264. fundur 20. október 2022 kl. 16:30 - 18:09 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Garðar Svansson (GS)
  • Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Davíð Magnússon (DM)
    Aðalmaður: Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund.

Forseti bar fram tillögu þess efnis að teknir yrðu á dagskrá fundarins með afbrigðum þrír dagskrárliðir; fundargerðir 594. og 595. funda bæjarráðs sem yrðu liðir nr. 5 og 6 á dagskrá og málið Ólafur Tryggvason - Reiðvegur að Kirkjufellsfossi, sem yrði liður nr. 24 á dagskrá. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur.

Samþykkt samhljóða

Gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 2205020Vakta málsnúmer

Forseti fór yfir minnispunkta bæjarstjóra. GS og SGG sögðu frá erindum sem haldin voru á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu 2022-2026

Málsnúmer 2205021Vakta málsnúmer

Forseti sagði frá þátttöku hans og bæjarstjóra á Landsþingi sambandsins sem haldið var á Akureyri. Hann sagði jafnframt frá fundum og ráðstefnum sem framundan eru, m.a. fundadagskrá bæjarráðs fram að næsta fundi bæjarstjórnar, en bæjarráð verður útvíkkað fram í desember.

3.Bæjarráð - 592

Málsnúmer 2209003FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 592. fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 592 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • 3.2 2202005 Greitt útsvar 2022
    Bæjarráð - 592 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-ágúst 2022. Skv. yfirlitinu hækkaði greitt útsvar um 10,1% miðað við sama tímabil í fyrra.
  • Bæjarráð - 592 Lagt fram sex mánaða uppgjör, janúar-júní 2022, niður á helstu tekju- og kostnaðarliði, en sex mánaða uppgjör niður á málaflokka var lagt fram á síðasta bæjarráðsfundi.
  • Bæjarráð - 592 Lagt fram tíu ára fjárhagsyfirlit Grundarfjarðarbæjar, A- og B-hluta, með upplýsingum úr ársreikningum og lykiltölum áranna 2012-2021.
  • Bæjarráð - 592 Lagt fram yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur 30.06.2022.
  • Bæjarráð - 592 Lögð fram tillaga að álagningarprósentu útsvars árið 2023.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarprósenta verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,52%.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 592 Lögð fram og kynnt bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2023, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Jafnframt lagður fram samanburður á fasteignagjöldum og álagningu nágrannasveitarfélaga. Farið yfir forsendur og breytingu milli ára.

    Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • 3.8 2209025 Gjaldskrár 2023
    Gjaldskrár 2022 liggja fyrir fundinum, en bæjarráð mun í komandi fjárhagsáætlunarvinnu taka ákvörðun um gjaldskrár fyrir næsta ár.
    Bæjarráð - 592 Lagður fram samanburður á gjaldskrám nokkurra sveitarfélaga ásamt gjaldskrám ársins 2022. Umræða um þörf fyrir gjaldskrárhækkanir í samhengi við áætlaðar kostnaðarhækkanir ársins 2022 og 2023.

    Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 592 Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlana, sbr. minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Einnig lögð fram tímaáætlun funda bæjarráðs og bæjarstjórnar út árið 2022 vegna fjárhagsáætlunargerðar.

    Bæjarráð stefnir á að hitta forstöðumenn stofnana miðvikudaginn 5. október nk.

    Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • 3.10 2202026 Framkvæmdir 2022
    Lögð fram tillaga byggingarfulltrúa, skv. beiðni bæjarráðs.

    Bæjarráð - 592 Á 591. fundi bæjarráðs þann 25. ágúst sl. var farið í vettvangsferð í grunnskóla og íþróttahús og framkvæmdir skoðaðar. Á fundinum var tekin ákvörðun um að fresta áætluðum utanhússframkvæmdum (klæðning og fleira) við íþróttahús í ár og lengja framkvæmdatíma útboðs þar að lútandi. Var byggingarfulltrúa í framhaldinu falið að gera tillögu til bæjarráðs um kostnað við aðrar minni en nauðsynlegar viðgerðir á húsnæði íþróttahúss og grunnskóla, sem svigrúm skapaðist þar með til að fara í.

    Fyrir liggur tillaga frá byggingarfulltrúa um endurbætur innanhúss í anddyri og gangi íþróttahúss, sem og innanhúss á tengigangi milli íþróttahúss og grunnskóla, þ.á m. að fara í gluggaskipti á ganginum. Nýttur verður hluti þeirrar fjárveitingar sem ætlaður var í utanhússklæðningu íþróttahússins.

    Tillagan samþykkt samhljóða. Bæjarráð leggur áherslu á að vel sé hugað að efnisvali í anddyri og gangi íþróttahúss, m.a. með tilliti til hljóðvistar og hlýleika.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK og GS.
  • Bæjarráð - 592 Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 32 var auglýst laus til umsóknar. Tvær umsóknir bárust. Við mat á umsóknum og gögnum með hliðsjón af reglum Grundarfjarðarbæjar um úthlutun íbúða fyrir eldri borgara, var leitað til Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga um frekara mat á umsækjendum.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta íbúðinni til Árdísar Sveinsdóttur. Bæjarráð hafði áður samþykkt úthlutunina gegnum tölvupóst 15. og 16. september sl.
  • Bæjarráð - 592 Lögð fram tillaga íþrótta- og tómstundafulltrúa um aukinn opnunartíma sundlaugar í samræmi við viðveru starfsmanns íþróttahúss. Jafnframt að bætt verði við opnunartíma á sunnudögum. Fyrir fundinum lágu gögn um áætlaðan heildarlaunakostnað við mögulega sunnudagsopnun í október-desember 2022 og fyrir vetrarmánuði 2023 auk rekstraryfirlits íþróttahúss og sundlaugar jan.-ágúst 2022.

