtiferðaskipa og tekjur á liðnum árum.
  Hafnarstjórn - 1 Rætt var um aðstöðu fyrir gesti skemmtiferðaskipa, en þeim fer verulega fjölgandi. Hafnarstjóri telur þörf á að auka skjól við flotbryggjuna með einum eða öðrum hætti. Einnig var rætt um salernisaðstöðu á svæðinu. Þessi atriði verða rædd nánar í tengslum við deiliskipulagsvinnu þá sem nú er í gangi, sbr. fyrri dagskrárlið.

  Einnig lagt fram erindi Áfangastaða- og markaðssviðs SSV en höfnin hyggst fara í vinnu með sviðinu um gæði í móttöku á skemmtiferðaskipum.

  Auk þess lögð fram eldri skjöl um sambærilegt verkefni sem sviðið kom að.
 • Hafnarstjórn - 1 Lögð fram fundargerð 444. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var þann 14. júní sl.
 • Lagt fram bréf Hafnasambandsins um boðun hafnasambandsþings 2022, sem haldið verður í Ólafsvík 27. og 28. október nk.
  Hafnarstjórn - 1

7.Málefni á sviði íþrótta- og tómstundamála

Málsnúmer 2207014Vakta málsnúmer

Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið og var hann boðinn velkominn.

Ólafur fór yfir helstu viðfangsefni á verksviði íþrótta- og tómstundafulltrúa, en stofnað var til þessarar nýju stöðu í ágúst 2021 og tók Ólafur til starfa í nóvember sl. Starfið er enn í mótun og verður það áfram, a.m.k. næsta árið.

Ólafur sagði að mestur tími hafi farið í að læra á sundlaugina og allt sem henni fylgir, kynnast fólki og mynda tengsl við bæjarbúa, skóla og félagasamtök. Starfsmannamál hafa verið tímafrek eins og víða um landið og hefur mikill tími farið í að leita eftir starfsfólki og manna störf til að geta haldið úti þjónustu. Á næstunni verður ný íþrótta- og tómstundanefnd bæjarins kölluð saman til fyrsta fundar. Ennfremur verður leitað eftir fulltrúum í ungmenna- og öldungaráð á næstunni.

Viðhald og framkvæmdir:
Ólafur sagði frá helstu framkvæmdum og viðhaldsverkefnum í sundlaug og íþróttahúsi. Ýmsar endurbætur hafa verið gerðar í baðklefum og á aðstöðu þar, á lögnum og í lagnakjallara, afgreiðslan var tekin í gegn að hluta og þarf að ljúka því verki í haust/vetur. Í stúku íþróttahúss voru útveggir málaðir, geymslur endurskipulagðar o.fl. Gengið hefur verið í að laga atriði sem gerðar voru athugasemdir við í úttekt eldvarnaeftirlits.

Frumhönnun anddyris íþróttahúss:
Snemma í vor fór fram vinna með arkitekt að því að frumhanna nýtt anddyri við íþróttahúsið. Byggingarfulltrúi heldur utan um þá vinnu f.h. bæjarins, en íþrótta- og tómstundafulltrúi kemur að því verkefni. Fram fór gróf þarfagreining og hafa hugmyndir verið í mótun. Þörf er á að auka rými fyrir gesti hússins, bæta starfsmanna- og vaktaðstöðu, salernismál o.fl. Tengja þarf vinnuna við ýmsa aðra þætti, s.s. fyrirhuguð orkuskipti fyrir íþróttahús/sundlaug/grunnskóla, hugmyndir um endurgerð gufubaðsaðstöðu, þarfir tjaldsvæðis o.fl.

Tómstundastarf:
Undir íþrótta- og tómstundafulltrúa heyra tómstundir barna og ungmenna, og eldri íbúa að hluta, og sagði Ólafur frá því helsta.

Hann sagði frá starfi í félagsmiðstöð unglinga sl. vetur, frá starfsmannamálum, ferðalögum og fræðslu. Félagsmiðstöðin hefur haft aðstöðu í miðrými grunnskólans og til boða hefur verið að nýta annað húsnæði eftir þörfum og óskum, s.s. íþróttahús, rými í tónlistarskóla, heimilisfræðistofu, Sögumiðstöð, samkomuhús o.fl.

