239. fundur 30. ágúst 2022 kl. 16:30 - 20:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS) formaður
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Davíð Magnússon (DM)
  • Heiðrún Hallgrímsdóttir (HH)
  • Eymar Eyjólfsson (EE)
Starfsmenn
  • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ) starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Kristín Þorleifsdóttir (KÞ) sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Fannar Þór Þorfinnsson (FÞÞ) byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Formaður setti fund og færði nefndarmönnum, bæjarstjórn og íbúum Grundarfjarðarbæjar þakkir fyrir mjög góða mætingu á fyrri hluta umhverfisrölts. Gengið var svo til dagskrár.
Byggingarfulltrúi sat fundinn undir liðum 1-6, en vék svo af fundi.

1.Vélsmiðja Grundarfjarðar - Byggingarleyfi

Málsnúmer 2208015Vakta málsnúmer

Vélsmiðja Grundarfjarðar sækir um byggingarleyfi fyrir 808 m2 geymsluhúsnæði við Ártún 4 (umsókn dags. 29.08.2022). Jafnframt óskar umsækjandi eftir viðbrögðum nefndarinnar varðandi mögulega deiliskipulagsbreytingu sem tekur til færslu á byggingarreit og frávik frá skilmálum um þakhalla og vegghæð.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er lóðin 2932 m2, byggingarreiturinn 880 m2 og nh 0,3. Aðrir skipulagsskilmálar eru: bundin byggingarlína, vegghæð 3,3-4,95 m, gluggar á norðurhlið að lágmarki vera 5% af veggfleti, frjálst þakform með lágmarksþakhalla 15° og n-s mænisstefnu og litaval í samræmi við leiðbeinandi litaval. Jafnframt skal gera grein fyrir bílastæðum á lóð, stæðum fyrir fatlaða og aðgegni að fullnægjandi aðstöðu til sorpgeymslu á lóð.
Umsókn lóðarhafa um byggingarleyfi samræmist ekki skilmálum í gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið og því er ekki unnt að samþykkja hana að óbreyttu.

Nefndin tekur hinsvegar fyrir sitt leyti vel í fyrirspurn lóðarhafa um deiliskipulagsbreytingu sbr. framlagt erindi. Óski lóðarhafi eftir slíkri breytingu felur nefndin umhverfis- og skipulagssviði að fylgja því eftir. Er það mat nefndarinnar að slík breyting sé óveruleg sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
EE vék af fundi undir lið 2, 3 og 4.

2.Fellabrekka 11-13 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2208006Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu umsókn Múr og steypu slf. dags. 16. ágúst 2022, um parhúsalóð við Fellabrekku 11-13.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Múr og steypu slf. um parhúsalóð við Fellabrekku 11-13.

3.Fellabrekka 7-9 og 11-13 - umsókn um lóðir

Málsnúmer 2208017Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu umsókn frá Tómasi Ellert Tómassyni dags. 24. ágúst 2022, um lóðir við Fellabrekku 7-9 og 11-13.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Tómasar Ellerts Tómassonar um lóð nr. 7-9 við Fellabrekku. Lóð nr. 11-13 er nú þegar í úthlutunarferli hjá öðrum lóðarumsækjanda.

4.Iðnaðarsvæði, bil - Umsókn um metralóðir

Málsnúmer 2208007Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu umsókn Múr og steypu slf., dags. 16. ágúst 2022, um 15 bil á metralóð við Hjallatún 6b á iðnaðar- og athafnasvæði vestan Kvernár ásamt fyrirspurn um möguleika á að breyta deiliskipulagi lóðanna.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Múr og steypu slf. um 15 bil á lóð nr. 6b við Hjallatún.

Nefndin tekur fyrir sitt leyti vel í fyrirspurn lóðarhafa um deiliskipulagsbreytingu sbr. framlagt erindi. Óski lóðarhafi eftir slíkri breytingu felur nefndin umhverfis- og skipulagssviði að fylgja því eftir. Er það mat nefndarinnar að slík breyting teljist veruleg sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að undirbúa tillögu að slíkri breytingu.
EE kemur aftur inn á fund

5.Iðnaðarsvæði - tillaga að deiliskipulagi 2021

Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað frá ráðgjafarfyrirtækinu Alta frá 22. ágúst 2022 um endurskoðun á deiliskipulagi hluta iðnaðar- og athafnasvæðis vestan Kvernár.

Framlagt minnisblað var unnið að beiðni umhverfis- og skipulagsviðs í framhaldi af umræðu í nefndinni 12. apríl s.l. og samþykkt bæjarstjórnar þann 3. maí s.l. þar sem samþykkt var að fela nefndinni og skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning að endurskoðun deiliskipulags fyrir svæðið. Bæjarstjórn óskaði eftir tillögu um umfang, tímaramma og kostnað.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur fyrir sitt leyti vel í tillögu að verk- og kostnaðaráætlun hvað varðar breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðar- og athafnasvæðið vestan Kvernár. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að unnið verði að endurskoðun deiliskipulagsins á þessum grunni og miðað við að verklok verði eigi síðar en vorið 2023.