    Bæjarráð samþykkir aukinn opnunartíma sundlaugar þegar starfmaður er til staðar í húsinu, en leggur ekki til sunnudagsopnun að sinni.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 592 Lagt fram til kynningar bréf Félags atvinnurekenda, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara þar sem skorað er á sveitarfélög að lækka álagningu fasteignagjalda vegna mikillar hækkunar fasteignamats.
  • Bæjarráð - 592 Lögð fram til kynningar skýrsla Þjóðskrár Íslands fyrir Grundarfjarðarbæ.
    Skv. skýrslunni hefur Grundfirðingum fjölgað um fjóra síðan 1. desember sl.

  • Bæjarráð - 592 Lagt fram til kynningar bréf Fjölbrautaskóla Snæfellinga varðandi kostnað við skólaakstur á haustönn 2021 og vorönn 2022. Kostnaður Grundafjarðarbæjar vegna skólaaksturs FSN á síðasta skólaári nam 579.796 kr.
  • Bæjarráð - 592 Lagður fram til kynningar samningur Vegagerðarinnar við Slökkvilið Grundarfjarðar um hreinsun vettvangs á og við þjóðvegi í sveitarfélaginu í kjölfar umferðaróhappa eða annarra atvika sem krefjast hreinsunar.
  • Bæjarráð - 592 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga með dagskrá ráðstefnu um átakið Samtaka í hringrásarhagkerfi, sem haldin verður 7. október nk.
  • Bæjarráð - 592 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Nýsköpunarnets Vesturlands (Nývest) um fund þróunarsetra, samvinnurýma, FAB LAB og skóla á Vesturlandi, sem haldinn verður 17. október nk., ásamt kynningu á Nývest.

4.Bæjarráð - 593

Málsnúmer 2209004FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 593. fundar bæjarráðs.
  • Á fundinn mættu forstöðumenn stofnana Grundarfjarðarbæjar, þau sem áttu heimangengt. Fleiri eiga eftir að koma á fund bæjarráðs.

    Kl. 9:00, Sunna v. bókasafn og upplýsingamiðstöð
    Kl. 9:30, Linda v. tónlistarskóli
    Kl. 10.00, Valgeir v. áhaldahús og slökkvilið
    Kl. 10:40, Ingibjörg v. leikskóli
    Kl. 11:30, Anna Kristín v. grunnskóli
    Kl. 12:00, Fannar Þór, byggingarfulltrúi v. ýmissa verka og framkvæmda
    Kl. 12:40, Baldur, eignaumsjón

    Bæjarráð - 593 Farið var yfir starfsemi stofnana og óskir forstöðumanna vegna fjárhagsáætlunar 2023, einkum hvað varðar fjárfestingar og framkvæmdir.

    Teknir voru niður minnispunktar úr umræðum, til úrvinnslu í áframhaldandi vinnu bæjarráðs að fjárhagsáætlun 2023.

    Forstöðumönnum var þakkað fyrir komuna og góðar umræður.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, GS og ÁE.

5.Bæjarráð - 594

Málsnúmer 2210004FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 594. fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 594 Vinnufundur bæjarráðs í tengslum við fjárhagsáætlun 2023.

    Bæjarráð fór í heimsókn og ræddi við íþrótta- og tómstundafulltrúa og skoðaði aðstæður í íþróttahúsi, sundlaug og íþróttavelli.

    Farið var yfir tækjabúnað, rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir v. endurbóta á gólf- og loftaefni o.fl. í anddyri, gangi og tengibyggingu - en þar verður ennfremur skipt um glugga. Einnig farið yfir hljóðvist í íþróttasalnum og hvernig hægt væri að bæta hana.
    Rætt var um áform um að setja upp gufubað og rennibraut við sundlaug. Sundlaugargarð þarf að skoða í heild sinni og skipuleggja, áður en farið er í slíkar framkvæmdir.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, SGG, SG og GS.

6.Bæjarráð - 595

Málsnúmer 2210001FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 595. fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 595 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • 6.2 2202005 Greitt útsvar 2022
    Bæjarráð - 595 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-september 2022. Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 9,1% miðað við sama tímabil í fyrra. Meðaltalshækkun á landinu er 11,7%.

  • 6.3 2207015 Launaáætlun 2022
    Bæjarráð - 595 Lagt fram yfirlit sem sýnir samanburð á útgreiddum launum Grundarfjarðarbæjar og Grundarfjarðarhafnar janúar til september 2022. Farið yfir niðurbrot launaáætlunar og raunlauna eftir deildum. Raunlaun eru yfir áætlun sem nemur 2,9 millj. kr., sem fyrst og fremst skýrist af auknum umsvifum Grundarfjarðarhafnar og breytingu á vinnufyrirkomulagi, sem og hagvaxtarauka skv. kjarasamningum, sem leiddi til hækkunar launa fyrr á árinu.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, SRS og GS.
  • Bæjarráð - 595 Lögð fram yfirlit með áætlun fasteignagjalda 2023, samanburði við önnur sveitarfélög, þróun fasteignamats frá árinu 2007 og yfirlit frá Jöfnunarsjóði ef breytingar yrðu gerðar á álagningu fasteignaskatts.

    Jafnframt lagt fram yfirlit yfir breytingu fasteignamats hjá Grundarfjarðarbæ og 20 öðrum sveitarfélögum fyrir árin 2015 og 2017-2022. Sjá fylgiskjal.

    Farið yfir forsendur og breytingu milli ára og gengið frá tillögu til bæjarstjórnar um lækkun á lóðarleigu íbúðarhúsnæðis (flokkur A) úr 2% í 1,5% og lækkun fráveitugjalds vegna íbúðarhúsnæðis úr 0,2% í 0,19%.

    Tillaga að lækkun er gerð í ljósi aðstæðna nú þar sem fasteignamat mun hækka um 21,3% að meðaltali á árinu 2023.