Ólafur og Björg sögðu frá því að Grundarfjarðarbær hafi á dögunum fengið 2 milljónir króna í styrk frá Barnamenningarsjóði til listastarfs með börnum í sumar og haust.

Sumarnámskeið barna stóðu í þrjár vikur í júní og síðari hlutinn verður í ágúst, í eina og hálfa viku. Þau eru fyrir börn fædd 2010-2016. Eglé Sipaviciute er umsjónarmaður námskeiðsins og þemað í ár er listsköpun og leikir. Yfir 20 börn tóku þátt í júníhutanum. Í ágúst eiga Eldhamra-börnin kost á að taka þátt í námskeiðinu og þá munum við þurfa fleiri aðstoðarmenn.

Kofasmiðja, smíðanámskeið fyrir börn, var haldið í tvær vikur í júní, undir stjórn Togga, Thors Kolbeinssonar. Um 13 krakkar úr 4.-6. bekk sóttu námskeiðið, sem haldið var á svæðinu innan girðingar gömlu spennistöðvarinnar efst við Borgarbraut.

Í ágústmánuði verður „vegglistanámskeið“, þar sem Dagný Rut Kjartansdóttir mun leiða börn og ungmenni í myndlistartengdri dagskrá. Dagný er nýútskrifuð sem myndlistarkennari og tekur til starfa í grunnskólanum í ágúst nk. Ætlunin er að fara í skapandi vinnu við að gera vegglistaverk víða í bænum og verður þetta kynnt á allra næstu dögum.

Valdís Ásgeirsdóttir er umsjónarmaður vinnuskóla bæjarins og lýkur vinnunni á morgun, eftir fimm vikna törn. Alls hafa um 14 krakkar úr 7. til 10. bekk verið í vinnuskólanum og hefur gengið mjög vel. Krakkarnir hafa unnið vel í að þrífa og gróðurhreinsa opin svæði í bænum ásamt því að fá ýmsa fræðslu. Þau hafa sótt námskeið í vinnuvernd en forvarnafulltrúi VÍS kom með góðan fræðslufund fyrir þau og sláttugengið, eldri unglingana í sumarstörfum hjá bænum. Krakkarnir fengu fræðslu um brunavarnir hjá slökkviliðsstjóra, um umhverfismál í víðu samhengi frá verkefnisstjóra Umhverfisvottunar Snæfellsness, þau fóru í vinnuheimsókn á golfvöllinn og „vinnustaðaheimsókn“ á höfnina og fylgdust þar með löndun úr Hring SH og hafnarstjóri sagði frá ferli fisksins úr hafi og á markaði.

Ólafur kemur ennfremur að tómstundastarfi eldri borgara, en mikill og vaxandi kraftur er í starfinu. Bærinn hefur aðkomu að heilsueflingu 60 ára og eldri og hefur Ólafur verið í samskiptum við Ágústu og Rut þjálfara, sem og fulltrúa Félags eldri borgara vegna starfsins. Félagsstarf með eldri íbúum, Rauða kross deildinni og fleirum hefur tengingu við bæinn. Olga Aðalsteins hefur haldið utan um starf í Sögumiðstöðinni og undirbúið „miðvikudags-hittinga“ í Sögumiðstöðinni og verið tengiliður við félögin um starfið.

Félög og samtök:
Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur einnig átt fund með flestum íþróttafélögum í bænum. Hann telur mikilvægt að fara í vinnu við að gera samning við helstu félögin í bænum og að beiðni bæjarstjórnar sl. vetur vann hann að undirbúningi samnings við UMFG með formanni/stjórn félagsins. Bæjarráð ræddi um að gott væri að ljúka þeirri samningsgerð samhliða fjárhagsáætlunarvinnu í haust og aðra samninga í framhaldi af því.

Barnvænt sveitarfélag
Íþrótta- og tómstundafulltrúi er umsjónaraðili og tengiliður vegna fyrirhugaðrar vinnu bæjarins við að gerast barnvænt sveitarfélag, en skrifað var undir samning um það í mars sl. Ólafur hefur sótt fræðslu og undirbúningsfundi. Ljúka þarf sem fyrst við að skipa ungmennaráð bæjarins, en úr því koma fulltrúar barna og ungmenna inn í stýrihóp verkefnis um barnvænt sveitarfélag. Fara þarf á fullt í verkefninu í haust og verður fyrsta viðfangsefnið fræðsla um réttindi barna sem allir starfsmenn sveitarfélagsins þurfa að fá.

