Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 5. júlí sl. þar sem tilkynntur er framboðsfrestur til formanns sambandsins.
Breytingar voru gerðar á samþykktum sambandsins og verður formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga nú kjörinn með beinni rafrænni kosningu en ekki á landsþingi eins og tíðkast hefur. Framboðsfrestur til formannskjörs er til og með 15. júlí og kjörgengir eru aðal- og varamenn í sveitarstjórnum landsins.
Rétt til þátttöku í formannskosningu eiga landsþingsfulltrúar og hefst kosningin 15. ágúst og stendur í tvær vikur. Úrslit skulu kynnt þegar þau liggja fyrir.
Breytingar voru gerðar á samþykktum sambandsins og verður formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga nú kjörinn með beinni rafrænni kosningu en ekki á landsþingi eins og tíðkast hefur.
Framboðsfrestur til formannskjörs er til og með 15. júlí og kjörgengir eru aðal- og varamenn í sveitarstjórnum landsins.
Rétt til þátttöku í formannskosningu eiga landsþingsfulltrúar og hefst kosningin 15. ágúst og stendur í tvær vikur. Úrslit skulu kynnt þegar þau liggja fyrir.