    Samþykkt samhljóða.
  • 6.5 2209025 Gjaldskrár 2023
    Bæjarráð - 595 Lagt fram yfirlit sem sýnir breytingar á þjónustugjaldskrám miðað við mismunandi forsendur, ásamt samanburði við önnur sveitarfélög.

    Farið yfir gjaldskrár og forsendur.

    Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 595 Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir vegna ársins 2023 ásamt umsóknum og greinargerðum.

    Farið yfir styrkumsóknir.

    Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 595 Lögð fram rammaáætlun 2023 og tekjuáætlun 2023.

    Jafnframt lögð fram staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og tilkynning frá Jöfnunarsjóði vegna mögulegs framlags sökum fækkunar íbúa.

    Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, SRS og SGG.
  • Bæjarráð - 595 Lagður fram til kynningar tölvupóstur umhverfis-, orku- og auðlindaráðuneytis dags. 7. okt. sl., þar sem ráðuneytið kynnir í samráðsgátt mál nr. 188/2022 - Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði - lykilþættir (greinargerð). Óskað er eftir umsögnum og er frestur til 21. október nk.
  • Bæjarráð - 595 Lagt fram til kynningar ársuppgjör Listvinafélags Grundarfjarðarkirkju fyrir árið 2021.
  • Bæjarráð - 595 Lagt fram til kynningar ársuppgjör Skíðadeildar UMFG fyrir árið 2021.
  • Bæjarráð - 595 Lagður fram til kynningar ársreikningur Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls fyrir árið 2021.
  • Bæjarráð - 595 Lagður fram til kynningar ársreikningur Setbergssóknar fyrir árið 2021.
  • Bæjarráð - 595 Lagt fram til kynningar upplýsingabréf Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga dags. 7. september sl. til úkraínsks flóttafólks með búsetu á Snæfellsnesi.
  • Bæjarráð - 595 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Ríkislögreglustjóra dags. 11. okt. sl. þar sem Almannavarnir vekja athygli á námskeiði á þeirra vegum um greiningu á áhættu og áfallaþoli.

7.Skólanefnd - 164

Málsnúmer 2209001FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 164. fundar skólanefndar.
  • Skólanefnd heimsótti tónlistarskólann og hitti þar Lindu Maríu Nielsen, aðstoðarskólastjóra.
    Skólanefnd - 164 Húsnæði og aðstaða tónlistarskólans var skoðað og rætt við Lindu Maríu um starfsemina.
    M.a. var skoðað herbergi sem upphaflega var innréttað sem upptökuherbergi, innaf salnum í innra rými. Nú er búið að hljóðeinangra herbergið betur, þannig að hljóð úr íþróttahúsinu berist síður niður. Ætlunin er að hafa þar hljóðver, sem nýta má fyrir upptökur, bæði fyrir nemendur tónlistar- og grunnskóla. Dæmi er nefnt um að taka megi upp tónlist en líka hlaðvarpsefni og annað talað mál.

    Bókun fundar Allir tóku til máls.
  • Nefndin fór í heimsókn í grunnskólann og hitti þar Sigurð Gísla Guðjónsson, skólastjóra.
    Skólanefnd - 164 Húsnæði og aðstaða grunnskólans var skoðað og rætt við Sigurð Gísla um starfsemina.
    Farið var sérstaklega yfir þær framkvæmdir við húsnæði skólans sem hafa verið í gangi í ár.
    Neðra anddyri grunnskólahúss var endurbætt í sumar, skipt um hurðir og sett sjálfvirk opnanleg glerhurð í stað þungra eldri hurða. Gólf og loftaefni voru endurnýjuð, lýsing og fatahengi endurnýjað. Anddyrið er nú mun rýmra og bjartara og aðgengi betra.
    Unnið er að því að skipta um þak á tengibyggingu milli grunnskóla og íþróttahúss og verður neyðarútgangur á þaki tengibyggingar lagaður.
    Gluggaskipti eru fyrirhuguð í grunnskólahúsnæði og til stendur að halda áfram að endurnýja gólfdúka, svo eitthvað sé nefnt.

    Í íþróttahúsi stendur til að endurnýja gólfefni í anddyri og gangi, loftaefni og hillur. Auk þess glugga í tengibyggingu yfir í grunnskólann.
  • Skólanefnd fór einnig og kíkti við í aðstöðu leikskóladeildarinnar Eldhamra, í fylgd Sigurðar skólastjóra.
    Skólanefnd - 164
  • 7.4 2207023 Skólastefna
    Fundi var framhaldið í ráðhúsinu.

    Skólanefnd - 164 Bæjarstjóri sagði frá því að leitað hefði verið til Ásgarðs, ráðgjafarfyrirtækis í skólaþjónustu og skólaþróun, um aðstoð við endurskoðun skólastefnu sem fram færi í vetur. Skólastefna eða menntastefna á að taka til allra skólastiga; leik-, grunn- og tónlistarskóla.

    Bæjarstjórn fól bæjarstjóra að undirbúa þessa vinnu og verður þetta tekið fyrir á næstu fundum nefndarinnar.

    Inná fundinn kom Kristrún Lind Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Ásgarðs, skólaþjónustu, með stutta kynningu um skólastefnu/menntastefnu, helstu áskoranir skóla sem teknar eru fyrir í gerð skólastefnu og um ferlið við slíka vinnu.
    Kristrúnu var síðan þakkað fyrir innlegg sitt á fundinn.

8.Skólanefnd - 165

Málsnúmer 2210003FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 165. fundar skólanefndar.
  • Skólanefnd heimsótti Leikskólann Sólvelli og hitti þar deildarstjórana Hrafnhildi Bárðardóttur á músadeild, Ólöfu Guðrúnu Guðmundsdóttur ugludeild og Gyðu Rós Freysdóttur drekadeild.

    Skólanefnd - 165 Húsnæði og aðstaða leikskólans var skoðuð í fylgd deildarstjóranna og rætt um starf leikskólans, einkum m.t.t. aðstöðu.

