240. fundur 27. september 2022 kl. 16:30 - 21:15 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Bjarni Sigurbjörnsson (BS) formaður
 • Pálmi Jóhannsson (PJ)
  Aðalmaður: Signý Gunnarsdóttir (SG)
 • Davíð Magnússon (DM)
 • Heiðrún Hallgrímsdóttir (HH)
 • Lísa Ásgeirsdóttir (LÁ)
  Aðalmaður: Eymar Eyjólfsson (EE)
Starfsmenn
 • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ) starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
 • Kristín Þorleifsdóttir (KÞ) sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
 • Fannar Þór Þorfinnsson (FÞÞ) byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Björg Ágústsdóttir sat undir við lið 6.

1.Prjónað á plani - umsókn um stöðuleyfi, framhald

Málsnúmer 2209014Vakta málsnúmer

Prjónað á plani sækir um áframhaldandi stöðuleyfi fyrir söluskúr á miðbæjarreit til 12 mánaða, frá 7. september 2022 til 7. september 2023. Áður hafði aðili sótt um framlengingu á stöðuleyfi haustið 2021.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að framlengja stöðuleyfi Prjónað á plani á miðbæjarreit, sem er í biðstöðu skipulagslega séð, til 7. september 2023. Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum og í samræmi við gildandi gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ.

2.Mæstró sf - umsókn um stöðuleyfi 2022

Málsnúmer 2209030Vakta málsnúmer

Mæstró sf. sækir um áframhaldandi stöðuleyfi fyrir pulsuvagn á miðbæjarsvæði til 12 mánaða þ.e. frá 1. október 2022 til 1. október 2023. Áður hafði verið gefið út stöðuleyfi frá 15. maí til 15. september 2022 og síðan framlengingu til loka september 2022. Stefnt er að því að hafa vagninn opinn reglulega í vetur eins og veður leyfir.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlengingu á stöðuleyfi til 30. september 2023 á miðbæjarreit, sem er í biðstöðu skipulagslega séð. Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum og í samræmi við gildandi gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ.

3.Grundargata 86 - gluggaskipti 2022

Málsnúmer 2207001Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi til að breyta gluggum á norðurhlið 2. hæð, setja nýjan glugga með opnanlegu fagi á 2. hæð vesturhliðar hússins og gera breytingar innanhúss.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytingarnar enda séu þær í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar á svæðinu og hafi ekki áhrif á nærliggjandi byggð sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt telur nefndin að umrædd framkvæmd falli undir gr. 2.3.6. í byggingareglugerð nr. 112/2012 m.s.br.

4.Spjör - umsókn um niðurrif og byggingarleyfi

Málsnúmer 2209020Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn um niðurrif á byggingarstig 2 og endurbyggingu á sumarhúsi í landi Spjarar, mhl. 030101. Grunnurinn á núverandi sumarhúsi er sökkull með steyptri botnplötu og verður hann nýttur undir endurbyggingu á sumarhúsinu.
Nefndin tekur jákvætt í umsóknina og felur umhverfis- og skipulagssviði að afla nánari gagna og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild að öllum skilyrðum uppfylltum sbr. gr. 2.3.8. í byggingareglugerð nr. 112/2012, m.s.br. og í samræmi við skipulag.
ÞGJ víkur af fundi undir þessum lið

5.Naustáll 2 - Byggingarleyfi fyrir sumarhús

Málsnúmer 2209034Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahús og smáhýsi á lóð Naustáls 2 í Framsveit Grundafjarðarbæjar. Stærra húsið, þ.e. frístundahúsið, er einingahús sem er 47,6 m2 að stærð en minna húsið, smáhýsið, er 18,2 m2 og verður nýtt sem gestahús.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild að uppfylltum skilyrðum skv. gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð 112/2012, m.s.br. Nefndin hvetur landeigendur til þess að ljúka deiliskipulagsvinnu fyrir frístundabyggðina.

6.Deiliskipulag hafnarsvæðis og Framnes

Málsnúmer 2204011Vakta málsnúmer

Á fundinn kom Silja Traustadóttir skipulagsfræðingur frá Eflu til að kynna framvindu á deiliskipulagsvinnu fyrir hafnarsvæði og Framnes.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Silju Traustadóttur kærlega fyrir kynninguna. Nefndinni lýst vel á að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 til þess að auka tækifæri fyrir blandaða landnotkun á Framnesi.

7.Ártún 4 - Beiðni um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2209001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar og/eða afgreiðslu tillaga að óverulegri deiliskipulagsbreytingu fyrir athafna- og iðnaðarsvæði við Kverná er varðar lóð nr. 4 við Ártún skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með tillögunni eru gerðar breytingar á skilmálum gildandi deiliskipulags um byggingarreit, vegghæð, þakhalla og aðkomu að lóð.

Á 239. fundi sínum, tók skipulags- og umhverfisnefnd fyrir sitt leyti vel í fyrirspurn lóðarhafa um deiliskipulagsbreytingu sbr. framlagt erindi. Óski lóðarhafi eftir slíkri breytingu felur nefndin umhverfis- og skipulagssviði að fylgja því eftir. Er það mat nefndarinnar að slík breyting sé óveruleg sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Á 263. fundi sínum þann 13. september 2022, samþykkti bæjarstjórn bókun skipulag- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi athafna- og iðnaðasvæðis við Kverná vegna uppbyggingar á lóð nr. 4 við Ártún þ.e. breytinga á byggingarreit, vegghæð, þakhalla og aðkomuleiða þ.m.t. aðkomu að iðnaðarbilum beint frá Ártúni.

