Málsnúmer 2206032

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 590. fundur - 07.07.2022

Lagt fram til kynningar minnisblað Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um almenningssamgöngur á Snæfellsnesi ásamt vinnugögnum og tillögu frá VSÓ ráðgjöf, sem unnið hefur verið með.

Á vegum SSV fór fram skoðun á möguleikum þess að sameina akstur almenningssamgangna, skólaaksturs Fjölbrautaskóla Snæfellinga og tómstundaaksturs á svæðinu. VSÓ vann þá skoðun fyrir SSV í samvinnu við sveitarfélögin á Snæfellsnesi og FSN.

Bæjarráð telur að hér sé um að ræða mjög jákvætt verkefni og felur bæjarstjóra að vinna áfram að því í samvinnu við nágrannasveitarfélögin og aðra samstarfsaðila.