Málsnúmer 2209034

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 240. fundur - 27.09.2022

ÞGJ víkur af fundi undir þessum lið
Lögð er fram umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahús og smáhýsi á lóð Naustáls 2 í Framsveit Grundafjarðarbæjar. Stærra húsið, þ.e. frístundahúsið, er einingahús sem er 47,6 m2 að stærð en minna húsið, smáhýsið, er 18,2 m2 og verður nýtt sem gestahús.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild að uppfylltum skilyrðum skv. gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð 112/2012, m.s.br. Nefndin hvetur landeigendur til þess að ljúka deiliskipulagsvinnu fyrir frístundabyggðina.

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 4. fundur - 21.11.2023

Á 240. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tekið fyrir erindi lóðarhafa um byggingu á sumarhúsi á Naustál 1 og byggingafulltrúa falið að gefa út byggingarheimld sbr. gr. 2.3.8. Nú eru lagðar fram nýjar teikningar fyrir sumarhúsi í landi Naustáls. Umrætt sumarhús verður flutt af lóð Naustáls 6, mhl. 010101.
Byggingaráform samþykkt.
Umsóknin samræmist fyrri umsókn lóðarhafa.

Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br.