591. fundur 25. ágúst 2022 kl. 08:30 - 12:09 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG) formaður
 • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  Aðalmaður: Garðar Svansson (GS)
 • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  Aðalmaður: Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
Starfsmenn
 • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Framkvæmdir 2022

Málsnúmer 2202026Vakta málsnúmer

Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi, og Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sátu fundinn undir þessum lið.

Fundurinn hófst með því að skoðaðar voru framkvæmdir sem farið hafa fram við húsnæði grunnskóla og íþróttahúss.

Búið er að breyta neðra anddyri grunnskóla, gera það bjartara og rúmbetra, og setja sjálfvirka rennihurð í stað tveggja þungra, eldri hurða. Verið er að gera við þak á tengibyggingu milli íþróttahúss og grunnskóla, en eitt tilboð barst í það verk. Skoðað var ástand á útveggjum íþróttahúss, hliðinni sem snýr út í sundlaugargarð.

Fundarfólk fór síðan aftur yfir í Ráðhús Grundarfjarðar. Eftirfarandi var rætt:

Ekkert tilboð barst í opnu útboði á utanhússviðgerð á íþróttahúsi. Fyrirséð er því að ekki verður farið í þá framkvæmd á árinu. Lagt til að verkið verði boðið út að nýju síðar í haust eða vetur, verktími verður þá á næsta ári og að verklok verði 31. ágúst 2023.

Umræður um aðrar viðgerðir. Í samræmi við umræður á fundinum er byggingarfulltrúa falið að gera tillögu til bæjarráðs um kostnað við nauðsynlegar viðgerðir á húsnæði íþróttahúss og grunnskóla, sem svigrúm skapast til að fara í.

Samþykkt samhljóða.

Jafnframt rætt um orkuskipti vegna sundlaugar og húsnæðis grunnskóla og íþróttahúss, sem eru í undirbúningi en bærinn hefur fengið styrki úr Orkusjóði til verksins. Hönnunarvinna er í gangi vegna nýs anddyris við íþróttahúsið, en hún mun einnig taka mið af því að orkuskipti eru framundan.

Aðrar framkvæmdir í gangi eru þakskipti á eldri hluta Samkomuhúss, búið er að mynda fráveitulagnir í stórum hluta bæjarins og unnið er að frágangi brunna/fráveitu við nýbyggingu á Grundargötu 12-14. Endurnýjaður var hluti girðingar við leikskóla, nýr háfur settur upp í eldhús leikskólans og ýmsar endurbætur gerðar á húsnæði skólans.

Að Grundargötu 30 er viðgerð lokið á skrifstofu og unnin voru frumdrög að skrifstofurými/samvinnurými sem bæjarstjórn tók afstöðu til sl. vor. Einnig voru keypt skrifborð og skilrúm til að geta boðið uppá betri aðstöðu í rýminu.

Í Sögumiðstöð vinnur byggingarfulltrúi að grófri kostnaðaráætlun fyrir þau verkefni sem eftir eru.

Í ár er skipt um led-perur í hluta af ljósastaurum í þéttbýli.

Gestir

 • Ólafur Ólafsson - mæting: 08:30
 • Kristín Þorleifsdóttir - mæting: 08:30
 • Fannar Þór Þorfinnsson - mæting: 08:30

2.Gjaldskrá - Námur Grundarfjarðarbæjar, efnistaka

Málsnúmer 2208004Vakta málsnúmer

Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.

Lögð fram til kynningar drög byggingarfulltrúa að gjaldskrá vegna efnistöku úr námum Grundarfjarðarbæjar.

Farið yfir fyrri bókanir og stefnumörkun bæjarstjórnar um efnistöku í námum bæjarins og drögin.

Til frekari afgreiðslu síðar.

Gestir

 • Fannar Þór Þorfinnsson - mæting: 09:55

3.Snjómokstur

Málsnúmer 2207034Vakta málsnúmer

Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi, og Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss (gegnum síma), sátu fundinn undir þessum lið.

Lagt fram yfirlit yfir kostnað við snjómokstur síðustu ár, auk kostnaðar við snjómokstur á fyrri hluta árs 2022.

Farið yfir reynslu og framkvæmd á fyrirkomulagi snjómoksturs síðasta vetrar, en bæjarstjórn ákvað í september 2021 að fela bæjarstjóra og verkstjóra áhaldahúss að kanna með að semja beint við verktaka og að þeir ynnu saman að mokstri. Samið var við tvo verktaka sem unnu saman að snjómokstri í bænum, að undanskildu hafnarsvæði, sem Grundarfjarðarhöfn sér um.

Fram kom að reynslan var góð af fyrirkomulagi síðasta vetrar. Byggingarfulltrúa og verkstjóra áhaldahúss falið að leita eftir samningsgerð við verktaka í bænum með svipað fyrirkomulag í huga varðandi snjómokstur næsta vetrar.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Valgeir Magnússon - mæting: 10:13
 • Fannar Þór Þorfinnsson - mæting: 10:13

4.Mannvit - Umhverfismat tillögu að nýrri svæðisáætlun 2021-2032 fyrir suðvesturhornið

Málsnúmer 2110016Vakta málsnúmer

Í framhaldi af bókun bæjarstjórnar í janúar 2022, er hér formlega bókuð afgreiðsla:

Lagt til að sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 verði samþykkt af hálfu Grundarfjarðarbæjar.

Samþykkt samhljóða.

5.Hafsteinn Garðarsson - Kolefnisjöfnum Grundarfjörð

Málsnúmer 2208011Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Hafsteins Garðarssonar um kolefnisjöfnun Grundarfjarðar með gróðursetningu trjáa ofan byggðar.

Bæjarráð þakkar Hafsteini fyrir gott erindi.

Í aðalskipulagi 2019-2039 er gert ráð fyrir útivistarkraga ofan þéttbýlis. Þar segir m.a. eftirfarandi í skilmálum fyrir reitinn:

"Unnið verði heildarskipulag fyrir útivistarkragann sem miðar að því að skapa skjól með trjárækt og öðrum gróðri og bæta útivistaraðstöðu með stígum, bekkjum og annarri aðstöðu sem hæfa þykir.
Haldið verði áfram með frekari skógrækt ofan byggðarinnar suður og austur af núverandi skógræktarsvæði, þ.e. Hjaltalínsholti, Hellnafellum og Ölkeldudal."

Þar segir einnig:
"Markmiðið ræktunar er að auka skjól fyrir byggðina og gera aðlaðandi útivistarsvæði sem verði opið fyrir íbúa og gesti. Ræktun skal haga þannig að svæðið nýtist almenningi til útivistar. Plöntuval taki mið af náttúru svæðisins og ræktun falli vel að landslagi og umhverfi. Svæðið sé í góðu samhengi við núverandi skógræktarsvæði og við skíðasvæði, bæði núverandi og fyrirhugað svæði ofar í hlíðunum. Á Grafarlandi verði áfram hefðbundin landbúnaðarnot eins og verið hafa af hálfu eigenda/ábúenda Grafarbæja, en við mótun heildarskipulags fyrir útivistarkragann verði kannað verði hvort og
hvernig megi opna svæðið að hluta fyrir almenna útivist."

Sjá nánar skilmála fyrir OP-5, bls. 67 í greinargerð:
https://www.grundarfjordur.is/static/files/Byggingarfulltrui/Ask_2019_2039/ask-grundarfj-greinargerd-vefutg.pdf

Lagt til að tillögu verði vísað til umræðu/umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar. Skoðað verði með áfangaskiptingu, sem geri kleift að hefjast handa sem fyrst.

Samþykkt samhljóða.

6.Hallur Pálsson - yfirlýsing vegna kaupa á Naust

Málsnúmer 2208005Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Halli Pálssyni að Naustum með beiðni um yfirlýsingu bæjarstjórnar vegna óskar hans um að kaupa land jarðarinnar Naustar, 351 Grundarfirði.

Í bæjarráði og bæjarstjórn árið 2015 var tekið fyrir sambærilegt erindi og send umsögn.

Eftirfarandi umsögn bæjarráðs er í samræmi við fyrri afgreiðslu:

Hallur Pálsson hefur fasta búsetu og lögheimili að Naustum og hefur haft í allmörg ár. Þar hefur hann verið með búskap. Búskapurinn hefur verið hefur athugasemdalaus, svo vitað sé.

Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar sér ekkert því til fyrirstöðu að Hallur Pálsson kaupi jörðina og húsakost með.

Samþykkt samhljóða.

7.Málefni á sviði íþrótta- og tómstundamála

Málsnúmer 2207014Vakta málsnúmer

Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram yfirlit yfir olíukostnað sundlaugar og íþróttahúss 2016-2021. Rætt um stöðu íþróttamannvirkja og rýnt í tölur sem sýna aukinn kostnað vegna hækkana á olíuverði að undanförnu.

Gestir

 • Ólafur Ólafsson - mæting: 11:34

8.Lausafjárstaða 2022

Málsnúmer 2202006Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

9.Greitt útsvar 2022

Málsnúmer 2202005Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-júlí 2022. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 10,4% miðað við sama tímabil í fyrra.

10.Rekstraryfirlit 2022

Málsnúmer 2208008Vakta málsnúmer

Lagt fram og farið yfir sex mánaða rekstraryfirlit janúar-júní 2022.

11.Menningarnefnd - 34

Málsnúmer 2207003FVakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir samhljóða fundargerð 34. fundar menningarnefndar.
 • Erindisbréf mennningarnefndar var lagt fram. Menningarnefnd - 34 Menningarnefnd samþykkti að formaður nefndarinnar verði Marta Magnúsdóttir og að varaformaður nefndarinnar verði Rakel Birgisdóttir. Jafnframt var samþykkt að ritari nefndarinnar verði Þurí, starfsmaður menningarnefndar, nema annað verði ákveðið.

  Nýr formaður tók nú við stjórn fundarins.
 • Lagðar fram til kynningar við upphaf nefndarstarfs Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Grundarfjarðarbæ.

  Menningarnefnd - 34 BÁ fór lauslega yfir samþykktir Grundarfjarðarbæjar og önnur gögn sem nefndin byggir starf sitt á. Ennfremur fór hún yfir siðareglur fyrir kjörna fulltrúa.
  Hún sagði frá því að bæjarstjórn hafi samþykkt að halda sameiginlegan kynningar- og fræðslufund fyrir nefndarfólk og verður hann líklega haldinn um mánaðamótin ágúst-september nk.
 • 11.3 2205031 Fundartími nefnda
  Ákvörðun um reglulegan fundartíma eða heppilega fundardaga nefndarinnar. Menningarnefnd - 34 Nefndin mun að jafnaði funda á 6-8 vikna fresti. Nefndin telur ekki þörf á að ákveða fastan fundartíma, heldur mun hún koma sér saman um fundartíma hverju sinni.

  Fundir verða að jafnaði haldnir í Ráðhúsi Grundarfjarðar kl. 16:30.

 • Lagt fram til skoðunar yfirlit yfir félags- og menningarstarf í bænum til að vinna með. Í því er einnig að finna yfirlit yfir hátíðir og viðburði á vegum bæjarins og annarra aðila.

  Menningarnefnd - 34 Farið yfir helstu verkefni, samstarfsaðila og viðburði sem fara fram í Grundarfirði.

 • Farið yfir hlutverk og verkefni nefndarinnar og hennar starfssvið. Menningarnefnd - 34 Hlutverk menningarnefndar er tiltekið í erindisbréfi hennar. Rætt var mikilvægi þess að grasrótin blómstri, í menningum og listum. Nauðsynlegt er því að í gangi sé virkt samtal milli nefndar og listafólks og þeirra fjölmörgu sem standa fyrir menningu í bænum og að góð hvatning og hvati sé til menningarstarfs.
  Mikilvægt er að nefndarmenn hafi frumkvæði og séu virkir í þátttöku og hugmyndavinnu, til þess að viðhalda sem áhrifaríkustu starfi í þágu menningar í bænum.
  Mikilvægt er einnig að nýta vel húsnæði og aðstöðu sem til staðar er í bænum, fyrir listir og menningu.

  Hér vék Björg af fundi.

  Rætt um verkefni sem menningarnefnd er með í vinnslu núna.

