Málsnúmer 2207002F

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 590. fundur - 07.07.2022

Bæjarráð samþykkir samhljóða fundargerð 163. fundar skólanefndar.
  • Skólanefnd - 163 Skólanefnd samþykkti að formaður nefndarinnar verði Loftur Árni Björgvinsson og að varaformaður nefndarinnar verði Davíð Magnússon.

    Bæjarstjóri er starfsmaður nefndarinnar og ritar fundargerðir, nema annað verði ákveðið.

    Varaformaður tók nú við stjórn fundarins.

  • BÁ fór yfir og kynnti lauslega samþykktir Grundarfjarðarbæjar, siðareglur kjörinna fulltrúa og önnur gögn sem skólanefnd byggir starf sitt á. Hún sagði frá því að bæjarstjórn hafi samþykkt að halda sameiginlegan kynningar- og fræðslufund fyrir nefndarfólk bæjarins og verði hann að líkindum haldinn um mánaðamótin ágúst-september nk.
    Skólanefnd - 163 Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa Grundarfjarðarbæjar lagðar fram til kynningar.
  • .3 2205031 Fundartími nefnda
    Skólanefnd - 163 Í samræmi við ákvæði 8. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkir skólanefnd að fundir verði að jafnaði haldnir í Ráðhúsi Grundarfjarðar fyrsta mánudag hvers mánaðar, kl. 17:00, nema á sumartíma.

    Næsti fundur verði 5. september nk.
  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri var gestur fundarins undir dagskrárliðum 4, 5 og 6 og var hann boðinn velkominn.

    Skólanefnd - 163 Lagt fram til afgreiðslu skóladagatal tónlistarskólans, en það var lagt fram til umræðu á 162. fundi skólanefndar í apríl sl.

    Sigurður Gísli kynnti skóladagatal tónlistarskólans og farið var yfir það.

    Skóladagatal tónlistarskólans samþykkt samhljóða.
  • Skólanefnd - 163 Lagt fram til afgreiðslu skóladagatal grunnskólans, en það var lagt fram til umræðu á 162. fundi skólanefndar í apríl sl.

    Sigurður Gísli kynnti skóladagatal grunnskólans og farið var yfir það.

    Skóladagatal grunnskólans samþykkt samhljóða.
  • Skólanefnd - 163 Lagt fram til afgreiðslu skóladagatal leikskóladeildarinnar Eldhamra, með breytingum frá umræðu á 162. fundi skólanefndar í apríl sl.

    Sigurður Gísli fór yfir skóladagatal Eldhamra og farið var yfir það.

    Skóladagatal Eldhamra samþykkt samhljóða.
  • Leikskólastjóri átti ekki kost á að sitja fundinn. Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir sat þennan dagskrárlið í fjarfundi sem fulltrúi foreldra leikskólabarna og var hún boðin velkomin á fundinn.
    Skólanefnd - 163 Lagt fram til afgreiðslu skóladagatal Leikskólans Sólvalla, með breytingum frá umræðu sem fram fór á 162. fundi skólanefndar í apríl sl.
    Einnig lagður fram tölvupóstur leikskólastjóra um breytingu á skóladagatalinu sem gerð er með hliðsjón af breytingu á skóladagatali Eldhamra, hvað varðar opnunartíma í Dymbilviku.

    Farið var yfir skóladagatalið, m.a. með hliðsjón af fyrri umræðu skólanefndar.

    Í ljósi þeirrar vinnu sem farið hefur fram síðustu mánuði við að styrkja innra starf leikskólans - og halda þarf áfram á komandi vetri - þá samþykkir skólanefnd óskir um sex starfsdaga leikskólans á komandi skólaári. Einn starfsdagur er sérstaklega ætlaður í endurmenntunarferð leikskólastarfsfólks til útlanda í apríl 2023, en þar er um að ræða ferð sem frestað var sl. vor.

    Í ljósi þess að fyrir dyrum stendur að endurskoða skólastefnu Grundarfjarðarbæjar leggur skólanefnd til að í þeirri vinnu verði farið yfir starfsdaga og fleira sem snertir samræmingu milli leikskóladeildar og leikskóla.

    Nefndin óskar eftir því að skólastjórar leik- og grunnskóla leitist við að samræma starfsdaga sína í marsmánuði 2023 og er bæjarstjóra falið að leita eftir breytingum á skóladagatali skólanna, með samtali við skólastjórana.

    Skóladagatal leikskólans samþykkt samhljóða með framangreindum fyrirvörum.
  • Á fundi skólanefndar nr. 161 voru samþykkt viðmið um barngildi og fáliðunarreglur.

    Nú er lögð fram tillaga að starfsreglum um sérkennslu og stuðning, sem unnar hafa verið af skólaráðgjöfum Ásgarðs með stjórnendum Leikskólans Sólvalla.

    Tillagan er framhald og hluti af vinnu við að styrkja starf leikskólans.

    Ennfremur er lagt fram minnisblað Ásgarðs 2. maí 2022 um þá vinnu sem fram hefur farið og auk þess minnispunktar af fundi bæjarfulltrúa með starfsfólki leikskóla 6. apríl 2022.

    Skólanefnd - 163 Farið var yfir framlagða tillögu og efni reglnanna, og samhengi þeirra við áður samþykktar reglur.

    Í framlögðum tölvupósti ráðgjafa Ásgarðs til bæjarstjóra kemur fram að drögin geri ráð fyrir að stoðþjónustuteymi fari yfir umsókn um stuðningstíma með rökstuðningi frá sérkennslustjóra. Ákveða þurfi fyrirkomulag þessa þáttar í stjórnskipulagi skólans/bæjarins. Rökstuðningur fyrir stuðningi þurfi að vera skýr og ákvörðun um úthlutun fjármagns sé tekin út frá þeim markmiðum sem sett eru með sérkennslunni.

    Starfsreglur um sérkennslu og stuðning samþykktar samhljóða. Skólanefnd leggur jafnframt til að ákveðið verði fyrirkomulag á stoðþjónustuteymi.

    Skólanefnd telur að reglurnar þurfi að gilda um og/eða laga að starfsemi leikskóladeildarinnar Eldhamra og leggur til að það verði skoðað.

    BÁ sagði lauslega frá því starfi sem fram hefur farið að undanförnu við að byggja upp innra starf leikskólans, með liðsinni skólaráðgjafa Ásgarðs.
  • Lagt fram bréf sambandsins frá 4. maí sl. til sveitarfélaga þar sem áframsent er bréf Velferðarvaktarinnar, dags. 7. apríl 2022. Fram kemur að Velferðarvaktin hafi fjallað um rannsóknarskýrsluna "Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum" og tekið undir tillögur sem fram koma í skýrslunni. Sambandið áframsendir tillögur Velferðarvaktarinnar til allra sveitarfélaga.
    Skólanefnd - 163 Skólanefnd óskar eftir að fá að ræða efni skýrslunnar og tillagnanna við skólastjórnendur grunnskóla, í haust.