Nefndin bendir á að í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 er sýnd gönguleið eftir Ártúni og í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir gönguleið beggja vegna Ártúns og Hjallatúns. Með vísun í gildandi skipulagsáætlanir og deiliskipulagsbreytingu sem nú er í vinnslu fyrir allt athafna- og iðnaðarsvæðið, telur nefndin mikilvægt að færðir verði inn skilmálar um frágang á lóðarmörkum Ártúns 4 þar sem ekið verður beint af götu að iðnaðarbilum og gönguleið þveruð. Markmiðið með slíkum skilmálum er að auka umferðaröryggi allra vegfarenda með hraðatakmarkandi aðgerðum og skýrum mörkum milli lóðar og gönguleiðar.

Nefndin samþykkir að grenndarkynna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Ártúns 1, 2, 3, 5 og 6.

8.Deiliskipulag Ölkeldudals 2020-2022

Málsnúmer 2206012Vakta málsnúmer

Á 239. fundi skipulags- og umhverfisnefndar voru lagðar fram til kynningar umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma breytingartillögunnar, sem samþykkt var til auglýsingar í bæjarstjórn Grundarfjarðar þann 3. maí sl. skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 15. júní með athugasemdafresti til og með 29. júlí 2022.

Auk lögbundinnar auglýsingar var auglýsingin borin út til eigenda húsa við Ölkelduveg 21, 23, 25 og 27, Hrannarstíg 28-40, Fellasneið 1, 20, 22 og 28, Hellnafell 6 og 8 og Fagurhól 3 og 5. Einnig var boðið upp á opið hús fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila 21. júní þar sem tillagan var kynnt.

Beiðni um umsögn var send til Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Rarik, Veitna, Slökkviliðs Grundarfjarðar, Skógræktarfélagsins (Gunnars Njálssonar og Þórunnar Kristinsdóttur) og Setbergssóknar (Aðalsteins Þorvaldssonar og Guðrúnar Margrétar Hjaltadóttur).

Umsagnir og athugasemdir sem bárust voru lagðar fram til kynningar á 239. fundi skipulags- og umhverfisnefndar og eru nú tekin afstaða til þeirra og framlagðri tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við þeim skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur fjallað um og tekið afstöðu til athugasemda sem bárust á auglýsingartíma skipulagstillögunnar og samþykkir fyrir sitt leyti tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við þeim skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að uppfæra tillöguna með þeim minniháttar breytingum sem lagðar eru til í tillögu skipulagsfulltrúa að svörum og senda þeim sem gert höfðu athugasemdir viðbrögð nefndarinnar að fenginni staðfestingu í bæjarstjórn skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nefndin ræddi einnig um vatnafar ofan lóða við Ölkelduveg 39-45 og bendir á mikilvægi þess að lóðarhafi hugi að nauðsynlegum frárennslislausnum á framkvæmdastigi.

9.Skerðingsstaðir Deiliskipulag

Málsnúmer 1803056Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma tillögu að deiliskipulagi fyrir hótel í landi Skerðingsstaða skv. 3. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í apríl 2018 óskuðu landeigendur Skerðingsstaða eftir heimild Grundarfjarðarbæjar til þess að vinna deiliskipulag fyrir hluta jarðarinnar. Við þeirri ósk var orðið. Á 234. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 1. mars 2022, samþykkti nefndin fyrir sitt leyti að auglýsa deiliskipulagstillöguna ásamt umhverfismatsskýrslu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15 gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Bókun nefndarinnar var staðfest af bæjarstjórn á 257. fundi þann 10. mars 2022.

Tillagan var auglýst 20. júlí með athugasemdafrest til og með 14. september.
Auglýsingin var send til aðila sem gert höfðu athugasemdir á kynningartíma skipulagslýsingar árið 2018 og opinn kynningarfundur haldinn 23. ágúst sl. Samtals bárust athugasemdir frá 30 aðilum.

Beiðni um umsögn var send til umsagnaraðila og bárust umsagnir frá Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Slökkviliði Grundarfjarðarbæjar, Vegagerðinni, Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Breiðafjarðarnefnd og Fiskistofu.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar umhverfis- og skipulagssviði fyrir samantekt umsagna og athugasemda og felur skipulagsfulltrúa að vinna tillögu að svörum við þeim og leggja fyrir fund nefndarinnar, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Auk þess felur nefndin skipulagsfulltrúa að senda þeim sem gerðu athugasemdir tölvupóst þar sem upplýst er um næstu skref og framgang málsins.

10.Slökkvilið Grundarfjarðar - Samningur við Vegagerð

Málsnúmer 2209015Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur milli Slökkviliðs Grundarfjarðar og Vegagerðarinnar um hreinsun vettvangs á og við vegi í kjölfar umferðaróhappa eða annarra atvika sem krefjast upphreinsunar.
Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 21:15.