  Þar á meðal má nefna árlega ljósmyndasamkeppni, en þema keppninnar í ár er "Lægðin". Samkvæmt reglum keppninnar verða myndirnar að vera teknar innan sveitarfélagsmarka á tímabilinu 1. desember 2021 til 18. nóvember 2022. Skilafrestur mynda er til miðnættis föstudag 18. nóvember.

  Einnig eru framundan Rökkurdagar, menningarhátíð, sem haldin er vikuna 9. - 16. október nk.

  Framundan eru einnig styrkumsóknir og farið var yfir það út á hvaða verkefni hægt er að sækja um styrk.

12.Skipulags- og umhverfisnefnd - 238

Málsnúmer 2207005FVakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir samhljóða fundargerð 238. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Lagt er fram bréf byggingarfulltrúaembættis, dagsett 5. júlí sl., sem sent var lóðarhafa að Ölkelduvegi 29 -37, um afturköllun lóða í samræmi við fyrri afgreiðslur skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarstjórnar.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 238 Á 214. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 26. mars 2020 var samþykkt úthlutun lóðanna að Ölkelduvegi 29-31 (sem síðar, við skráningu í Þjóðskrá og staðfest við deiliskipulagsbreytingu, varð Ölkelduvegur 29-37). Afgreiðslan var tilkynnt lóðarhafa þann 27. mars 2020, með fyrirvara um afgreiðslu bæjarstjórnar, og síðan staðfest á fundi bæjarstjórnar þann 7. apríl 2020.

  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti erindi lóðarhafa um að framlengja lóðarúthlutunina, á 234. fundi sínum þann 1. mars 2022, og veitti frest til og með 30.06.2022. Var það staðfest af bæjarstjórn á 257. fundi hennar þann 10. mars 2022. Þar sem gögn til að uppfylla skilyrði til heimildar til útgáfu byggingarleyfis höfðu ekki verið lögð fram áður en frestur rann út, sbr. gr. 3 í Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði, var lóðarhafa tilkynnt með bréfi og tölvupósti dagsettum 5. júlí sl. að framlengd úthlutun lóðanna, í samræmi við veittan frest, væri fallin úr gildi.

  Lóðirnar voru í framhaldi af því færðar aftur á lista yfir lausar lóðir sem byggingarfulltrúi gerir og uppfærir og birtur er á vef bæjarins, sbr. gr. 1.2. í Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði.

  Lagt fram til kynningar.

  Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Lögð fram til afgreiðslu umsókn Nebyggðar ehf. dags. 6. júlí 2022 þar sem sótt er um raðhúsalóð við Ölkelduveg 29 - 37.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 238 Farið var yfir úthlutunarreglur Grundarfjarðarbæjar á lóðum. Umsóttar lóðir tilheyra deiliskipulagi sem staðfest var upphaflega 2003, en auk þess var gerð óveruleg deiliskipulagsbreyting á lóðunum 2021.

  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta Nesbyggð ehf. lóðunum við Ölkelduveg 29 - 37 til byggingar raðhúss, sbr. Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og skilmála um afslátt af gatnagerðargjöldum, með fyrirvara um staðfestingu bæjarráðs.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Með bréfi Ríkiseigna, móttekið 21. janúar 2021, er óskað eftir stofnun lóðar í landi Hallbjarnareyrar og breytingu á nöfnum eldri lóða og uppfærslu á stærð og mörkum í landeignaskrá.

  Erindinu fylgir hnitsett loftmyndakort/lóðablað dagsett 19.11.2020 fyrir hina nýju lóð og nærliggjandi lóðir, sem teknar eru úr ríkisjörðinni Hallbjarnareyri, L136609.
  Kortið afmarkar þrjár frístundalóðir við gamla bæjarstæði ríkisjarðarinnar Hallbjarnareyri, L136609, og heiti sem þeim eru gefin til aðgreiningar frá hvor annarri og upprunajörðinni, eins og segir í texta kortsins. Kvöð er um aðkomu að lóðunum eftir Hallbjarnareyrarvegi í landi Hallbjarnareyrar.

