Málsnúmer 2209018

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 35. fundur - 20.09.2022

Nú þegar aðeins eru 95 dagar til jóla er ekki seinna vænna en að fara að undirbúa jólahátíðina.
Menningarnefnd fór yfir aðventudagskrá síðastliðinna ára og þau verkefni og þá viðburði sem hafa verið í boði. Síðustu tvö ár hafa aðventugluggarnir vakið mikla lukku og vill menningarnefnd hvetja fyrirtæki og bæjarbúa til þátttöku og bjóða fram glugga. Menningarnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að auglýsa eftir þátttöku í aðventugluggana í nóvember.
Einnig vill menningarnefnd skoða möguleikan á að setja upp ljósaskreytingar á miðbæjarsvæði til afmörkunar á jólasvæði.