    Ennfremur var gengið um lóð leikskólans og skoðuð aðstaða yngri og eldri barna, sem er tvískipt á lóðinni.

    Fram kom að yngstu börnum mun fjölga í leikskólanum á komandi ári, einkum í janúar til júlí. Bæjarstjóri og byggingarfulltrúi hafa fundað með stjórnendum leikskólans og verið er að skoða hvaða valkostir eru til þess að breyta eða auka rými þannig að hægt sé að taka á móti þessum fjölda barna, svo vel sé.

    Fjöldi barna í árgöngum er, eðli máls samkvæmt, mismunandi eftir árum. Fram kom hjá deildarstjórunum að sl. vor hafi verið tekin sú ákvörðun að halda fjölda yngstu barnanna, þ.e. á músadeild, stöðugum í staðinn fyrir að ætla að láta deildina stækka og minnka til skiptis, eftir fjölda barna í árgöngum. Þannig myndu þá elstu börn á músadeild hverju sinni færast upp á ugludeild, eftir því sem taka þyrfti inn fleiri yngri börn á músadeild. Hið sama gildir þá um að elstu börn á ugludeild myndu samhliða færast upp á drekadeild.
    Skólanefnd lýsir yfir stuðningi við þetta fyrirkomulag.

    Rætt um möguleika til að bregðast við auknum fjölda barna í leikskólanum, en ljóst er að sú staða felur í sér töluverðar áskoranir, bæði hvað varðar rými en ekki síður mönnun. Málið er áfram til skoðunar hjá nefndinni, í samræmi við umræður fundarins og í samráði við stjórnendur.

    Undir þessum lið sögðu bæjarstjóri og formaður frá erindi sem þeim barst frá foreldri um viku seinkun á inntöku barns. Samkvæmt inntökureglum leikskólans er það í verkahring leikskólastjóra að úthluta börnum leikskólavist. Leitað var eftir skýringum leikskólastjóra og voru ástæður seinkunar einkum ófyrirséð veikindaleyfi starfsfólks.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, LÁB, SGG og DM.
  • 8.2 2207023 Skólastefna
    Bæjarstjóri sagði frá undirbúningi að endurskoðun skólastefnu/gerð menntastefnu bæjarins.
    Skólanefnd - 165 Í samtölum bæjarstjóra við Ásgarð, skólaráðgjafa, hefur komið fram sú skoðun þeirra að gott sé að miða við að vinnan hefjist í byrjun árs 2023.

    Skólanefnd leggur áherslu á að gert sé ráð fyrir fjármunum til þessarar vinnu í fjárhagsáætlun 2023.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, LÁB og DM.
  • Farið gróflega yfir helstu málaflokka sem undir skólanefnd heyra m.t.t. fjárhagsáætlunargerðar fyrir 2023.

    Skólanefnd - 165 Skólanefnd mun funda áður en lokið verður við gerð fjárhagsáætlunar og mun fá til sín tillögur um fjárfestingar þeirra stofnana sem undir hana heyra.

    Nefndin vonast til að bæjarstjórn taki vel í óskir skólastjórnenda varðandi þarfir skólanna í fjárhagsáætlun 2023.

  • Lagt fram bréf Menntamálastofnunar þar sem fram kemur að stofnunin muni framkvæma ytra mat á leikskólum árið 2023, sbr. lög nr. 90/2008 um leikskóla og gildandi reglugerðir um mat og eftirlit.

    Auglýst er eftir sveitarfélögum sem hafa áhuga á því að láta fara fram ytra mat á starfi leikskóla.

    Í slíku mati felst að utanaðkomandi aðilar leggja mat á starfsemi viðkomandi leikskóla með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá. Það verður m.a. gert með því að skoða fyrirliggjandi gögn um starfsemi skóla, vettvangsathugunum, heimsóknum úttektaraðila og viðtölum við börn, starfsfólk leikskóla, foreldra og fulltrúa sveitarstjórnar, eins og segir í bréfi Menntamálastofnunar. Kostnaður vegna matsins greiðist úr ríkissjóði.

    Umsóknir um ytra mat skulu berast Menntamálastofnun frá sveitarstjórnum fyrir 5. nóvember 2022.

    Skólanefnd - 165 Einungis takmarkaður fjöldi leikskóla er tekinn út árlega og þurfa sveitarfélög að rökstyðja þörf á úttekt.

    Bæjarstjóri sagði frá því að Grundarfjarðarbær hefði á síðasta kjörtímabili sótt um að fá ytra mat á leikskóla, en ekki komist að.

    Skólanefnd leggur til að sótt verði um úttekt nú, þar sem í niðurstöðum úttektar felist gagnlegar niðurstöður og upplýsingar sem gott og þarft sé að vinna með í faglegu starfi leikskólans, sem að mörgu leyti er á tímamótum.

9.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 105

Málsnúmer 2208003FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 105. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar.
  • 9.1 2209002 Erindisbréf ásamt kosningu formanns og varaformanns íþrótta- og tómstundarnefndar 2022-2026
    Erindisbréf íþrótta- og æskulýðsnefndar lagt fram. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 105 Íþrótta- og æskulýðsnefnd samþykkti að formaður nefndarinnar verði Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir og að varaformaður nefndarinnar verði Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir. Jafnframt var samþykkt að ritari nefndarinnar verði Ólafur, starfsmaður íþrótta- og tómstundanefndar, nema annað verði ákveðið.