6.Deiliskipulag Ölkeldudals 2020-2022

Málsnúmer 2206012Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar þær athugasemdir og umsagnir sem borist hafa á auglýsingartíma breytingartillögunnar.

Í aðalskipulagi sveitarfélagsins er lögð áhersla á að byggja í eyður í byggðinni til að nýta grunnkerfi sem best og skapa heildstæðari byggð með góðu aðgengi að þjónustu. Tillagan felur í sér fjölgun íbúða við Ölkelduveg og Hrannarstíg og er gert ráð fyrir 12-13 nýjum lóðum fyrir einbýlishús og raðhús, þar af 7 lóðum fyrir 60 ára og eldri vestan við Fellaskjól. Einnig eru settir fram skipulagsskilmálar fyrir núverandi lóðir við Fellasneið 5 og 7.

Breytingartillagan var samþykkt til auglýsingar í bæjarstjórn Grundarfjarðar þann 3. maí sl. skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 15. júní til 29. júlí 2022 og var haldið opið hús fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila 21. júní sl. þar sem tillagan var kynnt.

Beiðni um umsögn var send til Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Rarik, Slökkviliðs Grundarfjarðarbæjar, Setbergssóknar, Skógræktarfélags Grundarfjarðarbæjar og Veitna.

Á auglýsingartímanum bárust tvær umsagnir (Veitum og Sóknarnefnd Setbergssóknar) og fjórar athugasemdir frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilum (íbúum við Fagurhól 3 og 5, Hellnafelli 8, Fellasneið 14 og Fellasneið 22). Að auki er reiknað með að viðbótarathugasemdir berist frá einum framangreindra aðila, á grunni viðbótargagna sem óskað var eftir og voru send út í dag 30. ágúst.
Skipulags- og umhverfisnefnd mun á næsta fundi sínum fara yfir og afgreiða svör við framkomnum athugasemdum og umsögnum, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Fyrirspurn um lóð í botnlanga á Grundargötu

Málsnúmer 2208001Vakta málsnúmer

Fyrirspurn barst um hvort stofna mætti lóð á svæði neðst í botnlanga við Grundargötu, n.t.t. neðan við Grundargötu 58, með byggingu lítils íbúðarhúss í huga. Fráveitulögn liggur í gegnum þennan reit.

Farið var yfir gildandi Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019-2039 og umrætt svæði skoðað.
Í aðalskipulagsvinnunni sem lauk með tillögu 2019, kom umrætt svæði til skoðunar og umræðu. Þá var tekin sú afstaða að skipuleggja ekki lóð þar. Í ljósi erindisins/fyrirspurnarinnar ræddi nefndin um að eftirspurn gæti verið eftir nýjum lóðum við sjávarsíðuna. Lóðirnar Grundargata 82 og 90 eru í slíkum botnlöngum, en auk þess er í aðalskipulagi gert ráð fyrir að íbúðarbyggð geti teygt sig enn lengra til vesturs, út fyrir ysta botnalanga Grundargötu.

Tillaga um að stofna lóð á umræddu svæði var borin upp á fundinum og var ekki samþykkt með þremur atkvæðum (BS, DM, og SG) á móti einu (EE). Einn fundarmanna sat hjá (HH).

Meirihluti nefndarmanna leggur áherslu á að staðið sé við ákvarðanir sem teknar voru í Aðalskipulagi.

Bókun:
EE er þeirrar skoðunar að þarna gæti orðið góð byggingarlóð.

8.Umhverfisstofnun - kynning á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul

Málsnúmer 2206028Vakta málsnúmer

Bæjarráð óskaði eftir umsögn/umræðu nefndarinnar um drög að endurskoðaðri stjórnunar- og verndaráætlun Snæfellsjökulsþjóðgarðs, sem nú er opin til umsagnar.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna drög að umsögn nefndarinnar í samstarfi við bæjarstjóra og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar til afgreiðslu.

9.Hafsteinn Garðarsson - Kolefnisjöfnum Grundarfjörð

Málsnúmer 2208011Vakta málsnúmer

Erindi sent frá bæjarráði, með ósk um umræðu og umsögn skipulags- og umhverfisnefndar.

Í bókun bæjarráðs, sem er meðfylgjandi, var vísað í markmið og skilmála Aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar 2019-2039, um svæðið OP-5, sem er útivistarkragi ofan byggðar.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Hafsteini fyrir erindið.

Á fundinum var farið yfir umfjöllun í greinargerð Aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 um svæðið OP-5, sem er "útivistarkragi ofan byggðar", og ÍÞ-3, sem er skíðasvæði undir Eldhömrum.

Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna drög að umsögn nefndarinnar í samstarfi við bæjarstjóra og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar til afgreiðslu.

10.Umhverfisrölt 2022-2026

Málsnúmer 2205033Vakta málsnúmer

Örstutt skýrslugjöf um fyrri hluta umhverfisrölts og rætt um síðari hlutann.
Nefndin þakkar umhverfis- og skipulagssviði og bæjarstjóra fyrir að boða til umhverfisrölts með íbúum Grundarfjarðar og þakkar íbúum fyrir góða mætingu.

11.Önnur mál umhverfis- og skipulagssviðs

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 20:30.