Málsnúmer 2207020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 590. fundur - 07.07.2022

Lagður fram til kynningar tölvupóstur 5. júlí 2022 frá Ferðamálastofu, þar sem kynntur er lengri umsóknarfrestur vegna umsókna um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

Ákveðið hefur verið að flýta ferlinu við auglýsingu og úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna framkvæmda á árinu 2023.
Einnig á að lengja þann frest sem umsækjendur hafa til að sækja um.
Markmiðið með breytingunni er að auka svigrúm þeirra sem hyggjast sækja um styrki úr sjóðnum fyrir næsta ár og auðvelda þeim að undirbúa framkvæmdir í tíma.

Fram kemur að stefnt er að því að auglýsa eftir umsóknum um styrki í sjóðinn í lok ágúst nk. og að frestur verði sex vikur í stað fjögurra áður, þ.e. umsóknarferlið nái fram í byrjun október.