    Nýr formaður tók við stjórn fundarins.
  • 9.2 2207002 Siðareglur kjörinna fulltrúa í Grundarfjarðarbæ
    Lagðar fram til kynningar við upphaf nefndarstarfs; Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Grundarfjarðarbæ.
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 105 Íþrótta-og tómstundafulltrúi fór yfir siðareglur fyrir kjörna fulltrúa. Hann sagði frá því að bæjarstjórn hafi samþykkt að halda sameiginlegan kynningar- og fræðslufund fyrir nefndarfólk og verður hann haldinn fljótlega.
  • 9.3 2205031 Fundartími nefnda
    Ákvörðun um reglulegan fundartíma eða heppilega fundardaga nefndarinnar. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 105 Nefndin mun að jafnaði funda á 6-8 vikna fresti. Nefndin telur ekki þörf á að ákveða fastan fundartíma, heldur mun hún koma sér saman um fundartíma hverju sinni.

    Nefndin ákvað að næsti fundur yrði 12. október kl. 16:30.

    Fundir verða að jafnaði haldnir í Ráðhúsi Grundarfjarðar kl. 16:30.
  • 9.4 2209003 Verkefni íþrótta- og æskulýðsnefndar
    Farið yfir hlutverk og verkefni nefndarinnar Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 105 Hlutverk íþrótta- tómstundarnefndar er tiltekið í erindisbréfi hennar. Rætt var um að nefndarmenn séu virkir í þátttöku og hugmyndavinnu, til þess að viðhalda sem áhrifaríkustu starfi í þágu íþrótta- og tómstundamála í bænum.

    Rætt var um verkefni nefndarinnar á síðasta kjörtímabili. Þar á meðal má nefna hugmyndir, hönnun og framkæmdir á þríhyrningi, kjör á íþróttamanni Grundarfjarðar og frisbígolfvöllurinn.
  • 9.5 2209004 Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands. Íþróttavika Evrópu 23.-30. september 2022
    Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) verður haldin 23. - 30. september nk. í yfir 30 Evrópulöndum. ÍSÍ kallar eftir verkefnum hjá sambandsaðilum víða um land. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 105 Íþrótta-og tómstundafulltrúi kynnt dagskrá síðasta árs.
  • 9.6 2201019 Hugmynd að myndbandi á sviði íþrótta- og æskulýðs
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 105 RDB fór yfir hugmyndina og stöðuna á kynningarmyndbandi fyrir Grundarfjörð. Íþrótta- og tómstundafulltrúa var falið að kanna hvort Tómas Freyr sem er að vinna myndbandið gæti komið inn á næsta fund til að fara yfir stöðuna á verkefninu.

10.Menningarnefnd - 35

Málsnúmer 2208004FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 35. fundar menningarnefndar.
  • 10.1 2209016 Rökkurdagar 2022
    Rökkurdagar fara fram frá 9. til 16. október nk.

    Auglýst hefur verið eftir tillögum frá íbúum að dagskrá en vinnsla við uppsetningu er í fullum gangi. Tekið var mið af dagskrá fyrri ára og reynt verður eftir fremsta megni að höfða til sem flestra aldurshópa.
    Menningarnefnd - 35 Bókun fundar Til máls tóku JÓK og SGG.
  • Nú þegar aðeins eru 95 dagar til jóla er ekki seinna vænna en að fara að undirbúa jólahátíðina.
    Menningarnefnd - 35 Menningarnefnd fór yfir aðventudagskrá síðastliðinna ára og þau verkefni og þá viðburði sem hafa verið í boði. Síðustu tvö ár hafa aðventugluggarnir vakið mikla lukku og vill menningarnefnd hvetja fyrirtæki og bæjarbúa til þátttöku og bjóða fram glugga. Menningarnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að auglýsa eftir þátttöku í aðventugluggana í nóvember.
    Einnig vill menningarnefnd skoða möguleikan á að setja upp ljósaskreytingar á miðbæjarsvæði til afmörkunar á jólasvæði.
  • Opnað verður fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands í október nk.

    Farið yfir styrki sem áður hafði verið sótt um og stöðu þeirra.
    Menningarnefnd - 35 Menningarnefnd vill hvetja áhugasama til að kynna sér úthlutunarreglur og að nýta sér tækifærið til þess að sækja um styrk í uppbyggileg verkefni.

    Í tilefni 100 ára afmælis Bókasafns Grundarfjarðarbæjar leggur nefndin til að sækja um styrk fyrir viðburði tengda afmælishátíð bókasafnsins.
  • Farið yfir umræðupunkta frá Sunnu Njálsdóttur, bókasafnsfræðingi vegna starfsemi bókasafnsins og önnur verkefni sem hún heldur utan um.

    Einnig farið yfir skönnun mynda Bærings, sem Olga Sædís Aðalsteinsdóttir hefur unnið ötult að.

    Úkraínska listamannaparið Olena og Mykola hafa verið fengin til þess að vinna að nokkrum listtengdum verkefnum í Grundarfirði. Helstu verkefni sem þau hafa unnið að eru:
    Fjallageitur sem mynda hlið við inngang að grenndargörðunum, vegglist við grunnskólann og í haust munu þau móta og smíða drekahaus við "orminn" í þríhyrning, til þess að leggja lokahönd á þá vinnu.

    Rætt um möguleg vegglistaverk og samstarf við listamenn og áhugasama aðila í bænum.

    Staða Sögumiðstöðvarinnar, uppbygging og framhald. Einnig farið yfir notkun á húsnæðinu, sem félagasamtök hafa mikið verið að nýta sér.

    Önnur mál
    Menningarnefnd - 35 Menningarnefnd vill skoða möguleika á gróðursetningu í bænum og útbúa svokallaða villigarða, innan þéttbýlis.
    Nefndin leggur til að funda með Olenu og Mykola í hugmyndavinnu fyrir miðbæjarreit og nánari útfærslu á listsköpun í bænum.
    Einnig vill nefndin skoða, í samráði við listamenn, að mála listaverk á suðurgafl á Samkomuhúsi.

