Lögð fram beiðni Samgöngustofu þar sem óskað er umsagnar bæjarstjórnar vegna umsóknar Vélsmiðju Grundarfjarðar ehf. um staðsetningu ökutækjaleigu, sbr. tölvupóst dags. 6. júlí 2022.
Fyrir liggur álit skipulagsfulltrúa frá í gær. Þar kemur fram að umhverfis- og skipulagssvið geri ekki athugasemd við að starfsleyfi verði veitt fyrir rekstri ökutækjaleigu fyrir eitt ökutæki á lóð nr. 3 við Ártún enda sé starfsemin í samræmi við skilmála í gildandi deiliskipulagi.
Samþykkt samhljóða.