Málsnúmer 2207026

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 590. fundur - 07.07.2022

Lögð fram beiðni Samgöngustofu þar sem óskað er umsagnar bæjarstjórnar vegna umsóknar Vélsmiðju Grundarfjarðar ehf. um staðsetningu ökutækjaleigu, sbr. tölvupóst dags. 6. júlí 2022.

Fyrir liggur álit skipulagsfulltrúa frá í gær. Þar kemur fram að umhverfis- og skipulagssvið geri ekki athugasemd við að starfsleyfi verði veitt fyrir rekstri ökutækjaleigu fyrir eitt ökutæki á lóð nr. 3 við Ártún enda sé starfsemin í samræmi við skilmála í gildandi deiliskipulagi.
Bæjarráð tekur undir álit skipulagsfulltrúa og gerir ekki athugasemd við staðsetningu fastrar starfsstöðvar ökutækjaleigu á umræddri lóð. Næg bílastæði og góð aðkoma er við Ártún 3, en þar er rekin vélsmiðja og bílaverkstæði. Rekstur ökutækjaleigu með einn bíl hefur ekki áhrif á aðliggjandi starfsemi. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

Samþykkt samhljóða.