11.Skipulags- og umhverfisnefnd - 240

Málsnúmer 2209002FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 240. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Prjónað á plani sækir um áframhaldandi stöðuleyfi fyrir söluskúr á miðbæjarreit til 12 mánaða, frá 7. september 2022 til 7. september 2023. Áður hafði aðili sótt um framlengingu á stöðuleyfi haustið 2021. Skipulags- og umhverfisnefnd - 240 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að framlengja stöðuleyfi Prjónað á plani á miðbæjarreit, sem er í biðstöðu skipulagslega séð, til 7. september 2023. Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum og í samræmi við gildandi gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Mæstró sf. sækir um áframhaldandi stöðuleyfi fyrir pulsuvagn á miðbæjarsvæði til 12 mánaða þ.e. frá 1. október 2022 til 1. október 2023. Áður hafði verið gefið út stöðuleyfi frá 15. maí til 15. september 2022 og síðan framlengingu til loka september 2022. Stefnt er að því að hafa vagninn opinn reglulega í vetur eins og veður leyfir. Skipulags- og umhverfisnefnd - 240 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlengingu á stöðuleyfi til 30. september 2023 á miðbæjarreit, sem er í biðstöðu skipulagslega séð. Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum og í samræmi við gildandi gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Sótt er um leyfi til að breyta gluggum á norðurhlið 2. hæð, setja nýjan glugga með opnanlegu fagi á 2. hæð vesturhliðar hússins og gera breytingar innanhúss. Skipulags- og umhverfisnefnd - 240 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytingarnar enda séu þær í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar á svæðinu og hafi ekki áhrif á nærliggjandi byggð sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt telur nefndin að umrædd framkvæmd falli undir gr. 2.3.6. í byggingareglugerð nr. 112/2012 m.s.br. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð er fram umsókn um niðurrif á byggingarstig 2 og endurbyggingu á sumarhúsi í landi Spjarar, mhl. 030101. Grunnurinn á núverandi sumarhúsi er sökkull með steyptri botnplötu og verður hann nýttur undir endurbyggingu á sumarhúsinu. Skipulags- og umhverfisnefnd - 240 Nefndin tekur jákvætt í umsóknina og felur umhverfis- og skipulagssviði að afla nánari gagna og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild að öllum skilyrðum uppfylltum sbr. gr. 2.3.8. í byggingareglugerð nr. 112/2012, m.s.br. og í samræmi við skipulag. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð er fram umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahús og smáhýsi á lóð Naustáls 2 í Framsveit Grundafjarðarbæjar. Stærra húsið, þ.e. frístundahúsið, er einingahús sem er 47,6 m2 að stærð en minna húsið, smáhýsið, er 18,2 m2 og verður nýtt sem gestahús. Skipulags- og umhverfisnefnd - 240 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild að uppfylltum skilyrðum skv. gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð 112/2012, m.s.br. Nefndin hvetur landeigendur til þess að ljúka deiliskipulagsvinnu fyrir frístundabyggðina. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Á fundinn kom Silja Traustadóttir skipulagsfræðingur frá Eflu til að kynna framvindu á deiliskipulagsvinnu fyrir hafnarsvæði og Framnes. Skipulags- og umhverfisnefnd - 240 Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Silju Traustadóttur kærlega fyrir kynninguna. Nefndinni lýst vel á að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 til þess að auka tækifæri fyrir blandaða landnotkun á Framnesi.
  • Lögð fram til kynningar og/eða afgreiðslu tillaga að óverulegri deiliskipulagsbreytingu fyrir athafna- og iðnaðarsvæði við Kverná er varðar lóð nr. 4 við Ártún skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með tillögunni eru gerðar breytingar á skilmálum gildandi deiliskipulags um byggingarreit, vegghæð, þakhalla og aðkomu að lóð.

    Á 239. fundi sínum, tók skipulags- og umhverfisnefnd fyrir sitt leyti vel í fyrirspurn lóðarhafa um deiliskipulagsbreytingu sbr. framlagt erindi. Óski lóðarhafi eftir slíkri breytingu felur nefndin umhverfis- og skipulagssviði að fylgja því eftir. Er það mat nefndarinnar að slík breyting sé óveruleg sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Á 263. fundi sínum þann 13. september 2022, samþykkti bæjarstjórn bókun skipulag- og umhverfisnefndar.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 240 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi athafna- og iðnaðasvæðis við Kverná vegna uppbyggingar á lóð nr. 4 við Ártún þ.e. breytinga á byggingarreit, vegghæð, þakhalla og aðkomuleiða þ.m.t. aðkomu að iðnaðarbilum beint frá Ártúni.

    Nefndin bendir á að í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 er sýnd gönguleið eftir Ártúni og í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir gönguleið beggja vegna Ártúns og Hjallatúns. Með vísun í gildandi skipulagsáætlanir og deiliskipulagsbreytingu sem nú er í vinnslu fyrir allt athafna- og iðnaðarsvæðið, telur nefndin mikilvægt að færðir verði inn skilmálar um frágang á lóðarmörkum Ártúns 4 þar sem ekið verður beint af götu að iðnaðarbilum og gönguleið þveruð. Markmiðið með slíkum skilmálum er að auka umferðaröryggi allra vegfarenda með hraðatakmarkandi aðgerðum og skýrum mörkum milli lóðar og gönguleiðar.

    Nefndin samþykkir að grenndarkynna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Ártúns 1, 2, 3, 5 og 6.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Á 239. fundi skipulags- og umhverfisnefndar voru lagðar fram til kynningar umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma breytingartillögunnar, sem samþykkt var til auglýsingar í bæjarstjórn Grundarfjarðar þann 3. maí sl. skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 15. júní með athugasemdafresti til og með 29. júlí 2022.

    Auk hlögbundinnar auglýsingarm var auglýsingin borin út til eigenda húsa við Ölkelduveg 21, 23, 25 og 27, Hrannarstíg 28-40, Fellasneið 1, 20, 22 og 28, Hellnafell 6 og 8 og Fagurhól 3 og 5. Einnig var boðið upp á opið hús fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila 21. júní þar sem tillagan var kynnt.

    Beiðni um umsögn var send til Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Rarik, Veitna, Slökkviliðs Grundarfjarðar, Skógræktarfélagsins (Gunnars Njálssonar og Þórunnar Kristinsdóttur) og Setbergssóknar (Aðalsteins Þorvaldssonar og Guðrúnar Margrétar Hjaltadóttur).

    Umsagnir og athugasemdir sem bárust voru lagðar fram til kynningar á 239. fundi skipulags- og umhverfisnefndar og eru nú tekin afstaða til þeirra og framlagðri tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við þeim skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 240 Skipulags- og umhverfisnefnd hefur fjallað um og tekið afstöðu til athugasemda sem bárust á auglýsingartíma skipulagstillögunnar og samþykkir fyrir sitt leyti tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við þeim skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að uppfæra tillöguna með þeim minniháttar breytingum sem lagðar eru til í tillögu skipulagsfulltrúa að svörum og senda þeim sem gert höfðu athugasemdir viðbrögð nefndarinnar að fenginni staðfestingu í bæjarstjórn skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Nefndin ræddi einnig um vatnafar ofan lóða við Ölkelduveg 39-45 og bendir á mikilvægi þess að lóðarhafi hugi að nauðsynlegum frárennslislausnum á framkvæmdastigi.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK og DM.
  • Lagðar fram til kynningar umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma tillögu að deiliskipulagi fyrir hótel í landi Skerðingsstaða skv. 3. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Í apríl 2018 óskuðu landeigendur Skerðingsstaða eftir heimild Grundarfjarðarbæjar til þess að vinna deiliskipulag fyrir hluta jarðarinnar. Við þeirri ósk var orðið. Á 234. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 1. mars 2022, samþykkti nefndin fyrir sitt leyti að auglýsa deiliskipulagstillöguna ásamt umhverfismatsskýrslu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15 gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Bókun nefndarinnar var staðfest af bæjarstjórn á 257. fundi þann 10. mars 2022.

    Tillagan var auglýst 20. júlí með athugasemdafrest til og með 14. september.
    Auglýsingin var send til aðila sem gert höfðu athugasemdir á kynningartíma skipulagslýsingar árið 2018 og opinn kynningarfundur haldinn 23. ágúst sl. Samtals bárust athugasemdir frá 30 aðilum.

    Beiðni um umsögn var send til umsagnaraðila og bárust umsagnir frá Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Slökkviliði Grundarfjarðarbæjar, Vegagerðinni, Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Breiðafjarðarnefnd og Fiskistofu.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 240 Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar umhverfis- og skipulagssviði fyrir samantekt umsagna og athugasemda og felur skipulagsfulltrúa að vinna tillögu að svörum við þeim og leggja fyrir fund nefndarinnar, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Auk þess felur nefndin skipulagsfulltrúa að senda þeim sem gerðu athugasemdir tölvupóst þar sem upplýst er um næstu skref og framgang málsins.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, DM og GS.
  • Lagður fram til kynningar samningur milli Slökkviliðs Grundarfjarðar og Vegagerðarinnar um hreinsun vettvangs á og við vegi í kjölfar umferðaróhappa eða annarra atvika sem krefjast upphreinsunar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 240

12.Skipulags- og umhverfisnefnd - 241

Málsnúmer 2210002FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 241. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Nesbyggð ehf. leggur fram umsókn um byggingarleyfi fyrir 5 íbúða raðhúsi við Ölkelduveg 29-37 ásamt teikningum.
    Byggingarfulltrúi hafði gefið lóðarhafa graftrarleyfi þann 15. september sl. til þess að kanna jarðveg og setja út lóð.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 241 Framlögð gögn eru í samræmi við gildandi deiliskipulag lóðanna.
    Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að öllum skilyrðum uppfylltum, sbr. 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012, með síðari breytingum.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð fram umsókn um byggingarleyfi vegna byggingar á nýju iðnaðarhúsi í stað iðnaðarhúss sem brann á Sólvöllum 5.

    Meðfylgjandi teikningar og uppdrættir eru ekki endanlegir en sýna góða mynd af fyrirhugaðri byggingu sem til stendur að endurbyggja.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 241 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í framkomnar hugmyndir og felur byggingarfulltrúa að óska eftir fullbúnum sér- og aðaluppdráttum.
    Byggingarfulltrúi telur gögn nægjanleg til þess að leggja fram til grenndarkynningar sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem umrædd bygging er á ódeiliskipulögðu svæði. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin til eftirfarandi lóðarhafa: Sólvellir 2, 3, 6, 7, 8 og 13, Eyrarvegur 7 og 12 og Sæból 1 - 3.
    Berist engar athugasemdir úr grenndarkynningu er byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr 112/2012, með síðari breytingum.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, DM, GS og SG.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Fyrir liggur fyrirspurn frá lóðarhafa um heimild til að byggja fjórbýli á lóðunum við Fellabrekku 7-9.

    Í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 eru settir fram eftirfarandi sérskilmálar fyrir Fellabrekku 7-9: "Heimild er til að byggja allt að 3ja íbúða hús á lóðunum sameiginlega, eða parhús og einbýli á lóðunum tveimur."

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 241 Nefndin tekur fyrir sitt leyti vel í fyrirspurn lóðarhafa um að byggja fjórbýli á lóðunum og telur að slík breyting kalli á óverulega breytingu á aðalskipulagi sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Nefndin felur skipulagsfulltrúa að afla skriflegrar staðfestingar lóðarhafa á því hvort um sé að ræða formlega ósk um óverulega breytingu á aðalskipulagi. Að því búnu leggi skipulagsfulltrúi fyrir nefndina tillögu að breytingu til samþykktar sem síðan yrði send til Skipulagsstofnunar til staðfestingar, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

13.Álagning útsvars 2023

Málsnúmer 2209023Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um álagningu útsvars, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að álagningarprósenta verði óbreytt frá fyrra ári, eða 14,52% fyrir árið 2023.

