Málsnúmer 2209030

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 240. fundur - 27.09.2022

Mæstró sf. sækir um áframhaldandi stöðuleyfi fyrir pulsuvagn á miðbæjarsvæði til 12 mánaða þ.e. frá 1. október 2022 til 1. október 2023. Áður hafði verið gefið út stöðuleyfi frá 15. maí til 15. september 2022 og síðan framlengingu til loka september 2022. Stefnt er að því að hafa vagninn opinn reglulega í vetur eins og veður leyfir.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlengingu á stöðuleyfi til 30. september 2023 á miðbæjarreit, sem er í biðstöðu skipulagslega séð. Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum og í samræmi við gildandi gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ.