Málsnúmer 2210001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 264. fundur - 20.10.2022

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 595. fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 595 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • Bæjarráð - 595 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-september 2022. Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 9,1% miðað við sama tímabil í fyrra. Meðaltalshækkun á landinu er 11,7%.

  • .3 2207015 Launaáætlun 2022
    Bæjarráð - 595 Lagt fram yfirlit sem sýnir samanburð á útgreiddum launum Grundarfjarðarbæjar og Grundarfjarðarhafnar janúar til september 2022. Farið yfir niðurbrot launaáætlunar og raunlauna eftir deildum. Raunlaun eru yfir áætlun sem nemur 2,9 millj. kr., sem fyrst og fremst skýrist af auknum umsvifum Grundarfjarðarhafnar og breytingu á vinnufyrirkomulagi, sem og hagvaxtarauka skv. kjarasamningum, sem leiddi til hækkunar launa fyrr á árinu.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, SRS og GS.
  • Bæjarráð - 595 Lögð fram yfirlit með áætlun fasteignagjalda 2023, samanburði við önnur sveitarfélög, þróun fasteignamats frá árinu 2007 og yfirlit frá Jöfnunarsjóði ef breytingar yrðu gerðar á álagningu fasteignaskatts.

    Jafnframt lagt fram yfirlit yfir breytingu fasteignamats hjá Grundarfjarðarbæ og 20 öðrum sveitarfélögum fyrir árin 2015 og 2017-2022. Sjá fylgiskjal.

    Farið yfir forsendur og breytingu milli ára og gengið frá tillögu til bæjarstjórnar um lækkun á lóðarleigu íbúðarhúsnæðis (flokkur A) úr 2% í 1,5% og lækkun fráveitugjalds vegna íbúðarhúsnæðis úr 0,2% í 0,19%.

    Tillaga að lækkun er gerð í ljósi aðstæðna nú þar sem fasteignamat mun hækka um 21,3% að meðaltali á árinu 2023.

    Samþykkt samhljóða.
  • .5 2209025 Gjaldskrár 2023
    Bæjarráð - 595 Lagt fram yfirlit sem sýnir breytingar á þjónustugjaldskrám miðað við mismunandi forsendur, ásamt samanburði við önnur sveitarfélög.

    Farið yfir gjaldskrár og forsendur.

    Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 595 Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir vegna ársins 2023 ásamt umsóknum og greinargerðum.

    Farið yfir styrkumsóknir.

    Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 595 Lögð fram rammaáætlun 2023 og tekjuáætlun 2023.

    Jafnframt lögð fram staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og tilkynning frá Jöfnunarsjóði vegna mögulegs framlags sökum fækkunar íbúa.

    Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, SRS og SGG.
  • Bæjarráð - 595 Lagður fram til kynningar tölvupóstur umhverfis-, orku- og auðlindaráðuneytis dags. 7. okt. sl., þar sem ráðuneytið kynnir í samráðsgátt mál nr. 188/2022 - Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði - lykilþættir (greinargerð). Óskað er eftir umsögnum og er frestur til 21. október nk.
  • Bæjarráð - 595 Lagt fram til kynningar ársuppgjör Listvinafélags Grundarfjarðarkirkju fyrir árið 2021.
  • Bæjarráð - 595 Lagt fram til kynningar ársuppgjör Skíðadeildar UMFG fyrir árið 2021.
  • Bæjarráð - 595 Lagður fram til kynningar ársreikningur Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls fyrir árið 2021.
  • Bæjarráð - 595 Lagður fram til kynningar ársreikningur Setbergssóknar fyrir árið 2021.
  • Bæjarráð - 595 Lagt fram til kynningar upplýsingabréf Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga dags. 7. september sl. til úkraínsks flóttafólks með búsetu á Snæfellsnesi.
  • Bæjarráð - 595 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Ríkislögreglustjóra dags. 11. okt. sl. þar sem Almannavarnir vekja athygli á námskeiði á þeirra vegum um greiningu á áhættu og áfallaþoli.