241. fundur 17. október 2022 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS) formaður
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Davíð Magnússon (DM)
  • Heiðrún Hallgrímsdóttir (HH)
  • Eymar Eyjólfsson (EE)
Starfsmenn
  • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ) starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Kristín Þorleifsdóttir (KÞ) sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Fannar Þór Þorfinnsson (FÞÞ) byggingarfulltrúi
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þuríður Gía Jóhannesdóttir Starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.
Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi og Fannar Þór Þorfinnsson byggingarfulltrúi sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri sat fundinn.

1.Ölkelduvegur 29-37_umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2210011Vakta málsnúmer

Nesbyggð ehf. leggur fram umsókn um byggingarleyfi fyrir 5 íbúða raðhúsi við Ölkelduveg 29-37 ásamt teikningum.
Byggingarfulltrúi hafði gefið lóðarhafa graftrarleyfi þann 15. september sl. til þess að kanna jarðveg og setja út lóð.
Framlögð gögn eru í samræmi við gildandi deiliskipulag lóðanna.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að öllum skilyrðum uppfylltum, sbr. 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012, með síðari breytingum.

2.Sólvellir 5 - Umsókn um byggingarleyfi, endurbygging

Málsnúmer 2210013Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi vegna byggingar á nýju iðnaðarhúsi í stað iðnaðarhúss sem brann á Sólvöllum 5.

Meðfylgjandi teikningar og uppdrættir eru ekki endanlegir en sýna góða mynd af fyrirhugaðri byggingu sem til stendur að endurbyggja.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í framkomnar hugmyndir og felur byggingarfulltrúa að óska eftir fullbúnum sér- og aðaluppdráttum.
Byggingarfulltrúi telur gögn nægjanleg til þess að leggja fram til grenndarkynningar sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem umrædd bygging er á ódeiliskipulögðu svæði. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin til eftirfarandi lóðarhafa: Sólvellir 2, 3, 6, 7, 8 og 13, Eyrarvegur 7 og 12 og Sæból 1 - 3.
Berist engar athugasemdir úr grenndarkynningu er byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr 112/2012, með síðari breytingum.

3.Fellabrekka 7-9. Fyrirspurn um skipulag

Málsnúmer 2210012Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fyrirspurn frá lóðarhafa um heimild til að byggja fjórbýli á lóðunum við Fellabrekku 7-9.

Í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 eru settir fram eftirfarandi sérskilmálar fyrir Fellabrekku 7-9: "Heimild er til að byggja allt að 3ja íbúða hús á lóðunum sameiginlega, eða parhús og einbýli á lóðunum tveimur."

Nefndin tekur fyrir sitt leyti vel í fyrirspurn lóðarhafa um að byggja fjórbýli á lóðunum og telur að slík breyting kalli á óverulega breytingu á aðalskipulagi sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nefndin felur skipulagsfulltrúa að afla skriflegrar staðfestingar lóðarhafa á því hvort um sé að ræða formlega ósk um óverulega breytingu á aðalskipulagi. Að því búnu leggi skipulagsfulltrúi fyrir nefndina tillögu að breytingu til samþykktar sem síðan yrði send til Skipulagsstofnunar til staðfestingar, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:00.