  Erindið hafði verið tekið fyrir á 224. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 27. janúar 2021 en var þá einungis lagt fram til kynningar.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 238 Nánar tiltekið er óskað eftir eftirfarandi:

  Vegna fasteignarinnar "Hallbjarnareyri", skráð sem "sumarbústaðaland" með landeignanúmerinu L136610, nú skráð 6.900 m2, verði gerðar eftirfarandi breytingar sbr. erindi Ríkiseigna:

  - Stofnun nýrrar lóðar í landi Hallbjarnareyrar, sem fái heitið „Hallbjarnareyrarland 2“ og nýtt landnúmer. Um er að ræða 6.138 m2 frístundalóð undir matshluta 01 frá Hallbjarnareyri, L136610, sem er sumarhús byggt árið 1989. Eigandi nýju lóðarinnar er Ríkissjóður Íslands, en umráðendur hennar og eigendur matshluta eru Örn Þór Alfreðsson og Stella María Óladóttir.

  - Breytingu á heiti upprunalóðarinnar, sem hét áður Hallbjarnareyri, en verði Hallbjarnareyrarland 1, L136610. Lóðin er 3.439 m2 frístundalóð undir matshluta 02, sem var upprunalega íbúðarhús jarðarinnar Hallbjarnareyri, byggt árið 1936, en hefur verið endurgert sem sumarbústaður. Eigandi lóðarinnar er Ríkissjóður Íslands, en umráðandi lóðarinnar og eigandi matshluta er Svava Guðmundsdóttir.

  Vegna fasteignarinnar "Hallbjarnareyrarland", með landeignanúmerinu L136611, sumarbústaðaland, nú skráð 10.000 m2 að stærð:

  - Lögð fram hnitsetning á lóðinni Hallbjarnareyrarland, L136611, fyrir landeignaskrá og uppfærsla á stærð lóðar. Lóðin verði 10.007 m2 frístundalóð undir matshluta 01, sem er eldra hús ríkisjarðarinnar Hallbjarnareyri, byggt árið 1927, en hefur verið endurgert sem sumarbústaður. Eigandi lóðarinnar er Ríkissjóður Íslands, en umráðandi lóðarinnar og eigandi matshluta er Hrafnhildur Pálsdóttir.


  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti erindi Ríkiseigna, en felur starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs að kanna hvort Ríkiseignir hafi kynnt framangreindar breytingar fyrir hagsmunaaðilum/nágrönnum eða hvort þörf sé á að kynna þær af hálfu bæjarins.

  Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að bæjarstjórn/bæjarráð samþykki í framhaldinu framangreindar tillögur.

  Samþykkt samhljóða.

  Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

13.Þjóðskrá Íslands - Skýrsla fyrir Grundarfjarðarbæ

Málsnúmer 2202014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Þjóðskrár Íslands með lykiltölum fyrir Grundarfjarðarbæ.

14.Deloitte - Ráðningarbréf vegna persónuverndarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2207027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar ráðningarbréf við Deloitte vegna persónuverndarfulltrúa 2022.

15.Motus - skýrsla um innheimtuárangur

Málsnúmer 2208009Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Motus um innheimtuárangur.

16.Almannavarnanefnd Vesturlands - Fundur 1. júlí

Málsnúmer 2207030Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar minnispunktar frá fundi almannavarnarnefndar Vesturlands sem haldinn var 1. júlí sl.

17.Barna- og fjölskyldustofa - Eyðublöð og leiðbeiningar vegna samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna

Málsnúmer 2207029Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar eyðublöð og leiðbeiningar Barna- og fjölskyldustofu um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

18.HMS - Rammasamningur um aukið íbúðaframboð 2023-2032

Málsnúmer 2207032Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum.

19.SSV - Bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja um heilsugæslu

Málsnúmer 2208002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar frá SSV bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja um heilsugæslu.

Bæjarráð tekur undir bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja.

Samþykkt samhljóða.

20.Samband íslenskra sveitarfélaga - Forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026

Málsnúmer 2208010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um helstu forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026.

21.Gallerí Grúsk - Leigusamningur

Málsnúmer 2208013Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar leigusamningur við Gallerí Grúsk um afnot af Sögumiðstöð sumarið 2022.

22.Innviðaráðuneytið - Bréf reikningsskila- og upplýsinganefndar vegna viðauka

Málsnúmer 2208012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf innviðaráðuneytisins um viðauka reikningsskila- og upplýsinganefndar vegna breytingar á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015. Kveðið er á um að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 12:09.