35. fundur 20. september 2022 kl. 16:30 - 19:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Marta Magnúsdóttir (MM) aðalmaður
  • Rakel Birgisdóttir (RB) aðalmaður
  • Guðmundur Pálsson (GP) aðalmaður
Starfsmenn
  • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ) starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þuríður Gía Jóhannesdóttir Starfsmaður menningarnefndar
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár

1.Rökkurdagar 2022

Málsnúmer 2209016Vakta málsnúmer

Rökkurdagar fara fram frá 9. til 16. október nk.

Auglýst hefur verið eftir tillögum frá íbúum að dagskrá en vinnsla við uppsetningu er í fullum gangi. Tekið var mið af dagskrá fyrri ára og reynt verður eftir fremsta megni að höfða til sem flestra aldurshópa.

2.Jólaundirbúningur 2022

Málsnúmer 2209018Vakta málsnúmer

Nú þegar aðeins eru 95 dagar til jóla er ekki seinna vænna en að fara að undirbúa jólahátíðina.
Menningarnefnd fór yfir aðventudagskrá síðastliðinna ára og þau verkefni og þá viðburði sem hafa verið í boði. Síðustu tvö ár hafa aðventugluggarnir vakið mikla lukku og vill menningarnefnd hvetja fyrirtæki og bæjarbúa til þátttöku og bjóða fram glugga. Menningarnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að auglýsa eftir þátttöku í aðventugluggana í nóvember.
Einnig vill menningarnefnd skoða möguleikan á að setja upp ljósaskreytingar á miðbæjarsvæði til afmörkunar á jólasvæði.

3.SSV - Styrkir úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands 2022

Málsnúmer 2209017Vakta málsnúmer

Opnað verður fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands í október nk.

Farið yfir styrki sem áður hafði verið sótt um og stöðu þeirra.
Menningarnefnd vill hvetja áhugasama til að kynna sér úthlutunarreglur og að nýta sér tækifærið til þess að sækja um styrk í uppbyggileg verkefni.

Í tilefni 100 ára afmælis Bókasafns Grundarfjarðarbæjar leggur nefndin til að sækja um styrk fyrir viðburði tengda afmælishátíð bókasafnsins.

4.Önnur mál - menningarnefnd

Málsnúmer 1811045Vakta málsnúmer

Farið yfir umræðupunkta frá Sunnu Njálsdóttur, bókasafnsfræðingi vegna starfsemi bókasafnsins og önnur verkefni sem hún heldur utan um.

Einnig farið yfir skönnun mynda Bærings, sem Olga Sædís Aðalsteinsdóttir hefur unnið ötult að.

Úkraínska listamannaparið Olena og Mykola hafa verið fengin til þess að vinna að nokkrum listtengdum verkefnum í Grundarfirði. Helstu verkefni sem þau hafa unnið að eru:
Fjallageitur sem mynda hlið við inngang að grenndargörðunum, vegglist við grunnskólann og í haust munu þau móta og smíða drekahaus við "orminn" í þríhyrning, til þess að leggja lokahönd á þá vinnu.

Rætt um möguleg vegglistaverk og samstarf við listamenn og áhugasama aðila í bænum.

Staða Sögumiðstöðvarinnar, uppbygging og framhald. Einnig farið yfir notkun á húsnæðinu, sem félagasamtök hafa mikið verið að nýta sér.

Önnur mál
Menningarnefnd vill skoða möguleika á gróðursetningu í bænum og útbúa svokallaða villigarða, innan þéttbýlis.
Nefndin leggur til að funda með Olenu og Mykola í hugmyndavinnu fyrir miðbæjarreit og nánari útfærslu á listsköpun í bænum.
Einnig vill nefndin skoða, í samráði við listamenn, að mála listaverk á suðurgafl á Samkomuhúsi.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:00.