Samþykkt samhljóða.

14.Fasteignagjöld 2023

Málsnúmer 2209024Vakta málsnúmer

Lögð fram yfirlit með áætlun fasteignagjalda 2023, samanburður við önnur sveitarfélög, þróun fasteignamats frá árinu 2007 og yfirlit frá Jöfnunarsjóði ef breytingar yrðu gerðar á álagningu fasteignaskatts. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir breytingu fasteignamats hjá Grundarfjarðarbæ og 20 öðrum sveitarfélögum fyrir árin 2015 og 2017-2022.

Farið yfir tillögu bæjarráðs til bæjarstjórnar um lækkun á lóðarleigu íbúðarhúsnæðis (flokkur A) úr 2% í 1,5% og lækkun fráveitugjalds vegna íbúðarhúsnæðis úr 0,2% í 0,19%.

Bæjarráð gerir tillögu að lækkun í ljósi aðstæðna nú þar sem fasteignamat mun hækka um 21,3% að meðaltali á árinu 2023.

Allir tóku til máls.

Tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.

15.Samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar og erindisbréf nefnda

Málsnúmer 2201015Vakta málsnúmer

Lagðir fram til síðari umræðu viðaukar við samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar, skv. 1. mgr. 18. gr. sveitarstjórnarlaganna.

Viðauki I og viðauki II við samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar samþykktir samhljóða.

16.Erindi frá sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps

Málsnúmer 2210015Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Eyja- og Miklaholtshrepps, móttekið 12. október sl., með upplýsingum um niðurstöður skoðanakönnunar meðal íbúa hreppsins um sameiningarkosti á Snæfellsnesi. Fram kom að meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði vilji að allt Snæfellsnesið sameinist í eitt sveitarfélag.

Sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps óskar eftir því að eiga samtal við bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar um sameiningarkosti.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn tekur vel í erindið og samþykkir að eiga samtal við forsvarsmenn Eyja- og Miklaholtshrepps um sameiningarkosti.

Samþykkt samhljóða.

17.Hallur Pálsson - yfirlýsing vegna kaupa á Naust

Málsnúmer 2208005Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn frá Halli Pálssyni að Naustum með beiðni um yfirlýsingu bæjarstjórnar vegna óskar hans um að kaupa land jarðarinnar Naustar, 351 Grundarfirði. Í bæjarráði og bæjarstjórn árið 2015 var tekið fyrir sambærilegt erindi og send umsögn.

Eftirfarandi umsögn bæjarráðs, sem samþykkt var á 591. fundi þann 25. ágúst sl., er í samræmi við fyrri afgreiðslu: "Hallur Pálsson hefur fasta búsetu og lögheimili að Naustum og hefur haft í allmörg ár. Þar hefur hann verið með búskap. Búskapurinn hefur verið hefur athugasemdalaus, svo vitað sé. Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar sér ekkert því til fyrirstöðu að Hallur Pálsson kaupi jörðina og húsakost með."

Nú hefur Framkvæmdasýslan óskað eftir skýrari yfirlýsingu þess efnis að bæjarstjórn mæli með kaupum Halls á jörðinni Naustum.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs og tekur fram að þar sem hún sjái ekkert því til fyrirstöðu að Hallur Pálsson kaupi jörðina og húsakost, geti hún jafnframt - til að taka af allan vafa - mælt með kaupunum. Hallur hefur setið jörðina vel, haft þar lögheimili í áratugi og húsakostur á jörðinni er metinn góður.

Samþykkt samhljóða.

18.Samband íslenskra sveitarfélaga - Staðan í samstarfi sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu

Málsnúmer 2210004Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. október sl., varðandi stöðu á samstarfi sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu.

19.Skógræktarfélag Íslands - Ályktun samþykkt á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands

Málsnúmer 2209027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Skógræktarfélags Íslands, dags. 22. september sl., til stjórnar sambandsins með ályktun um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar sem samþykkt var á aðalfundi Skógræktarfélagsins í september 2022.

20.Jeratún - Fundargerð stjórnarfundar og árshlutareikningur 2022

Málsnúmer 2209021Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar Jeratúns ehf., sem haldinn var 26. ágúst sl., ásamt árshlutareikningi.

Til máls tóku JÓK, GS, ÁE, SRS og LÁB.

21.Breiðafjarðarnefnd - Fundargerðir

Málsnúmer 2101034Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 205. fundar Breiðafjarðarnefndar, sem haldinn var 16. ágúst sl.

Forseti vakti athygli á 8. lið fundargerðarinnar "Grundarfjarðarviti, sögupóstar og sagan", þar sem fram koma áform um upplýsingaskilti við Kirkjufell við Grundarfjörð.
Fylgiskjöl:

22.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 912. stjórnarfundar

Málsnúmer 2209006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 912. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 26. ágúst sl.

23.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 913. stjórnarfundar

Málsnúmer 2210007Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 913. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 28. september sl.

24.Ólafur Tryggvason - Reiðvegur að Kirkjufellsfossi

Málsnúmer 2210016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Ólafs Tryggvasonar, dags. 9. september sl., varðandi reiðveg hestamanna að Kirkjufellsfossi og öryggi hesta og knapa sem um hann fara.

Forseti vísar einnig til upplýsinga bæjarstjóra um aðgerðir til að bæta öryggi á reiðvegi. Búið er að afmá eða ganga þannig frá útafkeyrsluleiðum við áningarstaðinn við Kirkjufell, að ekki verður lengur hægt að leggja bílum á víð og dreif meðfram þjóðveginum. Einnig er uppsetning öryggisskilta á reiðveginn í undirbúningi.

Allir tóku máls.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:09.