Ólafi var að lokum þakkað fyrir komuna og góðar upplýsingar, og vék hann hér af fundi.

Gestir

 • Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi

8.EFS - Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) dags. 22. júní 2022 vegna ársreiknings 2021. Bréfið er staðlað bréf sem sent var til 43 sveitarfélaga vegna fjárhagslegra viðmiða.

Jafnframt lögð fram samantekt frá Deloitte, endurskoðendum bæjarins, sem sýnir stöðu fjárhagslegra viðmiða bæjarins.

Samkvæmt samantektinni uppfyllir Grundarfjarðarbær öll viðmið fyrir samstæðu A- og B-hluta og flest viðmið vegna A-hluta.

Frávik vegna A-hlutans eru þrjú:
- A-hlutinn er undir viðmiðum hvað varðar framlegð sem hlutfall af tekjum, sem var 9,61% árið 2021 en ætti ekki að vera undir 10%.
- Samanlögð rekstrarniðurstaða A-hluta á síðustu þremur árum ætti að vera yfir núllinu, en er neikvæð um rúmar 5,6 millj. kr.
- Veltufé frá rekstri sem hlutfall á móti afborgunum lána og skuldbindinga A-hluta ætti að vera 1, en er 0,6.

Ofangreint verður haft til hliðsjónar í vinnu við fjárhagsáætlun á komandi hausti.

9.Lánasjóður sveitarfélaga - Lántaka 2022

Málsnúmer 2207021Vakta málsnúmerÁkvörðun um að taka lán í samræmi við fjárhagsáætlun ársins hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Lánið verði tryggt með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar samþykkir hér með á bæjarráðsfundi, í umboði bæjarstjórnar, að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 160.000.000,- til allt að 13 ára.
Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur bæjarins og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum ársins og endurfjármögnunar á eldri lánum sem tekin voru upphaflega vegna framkvæmda í sveitarfélaginu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Björgu Ágústsdóttur, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grundarfjarðarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.

10.Leikskólinn Sólvellir - Skipulag skólastarfs 2022

Málsnúmer 2203043Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um starfsreglur um sérkennslu og stuðning, til afgreiðslu bæjarráðs, ásamt minnispunktum um vinnu sem farið hefur fram hjá skólastjórnendum með Ásgarði, skólaráðgjöf, síðustu mánuði.

Tillagan var tekin til afgreiðslu á 163. fundi skólanefndar þann 4. júlí sl. og voru reglurnar samþykktar af skólanefnd.
Starfsreglur um stuðning og sérkennslu samþykktar samhljóða.

11.Skólastefna

Málsnúmer 2207023Vakta málsnúmer

Gerð er tillaga um að hefja vinnu við endurskoðun skólastefnu Grundarfjarðarbæjar, en núverandi skólastefna er frá árinu 2014.
Sett verði ný menntastefna sem taki til allra skólastiga sem rekstur og starfsemi bæjarins nær til. Byggt verði m.a. á þeirri vinnu sem fram hefur farið með leikskólanum undanfarna mánuði.

Bæjarstjóra verði falið að undirbúa þessa vinnu og leita eftir verðtilboðum.

Samþykkt samhljóða.

12.Harpa Dögg - Styrkbeiðni

Málsnúmer 2206030Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Hörpu Dögg Bergmann Heiðarsdóttur um styrk vegna ferðar með landsliðshóp til að keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti í hestaíþróttum. Mótið verður haldið á Álandseyjum 9.-14. ágúst nk.
Bæjarráð veitir Hörpu Dögg styrk sem nemur flugfargjaldi vegna tveggja utanlandsferða í tengslum við landsliðsverkefni í hestaíþróttum, samtals að fjárhæð 90.000 kr.

Bæjarráð óskar Hörpu Dögg góðs gengis.

Samþykkt samhljóða.

13.SSV - Áfangastaðafulltrúar sveitarfélaganna á Vesturlandi

Málsnúmer 2207012Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur sviðsstjóra Áfangastaða- & markaðssviðs Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 30. júní sl., þar sem óskað er eftir tilnefningu áfangastaðafulltrúa hvers sveitarfélags á Vesturlandi.

