Málsnúmer 2207034

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 591. fundur - 25.08.2022

Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi, og Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss (gegnum síma), sátu fundinn undir þessum lið.

Lagt fram yfirlit yfir kostnað við snjómokstur síðustu ár, auk kostnaðar við snjómokstur á fyrri hluta árs 2022.

Farið yfir reynslu og framkvæmd á fyrirkomulagi snjómoksturs síðasta vetrar, en bæjarstjórn ákvað í september 2021 að fela bæjarstjóra og verkstjóra áhaldahúss að kanna með að semja beint við verktaka og að þeir ynnu saman að mokstri. Samið var við tvo verktaka sem unnu saman að snjómokstri í bænum, að undanskildu hafnarsvæði, sem Grundarfjarðarhöfn sér um.

Fram kom að reynslan var góð af fyrirkomulagi síðasta vetrar. Byggingarfulltrúa og verkstjóra áhaldahúss falið að leita eftir samningsgerð við verktaka í bænum með svipað fyrirkomulag í huga varðandi snjómokstur næsta vetrar.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Valgeir Magnússon - mæting: 10:13
  • Fannar Þór Þorfinnsson - mæting: 10:13