Málsnúmer 2210012

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 241. fundur - 17.10.2022

Fyrir liggur fyrirspurn frá lóðarhafa um heimild til að byggja fjórbýli á lóðunum við Fellabrekku 7-9.

Í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 eru settir fram eftirfarandi sérskilmálar fyrir Fellabrekku 7-9: "Heimild er til að byggja allt að 3ja íbúða hús á lóðunum sameiginlega, eða parhús og einbýli á lóðunum tveimur."

Nefndin tekur fyrir sitt leyti vel í fyrirspurn lóðarhafa um að byggja fjórbýli á lóðunum og telur að slík breyting kalli á óverulega breytingu á aðalskipulagi sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nefndin felur skipulagsfulltrúa að afla skriflegrar staðfestingar lóðarhafa á því hvort um sé að ræða formlega ósk um óverulega breytingu á aðalskipulagi. Að því búnu leggi skipulagsfulltrúi fyrir nefndina tillögu að breytingu til samþykktar sem síðan yrði send til Skipulagsstofnunar til staðfestingar, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.