Bæjarstjóri hefur verið áfangastaðafulltrúi síðustu fjögur ár.

Lagt til að bæjarstjóri verði áfram áfangastaðafulltrúi fyrir hönd bæjarins.

Samþykkt samhljóða.

14.Umhverfisstofnun - kynning á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul

Málsnúmer 2206028Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 23. júní sl. um kynningu á drögum að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul, þar sem gefinn er kostur á að veita umsögn um væntanlega áætlun.

Umsagnarfrestur er til 1. september nk.

Bréfið hefur einnig verið lagt fram til kynningar í skipulags- og umhverfisnefnd.
Bæjarráð stefnir að því að afgreiða umsögn um drögin, að lokinni umfjöllun um áætlunina í skipulags- og umhverfisnefnd.

15.Samgöngustofa - Beiðni um umsögn vegna ökutækjaleigu

Málsnúmer 2207026Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Samgöngustofu þar sem óskað er umsagnar bæjarstjórnar vegna umsóknar Vélsmiðju Grundarfjarðar ehf. um staðsetningu ökutækjaleigu, sbr. tölvupóst dags. 6. júlí 2022.

Fyrir liggur álit skipulagsfulltrúa frá í gær. Þar kemur fram að umhverfis- og skipulagssvið geri ekki athugasemd við að starfsleyfi verði veitt fyrir rekstri ökutækjaleigu fyrir eitt ökutæki á lóð nr. 3 við Ártún enda sé starfsemin í samræmi við skilmála í gildandi deiliskipulagi.
Bæjarráð tekur undir álit skipulagsfulltrúa og gerir ekki athugasemd við staðsetningu fastrar starfsstöðvar ökutækjaleigu á umræddri lóð. Næg bílastæði og góð aðkoma er við Ártún 3, en þar er rekin vélsmiðja og bílaverkstæði. Rekstur ökutækjaleigu með einn bíl hefur ekki áhrif á aðliggjandi starfsemi. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

Samþykkt samhljóða.

16.Þjóðskrá Íslands - Skýrsla fyrir Grundarfjarðarbæ

Málsnúmer 2202014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar mánaðarleg skýrsla Þjóðskrár Íslands um Grundarfjarðarbæ, fyrir júlí 2022.

17.Samflot - Úthlutun úr mannauðssjóði

Málsnúmer 2206016Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur vegna styrks úr Mannauðssjóði Samflots bæjarstarfsmanna. Styrkurinn er veittur til gerðar fræðsluáætlunar fyrir bæinn. Símenntun Vesturlands aðstoðar Grundarfjarðarbæ við gerð áætlunarinnar.

18.SSV - Sameiginlegar almenningssamgöngur á Snæfellsnesi

Málsnúmer 2206032Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um almenningssamgöngur á Snæfellsnesi ásamt vinnugögnum og tillögu frá VSÓ ráðgjöf, sem unnið hefur verið með.

Á vegum SSV fór fram skoðun á möguleikum þess að sameina akstur almenningssamgangna, skólaaksturs Fjölbrautaskóla Snæfellinga og tómstundaaksturs á svæðinu. VSÓ vann þá skoðun fyrir SSV í samvinnu við sveitarfélögin á Snæfellsnesi og FSN.

Bæjarráð telur að hér sé um að ræða mjög jákvætt verkefni og felur bæjarstjóra að vinna áfram að því í samvinnu við nágrannasveitarfélögin og aðra samstarfsaðila.

19.FSS - Fundargerð 126. fundar stjórnar

Málsnúmer 2206038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 126. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (FSS) sem haldinn var 15. júní sl.

Bæjarstjóri sagði frá umræðum í stjórn FSS um húsnæðismál Smiðjunnar í Ólafsvík.

20.Heilbrigðisnefnd Vesturlands - Fundargerð 176. fundar

Málsnúmer 2206037Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 176. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem haldinn var 20. júní sl.

21.Tómas Freyr Kristjánsson - Samningur um ljósmyndun 2022

Málsnúmer 2206024Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur við Tómas Frey Kristjánsson um ljósmyndun 2022.

22.Bongó - Samningur um afnot af Sögumiðstöð 2022

Málsnúmer 2206025Vakta málsnúmer

Sambærilegur samningur hefur verið gerður við sama aðila síðustu árin.
Lagður fram til kynningar samningur við Bongó vegna afnota af Sögumiðstöð sumarið 2022.

