Málsnúmer 2208007

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 239. fundur - 30.08.2022

Lögð fram til afgreiðslu umsókn Múr og steypu slf., dags. 16. ágúst 2022, um 15 bil á metralóð við Hjallatún 6b á iðnaðar- og athafnasvæði vestan Kvernár ásamt fyrirspurn um möguleika á að breyta deiliskipulagi lóðanna.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Múr og steypu slf. um 15 bil á lóð nr. 6b við Hjallatún.

Nefndin tekur fyrir sitt leyti vel í fyrirspurn lóðarhafa um deiliskipulagsbreytingu sbr. framlagt erindi. Óski lóðarhafi eftir slíkri breytingu felur nefndin umhverfis- og skipulagssviði að fylgja því eftir. Er það mat nefndarinnar að slík breyting teljist veruleg sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að undirbúa tillögu að slíkri breytingu.