23.Logos - Uppsögn á afnotum af ríkisjörðinni Hallbjarnareyri

Málsnúmer 2206014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Logos um uppsögn Ríkiseigna á afnotum af ríkisjörðinni Hallbjarnareyri m.v. núverandi afmörkun jarðarinnar, eins og það er orðað í bréfi Ríkiseigna dags. 3. nóv. 2021.

Framkvæmdasýslan Ríkiseignir er viðtakandi bréfsins frá Logos og afrit er sent bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar til kynningar.

24.UMFG - Ársreikningur 2021

Málsnúmer 2206022Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur UMFG vegna ársins 2021.

25.UMFG - Starfsskýrsla maí 2021-maí 2022

Málsnúmer 2206023Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar starfsskýrsla UMFG fyrir tímabilið maí 2021 - maí 2022.

26.SSV - Fundargerðir 166, 167, og 168. fundar stjórnar

Málsnúmer 2207017Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar SSV; 166. fundar sem haldinn var 26. janúar sl., 167. fundar sem haldinn var 2. mars sl. og 168. fundar sem haldinn var 1. júní sl.

27.Golfklúbburinn Vestarr - Ársreikningur 2020-2021

Málsnúmer 2207013Vakta málsnúmer


Lagður fram til kynningar ársreikningur Golfklúbbsins Vestarrs fyrir árin 2020-2021.

28.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Ársskýrsla 2021

Málsnúmer 2206034Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (HeV) fyrir árið 2021.

29.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Fundargerð aðalfundar

Málsnúmer 2206039Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands sem haldinn var 16. mars sl.

30.Ferðamálastofa - Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - lengri frestur

Málsnúmer 2207020Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur 5. júlí 2022 frá Ferðamálastofu, þar sem kynntur er lengri umsóknarfrestur vegna umsókna um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

Ákveðið hefur verið að flýta ferlinu við auglýsingu og úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna framkvæmda á árinu 2023.
Einnig á að lengja þann frest sem umsækjendur hafa til að sækja um.
Markmiðið með breytingunni er að auka svigrúm þeirra sem hyggjast sækja um styrki úr sjóðnum fyrir næsta ár og auðvelda þeim að undirbúa framkvæmdir í tíma.

Fram kemur að stefnt er að því að auglýsa eftir umsóknum um styrki í sjóðinn í lok ágúst nk. og að frestur verði sex vikur í stað fjögurra áður, þ.e. umsóknarferlið nái fram í byrjun október.

31.Hafnasamband Íslands - Boðun hafnasambandsþings 2022

Málsnúmer 2206033Vakta málsnúmer

Til kynningar
Lagt fram til kynningar bréf Hafnasambands Íslands dags 23. júní 2022 um boðun á hafnasambandsþing 2022. Þingið verður haldið 27. og 28. október nk. í Ólafsvík.

32.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 910 og 911

Málsnúmer 2207011Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, þ.e. 910. fundar sem haldinn var 20. maí sl. og 911. fundar sem haldinn var 23. júní sl.

33.Samband íslenskra sveitarfélaga - Framboðsfrestur til formanns sambandsins

Málsnúmer 2207022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 5. júlí sl. þar sem tilkynntur er framboðsfrestur til formanns sambandsins.

Breytingar voru gerðar á samþykktum sambandsins og verður formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga nú kjörinn með beinni rafrænni kosningu en ekki á landsþingi eins og tíðkast hefur.
Framboðsfrestur til formannskjörs er til og með 15. júlí og kjörgengir eru aðal- og varamenn í sveitarstjórnum landsins.

Rétt til þátttöku í formannskosningu eiga landsþingsfulltrúar og hefst kosningin 15. ágúst og stendur í tvær vikur. Úrslit skulu kynnt þegar þau liggja fyrir.

34.Persónuvernd - Ársskýrsla 2021

Málsnúmer 2206036Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Persónuverndar fyrir árið 2021.

35.Landskerfi Bókasafna - Ársreikningur 2021 og aðalfundur 2022

Málsnúmer 2206015Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Landskerfa bókasafna vegna ársins 2021, ásamt gildandi samþykktum og fundarboði um aðalfund, en hann var haldinn 29. júní sl.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 12:01.